Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015
Nú er ég aðeins að slaka á og hugsa næstu skref,“ segir Ólafurde Fleur Jóhannesson leikstjóri, en stutt er síðan kvikmyndhans, Borgríki 2, var í kvikmyndahúsunum. „Ég hef unnið
við þessa mynd í tvö ár, maður er búinn að gera ákveðið mikið og
læra ákveðið mikið og sú reynsla er að þróast inni í manni.“ Ólafur
hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgríki 2. „Við erum að fylgja
henni eftir í dreifingu erlendis og nú er t.d. pakki að koma út með
bæði Borgríki 1 og Borgríki 2 í Frakklandi og Japan.“ Aðrar leiknar
myndir sem Ólafur hefur gert eru Stóra planið, Kurteist fólk og Ra-
quela drottning en hún er leikin heimildarmynd og hefur reyndar
unnið til verðlauna bæði sem leikin mynd og heimildarmynd. Ólafur
gerði einnig heimildarmyndina Africa United.
Ólafur les núna handrit til að leita að næsta verkefni auk þess sem
hann er að skrifa með samstarfsfólki sínu. „Það er þróunartímabil í
gangi núna. Svo er það sem ég er að gera ekki svo mikið starf, þetta
er það mikið áhugamál. Ég þrífst á því að vinna með fólki og það
samneyti skilur mest eftir sig, að hitta fólk sem skorar mann á hólm.
En ég spila fótbolta og svo er ég í kickboxi í Mjölni en það er ótrú-
lega góður félagsskapur.“
Foreldrar Ólafs eru Vilborg Eggertsdóttir og Jóhannes Bene-
diktsson, en hann lést árið 1999. „Svo vil ég einnig nefna ömmu
mína, Ingibjörgu Sigurðardóttur, en hún hefur staðið með mér í
gegnum þykkt og þunnt, rétt eins og systkini mín og samstarfsfólk.
Við karlpungarnir erum bara mömmu- og ömmustrákar þótt við
séum alltaf að reyna að vera töffarar inn á milli.“
Ólafur de Fleur Jóhannesson er fertugur
Leikstjóri „Ég held upp á afmælið með því að slaka á, leyfa mér að
njóta dagsins og svo plata ég eflaust eitthvert lið í te.“
Töffari en mikill
mömmustrákur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Nökkvi Guð-
mundsson og
Ragnar Gaukur
gengu í hús við
Austurbrún og
Vesturbrún og
söfnuðu fyrir
Rauða krossinn
6.388 kr.
Hlutavelta
K
jartan fæddist á Fæð-
ingarheimilinu í
Reykjavík 2.2. 1965:
„Þar var pabbi yf-
irlæknir. En hann tók
nú samt ekki á móti mér og engu af
okkur systkinunum. Kannski
smeykur um að eitthvað færi úr-
skeiðis. Samt var hann einn eftir-
sóttasti kvensjúkdómalæknir í
Reykjavík og innleiddi ýmsar nýj-
ungar, var t.d. fyrstur til að hleypa
feðrum að fæðingu barna sinna.
Á sumrin var ég í sumarbúðunum
að Ástjörn við Ásbyrgi. Þar afplán-
aði maður tvo mánuði í senn og
eyddi síðan þriðja mánuðinu á Mel-
rakkasléttu á jörð fjölskyldunnar.“
Sigtúnsbræður og Guðni rektor
„Ég var í Laugarnesskóla, Laug-
arlækjaskóla og MR. Við vorum
fjórir bræðurnir, aldir upp í Sig-
túninu og fórum allir í MR. Bræður
mínir höfðu verið skrautlegir þar,
mörgum árum áður, og þegar ég
mætti til leiks féll ég á stærðfræði-
prófi um jólin í þriðja bekk. Ég varð
að mæta á teppið til Guðna rekors.
Þjóðsagnapersónan horfði á mig
þögul yfir gleraugun, tók þau síðan
niður, sveiflaði þeim þrjá hringi,
sneri stólnum í hálfhring og mælti:
„Er nú enn eitt fíflið úr Sigtúninu
mætt.“ Við Árna bróður hafði hann
sagt, 14 árum áður, undir svipuðum
kringumstæðum: „Árni Pétur, þér
eruð andleg eyðimörk.“ Svona var
skólasálfræði Guðna.“
Eftir stúdentspróf stundaði Kjart-
an leiklistarnám hjá Sanford Meis-
ner við Neighborhood Playhouse í
New York í tvö ár: „Hann var níræð-
ur meistari og almennt talinn einn af
fimm helstu spámönnum banda-
rískrar nútímaleiklistar.“
Kjartan fór í Leiklistarskóla Ís-
lands 1991 og lauk þaðan prófi 1995.
„Með náminu var ýmislegt brask-
að. Ég var t.d. „hús úr húsi“-
sölumaður, missti reyndar af fót-
anuddtækjum en mokaði inn seðlum
á því að selja vídeóupptökuvélar.“
Kjartan var fastráðinn leikari við
Borgarleikhúsið 1996-98, við Þjóð-
leikhúsið 1999-2011 og hefur leikið í
Kjartan Guðjónsson leikari – 50 ára
Buslað í Kerlingafjöllum Talið frá vinstri: Herdís, Guðjón Árni, Árni Pétur, Steinar, Trausti og afmælisbarnið.
Fyndinn en félagsfælinn
Húsið á Sléttunni Guðjón Árni, Steinar og Svava á Oddsstöðum á Sléttu.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is