Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 1 5
Stofnað 1913 65. tölublað 103. árgangur
BÝR TIL BÁTA OG
BÍLA ÚR MJÓLK-
URFERNUM
POPP OG SILKIPOPP
ENGIN LÖG UM
AÐ VARÐVEITA
NAFNAKERFIÐ
HALLELUWAH 38 ÆTTARNÖFN UMDEILD FRÁ 1911 6ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR 10
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Frá árinu 2009 hefur föstum störfum
í ferðaþjónustunni hér á landi fjölgað
um 38%, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar. Á síðasta ári er talið að um 14
þúsund föst störf hafi verið í ferða-
þjónustu, borið saman við um 10 þús-
und árið 2009. Á sama tíma hefur er-
lendum ferðamönnum fjölgað um
rúm 100%.
Ferðaþjónustan hefur á þessum
tíma skapað flest ný störf, eða um
2.500 á milli áranna 2013 og 2014. Á
sama tíma fjölgaði nýjum störfum á
landinu í heild sinni um 3.000.
Að sögn Helgu Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, eru menn bjartsýnir á að
vel takist að manna allar stöður í
greininni. Erfiðara er hins vegar
orðið að fá fagmenntað fólk hér á
landi til starfa og í auknum mæli ver-
ið treyst á erlent vinnuafl.
„Þetta hefur verið að lagast með
kokkana en ennþá er vöntun á fag-
lærðum þjónum,“ segir Davíð Torfi
Ólafsson hjá Fosshótelum en keðjan
hefur verið í samstarfi við skóla í
Hollandi og Rúmeníu sem bjóða upp
á nám í hótelfræðum, matreiðslu og
framreiðslu. Davíð segir þetta sam-
starf hafa gefist vel og hjálpað til við
að manna stöður hjá Fosshótelum.
Að sögn Davíðs er það mismunandi
eftir landshlutum hve vel gengur að
ráða fólk til starfa. Einna best geng-
ur að ráða Íslendinga á Norður- og
Austurlandi.
Erfiðara að fá fagmenntaða
Langflest ný störf skapast í ferðaþjónustunni Fjölgun starfa um 38% frá
árinu 2009 Reiða sig á erlent vinnuafl Erfiðara að fá faglærða Íslendinga
MBjartsýni á að vel … »4
Greinin stækkar
» Um milljón erlendra ferða-
manna kom til Íslands 2014.
» Greining Íslandsbanka spáir
því að þeir verði yfir 1,3 mill-
jónir í ár.
» Fjöldi nýrra hótela er að
bætast við, m.a. hjá Fosshót-
elum við Höfðatorg.
Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lagt
til nýja nálgun við gerð kjarasamn-
inga. Grunnlaun verði hækkuð en
álag vegna yfirvinnu og vaktavinnu
lækkað auk þess sem dagvinnutími
verði gerður sveigjanlegri en nú.
„Við höfum áhuga á að setjast yfir
það að kortleggja þetta og bera
þetta saman við nágrannalönd okk-
ar, þótt það gerist ekki í þessari
samningalotu. Það getur vel verið að
það séu einhverjar leiðir færar í því
að fara í svona skipti,“ sagði Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ), um hug-
myndir SA.
Hann taldi að þetta gæti orðið
flóknara í framkvæmd en það hljóm-
ar hjá SA. Gylfi benti á að ákvæði
um yfirvinnu og vaktaálag væri að
finna í nær öllum kjarasamningum í
landinu, ekki einungis í samningum
ASÍ.
Starfsgreinasambandið kynnti í
gær áform um verkföll sem gætu
hafist 10. apríl nk. Sambandið hefur
krafist 300 þúsund króna lágmarks-
launa. Rafræn atkvæðagreiðsla SGS
um verkfallsaðgerðir hefst í næstu
viku og stendur til miðnættis 30.
mars. »19
Ekki breytt í þessari lotu
Forseti ASÍ til í að skoða hugmyndir SA um kerfisbreytingu
Það er óhætt að segja að íbúar á Suður- og Vesturlandi hafi notið lang-
þráðrar veðurblíðu sem lék um landið í gær. Sólin skein fram á kvöld í still-
unni sem gladdi sinnið. Margir brugðu undir sig betri fætinum, sprettu úr
spori á snjólausum göngustígum, drógu fram reiðhjólin eða viðruðu sig
enda örlaði á vorlykt í loftinu. Á föstudaginn næstkomandi eru vorjafn-
dægur en líklega er þó of snemmt að segja að vorið sé komið.
Sprett úr spori undir langþráðum sólargeislum
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra segir ríkisstjórnina
hafa viljað nálgast Evrópumálin „í
rólegheitum“ eftir að hún komst til
valda árið 2013. Einnig hafi verið
horft til afdrifa þingsályktunar-
tillögu um afturköllun ESB-
umsóknar. Það hafi verið hans til-
laga að hefja viðræður við fulltrúa
ESB fyrir nokkrum vikum.
Morgunblaðið ræddi við stækk-
unardeild ESB og fulltrúa Letta
sem nú fara með formennsku í ESB.
Kom fram í þeim samtölum að efni
umrædds bréfs hefði ekki verið
rætt fyrirfram. »14
ESB-bréfið ekki
rætt fyrirfram
Landssamband
kúabænda vill að
horfið verði frá
kvótakerfi í
mjólkurfram-
leiðslu og að
greitt verði
sama verð fyrir
alla innlagða
mjólk. Þá verði
opinberri verðlagningu til bænda
hætt en áfram verði opinber verð-
lagning á vinnslu- eða heildsölu-
stigi. Þessi stefnumörkun kemur
fram í áherslum og samnings-
markmiðum LK vegna komandi
viðræðna um nýjan búvörusamn-
ing. »16
Horfið verði frá
kvótakerfi í mjólk
Framleiðsla á
rafmagni með
vindorku jókst
um 48% á árinu
2014, miðað við
árið á undan.
Framleiðslan
myndi duga til að
sjá um 1.600
heimilum fyrir
rafmagni til daglegra nota. Sam-
svarar það íbúafjöldanum á Höfn í
Hornafirði. Þessa dagana er um tíu
manna hópur sveitarstjórnarmanna
af Suðurlandi ásamt fulltrúum
Skipulagsstofnunar í Skotlandi að
kynna sér skipulagsmál vegna vind-
orkugarða. »6
Vindurinn tryggir
rafmagn fyrir Höfn
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, lýsti yfir sigri í þing-
kosningunum í Ísrael í gærkvöldi
þegar kosningaspár sjónvarpsstöðva
bentu til þess að flokkur hans, Lik-
ud, hefði unnið upp forskot sem
Síonistabandalagið hafði haft í skoð-
anakönnunum. Isaaq Herzog, leið-
togi Síonistabandalagsins, kvaðst þó
enn eygja möguleika á að geta
myndað meirihlutastjórn eftir kosn-
ingarnar.
Kosningaspárnar bentu til þess að
lítill munur væri á
fylgi Síonista-
bandalagsins og
Likud-flokksins.
Nokkrir stjórn-
málaskýrendur
töldu að ef spárn-
ar gengju eftir
væri Netanyahu
líklegri til að geta
myndað meiri-
hlutastjórn en leiðtogi Síonista-
bandalagsins. »21
Netanyahu lýsir yfir
sigri í kosningunum
Benjamin
Netanyahu