Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 35

Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 35
náðst hefur hér á landi í baráttunni við berklaveikina og einnig þeim mönnum, sem aldrei láta neitt tækifæri ónotað til að auka velgengni S. I. B. S. Við þökkum allir fyrir að hafa fengið að sitja þingið og ekki síður alla vináttuna, er okkur hefur hvarvetna verið sýnd. ★ Einar Hiller, fulltrúi: Starfsnýting í Svíþjóð. Ekki verður öryrkjum hjálpað á annan hátt betur, en sjá þeim fyrir vinnu við þeirra hæfi. Oft er það þó ekki hægt nema að und- angenginni þjálfun og námi, sem oft er svo kostnaðarsamt, að nauðsynlegt er að þjóð- félagið hlaupi undir bagga. Eftir að almenningi í Svíþjóð varð þetta ljóst, hafa sveitarfélög og ríki, lagt stórfé til starfsnýtingar. Hugtakið starfsnýting er notað um allt, sem gert er til að gera ör- yrkja sjálfsbjarga, breyta þeim úr styrkþeg- um í skattgreiðendur. Starfsnýtingin hefst á verknámi í hælum, öryrkjaheimilum og sjúkrahúsum. Lands- þingið (löggjafarþing Svía) hefur ráðið sér- menntaða menn til að aðstoða sjúklingana, ef þeir eiga við fjárhagsörðugleika að stríða, ræða við þá framtíðarhorfurnar og væntan- legt starf og reyna að halda við andlegu og líkamlegu starfsþreki þeirra. Allt er þetta unnið í samráði við læknana og með sam- þykki þeirra. Algengt er, að sjúklingar á hælum, geti ekki horfið að fyrra starfi, sem myndi reyn- ast þeim um megn, er því nauðsynlegt að athuga fljótt hvaða verk muni hæfa og því fyr, sem það er gert, því betra. Þjóðfélagið og sjúklingarnir sjálfir eru á einu máli um, að löng sjúkrahúsvist megi alls ekki fara til ónýtis. En vinnulækningarnar eru ekki nægjan- legar, því að mörgum reynist um megn að fara til fullrar vinnu beint af sjúkrabeði. Hafa því verið stofnsett þrjátíu verkstæði, og þar fær öryrkinn nauðsynlega þjálfun. Verkstæðin geta tekið við allt að átta hundr- uð mönnum, og hefur LandsþingicJ látið Reykjalundur reisa flest þeirra. Læknar ákveða vinnu- tímann og hve erfið vinnan má vera. Öryrkjarnir byrja oft með þriggja stunda vinnu daglega og auka síðan við hana unz fullum vinnudegi er náð, og þeir eru færir um að hefja starf úti í lífinu. Vinnuþjálfun- in hefur reynzt bráðnauðsynlegur þáttur starfsnýtingarinnar, enda kemur þá strax í ljós, hvort öryrkinn er fær um að vinna verk- ið, sem honum er ætlað. Einar Hiller. Tvær stöðvar hafa nýlega verið stofnsett- ar af ríkinu og geta menn þar fengið úr því skorið, til hvaða starfa þeir eru hæfastir. Eftir rækilega þjálfun, tekst oft að koma öryrkjunum í starf við þeirra hæfi, en oft er einnig þörf náms og tæknikunnáttu. Leið- beinendurnir hjálpa til við að ákveða starf- ið, en í erfiðari tilfellum er þörf hæfileika- könnunar, framkvæmdri af sérfræðingum. Verknámið nær þegar til um tvö þúsund öryrkja, í margskonar skólum og vinnustöðv- um, eru þeir studdir til námsins af ríki og sveitarfélögum. í ljós hefur komið, að óheppilegt er að binda sig um of við ákveðin verkefni, — láta alla blinda menn flétta körfur eða binda sópa, — er því reynt að finna áhugamál og hæfileika einstaklinganna og velja verkefn- ið í samræmi við það. Námið fer að nokkru fram á námskeiðum, sem eingöngu eru ætluð öryrkjum, að nokkru 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.