Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Hljómsveitin Of Monsters and Men
(OMAM) sendir frá sér aðra breið-
skífu sína, Beneath The Skin, 8. júní
nk. og heldur í tónleikaferð um
Norður-Ameríku og Evrópu 4. maí
sem lýkur 7. ágúst. Þá mun hljóm-
sveitin halda tónleika í Eldborg í
Hörpu 19. ágúst og hefst miðasala á
þá á föstudaginn, 20. mars, á vef
Hörpu. Íslensk útgáfa breiðskíf-
unnar mun innihalda tvö lög sem
verða ekki á erlendri útgáfu hennar,
„Backyard“ og „Winter Sound“ og
verða lögin einnig
á viðhafnarút-
gáfum skífunnar.
Í tilkynningu
segir að hljóm-
sveitin hafi eytt
sl. ári á Íslandi og
í Los Angeles
með upptöku-
stjóranum Rich
Costey sem vann með þeim að breið-
skífunni. Costey hefur unnið með
þekktum hljómsveitum á borð við
Muse, Death Cab for Cutie, Foster
The People og Interpol. Í síðustu
viku sendi sveitin frá sér stutt
myndbrot til að tilkynna heitið á
fyrstu smáskífunni sem og útgáfu-
deginum.
Ævintýri líkast
OMAM sló í gegn erlendis vorið
2012 þegar fyrsta plata sveitarinnar,
My Head is an Animal, náði sjötta
sæti á bandaríska breiðskífulist-
anum Billboard. Skífan hefur selst í
tveimur milljónum eintaka á heims-
vísu sem er sannarlega magnaður
árangur hjá íslenskri hljómsveit. Í
kjölfarið fylgdu langar og strangar
tónleikaferðir víða um heim og hefur
sveitin leikið á fjölda tónlistarhátíða,
m.a. Lollapalooza, Bonnaroo, Coac-
hella, Iceland Airwaves og Gla-
stonbury og vinsælum spjallþáttum
á borð við The Tonight Show með
Jay Leno, Late Show með Jimmy
Fallon, The Graham Norton Show
og gamanþættinum Saturday Night
Önnur breiðskífa
OMAM kemur út 8. júní
Ljósmynd/Meredith Truax
Ævintýri Of Monsters and Men gaf út fyrstu plötu sína, My Head is an Ani-
mal, á Íslandi árið 2011 og sló hún í gegn þegar hún kom út erlendis 2012.
Beneath The Skin, kemur út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records.
Live. Þá lánaði OMAM lag sitt,
„Dirty Paws“, í kynningarmynd-
skeið fyrir kvikmyndina The Secret
Life of Walter Mitty og í kynning-
armyndband fyrir iPhone 5 snjall-
símann. Hljómsveitin samdi samdi
einnig lag, „Silhouettes“, fyrir kvik-
myndina The Hunger Games:
Catching Fire.
Sigurður fer á kostum
Velgengni OMAM hefur verið æv-
intýri líkust og hefur sveitin nú sent
frá sér fyrsta lagið af væntanlegri
plötu, „Crystals“, og myndband með
texta við það en í því fer leikarinn
Sigurður Sigurjónsson á kostum,
syngur með laginu af mikilli innlifun.
Myndbandið má finna á YouTube og
skal tekið fram að hér er ekki um
endanlegt tónlistarmyndband við
lagið að ræða heldur svokallað
textamyndband.
Fyrstu tónleikar OMAM í fyrr-
nefndri tónleikaferð verða haldnir 4.
maí í Massey Hall í Toronto í Kan-
ada. Frekari upplýsingar, fróðleik,
fréttir og myndir af OMAM má
finna á facebook.com/ofmonsters-
andmen, twitter.com/monsters-
andmen og instagram.com/ofmonst-
ersandmen. helgisnaer@mbl.is
Umslag Beneath
the Skin.
Of Monsters and Men heldur tónleika í Eldborg 19. ágúst
Flottur Sigurður Sigurjónsson í
textamyndbandi við „Crystals“.
Síðustu hádegistónleikar vetrarins í tónleika-
röðinni Líttu inn í hádeginu verða í dag kl.
12.15-12.45. Á tónleikunum flytja Guðrún Birg-
isdóttir flautuleikari og Snorri Birgisson píanó-
leikari Histoire du tango eftir Astor Piazolla,
Milonga de mis amores eftir Pedro Laurenz,
Arrabalera eftir Francisco Canaro og La tram-
pera eftir Anibal Troilo. Við tónlistina stíga
dans þær Svanhildur Valsdóttir og Svanhildur
Óskarsdóttir og standa vonir tónleikahaldara
til þess að „þessir eldheitu tangótónar og dun-
andi dans muni kynda undir vorkomuna í
Kópavogi“.
Tangótónar og dunandi dans
Guðrún Birgisdóttir
Frumteikning við eina af teikni-
myndasögunum um hina sívinsælu
Gaulverja Ástrík og Steinrík, var
seld á uppboði hjá Christie’s í vik-
unni fyrir rúmlega 106.000 pund,
rúmlega 20 milljónir króna. Rann
féð óskipt til ættingja fórnarlamba
árásarinnar á ritstjórnarskrifstofur
Charlie Hebdo í París.
Síðan sem var seld birtist í bók-
inni Ástríkur og lárviðarkransinn
árið 1971 en hún kom út í íslenskri
þýðingu árið 1979. Á teikningunni er
sérstök áritun frá öðrum höfundi
sögunnar, Albert Uderzo, en hinn
höfundurinn, René Goscinny, lést
árið 1977. Uppboðshúsið gaf einnig
þóknun sína fyrir söluna.
Tólf voru myrtir í árásinni á skrif-
stofur tímaritsins sjöunda janúar
síðastliðinn. Í kjölfarið féllu árás-
armennirnir tveir í átökum við lög-
reglu. Uderzo er á níræðisaldri og
sestur í helgan stein en tveimur dög-
um eftir árásina birtust tvær nýjar
teikningar hans af Ástríki og Stein-
kíki, þar sem hann brást við viðburð-
unum. „Ég er líka Charlie,“ segir
Ástríkur í annarri teikningunni og
kýlir illvirkja upp úr skónum.
Sögurnar um Ástrík og félaga
hans, sem berjast gegn yfirgangi
Rómverja í Gallíu, eru þær vinsæl-
ustu í heimi teiknimyndasyrpna og
hafa komið út í 111 löndum, þar á
meðal fjölmargar hér á landi.
Ástríkur og Steinríkur
aðstoða ættingjana
Frumteikning Hluti síðunnar úr Ástríki og lárviðarkransinum sem seld var.
duxiana.com
D
U
X
®,
D
U
X
IA
N
A
®
a
n
d
P
a
sc
a
l®
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00
Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00
Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00
Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00
Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00
Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00
Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00
Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k
Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Mið 18/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00
Þri 24/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.