Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Teg: 40-01 Flottir dömuskór frá
PRIMA, úr mjúku leðri. Litir: beige
og svart. Stærðir: 36 - 40
Verð: 17.500.-
Teg: 36605 Flottir dömuskór frá
PRIMA, úr mjúku rúskinni. Skinn-
fóðraðir. Einnig til sem lakkskór.
Stærðir: 36 - 40 Verð: 14.900.-
Verð: 22.485.
Teg: 9618805 Vandaðir dömuskór
frá EBRU úr mjúku leðri , skinn-
fóðraðir. Stærðir: 36 - 41
Verð: 15.500.-
Teg: 631501 Einstaklega mjúkir og
þægilegir dömuskór frá EBRU úr
leðri, skinnfóðraðir. Litir: svart og
bordo. Stærðir. 36 - 41
Verð: 15.685.-
Teg: 2942 Fallegir og þægilegir
dömu-lakkskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41
Verð: 16.800.-
Teg: 6053 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42 Verð: 14.685.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
!" #"
$% !
Smáauglýsingar
✝ Ingi Krist-insson fæddist
29. ágúst 1929 á
Hjalla í Grýtu-
bakkahreppi, S-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést 24. jan-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Brynhildur
Áskelsdóttir hús-
móðir, f. 13.1. 1906
í Austari-Krókum í
Fnjóskadal, S-Þingeyjarsýslu, d.
30.7. 1938, og Kristinn Jónsson
bóndi, kennari og skólastjóri, f.
14.10. 1894 á Hjalla í Grýtu-
bakkahreppi, d. 21.9. 1975.
Systkini Inga eru Laufey, f.
25.7. 1933, og hálfbræður sam-
feðra Jón, f. 17.6. 1942, og
Gunnar, f. 28.8. 1948. Móðir
þeirra var Steingerður Krist-
jánsdóttir, f. 17.9. 1918, d. 24.8.
2008.
Árið 1953 kvæntist Ingi Krist-
björgu Hildi Þórisdóttur kenn-
ara, hún er fædd á Húsavík 31.1.
1933. Foreldrar hennar voru
Arnfríður Karlsdóttir húsmóðir,
f. 26.6. 1905, d. 7.6. 1976, og
Þórir Friðgeirsson gjaldkeri og
börn eru a) Margrét Stefanía, f.
6.8. 1995, b) Guðrún, f. 5.11.
1998, c) Friðrik Ómar, f. 15.10.
2003.
Ingi ólst upp á Hjalla á Látra-
strönd. Hann stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri og
lauk þaðan stúdentsprófi 1951.
Hann lauk kennaraprófi frá KÍ
1952. Hildur og Ingi hófu bú-
skap í Reykjavík 1953 og bjuggu
þau alla tíð í Vesturbænum,
lengst af á Tómasarhaganum.
Haustið 1952 hóf Ingi kennslu
við Melaskólann í Reykjavík og
varð skólastjóri þar 1959 til
1994 þegar hann lét af störfum.
1962-1963 dvaldist hann sem
Fulbright-styrkþegi í Banda-
ríkjunum. Hann sat í stjórn
Sambands íslenskra barnakenn-
ara 1956-1976 og var formaður
frá 1972-1976, var fulltrúi BSRB
í kjaradómi 1974-1976 og í
kjaranefnd BSRB 1976-1986.
Hann átti sæti í stjórn Náms-
gagnastofnunar 1983-1990. Auk
þess gegndi hann ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Hjálparsjóð
æskufólks og Blindra-
bókasafnið. Að starfslokum tók
Ingi að sér skálavörslu í skíða-
skála Fram í Bláfjöllum í nokk-
ur ár og þau hjónin gættu auk
þess barnabarna sinna áður en
þau komust í leikskóla.
Útför Inga verður gerð frá
Neskirkju, í dag, 2. febrúar
2015, kl. 13.
bókavörður, f. 14.9.
1901, d. 26.9. 1996.
Börn þeirra eru 1)
Þórir verkfræð-
ingur, f. 3.8. 1954,
kvæntur Þorbjörgu
Karlsdóttur. Þeirra
börn eru a) Ragnar,
f. 17.2. 1977,
kvæntur Birnu
Björnsdóttur og
eiga þau tvö börn,
b) Hildur, f. 28.12.
1978 gift Bjarka Valtýssyni og
eiga þau þrjú börn, c) Ingi, f.
30.10. 1990 í sambandi með
Hörpu Ellertsdóttur. 2) Kristinn
verkfræðingur, f. 24.9. 1958,
kvæntur Bergdísi Hrund Jóns-
dóttur. Þeirra börn eru a) Sig-
ríður Þóra, f. 17.7. 1986, í sam-
búð með Steingrími Arasyni og
eiga þau eitt barn, b) Þórdís, f.
4.2. 1991, í sambúð með Ívari
Sveinssyni. Fyrir átti Kristinn
Addý Guðjóns, f. 1.4. 1978, móð-
ir Marta G. Hallgrímsdóttur.
Addý er gift Helga Sigurðssyni
og eiga þau þrjú börn. 3) Bryn-
hildur lífeindafræðingur, f. 7.12.
1967, d. 24.6. 2011, var gift Þor-
keli Lillie Magnússyni. Þeirra
Ungur skólastjóri hlýtur Ful-
bright-styrk til sex mánaða dval-
ar í Bandaríkjunum til að kynna
sér kennsluhætti. Þetta var fyrir
meira en 50 árum. Fyrstu minn-
ingar mínar um pabba tengjast
þessari ferð hans og sögum af
henni. Merkilegast þótti mér að
hann hafi sest upp í þotu í New
York, matur hafi verið framreidd-
ur skömmu eftir flugtak og þotan
lent í Washington í þann mund
sem máltíðinni lauk. Af þessari
sögu þóttu mér þotur merkilegar
og ekki minna fyrir að pabbi færði
mér eina slíka í formi leikfangs.
Og hann kom með fleiri leikföng
frá Ameríku, sem voru harla ný-
stárleg.
Sem skólastjóri var pabbi vel
þekktur í hverfunum sem sóttu
Melaskólann, a.m.k. meðal barna.
Ósjaldan hljóðaði þessi spurning:
„Er pabbi þinn skólastjóri?“.
Þetta gat verið lýjandi og fyrir
kom að svarið væri: „Nei, hann er
skrifstofumaður.“ Ekki var þó
mikil meining í þessari afneitun
enda var ég stoltur af pabba og
taldi hann meðal máttarstólpa
samfélagsins í Vesturbænum.
Pabbi veigraði sér ekki við lík-
amlegu erfiði og sóttist jafnvel í
það. Hann var meðalmaður á hæð
og vöxt en nokkuð sterkur. Ef
handlanga þurfti 50 kg sements-
poka voru gjarnan tveir og jafnvel
þrír teknir í einu og píanó flutti
hann fram og aftur um Melaskól-
ann við annan mann. Á mennta-
skólaárunum stundaði hann ýms-
ar íþróttir svo sem handknattleik,
knattspyrnu og blak en aðalíþrótt
hans voru skíði. Áratugum saman
fóru pabbi og mamma svo gott
sem hvern laugardag og alla
sunnudaga frá því í janúar og
fram í maí á skíði og tóku fjöl-
skylduna með. Pabbi bar sig vel í
skíðabrekkunum, hafði glæsileg-
an stíl. Eftir að hnén gáfu sig og
skipta þurfti um lið, lagði pabbi
svigskíðin á hilluna og tók göngu-
skíðin fram í þeirra stað. Um
miðjan fyrsta áratug aldarinnar
átti ég ásamt fleirum þess kost að
fara með pabba og mömmu í
nokkrar skíðaferði til Ítalíu og
betri gerast fríin ekki.
Pabbi gekk í öll verk. Ýmiss
konar iðnkunnáttu tileinkaði
hann sér þegar hann handlangaði
í byggingarvinnu á yngri árum.
Hann var prýðisgóður múrari,
smiður, pípari og framúrskarandi
málari. Hins vegar hætti hann sér
ekki í rafmagn og var ónýtur í
bílaviðgerðum. Ekki var ónýtt að
geta leitað til hans þegar ráðist
var í breytingar og endurbætur á
húsnæði og geta svo gott sem allir
fjölskyldumeðlimir borið þar vitni
um. Mér er til efs að betur lakk-
aðar hurðir finnist en þær sem
hann lakkaði um árið í íbúð okkar
hjóna á Kvisthaganum.
Pabbi hafði létta lund, skipti
sjaldan skapi, var traustur og leit-
aðist við að leysa úr vanda allra,
sem til hans leituðu. Hann var
tenór og hafði gaman af því að
syngja. Nokkuð var hann sólginn
í sælgæti en ekki kom það niður á
heilsu hans því hann var heilsu-
hraustur með afbrigðum og mun
ekki hafa misst úr dag í vinnu
vegna veikinda þann tíma sem
hann vann við Melaskóla.
Nú er veru pabba hér í jarðríki
lokið. Hann getur verið stoltur af
ævistarfi sínu, uppfræddi þús-
undir barna og hlúði vel að fjöl-
skyldu sinni, ættingjum og vin-
um. Fyrir handan hittir hann
Brynhildi, augasteininn sinn.
Kristinn Ingason.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Mér er það ljúft og skylt að
minnast tengdapabba míns sem
lést þann 24. janúar sl. Ingi var
fæddur og uppalinn að Hjalla í
Grýtubakkahreppi og var stoltur
af því. Hann kynnti sig stundum
sem „Ingi Kristinsson frá Hjalla“.
Það eru rúm 30 ár síðan ég kom
inn í fjölskylduna og kynntist
honum sem tengdapabba en sem
fyrrverandi nemandi í Melaskóla
þekkti ég hann bara sem Inga
skólastjóra.
Margir gamlir nemendur tala
um hann af virðingu, enda hafði
hann sérstakt lag á að stjórna „af
festu en mildi“ eins og einn orðaði
það. Oft sást hann úti í frímínút-
um í eftirliti og var sérstakt hvað
hann mundi nöfn flestra nemenda
sinna. Já, hann átti farsælt starf
sem skólastjóri í 35 ár enda var
hann gull af manni og lynti vel við
alla.
Ingi var handlaginn með ein-
dæmum og það voru ófá handtök-
in við að leggja parket, flísar,
sparsla og mála ef þess þurfti,
hvort heldur sem var heima eða
að heiman. Það var ekki ónýtt að
leita ráða hjá honum og nóg var til
af verkfærum í bílskúrnum. Bíl-
skúrinn var líka fullur af skíðum í
ýmsum stærðum sem hann
geymdi fyrir fjölskylduna, snyrti-
lega fest upp á vegg. Ingi byrjaði
ungur að fara á skíði og nutu
margir tilsagnar hans. Hann
hafði flottan stíl í brekkunum, svo
að eftir var tekið. Seinni árin fór
hann að stunda gönguskíði. Fjöl-
skyldan fór nokkrum sinnum
saman í skíðaferðir til Ítalíu, þar
sem Ingi og Hildur nutu þess að
skíða við bestu aðstæður. Þetta
voru skemmtilegar ferðir og eig-
um við þaðan góðar minningar.
Það var þeim hjónum mikill
harmur 2011 að missa einkadótt-
ur sína, langt um aldur fram frá 3
börnum. Ingi bar harm sinn í
hljóði en maður skynjaði að það
hafði eitthvað brostið innra með
honum.
Langri ævi heiðursmanns er
lokið. Megi Guð gefa okkur styrk í
sorginni. Blessuð sé minning
hans.
Bergdís.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda.)
Ég kveð afa með þessu ljóði
sem afi og amma kenndu okkur
systkinunum að radda í bílferðum
á leið á skíði eða í haustlitaferð á
Þingvelli.
Með hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina, sögurnar og sönginn,
allan rjómaísinn og kúmenkringl-
urnar, þá hlýju, gleði og visku
sem þú hefur gefið og kennt mér,
elsku afi minn. Minningin er ljós
sem lifir.
Hildur.
Þeir sem fengu að kynnast afa
mínum vita að hann var einstakur
maður. Oftar en ekki lætur fólk
góð orð falla í hans garð ef hann
berst í tal og nánast allir virðast
muna eftir honum. Það má því
rétt ímynda sér hvað það var frá-
bært að eiga hann sem afa.
Afi Ingi hafði alla þá kosti sem
góðan afa prýða. Hann veitti góð-
vild og umhyggju, var stoltur af
afkomendum sínum, gaf afakoss á
ennið og átti alltaf ísblóm í fryst-
inum. Hann bjó yfir endalausri
þolinmæði og var ekkert nema
áhugasemin þegar ég, tíu ára ný-
komin úr náttúrufræðiprófi, þuldi
upp lífsferil mosa hálfa leiðina
upp í sumarbústað. Hann var auk
þess með afskaplega flott og vel
snyrt skegg, sem olli því að um
nokkra hríð taldi ég víst að hann
væri sjálfur jólasveinninn.
Það mátti alltaf treysta á afa,
sama hvað, hann gat komið til
bjargar. Ég hef sjaldan verið
jafnþakklát fyrir hann og þegar
ég var átta ára með heimþrá í Öl-
veri. Í tvær nætur hafði ég grátið
mig í svefn og á þriðja degi hafði
ég gefist upp og sá ekki annað
fært en að komast heim. Foreldr-
ar mínir höfðu ekki tök á að sækja
mig og mér þótti heimurinn að
hruni kominn. Þá greip mamma
til þess ráðs að hringja í afa. Ég sé
hann enn fyrir mér koma yfir
hæðina á gráa Subaru-jepplingn-
um sínum eins og riddari á hvítum
hesti að ná í mig. Á leiðinni heim
gaf hann mér ís, af því hann sagði
að ég ætti það skilið. Þannig var
hann afi.
Afi gaf mér svo ótal margt.
Hann kenndi mér að tefla, kenndi
mér á klukku, hann sýndi mér
ótakmarkaðan áhuga og stolt,
hann kenndi mér að það er töff að
drekka grappa á Ítalíu og að tala
gott mál. Ég hugsa að það síðasta
sem hann kenni mér sé að orðstír
deyr aldrei þeim er sér góðan get-
ur.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Ég mun sakna þín mikið, en
minning þín lifir ætíð með mér.
Þín
Þórdís.
Kveðjuorð frá
frændsystkinum
Fallinn er heiðursmaðurinn
Ingi Kristinsson, sem lengi var
skólastjóri Melaskólans í Reykja-
vík. Ingi var fæddur árið 1929 á
bænum Hjalla innst á Látra-
strönd, það er austan Eyjafjarð-
ar. Þar hafði föðurætt hans setið.
Ingi erfði frá báðum ættum sínum
trausta menningu.
Faðir hans var Kristinn Jóns-
son, síðar kennari við Barnaskól-
ann á Grenivík og skólastjóri þar.
Móðir Inga var Brynhildur Ás-
kelsdóttir, föðursystir okkar und-
irritaðra, dóttir Áskels Hannes-
sonar og Laufeyjar
Jóhannsdóttur frá Skarði í Dals-
mynni Bessasonar.
Áskell og Laufey bjuggu um
skeið á Svínárnesi á Látraströnd.
Þau höfðu misst efnilegan dreng á
fermingaraldri sem Ingi hét og
eftir honum hét Ingi Kristinsson.
Laufey móðir Brynhildar deyr 49
ára gömul.
Auk Inga höfðu foreldrar hans
eignast dóttur, sem hlaut nafn
ömmu sinnar, Laufeyjar. Móðirin
Brynhildur deyr ung. Þá er Ingi
níu ára en Laufey fimm ára.
Systkinin ólust upp á Hjalla
hjá föður sínum, sem kvæntist
aftur og var þá flutt inn á Greni-
vík.
Ingi lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri og
síðan prófi frá Kennaraskólanum,
hóf kennslu við Melaskólann í
Reykjavík, þar sem við skóla-
stjórn var þá frændi hans, Arn-
grímur Kristjánsson, ættaður frá
Skarði í Dalsmynni. Við fráfall
Arngríms var Ingi, þrítugur að
aldri, skipaður skólastjóri við
Melaskólann, sem þá var fjöl-
mennasti skóli borgarinnar.
Gegndi hann því starfi í áratugi
með sóma og naut virðingar fyrir;
mun það satt, að Ingi þekkti hvert
einasta barn í skólanum með
nafni.
Ingi kvæntist ungur Hildi Þór-
isdóttur frá Húsavík en hún átti
ættir að rekja í Köldukinn. Þau
eignuðust þrjú börn. Synirnir
Þórir og Kristinn eru báðir verk-
fræðingar að mennt. Dóttir
þeirra Inga og Hildar, Brynhild-
ur, lést á besta aldri.
Ingi Kristinsson var traustur
maður og hlýr í viðkynningu.
Hann var laukur ættarinnar. Úr
frændgarði sendum við börn Eg-
ils Áskelssonar kveðju til fjöl-
skyldu Inga Kristinssonar.
Valgarður, Laufey,
Lára og Sigurður.
Ingi
Kristinsson
Fleiri minningargreinar
um Inga Kristinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.