Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 24

Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 24
legu sögu, að þeir færu „stofugang“ á mótor- hjólunum. Oll hersingin, læknar og hjúkr- unarkonur stig'u á hjól sín í hvíta skrúðan- um og óku á „stofugang“ á hverjum morgni. — Já margt er skrítið í stóru löndunum, hugsaði ég. I skurðdeildinni tóku á móti okkur próf. Benedetto Rossi, einn merkasti skurðlæknir Itala, vildi ég fræðast af honum um aðgerðir hans og árangur. Hann sagðist fyrir nokkru vera hættur að gera rifjaskurði, gerði nú mest af því að skera burtu sýkta lungað, sýkta lungnalappann eða sjúka stað- inn. Sýndi hann mér Röntgenmyndir og las mér sjúkrasögu 25 slíkra tilfella, er hann hafði skorið nýlega og var mjög hrifinn af árangrinum. Hann taldi rifjaskurð, plombur og jafnvel blásningu senn úr sögunni, ef var- anlegur árangur þessara aðgerða yrði eins góður og líkur bentu til. Að þessum merku upplýsingum fengnum, bjóst ég til þess að kveðja, en sá gamli var ekki alveg á því og á næstu mínútum gegnlýstum við öll þessi 25 tilfelli mér til mikillar ánægju og fróð- leiks. Ferðin frá Sondalo gekk jafn-greiðlega og þangað. A leiðinni niður eftir varð á vegi okkar rólegheita maður, sem aðeins ók með 100—110 km. hraða. Bílstjórinn okkar flaut- aði og flautaði, en hinn vildi ekki víkja, Þeg- ar hann loks vék til hliðar, sleppti bílstjóri okkar höndunum af stýrinu, steytti báða hnefa framan í silakeppinn og talaði ein- hver ósköp. Af hljóðfallinu og tilburðunum varð mér ljóst, að hér mundi vera mergjaðri blótsyrði framsögð en finnast í íslenzkri tungu. Dvölin í Milano var nú á enda. Hörmu- legt að vera kominn alla þessa leið til töfra- landsins og geta ekki dvalið þar lengur. Vinir mínir hjá Lepetit höfðu þó sýnt mér ýmsa merka staði Milanoborgar, gengið með mér um þeirra heimsfrægu dómkirkju, þar sem ég sá skrýdda presta krjúpa fyrir fram- an dýrlingamyndirnar, tötrum klæddar, grát- andi konur krjúpa fyrir framan líkneski Maríu meyjar og unga velklædda menn þylja bænir sínar í heyranda hljóði. Hátíðleiki og virðulegur máttur þessa mikla musteris mun 99 varla gleymast þeim er þangað koma. Fyrsta kvöldið í Milano hafði ég reikað um nágrenni gistihúss míns, rétt til þess að vita hvað ég sæi. Gætti þess að fara ekki of langt, svo að ég villtist ekki. Mér varð starsýnt á stór- hýsi upplýst, er við mér blasti, skreitt feg- ursta listaverki á langri forhlið. Leit ég það úr nokkurri fjarlægð og taldi að hér mundi vera einhver hinna fornu halla skreytt verk- um meistaranna gömlu. Eg varð því ekki lítið undrandi er ég kom nær og sá, að þetta var brautarstöðin, er ég hafði komið til fyrr um kvöldið, byggð um 1930. Mikill er máttur stórþjóðanna, — og við hér heima, sem hrist- um höfuðið yfir óhófinu, ef við sjáum sæmi- lega gangstétt við hús. Mér varð gengið framhjá Scala-óperunni. Þar var að hefjast sýning og biðröð við allar dyr. Eg sá af auglýsingunum að mið- arnir kostuðu 2000—3000 lírur. Ég fór inn, komst að miðasölunni, rétti fram 3000 lírur og einn fingur upp í loftið. Mér til undrunar hristi maðurinn höfuðið og ýtti peningunum til mín aftur. Ég fór nú að tala á öllum tungum, er ég mátti, en ekkert dugði. Loks- ins gafst hann þó upp og rétti mér miða og ég honum peningana. Ég var bæði undrandi og glaður, þegar hann rétti mér aftur alla mína peninga, nema 300 lírur. Ég gekk nú hróðugur inn og rétti þeim borðalagða mið- ann minn, en hann brosti bara góðlátlega og benti mér upp. Á annarri hæð fór á sömu leið, á þriðju hæð var enn bent upp. Þá var mér nóg boðið, þrammaði upp á sjöundu og efstu hæð og staðnæmdist þá fyrst, er ég hafði gengið úr skugga um að ómögulegt var að komast hærra. Þarna var mér vel tekið og vísað á stæði hjá hóp karla og kvenna, er þar var fyrir. Ég var nú ósköp ánægður með að vera hátt uppi og gat vel hugsað mér að standa, en áhyggjuefnið var að ég sá hvergi votta fyrir nokkru leiksviði. Ég hugs- aði þó með mér, að til einhvers stæðu hinir þarna, bezt væri að vera rólegur og sjá til. Um leið og ljósin voru slökkt, komst allt í uppnám, þeir sem setið höfðu hentust fram á handriðið, og þeir sem hjá mér stóðu, stukku upp á stólana. Ég áttaði mig fljótt, Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.