Reykjalundur - 01.06.1952, Side 36

Reykjalundur - 01.06.1952, Side 36
Myndagáta. Fyrir réttar ráðningar verða veitt þrenn verðlaun: Eitt hundrað krónur, sjötíu og fimm krónur og fimm- tíu krónur. Berist margar réttar ráðningar verður dregið um verðlaunin. Ráðningar sendist skrifstofu S. I. B. S., Austurstneti 9, Reykjavík, merktar: Myndagáta. Ráðning á myndagátu í blaðinu s.l. ár var: Markmið SÍBS er að útrýma berklaveikinni á íslandi. — Bárust hátt á annað hundrað ráðningar og reyndust 38 réttar. í vinnuskólum og einnig hjá einstaklingum, er hafa með höndum atvinnurekstur. Nám- skeiðin eru oft í stytzta lagi, standa frá sex mánuðum og allt að tveimur árum. Kennslan miðar að því að gera öryrkjunum kleift að stunda eitthvert ákveðið starf. Öryrkjarnir, sem hlotið hafa kennslu, ná oftast fullum afköstum í sínum nýju starfs- greinum. Nokkrir eru svo örkumla, að þeir geta aldrei unnið fulla vinnu og er fyrir- hugað að koma upp vinnustofum, þar sem vinnugeta þeirra, mismunandi skert, nýtist til fulls. Þser fyrstu eru þegar teknar til starfa. Einkafyrirtækjum er einnig veittur styrkur til að koma upp slíkum deildum. Að lokum er rétt að geta þess, að sveitar- félög og ríkið veita einstaklingum styrk til að koma á fót eigin atvinnufyrirtækjum, kaupa vélar o. s. frv. Atvinnumálaráðuneytið hefur komið á fót nefndum, sem reyna, hver í sínu héraði, að skapa öryrkjum möguleika á að fá hæfi- 34 legt starf. Alls eru 70 manns fastráðnir til þessa starfs, og hafa þeir aðstoðað 10 þúsund öryrkja árlega síðan árið 1945. Atvinnuvernd er fjárfrek, en gefur líka mikið í aðra hönd, eins og sjá má af þeim opinberu skýrslum, er út hafa komið og f jalla um þessi mál. Ahugi hins opinbera vex stöð- ugt og lagði Landsþingið eina milljón sænskra króna til þessara mála árið 1951. Hið opinbera sér öryrkjunum og fjölskyld- um þeirra farborða þann tíma, er verknám- ið stendur yfir, greiðir kennsluna og allt efni, er til hennar þarf. Enn er mikið verk óunnið, þar til starfs- nýtingin í Svíþjóð hefur náð fullkomlega til- gangi sínum. Þörf er fleiri leiðbeinenda og víðtækara verknáms, lengri námstíma og umfram allt fleiri atvinnugreina. Arlega er aukið við starfsemina og gefur sá árangur, sem þegar hefur náðst, ástæðu til að ætla, að öryrkjavandamálið verði, að nokkrum árum liðnum, aðeins brot af því, sem nú er. Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.