Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þegar borin eru saman meðallaun fólks í Evrópu eftir menntun kemur í ljós að hvergi er eins lítill munur og hérlendis á launum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ein- vörðungu hafa lokið grunnskóla. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu um lífskjör í Evrópu sem Hagstofa Evrópusambandsins gefur út en gögnin sem tengjast stöðu Íslands eru sótt í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þar er starfandi fólki skipt í þrjá flokka, í fyrsta lagi þann hóp sem aðeins hefur lokið skólaskyldu eða grunnskólanámi, í öðru lagi þann hóp sem lokið hefur framhaldsskóla, öðru sambærilegu námi á borð við iðnnám og svokölluðu viðbótarnámi sem getur talist jafngilda allt að tveggja ára háskólanámi. Í þriðja lagi er það sá hópur sem lokið hefur að minnsta kosti þriggja ára háskóla- námi. Tölurnar benda til þess að hér á landi hafi þeir sem tilheyra fyrst- nefnda hópnum haft meðaltekjur sem svöruðu til 20.798 evra á árinu 2013, hópurinn sem lokið hafði fram- haldsskólaprófi eða öðru sambæri- legu námi hafi haft 22.388 evrur að meðaltali og að háskólahópurinn hafi að meðaltali verið með 24.086 evrur í árslaun á sama tímabili. Munurinn milli fyrstnefnda hópsins og þess síð- astnefnda var því rétt um 3.288 evrur eða rúmar 482 þúsund krónur á heilu ári. Meðfylgjandi tafla sýnir saman- burð stöðunnar á Íslandi við átt önn- ur Evrópuríki. Í Svíþjóð var staðan líkust því sem hún reyndist hér á landi. Þar var munurinn milli þeirra sem voru með grunnskólapróf og þeirra sem lokið höfðu háskólanámi tæplega 6.000 evrur eða 880.000 krónur yfir árið. Í Danmörku, sem gjarnan er litið til í samanburði hér á landi, var munurinn milli þess hóps sem stystrar skólagöngu hefur notið og þess mest menntaða nærri þre- faldur á við þann sem mældist hér á landi. Í Danmörku er munurinn milli hópanna rúmar 1,4 milljónir ís- lenskra króna á ársgrundvelli. Jafn- framt reyndist hann tæplega 1,7 milljónir í Noregi. Jöfnuður mikill hér á landi Vilhjálmur Egilsson, rektor Há- skólans á Bifröst, segir að skýring- anna á þeim litla mun sem er milli hópanna þriggja hér á landi sé að leita í samsetningu íslensks vinnu- markaðar. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að jöfnuður hefur verið mikill á Íslandi og það eru líka stéttir sem hafa ekki endilega langskóla- menntun sem hafa haft tiltölulega há laun. Þar má nefna sjómenn og jafn- vel iðnaðarmenn. Síðan eru háskóla- menntaðar stéttir, stórar, sem eru ekki með svo há laun, t.d. í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þegar litið er á þetta þannig þá skýrir það sérstöðuna hér á landi. Sjómenn eru mjög margir hlutfalls- lega hérlendis, og svo framvegis.“ Þegar Vilhjálmur er spurður út í hvort það sé áhyggjuefni hversu lítið fólk ber úr býtum fyrir langskólanám segir hann að það þurfi ekki að vera. Nauðsynlegt sé að horfa á hlutina út frá öðru sjónarhorni. „Ég tel þetta ekki áhyggjuefni fyrir háskólasamfé- lagið. Þetta er sérstaða íslensks þjóð- félags og við eigum að einbeita okkur að því að auka virði allra starfa. Það skiptir miklu meira máli en það hvert hlutfallið milli þessara hópa er. Það á ekki að hugsa hlutina þannig að einn hópur hækki eða lækki á kostnað annars,“ segir Vilhjálmur. Þá bætir hann því við að hinn litli munur milli hópanna skapi ekki endilega ranga hvata og dragi úr nennu fólks til að sækja sér mikla menntun. „Það er mikil eftirspurn eftir háskólanámi og flestir leita uppi störf sem þeim líkar vel við og hafa þokkalega afkomu af,“ segir Vilhjálmur. Vinnuaflið er ungt hérlendis Kolbeinn Stefánsson, sérfræðing- ur á Hagstofu Íslands, segir að marg- ar skýringar kunni að liggja að baki þeim litla mun sem mælist á launum hópa hérlendis eftir menntun. „Það virðist nærtæk skýring að menntun sé ekki metin eins mikils hlutfallslega og annars staðar. Samsetning vinnu- aflsins gæti líka skipt sköpum. Há- skólavæðingin kann að hafa farið seinna af stað hér á landi en í flestum öðrum Evrópulöndum. Ýmislegt bendir til að menntað vinnuafl sé yngra hér á landi og þar sem laun hafa tilhneigingu til að hækka eftir því sem líður á ævina kann að vera að við munum sjá meiri mun milli hóp- anna á komandi árum.“ Minnstur ávinningur er af aukinni menntun á Íslandi  Hverfandi munur á milli þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi og háskólanámi Meðaltekjudreifing eftir menntun 2013 Íþ ús un du m ev ra Próf af grunnskólastigi Próf af framhaldsskólastigi og viðbótarnám Próf af háskólastigi (3 ár og lengra) 50 40 30 20 10 0 Noregur Danmörk Finland Svíþjóð Bretland Þýskaland Holland ÍslandSpánn Heimild: Eurostat 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Skjól í amstri dagsins Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt                                    ! " # $#% %$%% %$ #%% "$! # "$% &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # !"" #!% %$ %%%# % $## "% ##" "%# #$! !"#" # # $!# %$$ %% #!$ " " "$!! ! ! # Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tilkynnt var í gær að kaup Actavis plc. á lyfjafyrirtækinu Allergan hefði gengið í gegn fyrir um 70,5 milljarða dala, en fyrst var greint frá fyrirhug- uðum kaupum í nóvember. Kaupverðið samsvarar liðlega 9.800 milljörðum ís- lenskra króna. Actavis plc. er skráð í Kauphöllina í New York og starfrækir meðal annars starfsstöð í Hafnarfirði. Í kjölfar sameiningarinnar verður fyr- irtækið eitt af 10 stærstu lyfjafyrir- tækjum í heimi með 23 milljarða dala áætlaðar tekjur fyrir árið 2015 og starf- semi í yfir 100 löndum. Actavis stefnir að því að taka upp nafn Allergan síðar á þessu ári. Gengið frá kaupum Actavis á Allergan ● Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja dróst saman árið 2013 miðað við fyrra ár samkvæmt nýrri útgáfu Hagtíðinda. Hagnaður þeirra fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta, EBITDA, af fiskveiðum og vinnslu, án milliviðskipta, lækkaði úr 30% í 26,5%, af fiskveiðum úr 25% í 20,1% og í fiskvinnslu úr 17,2% í 17%. Samkvæmt efnahagsreikningum sjávarútvegsfyrirtækja námu heildar- eignir þeirra í árslok 2013 tæpum 530 milljörðum og heildarskuldir þeirra voru 380 milljarðar króna. Hagnaður sjávarútvegs- fyrirtækja dróst saman STUTTAR FRÉTTIR ... Arion banki hyggst bjóða 13,25% hlut í fasteignafélaginu Reitum til sölu í tengslum við skráningu félags- ins, en bankinn á nú um 22% eign- arhlut. Útboð á hlutnum fer fram dagana 25.-27. mars næstkomandi. Stjórn Reita hefur svo óskað eftir því að fyrirtækið verði skráð á aðal- markað Kauphallarinnar hinn 9. apr- íl næstkomandi. Útboðið verður tvíþætt en 100 milljónir hluta verða í boði. Í öðrum hluta útboðsins, svokallaðri tilboðs- bók A, verður fjárfestum boðið að skrá sig fyrir kaupum að andvirði 100 þúsund til 10 milljónir króna og tekið verður við áskriftum á verð- bilinu 55,5 til 63,5 krónur á hlut. Í hinum hluta útboðsins, tilboðsbók B, verður tekið við áskriftum sem nema 10 milljónum eða meira. Þar er lág- marksverð 55,5 krónur en ekkert há- marksgengi er þar tilgreint. Há- marksgengi tilboðsbókar B verður þó aldrei lægra en það sem ákvarðað verður í tilboðsbók A. Miðað við lágmarksverð útboðsins nemur heildarstærð þess 5,55 millj- örðum króna og svarar það til tæp- lega 42 milljarða króna markaðsvirð- is alls hlutafjár í Reitum. Samhliða skráningu Reita á mark- að hefur félagið óskað eftir því að skuldabréfaflokkur sá sem það gaf út og seldi til fagfjárfesta í lok síð- asta árs verði einnig tekinn til við- skipta í Kauphöllinni. Ljóst er að í næsta mánuði munu tvö fasteignafélög bætast á lista þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina því Eik hefur áður til- kynnt að það stefni á skráningu í síð- ari hluta aprílmánaðar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Útboð Guðjón Auðunsson er for- stjóri fasteignafélagsins Reita. Reitir stefna á markað 9. apríl  Arion banki losar um eignar- hlut sinn í félaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.