Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 18

Morgunblaðið - 16.02.2015, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glútenlausar fiskibollur Sælkera- bollur Fiskfars að hætti ömmu Glæný línuýsa Nýsteiktar fiskibollur Ýsuhakk m/lauk Í lok stríðsins árið 1945 var gífurlegur skortur íbúðarhúsnæðis á Reykjavíkursvæðinu. Fólk neyddist til þess að leigja litlar íbúðir í kjöllurum, rakar og kaldar, eða í risum við ömurleg þrengsli og svo losnuðu braggarnir frá herjum bandamanna á svæðinu við brottför hinna erlendu herja. Fjölskyldur sóttu um að fá inni í þeim þrátt fyr- ir að þeir væru gjarnan afar illa ein- angraðir og því mjög lélegar vist- arverur. Samt urðu braggahverfin fljótt mjög fjölmenn enda bragg- arnir oft ódýrari en rakir kjallarar eða lítil og köld ris. Ólögleg hverfi Skortur á byggingalóðum var gíf- urlegur sem varð til þess að margir fjölskyldufeður leituðu að bygging- arstað þar sem hægt væri að byggja sér og fjölskyldunni við- unandi bústað. Þau svæði sem helst komu til greina voru m.a. Kópavog- ur, Blesugróf, Smálönd, Árbæj- arsvæðið og Selás. Þarna spruttu upp margvísleg hús, byggð eftir efnum og aðstæðum. Þessi hús voru byggð til þess eins að koma yfir fjölskyldurnar þaki án okurs og án raka og fylgjandi heilsuleysis. Allir reyndu að gera hús þessi vel og vönduðu þau sem best var fyrir fólkið sem ætlaði að búa í húsum þessum. Lóðunum fylgdi ekki vatn eða rafmagn hvað þá heldur skolplagn- ir. Öllu þessu björguðu íbúarnir eft- ir bestu getu. Þar sem ég þekkti best til náði fólkið í vatn með því að bora göt á vatnsleiðslu borgarinnar og tengja með því jafn- vel mörg hús við hverja leiðslu. Raf- magnsveita Reykja- víkur sýndi fólkinu þá velvild að leggja raflínur í hverfin. En íbúarnir útbjuggu mismunandi vand- aðar rotþrær hver við sitt hús. Ástæðan fyrir þessum ólöglegu hverfum var sú að sveitarstjórn- irnar brugðust ekki við þeirri gíf- urlegu fólksfjölgun sem skall á byggðunum á höfuðborgarsvæðinu undir lok stríðsins. Verkafólk átti sér vini í stjórn Kópavogs enda varð það sveitarfélag það fyrsta sem traustir vinstrimenn tóku að sér að stjórna. Þar varð á skömmum tíma mikil fólksfjölgun sem fylgdi því að frelsi til að byggja sér hús þar var ekki undir alltof mikilli stjórn. Verkafólk varð því þar afar fjöl- mennt og fékk Kópavogur því á sig það orð að hann væri rauður. Breytingar Fjölgun ólöglegu byggðanna olli þá þeim þrýstingi á bæjarfélögin á svæðinu að hafist var handa um að fjölga sem mest úthlutun lóða á mörgum stöðum í sveitarfélögunum. Sérstaklega þótti Smáíbúðahverfið til mikilla bóta. Þar gátu menn fengið lóðir og gafst kostur á að vinna við húsin sjálfir eftir því sem geta og kunnátta gaf kost á. Auk þess var algengt að menn hjálp- uðust þannig að að einn fékk smið og pípulagningamann sér til hjálpar og var sjálfur til dæmis rafvirki. Auk þess voru verkamenn að byggja og hjálpuðu til við að stækka hópinn. Þannig þurfti lítið að leggja út fé til greiðslu vegna verksins. Hjálpin var einstök og þannig reis hverfið á undra skömmum tíma upp og eins með ótrúlega litlum beinum útgjöldum. Grundvöllurinn að þessu var sú staðreynd að lítið sem ekkert eftirlit eða kröfur um löggilta iðn- aðarmenn var viðhaft. Að ekki sé nú minnst á nútímareglugerðir og skipulag sem tröllríður öllu athafna- frelsi og drepur allt í dróma. Flóttinn frá reglugerðunum Nú er farið að tala og skrifa um það hvernig hægt væri að gefa ungu eða eldra fólki kost á að koma yfir sig þaki með viðráðanlegum hætti. Tvennt hefur verið nefnt. Annað væri að koma upp svæðum þar sem byðist að koma fyrir hjólhýsum eða jafnvel húsbílum og leggja rafmagn, heitt og kalt vatn að og koma fyrir holræsarkerfi sem tengja mætti hjólhýsin eða bílana við. Önnur lausn hefur verið nefnd en hún er sú að koma upp gámaein- ingasvæði þar sem sömu mögu- leikar væru um nauðsynlegar teng- ingar. Erlendis má víða sjá slík svæði sérstaklega þó þau sem nýtt eru fyrir hjólhýsi. Benda má á að nú þegar hefur um árabil staðið gott hjólhýsi úti á Granda og eig- andinn búið þar og ekki verr hald- inn en svo að glæsilegur bandarísk- ur einkabíll hans hefur staðið þar við hliðina. Þessi hugmynd er ekki alvitlaus enda væntanlega bráðabirgðalausn fyrir það fólk sem ekki er á þeim of- urlaunum sem kaup á íbúð byggðri á blindri stjórn reglugerða frá Evr- ópusambandinu gerir ráð fyrir. Gallinn við þetta er líklega sá að þeir sem helst mætti ætla að gætu staðið fyrir þessari lausn eru nú um stundir tryggustu stuðningsmenn ESB og þess reglugerðafargans sem búið er og verið er að löggilda hér á landi. Hjólhýsalausnin Víkurverk býður margar gerðir hjólhýsa frá 3 milljónum upp í 7 milljónir króna. Útborgun, lágmark 25%, lánin fást í allt að sjö árum. Smáhýsalausn Víkurverk býður einnig smáhýsi 20-40 fermetra á verði frá tæpum 5 milljónum kr. upp í 6,8 milljónir kr. miðað við tvö hús. Einnig stök hús frá 10,9 milljónum kr. og útborgun þá 2,7 milljónir kr. Lausnir í anda þess sem Víkurverk býður finnst mér að gæti orðið sú lausn sem á skömmum tíma myndi leysa hús- næðisvanda fjölda fólks. Það væri í anda jafnaðarmennsku að borgarstjórn Reykjavíkur hefði forystu um að útbúa svæði þar sem koma mætti fyrir hjólhýsum eða smáhýsum í líkingu við þau sem Víkurverk býður. Ég á þó frekar von á að önnur sveitarfélög muni verða fyrri til þess að koma slíku í verk þrátt fyrir þá brýnu nauðsyn sem ber til þess að koma í verk að gefa fólki kost á að komast í gott en ódýrt húsnæði. Undirstaða þess að slíkt sé hægt er að segja sig þegar í stað frá öllu regluverki EES og ESB sem þegar hefur skemmt fyrir frjálsu og skyn- samlegu framtaki einstaklinga sér og fjölskyldum sínum til heilla. Ódýrt húsnæði? Eftir Kristin Snæland » Þarna spruttu upp margvísleg hús, byggð eftir efnum og aðstæðum. Kristinn Snæland Höfundur er rafvirkjameistari. Mikið finnst mér sorglegt og und- arlegt að nú sé engin verslun lengur í Fríhöfninni sem leggur áherslu á íslenska hönnun. Þetta finnst mér stórt skref aftur á bak. Fagurkeri. Frábær grein Ég hvet alla til að lesa grein Stefaníu Jónadóttur í Morgunblaðinu 13.2. sl. Stuðningsmaður. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Fríhöfnin og íslensk hönnun Íslensk hönnun Íslendingar eiga marga góða hönnuði. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.