Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2015 VERTU VAKANDI! blattafram.is Í 77% tilvika eru börn sem beitt eru kynferðisofbeldi í fyrsta sinn ekki orðin 13 ára. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? 20% afsláttur af öllum gleraugum. Gildir út febrúar. Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 8.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð • Dalbraut 1 með Nizza hnetusúkkulaði, karmelluglassúr og lakkrískurli LAKKRÍSBOLLUR P R E N T U N .IS NÝTT „Það er alveg klárt mál að þetta mun draga úr aðsókn í Kolaportið. Hins vegar hefur aðsókn erlendra ferða- manna alltaf verið að aukast og ég held að þessi aðgerð muni ekki hafa áhrif á það. Erlendir ferðamenn eru alltaf að verða stærri hluti af okkar gestahópi,“ segir Gunnar Hákonar- son, framkvæmdastjóri Kolaports- ins. Brátt hefst jarðvinna á Hörpu- reitnum við Tollhúsið, þar sem til stendur að reisa fjögurra til sex hæða byggingar með 80 íbúðum auk verslunar og þjónustuhúsnæðis. Væntanlega verður þeim 195 bíla- stæðum sem eru við Tollhúsið lokað meðan á framkvæmdum stendur, en þær munu taka þrjú ár. Fyrst verður hafist handa við að leita að fornminj- um áður en byrjað er að grafa fyrir bílakjallaranum. Gunnar kveðst ekki vita hvort borgin ætlar að bregðast við lokun bílastæðisins meðan á framkvæmd- unum stendur. „Ég hef ekki heyrt talað um nein slík áform, en auðvitað mun þetta hafa áhrif á aðsókn í miðbæinn, ekki bara Kolaportið heldur miðbæinn allan,“ segir Gunn- ar og bætir við að bílastæði í mið- bænum séu ákaflega vel nýtt, þess vegna sé mikill missir af þessum bílastæðum. isb@mbl.is Mun draga úr að- sókn í Kolaportið  Vinna hefst brátt við Hörpureitinn Teikning var frá GP Arkitektum Teikning sem birtist hér í blaðinu 12. febrúar af breytingum á hús- inu nr. 8 við Eddufell var unnin af GP Arkitektum. Fyrir mistök var teikningin merkt Reykjavík- urborg. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Áætlaður kostnaður vegna aksturs- þjónustu fyrir fatlað fólk á árinu 2015 er samtals um 1.277 milljónir króna. Þar af eru um 1.200 milljónir vegna aksturs og 77 milljónir vegna miðlægs kostnaðar. Kostnaður ferðaþjónustunnar vegna síðasta janúarmánaðar liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þetta kemur fram í svörum Strætó vegna fyrirspurnar Morgun- blaðsins um kostnað við ferðaþjón- ustuna. Alls eru þetta rúmar 106 milljónir króna í hverjum mánuði. Unnið að óháðri úttekt Notendur ferðaþjónustu fatlaðra eru rúmlega 2.500 en farnar eru rúmlega 1.500 ferðir á dag. Ekki fékkst uppgefið hvernig kostnaðin- um er skipt á milli sveitarfélaganna. Sérstök neyðarstjórn hefur verið sett tímabundið yfir stjórn ferða- þjónustu fatlaðs fólks og er Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, formaður henn- ar. Neyðarstjórnin á að tryggja áreiðanleika og öryggi þjónustunnar með auknu samstarfi allra hlutaðeig- andi. Er unnið dag og nótt til að leið- rétta það sem miður hefur farið. Margt hefur farið úrskeiðis hjá ferðaþjónustu fatlaðra síðustu vikur. Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar hefur verið falið að gera óháða úttekt á aðdraganda, innleið- ingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. Spurningunum sem lagðar voru fyrir borgarráð af hálfu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í janúar sl. hefur ekki enn verið svarað. Þar spurðu borgarfulltrúarnir átta spurninga sem erfiðlega hefur gengið að fá svör við: 1. Hvaða tölvukerfi var tekið upp hjá Strætó bs. til að sinna þessu verkefni? 2. Var þetta keypt sem staðlað kerfi eða er þetta sérsmíðað og þá af hverjum? 3. Var sú þjónusta boðin út? 4. Hver var ráðgjafi Strætó bs. við val á þessum búnaði, aðlögun, þjálf- un og innleiðingu? 5. Hvað kostaði þetta tölvukerfi? 6. Hver mun bera kostnaðinn af þeirri leiðréttingu sem greinilega þarf að gera? 7. Mun sá rekstrarsparnaður sem áætlað var að ná við útboð á þjónust- unni nást? 8. Var of mörgu fólki með reynslu sagt upp þannig að þekking yfir- færðist ekki við breytingu á þjónust- unni? Yfir 100 milljónir á mánuði  Áætlaður kostnaður vegna akstursþjónustu fyrir fatlaða á árinu 2015 er um 1.277 milljónir  Rúmlega 1.500 ferðir á dag  Mörgum spurningum ósvarað Morgunblaðið/Kristinn Strætó Ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í deigl- unni. Aksturinn er annasamur en um 1.500 ferðir eru farnar á dag. Málefni Strætó bs. voru til um- ræðu í bæj- arstjórn Kópavogs fyrir helgi. Þar lagði Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknar, fram nokkrar spurningar til stjórnar Strætó, bæjarlögmanns Kópavogs og Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu (SSH), í til- efni frétta af ferðaþjónustu fatlaðra. Meðal þess sem Birkir vill fá að vita er hver beri ábyrgð á störfum neyðarstjórnarinnar, hvort það sé stjórn Strætó eða stjórn SSH, og hvort lagagrund- völlur sé fyrir skipan neyðar- stjórnarinnar. Þá vill Birkir vita hvort til standi að láta gera óháða úttekt á aðkomu stjórnar Strætó og SSH að ákvörðunum í tengslum við kerfisbreytingu á ferðaþjónustunni. Einnig spurt í Kópavogi MÁLEFNI STRÆTÓ BS. Birkir Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.