Morgunblaðið - 02.02.2015, Side 6

Morgunblaðið - 02.02.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Afbrigðileg kúariða greindist nýlega í 15 ára gamalli norskri kú. Norska matvælastofnunin (Mattilsynet) seg- ir að norskum neytendum stafi engin hætta af veikindum kýrinnar. Matvælastofnun (MAST) segir að Ísland sé í hópi landa sem Alþjóða- dýraheilbrigðisstofnunin (OIE) hef- ur viðurkennt sem kúariðulaust land. Afbrigðileg gerð kúariðu hefur greinst víða, m.a. eitt tilfelli í Svíþjóð 2006 og nú í Noregi. MAST segir að þessi gerð kúariðu sé mjög sjaldgæf og aðeins um eitt tilfelli greinist í hverri milljón sýna. „Talið er að þessi gerð kúariðu sé vegna breyt- inga sem gerast af sjálfu sér á pró- teinum í heilanum í gömlum grip- um,“ segir í frétt MAST um málið. Þá segir MAST að norska tilfellið hafðði fundist við rannsókn á sýnum sem tekin voru samkvæmt lögbund- inni eftirlitsáætlun. Norðmenn rólegir Sigurður Jóhannesson, deildar- stjóri hjá Norilia í Ósló, sagði að öll- um hefði verið létt þegar í ljós kom að um var að ræða afbrigðilega gerð kúariðu, sem ekki er smitandi, en ekki hefðbundna smitandi kúariðu. „Menn eru mjög rólegir yfir þessu. Þetta kom upp á einu býli og var ekki smitandi, mjög einangrað tilfelli. Um var að ræða 15 ára gamla kú, hún var ekkert unglamb. Hún var það sem kallað er „amningsku“ eða uppeldiskýr. Hún bar kálfum sem svo gengu undir henni. Kýrin var því ekki mjólkuð til manneldis,“ sagði Sigurður. Norilia AS er dótturfyrirtæki Nortura SA sem er stærsta fyrir- tækið á norskum kjötmarkaði. Nor- ilia selur m.a. ull, garnir, húðir o.fl. Deildin sem Sigurður stýrir annast söfnun og útflutning ýmissa auka- afurða sláturdýra. Tímabundin lokun til Japans Sigurður sagði að sér sýndist sem þetta einangraða kúariðutilfelli myndi ekki hafa önnur áhrif í hans deild en þau að Japansmarkaður lok- aðist tímabundið fyrir ákveðnar dýraafurðir frá Noregi. Því réði ákvörðun japanskra stjórnvalda vegna kúariðutilfellisins. Um er að ræða markað fyrir hringvöðva sem skorinn er á sér- stakan hátt úr vömbum stórgripa og þykir mikið lostæti í Japan. Um 100 tonn hafa verið flutt frá Noregi til Japans á ári af þessari afurð. Kúariðutilfelli hefur lítil áhrif  Afbrigðileg kúariða, sem ekki er smitandi, greindist nýlega í kú í Noregi Morgunblaðið/Eggert Íslenskar kýr Ísland er í hópi þeirra landa sem Alþjóðadýraheilbrigðis- stofnunin (OIE) hefur viðurkennt sem kúariðulaust land. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Áhrif síldar á fuglalíf við Snæfells- nes hafa gengið til baka að hluta til. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri talningu Nátt- úrustofu Vesturlands, Rann- sóknaseturs Háskóla Íslands á Snæ- fellsnesi og fuglaáhugamanna á vetrarfuglum við norðanvert Snæ- fellsnes sem lauk í síðustu viku. Síðastliðna vetur hafa síld- argöngur haft talsverð áhrif á fuglalífið á norðanverðu Snæfells- nesi sem hefur verið einkar fjöl- skrúðugt af þeim sökum. Síld- argöngur á svæðinu hafa þó farið minnkandi og fuglalífið haldist í hendur við það. Það eimir þó eftir af áhrifum síldarinnar á fuglalífið, því mun meira er af fuglum en áður en síldargöngur hófust árið 2006 líkt og Stykkishólms-Pósturinn bendir á á vef sínum. Óvenjumargir fýlar og skarfar Þar kemur einnig fram að þegar fuglalífið er borið saman á þeim ell- efu talningarsvæðum þar sem talið hefur verið árlega frá 2009 til 2014 vekur athygli að sú fjölgun fugla sem varð á árunum 2011 til 2013 er gengin til baka og fjöldi fugla orð- inn svipaður og árin 2009 til 2010. Þess ber þó að geta að sveiflurnar skýrast af tilflutningi fugla milli svæða, ekki sveiflum í stofnum þeirra. Síðustu sex ár hafa 33 til 39 fuglategundir sést í talningunni á Snæfellsnesi, fæstar 2009 og flestar 2011. Að þessu sinni sáust 35 teg- undir. Sé litið á þróun einstakra tegunda á svæðinu, þá sáust nú óvenjumargir fýlar, skarfar, urt- endur, rauðhöfðaendur, gulendur og tjaldar en fáir svartbakar, hvít- máfar, starar og straumendur. Morgunblaðið/Ómar Fuglalíf Mikið er af fýl á norðanverðu Snæfellsnesi í ár. Fuglunum fækkar í takt við síldina  Þó fleiri fuglar en fyrir síldargöngurnar SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um 4% íslenskra barna eru með kæfisvefn, að sögn barnalæknis sem vinnur að svefnrannsóknum. Sé kæfisvefninn ekki meðhöndlaður getur það m.a. leitt til sykursýki 2, hækkaðs blóð- þrýstings og sjúkdóma í hjarta- og æða- kerfi barnanna, auk ýmissa hegð- unarvandamála sem geta haft áþekk einkenni og ADHD. „Margir tengja kæfisvefn ein- göngu við fullorðið fólk,“ segir Michael Clausen barnalæknir, sem er einn þeirra lækna og heilbrigð- isstarfsmanna sem starfa við svefn- rannsóknir á vegum Hins íslenska svefnrannsóknarfélags. Hann segir að þeim börnum fjölgi ár frá ári sem komi til rannsókna hjá félaginu. „Hrotur eru merki um kæfisvefn hjá barni, rétt eins og hjá full- orðnum. Þá er verið að tala um við- varandi hrotur, ekki eina og eina nótt eða þegar barnið er með kvef,“ segir Michael og segir að íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um 20 árum hafi sýnt að 16% barna hrjóti og að þeim gangi verr í skóla en þeim börnum sem ekki hrjóta. „For- eldrar barna sem hrjóta gera sér ekki alltaf grein fyrir því að hrot- urnar geta verið merki um að eitt- hvað sé að.“ Margar ástæður kæfisvefns Michael segir ýmsa undirliggj- andi þætti geta valdið kæfisvefni eins og t.d. of stórir kirtlar sem valdi þrengingum í öndunarvegi, of- næmi sem orsaki bólgur í önd- unarfærum, ýmsir meðfæddir sjúk- dómar eða ofþyngd, en það síðastnefnda er algengur orsaka- valdur bæði hjá börnum og full- orðnum. Séu þessir þættir útilok- aðir er hægt að leita til svefnrannsóknarteymisins, þar sem gerðar eru svefnmælingar á barninu. Þær eru gerðar á heimilum hvers og eins og við þær er notað lítið tæki, á stærð við snjallsíma, sem mælir ýmsa þætti eins og súr- efnismettun, hjartslátt og öndunar- hreyfingar. Þessi gögn eru síðan metin í tölvuforriti, lesið úr þeim af svefnfræðingi en síðan leggja læknar svefnrannsóknarfélagsins til leiðir til úrbóta. Oft gagnast lyfja- meðferð við kæfisvefni. Michael segir að ómeðhöndlaður kæfisvefn geti valdið einkennum sem líkjast ADHD hjá börnum, þó þau séu ekki greind með þá röskun. Slík einkenni komi ekki fram hjá fullorðnum. „Það eru hegð- unarbreytingar eins og t.d. að vera æst, uppskrúfuð og ör. Einnig ein- beitingarskortur, sem leiðir til þess að þeim gengur verr í skóla, svo og ofvirkni. Svo verða þau syfjuð og þreytt inn á milli. Ef ástandið er meðhöndlað rétt, þá ganga einkenn- in til baka,“ segir Michael. Mikið heilsufarsvandamál Gætu börn hafa verið misgreind með ADHD, en verið í rauninni með kæfisvefn? „Það gæti hugsanlega verið, en ég get ekki fullyrt um það,“ segir Michael. „En ef barn sem greint hefur verið með ADHD hrýtur á nóttunni, þá væri full ástæða fyrir foreldra að láta kanna hvort barnið er með kæfisvefn.“ Michael segir kæfisvefn mikið heilsufarsvandamál. „Sér í lagi þeg- ar um börn eru að ræða, þau eru að vaxa og þurfa mikið á svefninum að halda. Í ljósi allra þessara einkenna sem geta komið fram, þá er mik- ilvægt að opna augun fyrir því að börn geta vel verið með kæfisvefn, rétt eins og fullorðnir.“ Kæfisvefn getur valdið ADHD- einkennum hjá börnum  Einkenni kæfisvefns öðruvísi hjá börnum  Æsingur og einbeitingarskortur Morgunblaðið/Árni Sæberg Svefn Um 4% íslenskra barna eru með kæfisvefn, segir Michael Clausen barnalæknir. Ómeðhöndlað ástand getur valdið heilsufarsvandamálum.Michael Clausen Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, setti í gær séra Þórhildi Ólafs, prest í Hafnarfjarðarkirkju, inn í embætti prófasts Kjalarness- prófastsdæmis. Fjölmenni var við athöfnina sem hófst klukkan 17.00. Eftir messuna var boðið upp á veit- ingar í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Tveir forverar Þórhildar við Hafn- arfjarðarkirkju voru einnig prófast- ar Kjalarnessprófastsdæmis. Þeir voru séra Árni Björnsson, fyrsti prestur kirkjunnar, og séra Garðar Þorsteinsson. Fleiri prófastar Kjal- arnessprófastsdæmis hafa ekki kom- ið úr Hafnarfirði. Embættinu hafa einnig gegnt séra Bragi Friðriksson í Garðasókn og séra Gunnar Krist- jánsson á Reynivöllum, sem nýlega lét af embætti prófasts. Prófastsdæmi eru stjórnsýslu- einingar innan kirkjunnar. Prófastur er eins konar yfirprestur innan síns umdæmis. Innan þjóðkirkjunnar eru níu prófastsdæmi. Undir Kjalar- nessprófastsdæmi heyra Hvalnes- sókn, Kirkjuvogssókn, Hafnarfjarð- arsókn, Ytri-Njarðvíkursókn, Kefla- víkursókn, Víðistaðasókn, Grinda- víkursókn, Lágafellssókn, Útskála- sókn, Garðasókn, Ástjarnarsókn, Kálfatjarnarsókn, Reynivallasókn, Bessastaðasókn, Njarðvíkursókn og Brautarholtssókn. Prestarnir á myndinni eru f.v.: Séra Þórhildur Ólafs, nýr prófastur, séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju, séra Gunnar Kristjánsson, fráfarandi prófastur, og Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands. gudni@mbl.is Þrír prófastar úr Hafnarfirði  Séra Þórhildur Ólafs, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, sett inn í embætti prófasts Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjarðarkirkja í gær Biskup Íslands, prófastur og fráfarandi prófast- ur Kjalarnessprófastsdæmis og sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.