Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015
Einstökhljómgæðiúr litlutæki
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar
þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum.
NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa
hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað
heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem
hentarþínumpersónuleguþörfum.
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu
ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma
Sími5686880
Fullkomin þráðlaus tækni
Engir hnappar
Vatnshelt
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Æskilegt væri að fleiri konur væru í
hópi íþróttafréttamanna og sjálfsagt
er að leita ýmissa leiða til að fjölga
konum í stéttinni, að mati yfirmanna
íþróttadeilda fjölmiðla sem segja að
þeim berist nánast engar starfs-
umsóknir frá konum. Samkvæmt fé-
lagatali á vefsíðu Samtaka íþrótta-
fréttamanna eru 24 í samtökunum,
allt karlar. RÚV stendur fyrir
íþróttafréttaskóla fyrir konur síðar í
þessum mánuði og er markmið hans
m.a. að efla hlut kvenna í þessum
hluta fréttamennsku.
„Maður þarf ekki að skoða hóp
íþróttafréttamanna lengi, hvort sem
það er hjá okkur eða öðrum fjöl-
miðlum, til að sjá að kynjahlutföllin
eru í aðra áttina,“ segir Einar Örn
Jónsson yfirmaður íþróttadeildar
RÚV.„Það er stefna RÚV að jafna
hlut kynjanna á sem flestum sviðum
og í gegnum tíðina höfum við oft velt
því fyrir okkur hvaða leiðir hægt
væri að fara til þess í íþróttadeild-
inni. Þær konur sem hafa starfað á
deildinni hafa ekki fest þar rætur og
þegar stöður eru auglýstar sækja
konur sjaldan um þær,“ segir Einar.
Hann segir hugsanlegt að margir
hafi ranga mynd af því sem felist í
starfi íþróttafréttamanns „Ég held
að sumir haldi að þetta sé stanslaust
org og garg í beinum boltalýsingum.
Það er bara lítill hluti starfsins og
vonandi tekst okkur að draga úr
goðsögnunum í kringum starfið.“
Fjölbreytnin góð
Einar vonast til að þessi leið beri
tilætlaðan árangur. „Miðað við við-
brögðin hafa margar konur áhuga á
þessu starfi og því ætti að verða ein-
hver breyting á.“
„Það er alveg ljóst að það er ekki
æskilegt að vera með deild sem í eru
eingöngu karlmenn,“ segir Óskar
Hrafn Þorvaldsson forstöðumaður
íþróttasviðs 365, en þar eru allir
íþróttafréttamenn karlkyns, líkt og
hjá RÚV. Hann segir 365 ekki
hyggja á sérstakar aðgerðir til að
breyta því, en segir fyrirtækið tilbú-
ið til að skoða aðkomu að íþrótta-
fréttaskóla RÚV, gefist tækifæri til.
„Við höfum einlægan áhuga á að
fjölga konum í röðum okkar íþrótta-
fréttamanna, en það verður að segj-
ast eins og er að þau 15 ár sem ég
hef verið í þessu hafa fáar konur
sýnt þessu starfi áhuga. Í hinum
fullkomna heimi væri jafnari skipt-
ing í mörgum störfum, þar á meðal
þessu og það þyrfti ekki að vera með
sérstakan íþróttafréttaskóla fyrir
konur. En þetta er líklega engu að
síður nauðsynlegt, við vitum að eftir
því sem hópurinn er fjölbreyttari,
þeim mun fleiri hugmyndir verða til.
Þetta er frábært framtak hjá RÚV
og við værum klárlega til í að koma
að þessu að einhverju leyti ef eftir
því væri leitað,“ segir Óskar.
Þær sækja síður um
Víðir Sigurðsson, yfirmaður
íþróttadeildar Morgunblaðsins og
mbl.is, segist telja að ein ástæðan
fyrir því að fáar konur starfi sem
íþróttafréttamenn gæti verið rang-
hugmyndir um starfið.
Hann segir að sér berist fjölmarg-
ar fyrirspurnir um störf í hverjum
einasta mánuði. „Síðan ég tók við
þessu starfi fyrir sjö árum hefur ein
þeirra verið frá konu og hún var um
sumarstarf sem þegar var búið að
ráða í. Ég hef margoft haft samband
við konur sem ég hef talið að hefðu
áhuga á starfinu og myndu standa
sig vel í því, en það hefur ekki borið
árangur.“ Skiptir máli að hafa bæði
konur og karla í þessu starfi? „Já,
tvímælalaust og ég myndi gjarnan
vilja að þetta væri öðruvísi. Það
myndi pottþétt auka breiddina.
Mögulega njóta aðrir fjölmiðlar góðs
af þessu átaki RÚV.“
Sumir halda að þetta sé stanslaust org
RÚV hyggur á íþróttafréttaskóla fyrir konur Konur sækja sjaldan um störf á íþróttadeildum
fjölmiðla, að sögn yfirmanna deildanna Ranghugmyndir um starfið eru hugsanlega ástæðan
Morgunblaðið/Ómar
Útvarpshúsið Þar verður íþróttafréttaskóli fyrir konur. Yfirmaður íþrótta-
deildar RÚV vonar að konum meðal íþróttafréttamanna fjölgi í kjölfarið.
Alls sóttu 54 lögfræðingar um hálft starf lögfræðings
hjá Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. Starfið mun að-
allega felast í vinnu við gerð erfðaskráa og kaupmála
ásamt því að aðstoða fjölskyldur við dánarbússkipti.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur og
framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna ehf.,
telur gæta misskilnings í afstöðu Lögmannafélags Ís-
lands til áforma útfararstofunnar eins og greint var frá í
Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Hún sagði að
útfararstofan hygðist auka þjónustustig sitt og bjóða
upp á þjónustu sem félli utan einkaréttar lögmanna.
gudni@mbl.is
54 lögfræðingar sóttu um
hálft starf hjá útfararstofu
Elín Sigrún
Jónsdóttir
Mbl.is fór í heimsókn á æfingu hjá
fimleikakappanum Jóhanni Fann-
ari Kristjánssyni og hitti hann og
fjölskyldu hans á heimili þeirra í
Kópavogi. Veggirnir í svefn-
herbergi Jóhanns eru þaktir verð-
launapeningum, auk þess sem hann
er með áritaðan búning frá félaga
sínum Alfreð Finnbogasyni, bolta
áritaðan af Íslandsmeisturum
Breiðabliks og ýmislegt fleira.
Nú er Jóhann kominn á fullt við
æfingar, en hann keppir á Special
Olympics í Los Angeles í júlí. Jó-
hann fer fyrir hönd Gerplu, ásamt
þeim Eydísi Ásgeirsdóttur, Birki
Eiðssyni og Erlu Björgu Haralds-
dóttur. Ítarlegt viðtal við Jóhann er
á mbl.is
Á fullu að æfa fyrir
Special Olympics
Jóhann Fannar Kristjánsson í Gerplu
Morgunblaðið/Kristinn
Kóngurinn Jóhann Fannar Kristjánsson hitar upp fyrir æfingu hjá Gerplu.
LEIÐRÉTT
Ráðherrabörn á þingi
Í umfjöllun blaðsins í fyrradag um ráðherrabörn á þingi misritaðist nafn
Svandísar Svavarsdóttur. Þá sagði í fréttinni að Bjarni Benediktsson hefði
setið á þingi 1942-1946 og 1949-1970. Hið rétta er að þingmannsferill Bjarna
var samfelldur frá 1942-1970. Einnig var Friðrik Sophusson sagður hafa set-
ið á þingi 1978-1979 og síðan 1979-1998, en Friðrik sat samfellt á þingi 1978-
1998. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtalið
við Jóhann.