Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Hífa Byggingarframkvæmdir ganga vel fyrir sig við Garðatorg í Garðabæ, sérstaklega þegar kraninn fær að hífa. Ómar Amsterdam | Hol- lenski kvikmyndagerð- armaðurinn Theo van Gogh, sem múslimskur öfgamaður myrti í Amsterdam fyrir rétt rúmum tíu árum, átti mikið sameiginlegt með háðsádeilumönn- unum á Charlie Hebdo. Líkt og frönsku rit- stjórarnir og skop- teiknararnir ögraði hann, hann var siðferðislegur stjórn- leysingi, listamaður, sem vildi ganga fram af fólki. Hann þekkti enga bannhelgi, sem hann vildi ekki mölva. Þar sem andúð á gyðingum er helsta bannhelgin í Evrópu eftir stríð sagði hann ósmekklega brand- ara um gasklefa. Þar sem okkur er sagt að „virða“ íslam hæddist hann að Allah og spámanni hans mikið til með sama hætti og Charlie Hebdo. Markmið þeirra, sem brjóta bann- helgar, er að sjá hversu langt er hægt að teygja mörk málfrelsisins, lagalega og félagslega. Reyndin er sú þrátt fyrir frekar móðursýkis- legar yfirlýsingar í kjölfar hinna óhugnanlegu morða fyrr í mán- uðinum að málfrelsi er ekki algert. Í flestum Evrópuríkjum gilda lög gegn hatursmálflutningi, þar á með- al Frakklandi, þar sem er bannað að afneita tilvist helfararinnar. Málfrelsi er í raun afstætt. Dóm- ari eða stjórnmálamaður getur ekki sagt það sama og lista- maður eða rithöfundur. Sumt af því orðfæri, sem svartir Banda- ríkjamenn nota sín á milli, væri verulega móðgandi ef hvítur maður gripi til þess. Og svo má telja. Einfaldar kurteisisreglur reisa félagslegar hindranir gegn því að segja það sem okkur sýnist. Hlutverk þeirra, sem ögra, er að ýta við þessum félagslegu hindrunum með því að vera vísvitandi ókurteisir. Það ætti að vera pláss fyrir slíka menn, sem mölva helgimyndir, í listum og jaðri blaðamennsku og vitaskuld eiga þeir ekki að eiga ofbeldi og árásir yfir höfði sér. En að leggja Theo van Gogh eða Charlie Hebdo að jöfnu við „lýðræði“ eða „vestræna menningu“ virðist of tilkomumikið. Rétt eins mætti halda því fram að al-Qaeda í Jemen standi fyrir austræna eða íslamska sið- menningu. Hvað er vestræn siðmenning? Vestræn siðmenning er reyndar frekar óljóst hugtak. Er hún grísk- rómversk, kristin eða jafnvel blanda gyðingdóms og kristni? Eða er hún upplýsingin? Ef svo er, hvaða upp- lýsing? Voltaire? De Sade? Adam Smith? Voru fasismi og kommúnismi ekki hluti af vestrænni siðmenn- ingu? Hvað sem því líður er þörfin til að brjóta bannhelgar tæplega bundin við vestrið. Og menning móðgana og ögrana er að sumu leyti í andstöðu við það hvernig lýðræði virkar í raun. Lýðræði á Vesturlöndum og alls staðar annars staðar byggist á vilj- anum til að gera málamiðlanir, til að leysa með friðsamlegum hætti úr hagsmunaárekstrum innan ramma réttarríkisins. Til að lýðræði virki þurfa borgararnir að vera reiðubúnir til að þiggja og gefa eftir. Það þýðir einnig að í siðmenntuðu samfélagi samþykkjum við að búa við ólík trúarbrögð og menningu án þess að móðga vísvitandi þá, sem deila ekki gildum okkar. Þetta er ekki spurning um hug- laust samstarf við hið illa eða að gefa tjáningarfrelsið upp á bátinn. Það þýðir ekki heldur, eins og sumir myndu halda fram, skort á grund- vallargildum. Umburðarlyndi er ekki veikleikamerki. Umburðarlyndi ber vitni tregðu til að líta á félagsleg gildi sem skilyrð- islaus eða að skipta heiminum upp á milli góðs og ills. Umburðarlyndið er ekki einu sinni skilyrðislaust. Ekkert lýðræðissamfélag getur fallist á beit- ingu valds til að beygja aðra undir skoðanir eins, hvort sem þær eru trúarlegar, pólitískar eða blanda af þessu tvennu. Við getum aðeins getið okkur til um sálrænar hvatir mannanna, sem myrtu ritstjóra og listamenn Charlie Hebdo, eða mannsins, sem tók gísla og myrti fjóra í stórmarkaði gyð- inga. Kannski voru þeir brjóst- umkennanlegir undirmálsmenn, sem skiptu á draumum sínum um stelpur, fótbolta og auðfengið fé fyrir heilagt stríð. Það virðist eiga við um marga heimaræktaða jihadista, þar á meðal morðingja Theos van Goghs. Þeir væru ekki fyrstu ungmennin til að ganga byltingarmálstað á hönd til að öðlast tilfinningu um völd og að til- heyra. Við vitum meira um pólitískar hvatir þeirra ofbeldisfullu bylting- arhópa, sem fá slík ungmenni til að sjá um drápin. Sumir halda því fram að guðlast eða háð í garð spámanns- ins sé ástæðan fyrir því að ráðist var á Charlie Hebdo og Van Gogh var myrtur. Ég efa það. Vissulega gætu margir múslimar móðgast út af guð- lasti í kvikmynd eða skopmynd. En það er meira á bak við morðin en særðar tilfinningar. Markmið hryðjuverkanna Hrottaskapur til að skjóta raun- verulegum og mögulegum gagnrýn- endum skelk í bringu er bara eitt af markmiðum byltingarhópa. Það sem byltingarmenn hata mest eru ekki beinar árásir óvina þeirra, heldur hinar nauðsynlegu málamiðlanir, að gefa og þiggja, samningarnir og að- lögunin, sem fylgir því að lifa við opið lýðræði. Mikilvægasta markmið þeirra er að fá fleiri liðsmenn til stuðnings málstaðnum. Ef þeir eru íslamistar eiga þeir að neyða frið- samlega, löghlýðna múslima til að hætta að gera málamiðlanir í þeim veraldlegu samfélögum, sem þeir búa í. Þeir þurfa fleiri heilaga stríðs- menn. Skilvirkasta leiðin til að gera þetta er að kalla fram andúð á múslimum með því að ráðast á táknræn skot- mörk á borð við tvíburaturnana í New York, alræmdan kvikmynda- gerðarmann í Amsterdam eða um- deilt háðsádeilurit í París. Eftir því sem sú tilfinning fer vaxandi hjá múslimum að fólk óttist þá og hafni þeim og þeir búi við umsátur meiri- hlutans, sem ekki eru múslimar, verður líklegra að þeir styðji öfga- mennina. Ef við drögum þá ályktun af árás- unum í París að íslam sé í stríði við Vesturlönd munu jihadistarnir hafa unnið stórsigur. Ef við snúum bök- um saman við hinn friðsamlega meirihluta múslima sem bandamenn gegn ofbeldi bytingarmanna og kom- um fram við þá sem jafningja munu lýðræðisríki okkar standa sterkari eftir. Ian Buruma »Ef við drögum þá ályktun af árásunum í París að íslam sé í stríði við Vesturlönd munu jihadistarnir hafa unnið stórsigur. Ian Buruma Höfundur er prófessor í lýðræði, mannréttindum og fjölmiðlum við Bard College, og er höfundur bók- arinnar Year Zero: A History of 1945. ©Project Syndicate, 2015. www.proj- ect-syndicate.org Charlie og Theo Þegar hin fjárhags- legu áföll birtust þjóð- inni haustið 2008 voru fyrstu viðbrögð flestra að vilja fá vitneskju um hvað gengið hefði úr- skeiðis og valdið okkur þessum þungu búsifj- um. Sú afstaða var auð- vitað eðlileg og augljós nauðsyn stóð til þess að upplýsa þetta sem best. Í því skyni hefur þjóðin á undanförnum árum stofnað til meiriháttar útgjalda. Starfað hafa rannsóknarnefndir, sem samkvæmt opinberum upplýsingum hafa kostað þjóðina samtals um 1.400 milljónir króna. Ekki hefur því fé öllu verið vel varið, þó að vissulega hafi komið fram gagnlegar upplýsingar. Einn þáttur sem snerti þessar þungbæru ágjafir 2008 var athugun á því hvort framin hefðu verið refsiverð brot í aðdraganda þessara áfalla sem átt hafi þátt í því að þau skullu á. Við vorum þá og erum ennþá með stofn- anir sem eiga að halda uppi refsi- vörslu í landinu. Menn töldu sig á þessum tíma sjá fyrir að miklar annir væru framundan við að sinna rann- sóknum og málssóknum vegna grun- semda um afbrot. Jafnframt var ljóst að nauðsynlegt yrði að tryggja að mál af þessum toga drægjust ekki á lang- inn og þeim sem hugsanlega yrðu taldir hafa brotið af sér tryggð mann- réttindi við meðferð mála þeirra. Til þeirra heyrir að tryggja hraðvirka málsmeðferð. Ég hefði talið eðlilegt við þessar aðstæður að efla starfsemi þeirra stofnana sem fást við rannsóknir og refsivörslu í landinu og voru auðvitað starfandi fyrir. Þeim hefði þurft að veita aukið fé til að geta sinnt þessu með sómasamlegum hætti, m.a. með því að auka við mannafla og bæta skipulag. Í stað þess að gera þetta var stofnað nýtt embætti, svonefnds sér- staks saksóknara, til að annast um málaflokkinn og fá honum starfs- menn til fulltingis. Reyndist raunar erfitt að fá einhvern vel hæfan lög- fræðing til að sinna þessu. Sá sem um síðir fékkst til þess virðist síðan alls ekki hafa notið þess til- styrks sem nauðsyn- legur var. Kannski hefði hluti þess fjár sem varið var í „rannsóknar- skýrslur“ verið betur kominn hjá embætti hans. Við erum svo nú að fá af því fréttir að tekið hafi fimm til sex ár að fella niður mál manna sem haft hafa svonefnda „réttarstöðu sakbornings“ allan þennan tíma. Það er ekkert minna en skelfi- legt að svo skuli hafa tekist til í mörg- um tilvikum, því slík staða er líkleg til að hafa stórskaðað lífshlaup þessara manna allan tímann og er þeim áhrif- um áreiðanlega ekki lokið hjá mörg- um þeirra. Svo er einhverjum málum ólokið. Jafnvel hefur heyrst að ekki sé ennþá búið að höfða þau mál sem embættið telur að höfða beri. Verulega mun hafa skort á að fengist hafi nauðsyn- leg fjárframlög til þess meðal annars að sinna tæknilegum rannsóknar- atriðum svo sem þeim sem snerta bókhald og reikningsskil banka og annarra stórfyrirtækja. Þá berast fréttir af því að draga eigi úr fjár- framlögum til þessa embættis og gera því þar með enn erfiðara fyrir um að ljúka þessum störfum. Þetta gengur ekki. Sjá verður embætti sér- staks saksóknara fyrir fjárfram- lögum til þess að hann geti gengið í að klára þau verk sem honum voru ætl- uð og enn er ólokið. Svo ráðamenn í ríkisstjórn og á Al- þingi eru hvattir til að láta hér til sín taka svo ljúka megi starfsemi hins sérstaka saksóknara sem allra fyrst. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þá berast fréttir af því að draga eigi úr fjárframlögum til þessa embættis og gera því þar með enn erfiðara fyrir um að ljúka þess- um störfum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Hvatning til dáða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.