Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 42

Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 42
þingi S. í. B. S. frá 1942. — Þegar Vinnu- heimilið að Reykjalundi tók til starfa, var hann einn í hópi fyrstu vistmannanna, sem þangað komu. Þar, sem annarsstaðar, tók hann virkan þátt í félagsstarfseminni og var einn af stofnendum deildarinnar þar. En mesta starf sitt í þágu S. I. B. S. mun hann hafa unnið sem forstöðumaður fyrsta happ- drættisins, sem sá félagsskapur hratt af stokkunum árið 1945. Vann hann þar þau brautryðjendastörf, sem öll happdrætti sam- bandsins hafa notið góðs af síðan. Oft mun Gesti hafa sýnzt, sem heilsa sín og frelsi væri á næsta leiti og þá sollið hug- ur í brjósti. Þrá hans til mennta var mikil, enda góðum gáfum gæddur, og var ætlun hans að brjótast þar áfram óðar og tæki- færi gæfist. — Tvívegis útskrifaðist hann af sjúkrahúsi, í fyrra sinnið 1932, og er þá heima í nær þrjú ár og hið síðara 1936, en þá aðeins um hálfs árs skeið. A þeim tíma innritast hann í Reykjaskóla, en verður að hverfa þaðan á miðjum vetri og fara í sjúkra- hús. Aldrei síðan naut hann frelsis síns né fjörs. Gestur var tilfinningarríkur maður og aðdáandi fegurðar í lífi og listum. Hann var ljóðelskur svo af bar og unni Einari Bene- diktssyni öllum skáldum fremur. Þangað leitaði hann huggunar, þegar skugga bar á og skap þyngdi: þar var hugfró að finna. Mjög gerðist sjúkdómur Gests erfiður hin síðustu árin og lá hann þá löngum rúmfast- ur. Var þá einsýnt hvert stefndi og að ekkert nema nýtt og öflugt undralyf, gæti hrifið hann úr þessum heljargreiþum. Oft mun hjarta hans hafa slegið hröðum slögum, er honum var hugsað til nálægðar skapadæg- urs síns og skilnaðar við ástvini sína: aldrað- an föður og unnustuna, Jónu Þorsteinsdótt- ur, sem af ástúð sinni og dugnaði veitti honum svo dýrmæta umhyggju þessi þung- bæru ár. En allar vonir brustu: örlögin urðu ekki umflúin. Astvinirnir misstu hjartkæran vin og S. I. B. S. ötulan brautryðjanda. J. B. ★ 40 Pétur Ásgrímsson. F. 27. júní 1890. D. 18. des. 1951. Árið 1916 var ég svo heppinn að hitta Pétur Ásgrímsson. Það var á Akureyri. Eg var þar á ferð og beið eftir skipi til Siglu- fjarðar. Áður en ég vissi af var ég orðinn einn af fjölskyldu hans — og þurfti ekki að kvarta. Pétur bjó þá með miðkonu sinni, frú Margréti Guðlaugsdóttur, ágætiskonu. Þau bjuggu í litlu, en yndislegu húsi á Odd- eyri og allt virtist benda til varanlegrar lífshamingju. En —. Pétur Ásgrimsson. Árin liðu, en aldrei hitti ég þennan vel- gjörðamann minn frá Akureyri, sem ég þó oft hugsaði til og þá með þakklæti. Svo lágu leiðirnar loksins saman og það var á Vífils- stöðum. Stundum getur manni nú brugðið dálítið og þannig fór fyrir mér, því Pétur fannst mér ólíklegastur allra til að mæta á þeim ágæta stað. Líkamleg og andleg hreysti, lífsgleði, atorka og viðbjóður á öllu sleni hafði mér frá upphafi fundist auðkenna manninn. En —. Við endurfundinn var heldur lítil breyt- ing að sjá á Pétri, kannske nokkrar hrukkur, sem gerði brosið enn innilegra. Náttúrlega var hann kominn í flestar eða allar virðingar- stöður sem þetta litla og skrítna samfélag Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.