Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og landsmenn þekkjahann, er að undirbúa einleikinn „Laddi – allt það besta“ semhann ætlar að halda í Bæjarbíói í Hafnarfirði. „Einleikurinn
er settur saman úr „Laddi sextugur“ og Laddi lengir lífið“ og ég tek
besta efnið úr þeim. Við höfum auglýst fjórar sýningar, tvær fyrstu
eru 29. og 30. janúar, og svo sjáum við bara til hve þær verða marg-
ar. Annars er tími þorrablótanna og árshátíðanna að hefjast og það
er alltaf slatti að gera í því.“
Laddi er liðtækur golfari, er með 11 í forgjöf og er í landsliði öld-
unga. „Við förum á Evrópumót og keppum þar við aðrar þjóðir, í
fyrra var keppnin haldin í Portúgal og þar náðum við 5. sæti og í ár
verður keppt í Lúxemborg. Við erum 12 í liði og skiptumst í tvo
flokka, án forgjafar og með forgjöf sem ég keppi í. Maður þarf að
fara að byrja í inniæfingunum, er vanur að byrja á þeim í kringum
mánaðamótin janúar/febrúar.“
Laddi hefur líka fengist við myndlist og hélt sína fyrstu sýningu
nú fyrir jól í Heimahúsinu í Ármúla. „Hún gekk mjög vel, nokkrar
myndir hanga þarna ennþá. Ég nota olíu, tréliti og akrýlmálningu.
Ég er mest núna að mála fígúrur og andlit. Svo hef ég verið að mála
olíumálverk þar sem ég einbeiti mér að því að mála hestsaugu og
augu af fleiri skepnum.“
Þórhallur Sigurðsson er 68 ára í dag
Morgunblaðið/Golli
Málari og golfari Laddi hélt sína fyrstu myndlistarsýningu fyrir jól
og fer hvað úr hverju að munda kylfurnar fyrir næsta golftímabil.
„Laddi – allt það
besta“ í Bæjarbíói
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sauðárkróki Jörvar Þór Ástmarsson fæddist 25. febrúar 2014 kl. 18.53. Hann vó
4.480 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Þóra Lisebet Gestsdóttir og
Ástmar Sigurjónsson.
Nýir borgarar
F
riðrik fæddist á Vala-
björgum á Skörðum
20.1. 1940 en flutti ung-
ur í Glæsibæ þar sem
hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum, ásamt fimm systk-
inum.
Friðrik var í farskóla í Staðar-
hreppi hinum forna en stundaði síðan
bústörf á búi foreldra sinna. Auk þess
var hann í vertíðarvinnu og stundaði
sjómennsku á sínum yngri árum, m.a.
frá Vestmannaeyjum, Sandgerði og
Flateyri. Hann var einnig í bygginga-
vinnu í Gufunesi um skeið.
Það á við um Friðrik að snemma
beygist krókur því hann hefur frá
unga aldri sinnt tamningum, hrossa-
rækt og fjárbúskap af miklum áhuga.
Hann byrjaði ungur að taka þátt í bú-
störfum, fór í sínar fyrstu göngur um
Staðarfjöllin 10 ára og varð þar svo
snemma fjallkóngur og gegnir því
embætti enn í dag.
Friðrik Stefánsson, bóndi í Glæsibæ í Skagafirði – 75 ára
Merkur stóðhestur Friðrik og Ragnheiður við málverk af stóðhestinum Hrafni 802 en myndina málaði Baltasar.
Hrossaræktandi og
fjallkóngur í Skagafirði
Glæsileg Fjölskylda frá Glæsibæ Friðrik og Ragnheiður með börnum sínum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Wacker Neuson - Þjöppur, víbratorar, brotvélar, steinsagir, glattarar. Allt sem viðkemur steypuvinnu og þjöppun.
Wacker Neuson - Smágröfur og beltagröfur frá 800 kg upp í 15 tonn. Hjólagröfur upp í 10 tonn. Beltavagnar upp
í 3 tonn og hjólavagnar (dumperar) upp í 10 tonn. Allt sem viðkemur jarðvegsvinnu.
Kramer - 4 hjóla stýrðar hjólaskóflur og skotbómulyftarar.
Réttu tækin fyrir verktaka