Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 15
Hann stjakaði þeim út úr stofunni fram á
ganginn, svo að frúin vaknaði ekki.
Strákarnir stóðu andspænis hvor öðrum,
hver taug var þanin í líkömum þeirra, and-
litin náföl og svartir baugar fyrir neðan
starandi augun.
Þetta var að ná einhverju hámarki. Kaup-
maðurinn vissi ekki, við hverju hann átti
að búast. Hann var sem á glóðum, fannst,
að hver tilraun til að koma fyrir þá vitinu,
væri eins og að loka rafmagnsstraum, brjál-
æðið mundi brjótast út.
Hann lygndi augunum og reyndi að flytja
sjálfan sig í huganum yfir á svið drengja-
áranna.
Allt í einu blístraði hann hátt og þeytti
Grímsa í fangið á Tomma.
Eins og elding laust hnefi Tomma nasir
árásardrengsins, sem borgaði svipstundis m.eð
sömu mynt. Blóðið fossaði úr vitum þeirra
og hin yndislegustu slagsmál hófust. Náttföt-
in ruku í tætlur, höggin dundu, blóðið rann
í straumum. Þeir bitu á jaxlinn, en gáfu ekki
frá sér önnur hljóð en lágar stunur.
Kaupmaðurinn stóð í stofudyrunum og
horfði athugull og ánægður á einvígið. Hann
gaf konu sinni, sem vaknað hafði og komið
fram í stofuna, ótvíræða bendingu um að hafa
hljótt um sig og trufla ekki hólmgöngukapp-
ana.
Læknir: „l>ér hafið vatn í hnjáliðiinum''.
Sjúklingurinn: „Vatn, nei, það er ómögulegt. Vatn
smakka ég aldrei, cn mér þætti líklegra að það gæti
verið brennivín".
☆ ☆***iírír**ír**'ír'tó''írt!r*******'írTÍr****-ír***5r
★ KJÖRORÐ S. I. B. S. er: STYÐJUM SJÚKA TIL SJÁLFSBJARGAR. ★
*********************************ír **********
Reykjalundur 13