Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Á STIGUM, TRÖPPUM,
ÁSTÖNDUM OG
BÚKKUM Í YFIR
30 ÁR
Þarftu að
framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
En vorar þjáningar voru
það
sem
hann
barogvorharmkvælier
ha
nn
á
si
g
la
gð
i.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Frumkvöðlakrafturinn er sterkur í
Kormáki Arthurssyni og Sigurbirni
Edvardsssyni. Raunar svo sterkur
að þrátt fyrir að vera bara nýútskrif-
aðir úr framhaldskola eru þeir langt
komnir með að setja á laggirnar al-
þjóðlegt fyrirtæki sem á að leysa
brýnan vanda bágstaddra hinum
megin á hnettinum.
Fyrirtækið heitir Krummispice
(www.krummispice.is) og markmiðið
að skapa indverskum fórnarlömbum
sýruárása atvinnutækifæri með
pökkun og sölu krydds á vestrænum
mörkuðum.
Fá hvergi vinnu
Kormákur segir hugmyndina hafa
kviknað þegar hann heyrði sagt frá
Fiðrildafögnuði UN Women í Kast-
ljósi, síðla árs 2013. „Þar var sögð
sagan af indverskri konu sem hafði
þurft að þola mikið ofbeldi af hálfu
eiginmanns síns og ákveður á end-
anum að skilja við hann. Í Indversku
samfélagi upplifa karlar það sem
mikla smán ef konan vill fara frá
þeim og ákvað eiginmaðurinn að
rétta af mannorð sitt með því að
hella yfir konuna sýru, og til að gera
hlutina enn verri reyndi tengdamóð-
irin að brenna konuna lifandi,“ út-
skýrir Kormákur. „Vesalings konan
lifir árásirnar af, flytur út og tekur
dóttur sína með sér, nema hvað dótt-
irin veikist og konan hefur ekki efni
á lyfjunum, svo hún neyðist til að
flytja aftur inn til eiginmannsins og
búa þar sem hálfgerður þræll, við
andlegt og líkamlegt ofbeldi. Eru
miklir fordómar í indversku sam-
félagi gegn fórnarlömbum sýruárása
og nær ómögulegt fyrir konuna og
aðrar í hennar sporum að standa á
eigin fótum.“
Krummispice á að veita konum í
samskonar stöðu tækifæri til að afla
eigin tekna og brjótast þannig út úr
ömurlegum vítahring.
Eftir því sem rannsóknar- og und-
irbúningsvinnunni hefur undið fram
hafa Kormákur og Sigurbjörn áttað
sig betur á hvað vandinn er stór, og
margt fleira sem fyrirtæki á borð við
Krummispice geta reynt að bæta.
Nefnir Kormákur að kjör bænda í
Indlandi séu mjög bágborin og sá
hagnaður sem verður t.d. af krydd-
framleiðslu rati sjaldan til þeirra
sem rækta landið.
Elsta viðskiptamódel sögunnar
Krummispice mun selja lífræn, fa-
ir-trade indversk krydd í neytenda-
umbúðum. Verður byrjað á íslenska
markaðinum og þvínæst stefnt á
Norðurlöndin. „Innflutningur á
kryddi er hér um bil elsta viðskipta-
módel sögunnar, en við erum að
breyta módelinu með þessari nýstár-
legu áherslu á að reyna að skapa um
leið samfélagsleg verðmæti.“
Fyrirtækið starfar nú þegar náið
með samtökum bænda á Indlandi og
með samtökum fórnarlamba sýruá-
rása. Reiknar Kormákur með að
fyrstu kryddpakkningarnar geti
birst í hillum íslenskra verslana um
mitt sumar.
Ekki hefur kostað mikið að koma
rekstrinum þetta langt og orðar
Kormákur það þannig að þeir Sig-
urbjörn hafi fjármagnað sig með
sumarvinnupeningunum. Nú taki við
erfðari tími því markaðsstarfið á eft-
ir að reynast kostnaðarsamt. „Ein
lausn sem við sjáum fyrir okkur er
að hleypa af stokkunum hópfjár-
mögnunarverkefni og sýna þannig
fram á að vara af þessu tagi sé eitt-
hvað sem fólk hefur áhuga á. Þar
með hefðum við eitthvað fast í hendi
til að sýna fjárfestum.“
Bjarga heiminum með
viðskiptahugmynd
Selja krydd og skapa atvinnu fyrir fórnarlömb sýruárása
AFP
Vítahringur Fórnarlömb sýruárása
upplifa oft fordóma og útskúfun.
Kormákur
Arthursson
Sigurbjörn
Edvardsson
Kínverska innkaupastjóravísitalan
mældist 49,8 stig í janúar, en var 50,1
stig í desember. Vísitalan er reiknuð
með þeim hætti að gildi yfir 50 jafn-
gildir aukningu milli mánaða en
mæling undir 50 þýðir að samdráttur
hefur átt sér stað.
Financial Times segir rösklega tvö
ár síðan það gerðist síðast að vísital-
an dróst saman á milli mánaða.
Í síðustu viku voru birtar tölur
sem sýndu met-samdrátt í hagnaði
kínverska iðnaðargeirans í desem-
ber.
Markaðs- og stjórnmálagreinend-
ur fylgjast náið með gangi kínverska
hagkerfisins vegna merkja um að
hægt hafi á hagvexti. Stjórnvöld í
Beijing hafa mikilla hagsmuna að
gæta að viðhalda vexti í hagkerfinu
og koma þannig í veg fyrir óánægju
og ólgu meðal almennings.
Að sögn FT má vænta þess að töl-
ur janúarmánaðar auki líkurnar á
frekari aðgerðum stjórnvalda til að
örva hagkerfið, m.a. með tilslökun-
um á regluverki fjármálageirans.
ai@mbl.is
Innkaupastjóravísi-
talan dregst saman
AFP
Iðinn Starfsmaður bílaverksmiðju kemur fyrir rúðu. Neikvæðar tölur í jan-
úar eru sennilega ávísun á frekari inngrip kínverskra stjórnvalda.
Bandaríska hamborgarakeðjan
McDonalds hefur átt í basli und-
anfarin misseri og fyrirtækið verið
með alla anga úti til að bæta rekst-
urinn.
Nýjasta útspilið er herferð sem
leyfir viðskiptavinum að borga fyr-
ir máltíðina með því að gera eitt-
hvað elskulegt.
Er þetta í takt við nýjar áherslur
í markaðsefni McDonalds sem
Morgunblaðið sagði frá í janúar,
þar sem ást og vinátta eru sett í for-
grunn.
Herferðin stendur yfir fram að
valentínusardegi. Á hverjum veit-
ingastað sem tekur þátt í herferð-
inni verður hundrað viðskiptavin-
um af handahófi boðið að greiða
fyrir sig með því t.d. að hringja í
ástvin og senda honum hlýlega
kveðju. ai@mbl.is
Borgað fyrir borgarann
með elskulegheitum
AFP
Alvörugefinn Lögreglumaður við einn af veitingastöðum McDonalds í New
York. Ætli hann fái borgara í skiptum fyrir faðmlag eða elskulegt símtal?