Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 13
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar árið 2010 setti Samfylkingin Breiðholtið á dagskrá með fyrir- heitum um að tekið yrði til hendi um mikilvægar framkvæmdir þar og verkefni sem lúta að því sem nú er kallað félagsauður. Þessi fyrir- heit gengu eftir segir Björk og bætir við að öllum hafi mátt vera þörfin ljós. Hverfið hafi byggst upp á árunum um og eftir 1970 – og nú liðlega 40 árum síðar hafi verið kominn tími á eðlilegt við- hald. Nefnir hún í því sambandi endurbætur á Breiðholtsskóla, sem eitt sinn var einn barnflesti skóli landsins. „Hverfið er að endurnýjast. Frumbyggjunum fækkar og nú er unga fólkið, stundum 3. kynslóð Breiðholtsbúa, að koma sér þar fyrir. Ungt fjölskyldufólk sem vill öruggt og manneskjulegt umhverfi við útivistarperlur borgarinnar,“ segir Björk. Bætir við að fram- kvæmdir í hverfinu taki mið af nýj- um þörfum og viðmiðum og vilja íbúa sem kjósa árlega um fram- kvæmdir á Betri Reykjavík. Upp- setning útilistaverka miði einnig að því að gera umhverfið hlýlegra og svip þess betri. Fólkið virkjað til þátttöku En þótt framkvæmdir séu mikilvægar snúast stjórnmálin fyrst og fremst um fólkið; að al- menn velferð þess sé tryggð. Og í Breiðholtinu er haldið vel utan um fólkið, segir Björk, og nefnir þar öflugt starf þjónustumiðstöðvar borgarinnar í hverfinu svo og fé- lagasamtaka. Starfsemi geðheilsu- miðstöðvar, sem er samstarfsverk- efni velferðarsviðs borgarinnar og heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins, hafi gefið góða raun og var verð- launuð fyrir skemmstu. Þá hafi fólk af erlendum uppruna, sem er stór hluti Breiðholtsbúa, verið virkjað til félagslegrar þátttöku í ýmsum verkefnum – sem sé því sjálfu og samfélaginu öllu afar mikilvægt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðhyltingur Frá Blönduósi en á fyrir löngu orðið rætur í úthverfinu. um seinna, í ágúst 1909. Ári seinna var haldin fimleikasýning í porti Miðbæjarskólans að viðstöddu fjöl- menni. Varð sýning þessi til þess að opna augu almennings fyrir íþrótt- um og þá fimleikum sérstaklega. Var aðaláhersla félagsins á fimleik- ana fyrstu árin. Þremur árum síð- ar, 1912, tóku Íslendingar þátt í Ól- ympíuleikunum og sendu ÍR-inginn Jón Halldórsson sem fulltrúa sinn í frjálsum íþróttum. Hann keppti í 100 metra hlaupi. „Var frammistaða hans sóma- samleg,“ segir í afmælisriti félags- ins. Síðan hefur starfsemi ÍR verið stór þáttur í íslenskri íþróttasögu. Góður árangur ÍR Meistaramótið í frjálsum íþrótt- um fór fram í Kaplakrika um síð- ustu helgi. Náði keppnislið ÍR mjög góðum árangri. Ein skærasta stjarna félagsins, Aníta Hinriks- dóttir, setti enn einu sinni met þeg- ar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss. Bætti hún um leið eigið Evrópumet 19 ára og yngri og hljóp á tímanum: 2:01,77 mínútum. Varð hún tvöfaldur Ís- landsmeistari því hún sigraði einn- ig í 400 metra hlaupi á mótinu. Morgunblaðið/Kristinn Íþróttir ÍR-svæðið í Suður-Mjódd í Breiðholti. Hér verður nýi frjálsíþróttavöllurinn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 „Breiðholt hefur á margan hátt ekki notið sannmælis. Í kosninga- baráttunni í fyrra lögðum við áherslu á úthverfin, en íbúar þar sögðu stundum við okkur að þeim þætti þá vanta málsvara í borg- armálunum,“ segir Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókn- arflokks. Sjálf er hún nýlega flutt í hverfið og líkar vel. „Það er mikið af harðduglegu og ábyrgðarmiklu fólki í Breiðholti,“ segir Svein- björg. „Í Fellunum eru útlendingar áberandi, það er fólk sem er að koma undir sig fótunum í nýju sam- félagi. Og sá hópur þarf að minni hyggju enn meiri stuðning, til dæm- is börnin í grunnskólunum sem gætu verið virkari í íþróttastarfi og fleiru.“ Áberandi hefur verið, segir Sveinbjörg, að borgin hafi farið í ýmis umbótamál í Breiðholti að frumkvæði íbúa. Sumir hafi jafnvel gengið um hverfið, tekið myndir af „gráum blettum“ og óskað úrbóta. Þá hafi endurbætur á húsnæði grunnskóla, svo sem Breiðholts- skóla, í sumum tilvikum komið til að frumkvæði foreldrafélags. Þá sé verið að bæta aðstöðu íþróttafélag- anna í Breiðholtinu, Leiknis og ÍR, en félagar í þeim hafi náð góðum árangri að undanförnu, hver á sínu sviði og greinum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Efra-Breiðholtið er fjölmennasti hluti þessa stóra hverfis. Úthverfafólk vantar málsvara  Er bæði harðduglegt og ábyrgðarmikið Í kringum borgarstjórnarkosningar í fyrra var bent á að stærstur hluti frambjóðenda, það er fólks sem svo fékk brautargengi til áhrifastarfa, byggi í miðborg Reykjavíkur svo og Vesturbænum. Var því haldið fram að þetta gæti skapað misvægi og úthverfin yrðu afskipt í áherslum borgarinnar svo sem er varðar framkvæmdir. Raunin er þó önnur þegar þegar mál eru könnuð betur, segir Björk Vilhelmsdóttir. „Fólk sem býr í 101 og 107 lætur í sér heyra. Skýringin á því hvers vegna fáir kjörnir fulltrúar koma úr úthverf- unum gæti til dæmis verið sú að þar er fólk sem ekki hefur hátt, vill lifa rólegu lífi með sinni fjölskyldu og fylgir straumi fjöldans,“ segir Björk. Fólkið sem ekki hefur hátt ÚTHVERFABÚAR LÍTT ÁBERANDI VIÐ STJÓRN BORGARINNAR Gleði Brosandi börn á leik- skólanum Ösp í Breiðholti. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.