Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 20
legum framkvæmdum að Reykjalundi og
stjórninni gefin heimild til að taka lán, eins
og þörf krefur, til að standa straum af þeim
mikla kostnaði, sem af þeim hlýtur að leiða.
Stjórninni var falið að gera allt, sem í hennar
valdi stendur til að auka starf sambands-
deilda og einstakra meðlima fyrir Vöruhapp-
drættið.
Þingið samþykkti margar fleiri tillögur, er
fram komu, en efni þeirra verður ekki rakið
hér.
Forseti sambandsins, Maríus Helgason,
átti að ganga úr sambandsstjórninni, en var
einróma endurkjörinn. Einnig áttu þeir Þórð-
ur Benediktsson og Oddur Olafsson að ganga
úr stjórninni, en voru báðir endurkjörnir.
í stað Þorleifs Eggertssonar, er gekk úr
stjórninni að eigin ósk, var kjörinn Gunnar
Armannsson.
í varastjórn sambandsins voru kjörnir:
Júlíus Baldvinsson, Árni Einarsson, Örn
Ingólfsson og Árni Guðmundsson. Endur-
skoðendur voru kjörnir: Jóhannes Arason,
Vikar Davíðsson. Til vara: Baldvin Bald-
vinsson og Guðmundur Löve.
í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi
var kjörinn Ólafur Björnsson, til vara Ást-
mundur Guðmundsson.
í stjórn Vinnustofanna að Kristnesi var
kjörinn Ásgrímur Stefánsson, til vara Krist-
björg Dúadóttir.
Þingið samþykkti m. a. eftirfarandi álykt-
un:
8. þing S.Í.B.S. haldið að Kristneshæli 11.
—13. júlí 1952, ályktar að flytja Ríkisstjórn
Islands, Alþingi og þjóðinni allri innilegustu
þakkir fyrir ágætan skilning á málefnum
berklasjúklinga og öflugan fjárhagslegan
stuðning við sambandið og málefni þess.
Oddur Ólafsson yfirlæknir flutti fróðlegt
erindi um árangur af notkun berklalyfja og
vonir þær, er við þau eru bundnar.
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri flutti
snjalla ræðu um baráttuna gegn berklaveik-
inni og einkum hið mikla starf Heilsuhælis-
félags Norðurlands.
Forseti þingsins, Steindór Steindórsson,
þakkaði ræðumönnum erindin og sleit þing-
inu með snjallri ræðu.
Sunnudaginn, 13. júlí, fóru þingfulltrú-
arnir í boði Berklavarnar á Akureyri og
Sjálfsvarnar í Kristneshæli að Mývatni. —
Ferðin var hin ánægjulegasta, þrátt fyrir
óhagstætt veður.
G. L.
18
Reykjalunduk