Morgunblaðið - 16.02.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 16.02.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Ársfundur 2015 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda 2015 verður haldinn þriðjudaginn 3. mars 2015 í Heklu, á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, og hefst kl. 12:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings 2014. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Breytingar samþykkta sjóðsins. 6. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Óli Már Aronsson olimar@rang.is Líflegar umræður urðu á kynningar- fundi sem skipulags- og byggingar- fulltrúi Rangárþings eystra, Anton Kári Halldórsson, boðaði nýverið um mat á deiliskipulagstillögu á hluta jarðarinnar Ytri-Skóga en þar er fyr- irhugað að reisa nýtt hótel. Á fund- inum kom fram nokkur andstaða við staðsetningu hótelsins. Gimlé, rannsóknarsetur Landbún- aðarháskóla Íslands í skipulagsfræð- um, vann óháða matsgerð á tillögunni að beiðni sveitarstjórnarinnar. Sig- ríður Kristjánsdóttir, lektor og skipu- lagsfræðingur, kynnti skýrsluna og fór yfir helstu niðurstöður í mati rannsóknarsetursins. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, stýrði fund- inum og Anton Kári kynnti stöðu málsins í skipulagsferlinu. Um 60-70 manns sóttu fundinn, sem haldinn var í Fossbúð á Skógum. Í skýrslu Gimlé var lagt upp með eftirfarandi fjögur aðalatriði og þau metin; 1. Bætir deiliskipulagstillagan að- stöðu fyrir ferðaþjónustu og gefur frekari möguleika á uppbyggingu hennar? 2. Rýrir tillagan önnur landgæði á svæðinu? 3. Er deiliskipulagið unnið með til- liti til staðhátta? 4. Hvað má betur fara með tilliti til innsendra athugasemda? Niðurstöður skýrslu jákvæðar Helstu niðurstöður óháðu matsað- ilanna varðandi þessa þætti voru þær að þær breytingar sem gerðar eru á deiliskipulagi jarðarinnar Ytri-Skóga og lýst er í tillögu dagsettri 21. febr- úar 2014, leysi ágætlega það verkefni að stuðla að frekari uppbyggingu á svæðinu með áherslu á vöxt í ferða- þjónustu, en þó séu nokkur atriði sem brýnt sé að taka tillit til svo betur megi fara. Þau atriði sem talin voru að mættu betur fara voru helst talin lega rútustæða við nýtt hótel svo að hringakstur yrði mögulegur og að æskilegt væri að finna varanlegri lausn á frárennslismálum. Ísólfur Gylfi upplýsti á fundinum að breytingarhugmyndirnar hefðu komið til álita eftir að áhugasamir að- ilar um byggingu nýs hótels að Skóg- um hefðu komið að máli við sveitar- stjórnina. Þeir aðilar samanstóðu aðallega af eigendum tveggja félaga: Reykjavík Backpackers ehf. og Nít- urs ehf. Farfugla- og gistiheimili eru fyrir á Skógum og er nýtt hótel til þess fallið að auka fjölbreytileika í gistirýmum. Samkvæmt skýrslu fyrirtækisins Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjón- ustunnar, sem unnin var árið 2012, koma um 254 þúsund erlendir ferða- menn að Skógum ár hvert. Þrátt fyrir jákvæða afstöðu full- trúa Gimlé til deiliskipulagstillögunn- ar sköpuðust líflegar umræður á fundinum og virtist staðsetning fyr- irhugaðs hótels vera helsta umræðu- efnið og fá mesta andstöðu. Fundurinn var boðaður af hálfu sveitarfélagsins og var í raun bara horft á deiliskipulagstillöguna sem slíka en lítið sem ekkert var fjallað um áhrifin af tilkomu nýs hótels á uppbyggingu á svæðinu. Frumhugmyndir frá fyrrnefndum félögum gerðu ráð fyrir 10 þúsund fermetra lóð fyrir alla aðstöðuna, m.a. gistiaðstöðu fyrir yfir 200 manns, veitingaaðstöðu, minjagripaverslun og afþreyingu, þar á meðal dagsferð- um á t.d. nálæga jökla. Reiknað er með talsverðum fjölda ársverka á staðnum. Fram kom á fundinum að ef um slíka uppbyggingu er að ræða þá muni Skógar byggjast upp sem þétt- býliskjarni en það er í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins í aðalskipu- lagi. Reiknað með breytingum Ísólfur Gylfi sagði daginn eftir fundinn að framhald málsins mundi ráðast á fundi skipulagsnefndar Rangarþings eystra nk. fimmtudag. Hann taldi meiri líkur en minni á að það yrðu gerðar breytingar á fram- komnum tillögum við deiliskipulagið, en þessar breytingartillögur eru við skipulagið eins og það var samþykkt árið 2013. Eigendur jarðarinnar eru héraðs- nefndir Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu og munu þær á end- anum hafa lokaorðið varðandi úthlut- un lóða á svæðinu. Andstaða við staðsetningu nýs hótels á Skógum  Líflegur íbúafundur í Rangárþingi eystra um nýja deiliskipulagstillögu Nýtt hótel Frumhugmyndir að útliti nýs hótels í Skógum. Á svæðinu hefur verið mikill straumur ferðamanna. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Skógar Á fundinum í Fossbúð í Skógum voru 60-70 manns og voru umræð- ur líflegar. Sveitarfélagið Rangárþing eystra stóð að fundinum. Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær en það hafði um níuleytið í gærkvöldi sinnt 84 sjúkraflutningum, sem telst mjög mikið á sunnudegi. Umferðarslys varð á Hringbraut við Flugvallarveg um kl. 17. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hafnaði bifreið á ljósastaur og var ökumaðurinn, sem var einn í bif- reiðinni, fluttur á slysadeild. Auk þess var slökkviliðið kallað út vegna tveggja vatnsleka, annar varð í Hafnarfirði en hinn í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Mikill erill í sjúkra- flutningum Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Áhöfnin á varðskipinu Tý vann mikið björgunarafrek á laugardagskvöld þegar hún bjargaði alls 184 flótta- mönnum um borð í varðskipið af tveimur gúmmíbátum djúpt norður af Líbíu. Auk þeirra voru 100 flótta- menn sem ítalskt varðskip hafði bjargað fluttir um borð í Tý og voru því 284 flóttamenn um borð í skipinu. Voru allir fluttir heilir á húfi til Aug- usta á Sikiley á Ítalíu. Yfirfullir gúmmíbátar af fólki Fólkinu var komið í skjól um borð í Tý og naut það aðhlynningar áhafn- arinnar en skipið var þéttsetið. „Fólkið var tiltölulega vel á sig kom- ið. Uppistaðan í þessum hópi eru ungir karlmenn, þó erum við með eitthvað um 40 konur, þar af 4 ófrísk- ar og eitt yngra barn. Síðan er eitt- hvað um unglingspilta þarna innan um líka. Þetta eru stórir gúmmíbátar yfirfullir af fólki og það þarf ekki að vera slæmt í sjó og þegar líður á ferðalagið þá fer aðeins loft úr svona bátum, þannig að þetta er ekki skemmtileg vist í þessum bátum,“ sagði Einar H. Valsson, skipherra á Tý, við Morgunblaðið. Flóttamannastraumur frá Líbíu Síðustu daga hefur fjölda fólks verið bjargað á þessu svæði og svo virðist sem mikið flæði flóttafólks sé nú frá Líbíu áleiðis til Ítalíu. Varð- skipið Týr verður í björgunar- störfum allavega út mánuðinn en í næstu viku ætti að liggja fyrir hvert framhaldið verður. Frontex, landa- mærastofnun Evrópusambandsins, hefur óskað eftir frekari tækjakosti til aðstoðar. „Þetta hefur verið mikill skóli fyrir okkur. Þetta eru allt aðrar aðstæður og vinnuumhverfi en við þekkjum heima fyrir,“ segir Einar, en hann telur reynsluna geta nýst á Íslandi, þar sem fullt er af stórum farþega- skipum sem eitthvað geti komið fyrir og þá nýtist reynslan í fjöldabjörg- unum vel ef til slíks kæmi. Týr vann enn eitt björgun- arafrekið á Miðjarðarhafi  Ferjaði 284 flóttamenn til hafnar á Sikiley Ljósmynd/Landhelgisgæslan Björgunarstörf Varðskipið Týr flutti 284 flóttamenn til Augusta á Sikiley í gær. Fjölda fólks hefur verið bjargað síðustu daga á leið frá Líbíu til Ítalíu. Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík styðja ekki þá tillögu að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlisins í Þingholtsstræti og við Lindargötu heldur er það skoðun flokksins að Samhjálp sé betur til þess fallin að sjá um reksturinn. Eftirfarandi bókun var lögð fram á fundi velferðarráðs í síðustu viku: „Við greiðum Samhjálp atkvæði okkar, þar sem þeir hafa áralanga reynslu í rekstri á Gistiskýlinu með góðum árangri og þá er ekkert sem áþreifanlega gefur til kynna að Reykjavíkurborg geti sinnt þessu verkefni fyrir lægri fjárhæð eða með betri þjónustu en núverandi rekstr- araðili. Við teljum kost að leyfa frjálsum félagasamtökum að koma að rekstri úrræða til þess að auka fjölbreytni og val þjónustuþega.“ Samhjálp sjái áfram um Gistiskýlið Morgunblaðið/Eggert Gistiskýli Nýverið var samið um nýtt húsnæði við Lindargötu.  Framsókn bókar í velferðarráði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.