Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 26

Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 AF TÓNLIST Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Harpan skartaði sínu fegursta um helgina en blikkandi ljósasýningin utan á henni var það fyrsta sem mætti augum gesta Sónar þegar þeir hröðuðu sér inn úr skítaveðrinu á föstudaginn á vit dansvænna tóna. Líkt og áður var búið að skipta Hörpu upp í fimm svið sem öll báru einkar viðeigandi nöfn. Það fyrsta sem tók á móti manni var nokkuð löng röð, sem þó voru fáséðar, upp rúllustigann svo það var brugðið á það ráð að smygla sér með lyftunni upp, úrræði sem var þó fljótlega gripið inn í og lokað fyrir. Klúbbur í bílakjallara Á stærsta sviðinu, SonarClub, voru það íslensk bönd sem hófu kvöldið en Ghostigital og Prins Póló stigu þar meðal annars á pall. Tónn- inn í salnum var svolítið sá í gegnum hátíðina að þau bönd sem stigu snemma á svið í honum liðu svolítið fyrir hversu stór hann er. Þrátt fyrir að ágætis mannfjöldi væri þar sam- ankominn virkaði salurinn tómlegur, sem var eflaust hljómsveitunum, sem annars stóðu sig með prýði, til ama. Bílakjallarinn í Hörpu, sem bar nafnið SonarLab, var næsti áfanga- staður. Barist var í gegnum mann- mergðina undir taktföstum tónum frá SonarPub, sviði sem var frammi á gangi. Kaldur bílakjallarinn nötraði undan þykkum bassatónum og ljósa- dýrðin og einstaka „glowstick“ sköp- uðu eins konar reifstemningu tíunda áratugarins. Plötusnúðar héldu þar stuðinu gangandi og nokkuð skondið hvernig þeir droppuðu taktinum á tveggja mínútna fresti til þess eins að byggja hann upp á nýjan leik, við- stöddum til mikillar ánægju. Í það minnsta í fyrstu tíu skiptin sem slíkt gerðist. Í þýskum dansgír Paul Kalkbrenner, SBTRKT og Ninu Kraviz var síðan still upp á sama tíma á mismunandi sviðum og var það eilítið svekkjandi að geta ekki notið allra atriðanna að fullu. Byrjað var á þýska rafpopparanum Kalkbrenner í SonarClub en kauði er nokkuð stórt númer innan raftónlist- argeirans, þá sérstaklega í Berlín. Kalkbrenner virtist skemmta sér ágætlega á sviðinu, sem er alltaf gott, og byggði hægt og rólega upp stemn- inguna. Maðurinn er mikill reynslu- bolti og var greinilega með það á hreinu hvað hátíðargestir vildu. Eftir mikið „tease“ skall hans þekktasta lag, „Sky and Sand“, á vitum áheyr- enda og allt ætlaði um koll að keyra. Af þykkum bassalínum og brotnum töktu Morgunblaðið/Styrmir Kári Jamie xx „Stök diskókúla sem hékk fyrir ofan sviðið myndaði nokkuð rómantíska stemningu.“ Þetta segir pistilshöfundur m.a. um tónlistina. Var það hluti af uppklapps- prógrammi hans en lagið „Aaron“ fékk einnig góðar viðtökur. Að Kalk- brenner loknum náðist rétt í Skottið á SBTRKT sem spilaði í næststærsta salnum, SonarHall. Sýning þeirra heillaði ekkert sérstaklega, þá kannski helst þar sem maður var kominn í þýska dansgírinn, og því var haldið í SonarLab á nýjan leik þar sem þrumuguðinn Thor kláraði kvöldið í Hörpu áður en haldið var niður í bæ. Á Sónar í fyrra bar svolítið á lögreglunni á svæðinu sem mætti með fíkniefnahunda inn í Hörpu meðan á hátíðinni stóð. Hún gaf það loforð, vegna mikillar óánægju tón- leikahaldara og gesta, að slíkt myndi ekki endurtaka sig og stóð við það. Það var aðeins einu sinni, svo ég viti, að grípa þurfti inn í en þá mættu bráðaliðar á svæðið til þess að að- stoða gest sem hafði fengið sér að- eins of mikið í báðar tærnar. Starfs- fólkið á Sónar var auk þess mjög viðkunnanlegt og hafði þægilega nærveru. Pokémon, Oreo og rapp Sænski táningsrapparinn Yung Lean steig snemma á svið á laug- ardaginn ásamt sorgmædda genginu Sad Boys. Kappinn hefur slegið í gegn á vefsíðunni youtube að und- anförnu og lög á borð við „Kyoto“ og „Yoshi City“ fengið nokkur milljón áhorf og tók hann alla sínu helstu slagara. Yung Lean á það til að blanda aldamótadægurmenningu saman við hálfgert óþokkarapp og er fremur kómískt að heyra texta hans, sem hoppa úr því að fjalla um Poké- mon og Oreo-mjólkurhristinga yfir í að láta grúppíur á rítalíni stjana við sig á tónleikaferðalögum. Mynd- verkið sem varpað var á vegginn fyr- ir aftan gengið var mjög skemmtilegt en þar mátti meðal annars sjá brot úr tölvuleikjum og fjölbreytt dýralíf. Sem mikill áhugamaður um fyr- irbæri á borð við Yung Lean & Sad Boys var einkar gaman að fylgjast með köppunum þrátt fyrir að þeir hefðu vissulega getað verið betri, það er að segja jafngóðir og þeir eru á netinu. Röðin var komin að kanadíska plötusnúðnum Ryan Hemsworth en hann þeytti skífum af stakri prýði í SonarClub á milli klukkan tíu og ell- efu. Eins og nokkrum sinnum áður var stór salurinn fremur tómlegur og Hemsworth fékk ekki þær undir- tektir sem hann átti skilið. Það virtist þó ekki hafa mikil áhrif á hann en Hemsworth brosti sínu breiðasta á milli þess sem hann þakkaði gestum fyrir komuna. Japanska tríóið Nisennen- mondai spilaði á sama tíma í Son- arHall og voru þær mjög kraftmikl- ar. Einkennistaktur þeirra hélt sér í gegnum nær alla tónleikana en trommuleikari sveitarinnar er mögu- lega sá einbeittasti sem sést hefur lengi. Þá sáu plötusnúðarnir Kocoon og Ewok um stemninguna á göngum Hörpu á sama tíma og var andinn í húsinu mjög góður. Í SonarComplex, sem alla jafna ber nafnið Kaldalón, tróðu tónlistarmenn á borð við Lord Pusswhip & Vrong, Emmsjé Gauta og Kött Grá Pje upp. Því miður var röðin mjög löng, enda takmarkaður sætafjöldi í salnum, og margir urðu frá að hverfa. Jamie xx og diskókúlan Sænska traprappið Elliphant ómaði því næst í SonarClub og myndaðist þar góð stemning, hvað sem fólki finnst svo sem um trap- » Tónlist Jamies xxer einkar mjúk og leikandi og féll vel í kramið hjá viðstöddum. Sviðsframkoman var mjög mínimalísk. Yung Lean Þessi sænski táningsrappari er vinsæll á vefsíðunni Youtube. Sónar Reykjavík 2015 Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.