Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 31
Raddir erlendu fulltrúanna
á þingi D. N. T. C.
Ritnefnd blaðsins fór þess á leit við erlendu gestina, að þeir skrifuðu
stuttar greinar í blaðið og gaf þeim frjálsar hendur um efnisval. Brugðust
þeir vel við og fara greinar þeirra hér á eftir. — Dönsku fulltrúarnir
samþykktu að birt yrði ræða sú, er Urban Hansen hélt við setningu
8. þings S. I. B. S.
Urbaií Hansen:
Kveðja til 8. þings S. í. B. S. frá
D. N. T. C.
Formaður D. N. T. C., Sigfrid Jonson, frá
Svíþjóð gat ekki mætt hér og hefur mér því
fallið í skaut sá heiður að flytja þinginu
kveðjur Norðurlandabandalagsins.
Ég ætla þá fyrst að þakka, fyrir hönd
okkar allra, hið höfðinglega heimboð S, I.
B. S.
Nokkrir fulltrúanna hafa komið til Islands
áður, flestir ekki, en við erum allir á einu
máli um, að ferðin þvert yfir landið, frá
Reykjavík til Akureyrar, er ógleymanleg.
Þar komumst við í kynni við náttúru lands-
ins og varð ljóst á hvaða erfiðleikum þjóðin
þarf að sigrast til að afla sér viðurværis,
bæði á sjó og landi. Og þá varð okkur fyrst
ljóst, hvernig á því stóð, að S. I. B. S., minnsta
sambandsfélagið í D. N. T. C., hafði lagt
fram stærsta skerfinn í baráttunni við
berklaveikina. Okkur skildist, að meðlimir
þess voru af sama kjarngóða kvistinum og
þeir menn, sem rækta hrjóstrugt landið og
sækja gull í greipar Ægis norður við heim-
skautsbaug.
Við dáumst að því stórvirki, er þið hafið
unnið með óþrjótandi vilja og atorku.
Reykjalundur er talandi tákn þess, hvað góð
samvinna lítillar þjóðar fær áorkað.
Reykjalundur
Vrban Hansen.
Skerfur Norðurlandanna til berklavarna
er mismunandi mikill, en landssamböndin,
sem standa að D. N. T. C., hafa ákveðið að
leggja áherzlu á skyldur hins opinbera til
að veita sjúkum fullkomna hjúkrun, ný-
græddum hæfilega umönnun og öryrkjum
vinnu. Þegar þjóðfélagið sinnir fullkomlega
þeim skyldum, munum við fljótlega sigrast
á því þjóðarböli, sem berklaveikin er.
Framfarir læknavísindanna að undan-
förnu, bæði á sviði skurðlækninga og lyfja-
fræði, hafa orsakað stórkostlega lækkun
29