Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Úti í hinum stóra heimi má finna ógrynni bóka sem eiga að hjálpa fólki að afkasta meiru, nýta tímann betur og skara fram úr í starfi. Ís- lenskar bækur um sama efni eru hins vegar sárafágætar, og virðist hér á ferðinni bókaflokkur sem nor- ræna bókaþjóðin hefur að mestu lát- ið í friði, þar til nýlega að Geir Ágústsson afréð að senda frá sér bókina The Smallest Efficiency Guide in the World. Geir er vélaverkfræðingur sem hefur verið búsettur í Danmörku um langt skeið, og undanfarin ár í Álaborg með íslenskri konu sinni og börnum. Hann segir hugmyndina að bókinni hafa kviknað þegar kona hans skrifaði afþreyingarbók í raf- bókarformi. Geir fylgdist með ferl- inu og miklu stappi milli höfundar og útgefanda, og afréð að gaman væri fyrir sig að reyna að gefa sjálf- ur út bók, en á eigin vegum. Úr varð að í tvö ár punktaði Geir niður hjá sér hagnýt ráð um bætt afköst, setti síðan í bókarform og gaf út í samvinnu við netverslunina Amazon þar sem kaupa má ritið bæði í rafrænu og prentuðu formi. „Ég bað nokkra vinnufélaga að lesa yfir ritið og fékk góða endurgjöf sem hvatti mig að láta verða af út- gáfunni. Forstjórinn í fyrirtækinu varð svo hrifinn að hann bað um ein- tök af bókinni handa öllum stjórn- endum fyrirtækisins,“ segir Geir sem vinnur hjá 1.200 manna verk- fræði- og framleiðslufyrirtæki með starfsstöðvar í öllum heimshornum. Efnisyfirlitið dugar nánast Bókin er örstutt, og segir Geir það m.a. í anda viðfangsefnis bókarinnar að eyða ekki of mörgum orðum í að segja einfalda hluti. Segir hann að við liggi að það dugi að lesa efnis- yfirlitið til að boðskapur verksins komist til skila. „Það skýtur skökku við að það skuli vera hægt að finna bækur um betri afköst og bætta tímastjórnun sem eru 300 og jafnvel 600 blaðsíður að lengd. Ég veit ekki hver leggur í að lesa slíkt.“ Geir segir að flest það sem bókin hans leggur til við lesandann sé í raun almenn skynsemi og augljós sannleikur. „En um leið er það raunin að margt af þessum augljósu atriðum virðist fara framhjá okkur í daglegu amstri, og við festumst auð- veldlega í venjum og ósiðum sem draga úr afköst- unum.“ Glöggt er gests augað, segir mál- tækið, og gaman að spyrja Geir að hvaða leyti Dan- irnir vinni og af- kasti öðruvísi en Íslendingar, og hvað þjóðirnar geti lært hvor af annarri að þessu leyti. Hann segir mikið til í þeirri stað- almynd að Danir nýti vinnutímann vel, afkasti miklu og álíti frítíma sinn heilagan. „Alla jafna vill hinn dæmigerði Dani að vinnan taki að- eins ákveðinn hluta af vikunni og að restin sé frí. Hann skipuleggur líka frítíma sinn mjög vel, og langt fram í tímann og er þess vegna mun upp- teknari utan vinnutímans og minna sveigjanlegur en t.d. dæmigerður Íslendingur.“ Geir leggur þó á það áherslu að viðhorfið og venjurnar geti verið mjög persónubundin. Minnist hann fyrstu misseranna hjá atvinnurek- anda sínum þegar mikið var að gera og algengt að starfsmenn bæði tækju að sér yfirvinnu og væru að störfum langt fram á kvöld. „Ég fæ yfirleitt nokkra tölvupósta frá mín- um yfirmanni á sunnudagskvöldum því þá er hann að tæma pósthólfið fyrir mánudaginn.“ Rík hefð fyrir fundahaldi Að mati Geirs geta Danir verið mjög „diplómatískir“ í störfum sín- um, rík áhersla á fundi og að allir hagsmunaaðilar fái að hafa sitt að segja. Þetta geti verið bæði veikleiki og styrkleiki; veikleiki að því leyti að það hægir á ákvarðanatöku og tími fer til spillis við fundahöld, en styrkleiki að þvi leyti að útkoman getur orðið betri ákvarðanataka. Að sama skapi geta Íslendingar speglað sig í Dönum til að finna eig- in veikleika. Geir nefnir að Íslend- ingum hætti til að setja sér ekki skýr tímamörk en bæta upp fyrir það með því að vera mjög viljugir til að vinna mikið og lengi. Ögn meiri forsjá og agi gæti bjargað okkur frá því að fórna svo miklu af tíma okk- ar. „Danir hika líka ekki við að fjár- festa í þeim tækjakosti sem þarf til að leysa verkefnin hratt og örugg- lega, en Íslendingurinn er viljugur til að eyða tíma í vinnu frekar en peningum í tæki. Lýsandi dæmi er einn danskur kollegi minn sem þurfti að moka jarðvegi úr kjall- aranum sínum og keypti einfaldlega færiband til að leysa verkið. Íslend- ingur hefði hjakkað í verkinu með skorpuvinnu og hjólbörum í nokkra daga en Daninn eyddi peningunum í snjöllustu lausnina og leysti verkið af hendi á einu síðdegi.“ Skrifaði heimsins minnstu bók um afköst  Íslenskur verkfræðingur í Álaborg segir auðvelt að festast í ósiðum sem dragi úr afköstum  Vinnubrögð bæði Íslendinga og Dana hafa sína kosti og ókosti AFP Gæði Afköst skipta máli i öllu störfum Saffran-uppskera afganskra bænda. Geir Ágústsson Tölvuöryggisfyrirtækið Kaspersky Lab áætlar að allt að 100 bankar í 30 löndum hafi orðið fyrir barðinu á bí- ræfnum hökkurum sem kunna að hafa stolið allt að 300 milljónum dala, andvirði nærri 40 milljarða króna. New York Times segir þetta koma fram í skýrslu sem birt verður á mánudag. Hakkararnir notuðu aðgang sinn til að senda fjárhæðir frá bönkum í Rússlandi, Japan, Bandaríkjunum Sviss og Hollandi á leppreikninga í öðrum löndum. Vegna trúnaðar- ákvæða getur Kaspersky ekki gefið upp hvaða bankar urðu fyrir barðinu á árásinni en það voru einkum skot- mörk í Rússlandi sem hakkararnir gengu harðast að. Að sögn New York Times er erfitt að meta umfang glæpsins þar sem bankar hika við að segja frá tölvu- árásum á kerfi sín, enda geti það valdið þeim álitshnekki. Netglæpa- deild Interpol í Singapúr mun stýra rannsókn á árásinni í samstarfi við lögreglu í þeim löndum sem árásin náði til. Smygluðu sér með tölvupósti Hökkurunum hefur verið gefið nafnið „Carbanak cybergang“, eftir forritinu sem þeir notuðust við. Tals- maður Kaspersky Lab segir árásina sennilega þá háþróuðustu sem sést hefur til þessa m.t.t. þeirra aðferða sem notaðar voru til að fela slóð hakkaranna. Er talið að árásin hafi staðið yfir í tvö ár. Virðast gerendurnir hafa brotið sér leið inn í kerfin með því að senda starfsmönnum bankanna tölvupóst sem virtist koma frá samstarfs- manni. Þegar smellt var á viðhengi með póstinum hlóð tölvan niður for- riti sem opnaði hökkurunum aðgang að tölvukerfi bankans. Leituðu þeir þvínæst uppi þá starfsmenn sem annast peningasendingar og stjórn- un hraðbanka, njósnuðu um tölvu- notkun þeirra og gátu í framhaldinu „hermt eftir“ þeim svo að færslur hakkaranna vektu síður grunsemdir. ai@mbl.is EPA Grunur Kaspersky komst fyrst á spor hakkaranna þegar hraðbanki í Kænugarði hóf að dæla út pen- ingum af handahófi. Hakkarar rændu millj- örðum frá bönkum  Talið eitt stærsta bankarán sögunnar Ríkasti maður Ítalíu, Michele Ferrero lést á laug- ardag, 89 ára að aldri, eftir nokkurra mánaða veik- indi. Matgæðingar í hópi lesenda ættu að þekkja ætt- arnafnið vel en Ferrero Group framleiðir m.a. Fer- rero Rocher súkkulaðibitana, Nutella súkku- laðikremið og Kinder Surprise eggin. Foreldrar Michele stofnuðu fyrirtækið árið 1940 en hann tók síðar við rekstrinum og breytti í það stórveldi sem Ferrero Group er í dag. Auður Mic- hele Ferrero var metinn á 22,3 milljarða dala þegar hann lést, jafnvirði rösklega 2.900 milljarða króna, og var hann í 31. sæti á lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims. Michele Ferrero látinn Michele Ferrero ● Matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn Austurríkis á föstudag úr AAA niður í AA+ með stöðugum horfum. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er skuldastaða ríkissjóðs. Eru skuldir ríkisins miklar og bæði horfur á að þær muni hækka meira og haldast háar í lengri tíma en áður hafði verið gert ráð fyrir. Skerðir þetta getu ríkissjóðs til að bregðast við skakkaföllum í efnahagslífinu. Reuters segir að skuldir hins opinbera í Austurríki muni nema 89% af landsfram- leiðslu á þessu ári og er það hærra hlutfall en hjá öllum öðrum þjóðum með AAA- einkunn, að undanskildum Bandaríkjunum. Fitch hefur áður sagt að skuldahlutfall á bilinu 80-90% sé við efri mörk þess að land hljóti AAA-einkunn. Fitch lækkar einkunn Austurríkis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.