Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr.104.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 104.900 á Jacaranda m.v. 2 fullorðna
í herbergi.
9. febrúar í 7 nætur
Stálin stinn mættust í Egilshöll í Grafarvogi þeg-
ar annar leikur í Íslandsmóti Einherja í amerísk-
um fótbolta fór þar fram síðastliðinn laugardag.
Rauða liðið átti harma að hefna frá fyrsta leik og
gáfu leikmenn því allt sitt til að knýja fram úr-
slitaleik, áhorfendum til mikillar skemmtunar.
Einherjar komu fyrst saman árið 2009 en síðan
þá hefur þeim fjölgað jafnt og þétt samfara vax-
andi vinsældum íþróttarinnar hér á landi.
Í gær fór svo fram úrslitaleikur NFL-
deildarinnar í Bandaríkjunum, hin svonefnda
Ofurskál eða Superbowl. Voru það liðin Boston
Patriots og Seattle Seahawks sem tókust á um
hina mjög svo eftirsóttu skál en úrslitaleikurinn
nýtur gjarnan mikilla vinsælda um heim allan.
Morgunblaðið/Kristinn
Barist um knöttinn að amerískum sið í Egilshöll
Annar leikur í Íslandsmóti Einherja fór fram síðastliðinn laugardag
Fram kemur í
niðurstöðu könn-
unar sem vefsíð-
an Túristi.is
gerði nýverið á
verði bíla-
leigubíla í sumar
að langdýrast er
að leigja bíl á
Keflavík-
urflugvelli. Er
t.a.m. rúmlega
fjórum sinnum dýrara að leigja bíl
þar en við Kastrup-flugvöll í Dan-
mörku.
Meðalverð á bílaleigubíl í einn
dag er tæpar 9.000 krónur á Kefla-
víkurflugvelli en um 2.000 krónur í
Kaupmannahöfn. Næstdýrasti bíla-
leigubíllinn er í Ósló í Noregi, en
þar kostar hann um það bil 5.500
krónur á dag.
Á vef túrista segir að „ferða-
maður sem bókar núna bílaleigubíl
í tvær vikur hér á landi í júní, júlí
eða ágúst borgar að jafnaði um
122 þúsund krónur fyrir fólksbíl af
minnstu gerð í fjórtán daga. Sam-
bærilegur bíll kostar tæplega 29
þúsund á bílaleigunum við flug-
stöðina í Kaupmannahöfn, 42 þús-
und í Barcelona, 26 þúsund í
Frankfurt en 77 þúsund í Ósló.“
Á áðurnefndum vef kemur jafn-
framt fram að notast hafi verið við
leitarvél Rentalcars.com sem er
ein umsvifamesta bókunarsíða
heims á þessu sviði. Býður leit-
arvélin því oft upp á lægra verð en
almennt gerist.
Fjórfalt dýrara að
leigja bíl í Keflavík
en Kaupmannahöfn
Túristar Það kost-
ar sitt að leigja bíl.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er augljóst að þeir sem sömdu
fyrst í fyrra á grundvelli stöðug-
leika telja sig eiga inni leiðréttingu
gagnvart því sem síðar gerðist,“
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, í viðtali við Morgunblaðið.
Hann sagði í útvarpsþættinum
Sprengisandi í gær að útilokað væri
að ná þjóðarsátt um stöðugleika og
hóflegar launahækkanir á meðan
ríkisstjórnin hamaðist á velferðar-
kerfinu. En hvað þarf til að ná þjóð-
arsátt?
Gylfi sagði það vera fyrst og
fremst í höndum ríkisstjórnarinnar
að búa svo um hnútana að þjóð-
arsátt gæti skap-
ast. Hann nefndi
í því sambandi
skattkerfið og
velferðarkerfið
og eins mennta-
kerfið. Gylfi
sagði að til þess
að hægt yrði að
gera almenna
kjarasamninga
hér þannig að þeir stæðust saman-
burð við kjarasamninga launafólks
annars staðar á Norðurlöndum
þyrfti æði margt að gerast á vett-
vangi stjórnmálanna og atvinnulífs-
ins.
Hann nefndi fyrst tekjujöfnun í
gegnum skattkerfið. „Hún er mun
minni á Íslandi en í nágrannalönd-
unum og reyndar svo lítil að það ýt-
ir undir ójöfnuð,“ sagði Gylfi. Hann
nefndi tekjujöfnun með léttingu
skattbyrði þeirra launalægstu.
Hægt væri að lækka tekjuskatt í
neðsta þrepi úr 37% eða hækka per-
sónuafsláttinn til að hækka skatt-
leysismörk. Á móti þyrftu þeir
tekjumeiri og efnameiri að leggja
meira til samfélagsins en þeir gerðu
nú.
Velferðarkerfið þarf að skoða
Þá sagði Gylfi óhjákvæmilegt að
skoða velferðarkerfið. Hann nefndi
gríðarmikla gjaldtöku í heilbrigðis-
kerfinu og sagði að stórir hópar
landsmanna gætu ekki leitað sér
lækninga vegna kostnaðar, m.a. við
krabbameinsmeðferð, eins og komið
hefði fram á liðnu hausti.
„Velferðarkerfið er ein af frum-
forsendum norræna samfélags-
líkansins og líka kjarasamninga-
líkansins. Ef það er ekki til staðar,
hvernig í veröldinni eigum við að
geta fengið fólk til að láta sér nægja
hófsemd í kjarabreytingum,“ spurði
Gylfi.
Hann sagði húsnæðismál líka
krefjast aðgerða og að stórir hópar
landsmanna, bæði ungt fólk og
launamenn á venjulegu kaupi, gætu
hvorki keypt né leigt sér húsnæði.
Gylfi sagði að gjaldtaka og nið-
urskurður færðist í vöxt í mennta-
kerfinu sem kæmi launafólki illa
sem þyrfti endurmenntun vegna
breyttra aðstæðna á vinnumarkaði.
„Ég sé ekki að það sé neitt að
rofa til í afstöðu stjórnvalda til
þessara mála, nema síður sé,“ sagði
Gylfi. „Við höfum aldrei velkst í
vafa um að það sé á forræði rík-
isstjórnarinnar að afgreiða þetta.
Hún fékk í meðgjöf vilja vinnu-
markaðarins, bæði atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingar, til að vinna
með henni. Ríkisstjórnin hefur spil-
að þannig úr málum að bæði samtök
atvinnurekenda og verkalýðshreyf-
ingar hafa sagt: Þetta gengur ekki.
Stefna ríkisstjórnarinnar er ekki í
neinu samhengi við að hér sé hægt
að þroska og fóstra einhvern stöð-
ugleika.“
Lausn í höndum ríkisstjórnar
Forseti ASÍ segir að ríkisstjórnin verði að búa svo um hnútana að þjóðarsátt geti skapast Hann
nefnir m.a. tekjujöfnun í gegnum skattkerfið og aðgerðir á sviðum húsnæðis- og velferðarmála
Gylfi Arnbjörnsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Landmælingar Íslands eru með
kort af landinu í mælikvarðanum
1:50.000, sem þeir eru alltaf að reyna
að laga í þeim mælikvarða, en á
sama tíma eiga einkaaðilar kort í
mælikvarðanum 1:5.000,“ segir Karl
Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri
Loftmynda ehf., og spyr af hverju ís-
lenska ríkið nýti sér ekki korta-
grunn annarra í stað þess að við-
halda og uppfæra ónákvæm kort af
landinu.
Myndir af landinu í háupplausn
Kortagrunnur Loftmynda, sem
nú þekur allt Ísland, er í mælikvarð-
anum 1:2.000 til 1:5.000 en að sögn
Karls Arnars eru þau kort um 10 til
25 sinnum nákvæmari en kort Land-
mælinga. Í kringum síðustu aldamót
lauk fyrirtæki hans vinnu við að taka
loftmyndir af öllu Íslandi í háupp-
lausn. „Ofan á þessar myndir teikn-
um við svo hefðbundin kort, eins og
t.d. strandlínu, vegi, byggingar, ár,
jökla og hæðarlínur. Af öllu Íslandi
erum við búnir að safna nákvæmu
hæðarlíkani með að lágmarki 10
metra upplausn,“ segir Karl Arnar
og bætir við að minnst 10% loft-
mynda séu svo endurnýjuð ár hvert
til að uppfæra kortagrunninn.
Karl Arnar segir hæðarþekju
Loftmynda hafa t.a.m. nýst einkar
vel í tengslum við eldsumbrotin í
Holuhrauni, en að sögn hans leituðu
Landsnet, Vegagerðin, Rarik og al-
mannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra til fyrirtækisins þar sem þeir
fengu hæðargrunna. Út frá þeim
gögnum voru svo framkvæmdir út-
reikningar fyrir hugsanleg hamfara-
flóð á svæðinu. Spurður hvort Land-
mælingar Íslands búi ekki yfir
sambærilegum gögnum kveður Karl
Arnar nei við. „Þeir eiga engin hæð-
argögn af neinu viti,“ segir hann.
Reiðubúnir til samninga
Hann segir Loftmyndir reiðubún-
ar til samninga við íslenska ríkið um
að gera kortagrunn sinn, í mæli-
kvarðanum 1:5.000, aðgengilegan
fyrir almenning og fyrirtæki í land-
inu.
Magnús Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga, segist ekki útiloka
viðskipti við einkaaðila. „Við lítum á
þá sem mikilvæga aðila á þessum
markaði og ef ríkið kaupir þessi
gögn þá þarf að gera það eftir lögum
um opinber innkaup,“ segir hann.
Ónákvæmni viðhaldið
Einkaaðilar eiga
10 til 25 sinnum
nákvæmari kort
Karl Arnar
Arnarson
Magnús
Guðmundsson