Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Ef rétt er reiknað hófstnýtónlistarhátíðinMyrkir músíkdagar í 35.sinn á fimmtudag. Viða- mestu tónleikar dagsins voru í Eldborg, þar sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands lagði fram sinn skerf kl. 19:30 með fjórum verkum eftir Þorkel Sigurbjörns- son (1938-2013) og Leif Þór- arinsson (1934-98) auk fyrsta verks sem SÍ hefur flutt eftir Hilmar Þórðarson (f. 1960). Dag- skrárröðin var þessi: Ymur (ÞS), Hnit (LÞ) og Niður (ÞS), en eftir hlé Lupus Chorea (HÞ) og loks Fiðlukonsert Leifs. Aðsóknin að þessum eflaust dýr- ustu tónleikum hátíðarinnar í pen- ingum talið var að vísu ekkert í líkingu við eftirsóttustu klass- íkkvöld sveitarinnar. En þegar ný og nýleg framsækin verk eru í boði, hlýtur um 40% sætanýting eftir sem áður að teljast eftirtekt- arverð. Þó að engar séu hand- bærar tölur erlendis frá til sam- anburðar, kæmi samt varla á óvart ef hún myndi reynast meiri en víða þekkist á Vesturlöndum. Væri vissulega fróðlegt að fá áreiðan- legan samanburð; jafnt fyrir al- menna umræðu sem í sali fjárveit- ingarvaldsins. Tónverk þessa kvölds skáru sig reyndar úr megninu af framboði MM í þeim skilningi að burtséð frá nýju verki Hilmars Þórðarsonar og Hnitum Leifs Þórarinssonar frá 1991 mætti flokka þau sem ,sígild‘ nútímaverk, þ.e. verk sem þegar hafa sannað gildi sitt áður í ítrek- uðum flutningi hérlendis sem er- lendis. En það er einmitt auka- kostur MM að rifja þannig upp farinn veg og setja með því nýj- ustu tónsmíðar í víðara samhengi, svo hlustendur geti áttað sig á hvaðan komið er – og metið betur hvert stefni. Ýtt var úr vör með elzta verki dagskrár ásamt Fiðlukonserti Leifs, Ymi (11:30) eftir Þorkel frá 1969. Til viðbótar við eðlislæga hér-og-nú nálgun yngri hlustenda gátu hinir eldri einnig dýft upp- lifun sinni í söguvitund af upphafs- anda æskuuppreisnar og heims- valdamótmæla tilurðartímans, hversu mikið sem þau kunna ann- ars að hafa mótað tónskáldin. Hið fjöruga og litríka verk Þorkels hélt enn fullum dampi frá byrjun til enda eftir nærri hálfa öld, og væri aðeins blindskot að eigna part af sjarma þess upplifun höfundar af framkomu Navajoindjána í Ari- zona, enda þótt vestræn vitund af lífsvenjum náttúruþjóða vaknaði einmitt undir lok 7. áratugar. Hnit Leifs (10:00) vöknuðu síðan (furðuseint!) til frumlífs eftir 24 ára skúffuvist með bullandi kátri kjötkveðjustemningu í byrjun og enda kringum íhugulan miðkafla. Þau reyndust hið áheyrilegasta verk, þó að skyndileg hástyrks- endalokin virtust kannski heldur snubbótt. Lauk síðan fyrri hálfleik með Niður (20:00), kostulegum kontra- bassakonsert Þorkels fyrir Árna Egilsson er kvað hafa lagt nokkra aukahönd á tónsmíðaplóginn, eink- um í aðalkadenzunni. Verkið geisl- aði jafnt af litauðgi sem góðlátleg- um húmor, jafnvel djassáhrifum, og var hið bezta flutt af SÍ og Hávarði Tryggvasyni. Hann lék síðan sem aukalag einfalda yfirferð á Heyr himna smiður Þorkels við góðar undirtektir. Gikkurinn í þessari veiðistöð birtist eftir hlé með Lupus Chorea (17:00) eftir Hilmar Þórðarson. Ef rétt er skilið var þetta fyrsta verk Hilmars fyrir sinfóníuhljómsveit án rafhljóða, og hefði því mátt vænta að höfundur myndi tjalda einmitt þeim sérgildum sem lifandi hljómsveit kann að hafa fram yfir nýjustu tækni og vísindi. Því mið- ur varð sú ekki reyndin – a.m.k. ekki hvað varðar fjölbreytni í lita- vali og andstæðum. Verkið var sagt ,ágengt‘ og mátti til sanns vegar færa, því fátt var veikara en fortissimo, og kontrastasneydd heildaráferðin óðara það haus- verkjavæn að kallaði nánast á bráðabirgðafyrirsögnina Per aspera ad Asperin. Vonandi tekst Hilmari betur til næst. Síðasta verk kvöldsins var Fiðlukonsert Leifs (20:00) frá 1969. Að frumsólistanum Einari Grétari Sveinbjörnssyni ólöst- uðum, sem ég heyrði á sínum tíma, var mikil ánægja að safaríkum ein- leik Sigrúnar Eðvaldsdóttur og verkinu engu síður, enda er manni ekki grunlaust um að það eigi jafn- vel enn eftir að afhjúpa fleiri var- anlega kosti en hér komu fram – í vel að merkja frábærri túlkun allra, að natinni stjórn Petris Sak- ari meðtalinni. Litið yfir farinn veg Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar Myrkra músíkdaga bbbnn Þorkell Sigurbjörnsson: Ymur (1969); Niður, kontrabassakonsert (1975). Leif- ur Þórarinsson: Hnit (1991; frumfl.); Fiðlukonsert (1969). Hilmar Þórðarson: Lupus chorea (2006-12; frumfl.). Há- varður Tryggvason kontrabassi, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudaginn 29. janúar. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Petri Sakari Hilmar Þórðarson Leifur Þórarinsson Þorkell Sigurbjörnsson Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.