Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
✝ Unnar BjörnJónsson fædd-
ist á Húsavík 23.
nóvember 1967.
Hann lést á heimili
sínu Fífurima 16
Reykjavík, 9. mars
2015.
Foreldrar hans
eru Jón Guð-
laugsson, f. 2.1.
1945, og Hanna
Stefánsdóttir, f.
20.6. 1948. Bræður Unnars eru
Stefán Geir Stefánsson, f. 12.12.
1965, og Guðlaugur Rúnar
Jónsson, f. 17.2. 1981. Börn
Unnars eru: 1) Jón Halldór
Unnarsson, f. 19.11. 1992. 2)
Silja Unnarsdóttir, kjördóttir, f.
sem hann gekk í Barnaskóla
Húsavíkur og lauk sveinsprófi í
húsasmíði 1989, hann fluttist
suður til Reykjavíkur og hóf
nám við Tækniskóla Íslands og
lauk Bsc. í byggingatæknifræði
1997. Unnar hóf sambúð með
Ingibjörgu Halldórsdóttur 1990,
sonur þeirra er Jón Halldór
Unnarsson. Þau slitu samvistum
1994. Unnar hóf sambúð með
eftirlifandi eiginkonu sinni
Geirþrúði Geirsdóttir 1996, þau
giftu sig 23.11. 2007. Unnar hóf
starfsferil sinn sem bygginga-
tæknifræðingur á Verkfræði-
stofu Ágústs Birgissonar, færði
sig til Verkfræðistofu Fjarhit-
unar hf. til 2007 og síðar til ÍAV
til 2011. Unnar starfaði síðast-
liðin 4 ár sem verktaki við eft-
irlit með mannvirkjagerð hjá
Skipulagssviði Reykjavík-
urborgar.
Útför hans fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 18. mars
2015, kl. 13.
15.4. 1982, sam-
býlismaður Valdi-
mar Ómarsson, f.
3.4. 1982, barn
þeirra er Ómar
Björn Valdimars-
son, f. 7.3. 2014.
Stjúpbörn Unnars
eru: 1) Margrét
Ingunn Jón-
asdóttir, f. 30.6.
1985, sonur hennar
er Alex Máni Alex-
eison, f. 18.9. 2009. 2) Davíð
Geir Jónasson, f. 29.5. 1987,
sambýliskona Hrafnhildur Ósk
Halldórsdóttir, f. 29.11. 1990.
Ekkja Unnars er Geirþrúður
Geirsdóttir, f. 1.11. 1961.
Unnar ólst upp á Húsavík þar
Ljúfasti, besti og fallegasti
maðurinn í mínu lífi er farinn.
Maðurinn minn.
Hjarta mitt er brostið, lífið
hefur engan tilgang lengur.
Sorgin er erfið og hugur minn
leitar stöðugt til þín. Myndirnar
í huga mér af þér ávallt glöðum
og góðum, hvers manns hugljúfi.
Ég elska þig en ég elska þig
ekki ein, börnin okkar, ættingjar
og vinir elska þig, þau eru ríkari
eftir að hafa fengið að njóta
samvista við þig. Vinátta, ást og
virðing eru ómetanlegustu auð-
æfi hvers manns og af því áttir
þú nóg. Hjartagæska, heilindi og
ótakmörkuð ást til mín voru þitt
aðalsmerki. Þú kenndir mér að
elska og það var svo gott. Gæði
lífsins eru ekki takmörkuð þegar
sækja þurfti í þinn brunn allt
það besta sem til er í henni ver-
öld. Án þín þarf ég nú að vera og
tilhugsunin ein er óbærileg, ég
er eins og hrætt dýr sem birtist
í skini ljósa á veginum og getur
hvergi farið. En ég á undan-
komuleið því að það góða sem þú
gafst mér getur enginn frá mér
tekið og það býr í brjósti mér á
meðan ég lifi.
Þín,
Þrúða.
Elsku Unnar, pabbi minn.
Það skilja eflaust fáir að hægt sé
að ganga hálffullorðinni ungri
stúlku í föðurstað, en þér tókst
það engu að síður. Það sýnir
mikið um hvaða mann þú hafðir
að geyma. Tómarúmið sem þú
skilur eftir er gríðarstórt, en við
erum öll að leggja okkur fram
um að fylla það af bestu minn-
ingum okkar um þig. Ég þekki
ekki marga unga menn í dag
sem eiga tengdaföður sinn sem
einn sinn besta vin. Þið Valdi
voruð slíkir félagar og gátuð
endalaust spáð og spekúlerað í
hrossum, traktorum og slætti,
enda báðir með leynda drauma
um búskap og landrækt. Minn-
ing þín mun lengi lifa á þeim
griðastað sem þú og mamma
hafið skapað í sveitinni okkar.
Ég mun standa við loforð mitt
um að segja börnum mínum góð-
ar sögur af afa sínum, hestasög-
ur, fótboltasögur, veiðisögur og
sögur úr sveitinni. Erfitt er að
koma orðum að sorginni sem við
sitjum eftir með. Ég mun þó æv-
inlega vera þakklát fyrir að hafa
verið heima með þér síðustu
dagana. Hafa getað verið til
staðar fyrir þig, knúsað þig og
kysst, leyft þér að eyða tíma
með afabarninu þínu, Ómari
Birni, og að lokum kvatt þig, al-
veg grunlaus um að það yrði í
síðasta sinn.
Þetta ljóð skiptir mig miklu
máli, ég söng það fyrir ykkur
mömmu við brúðkaupveislu ykk-
ar og það minnir mig alltaf á þig.
Augun mín og augun þín,
Ó þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Þig ég trega manna mest
mædd af táraflóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða mátti einn mann
mest af lýðum bar hann.
(Vatnsenda-Rósa.)
Við munum ávallt sakna þín
en minning þín mun lengi lifa.
Þín ástkær dóttir,
Silja Unnarsdóttir.
Í dag kveðjum við Unnar
Björn Jónsson, tengdaföður og
afa litla stráksins míns. Á lífs-
leiðinni kynnist maður mörgum
og maður er manns gaman, en
betur gerður, hugulsamari og
traustari vinur verður vandfund-
inn.
Eftir sitja fjölmargar ómet-
anlegar minningar. Veiðitúrinn
þegar við stálumst í skurðinn
hjá frænku, fullbúnir allskonar
dýrindis smurbrauði og heitu
kakói. Þarna lágum við ískaldir
að bíða eftir gæs en auðvitað
fengum við ekki neitt en þetta
var þrátt fyrir það minnisstæð-
asti veiðitúrinn. Stundirnar þeg-
ar við vorum að dunda okkur að
reisa draumahúsið þitt þar sem
þú sagðir frægðarsögurnar af
ljánum og kátínan var alltaf alls-
ráðandi, voru svo dýrmætar því
þú hafðir svo einstaka nærveru.
Hestamennskan átti hug þinn
og hjarta hvort sem það var að
dytta að uppi í hesthúsi, fara á
bak eða í ræktunarpælingum.
Ástríðan fyrir öllu sem tengdist
búskap var æðisleg og hvergi
leið þér eins vel og uppi í Mýr-
arkoti að spá og spekúlera í
grassprettunni og hestunum þín-
um.
Þrátt fyrir langa baráttu við
erfið veikindi var aðdáunarvert
að sjá jafnaðargeðið og bjartsýn-
ina þrátt fyrir mörg áföll og
bakslög. Lífsviljinn var svo mik-
ill og gleðin fyrir lífinu, fjöl-
skyldunni og vinum.
Nú er kveðjustund að sinni og
munum við hittast í næsta stríði.
Þinn tengdasonur og vinur,
Valdimar Ómarsson.
Elskulegur vinur okkar hefur
kvatt allt of snemma.
Unnar var hraustmenni og
minnti helst á víkinga til forna.
Hann var bjartur yfirlitum, hug-
ljúfur og hjartahreinn með ein-
dæmum. Hann var ábyrgur,
réttsýnn og vinnusamur. Þannig
munum við minnast hans.
Við erum þakklát fyrir að
leiðir okkar lágu saman fyrir um
13 árum og er það einkum hesta-
mennskunni að þakka. Unnar
kynntist hestamennskunni í
gegnum Geirþrúði og átti hún
hug hans allan. Með þeim eigum
við ljúfar minningar enda var
Unnar góður félagi og gaman-
samur. Í hugann koma upp ótal
sleppitúrar og hestaferðir. Við
riðum saman um Fjallabak,
Löngufjörur, inn að Fossi og
svona mætti áfram telja. Seinni
ár tók Unnar að sér hlutverk
trússins enda var krabbameinið
farið að taka sinn toll.
Unnar háði marga harða orr-
ustu í því stríði og hafði í mörg-
um þeirra sigur. Eftir hverja
meðferðina á fætur annarri kom
hann æðrulaus og bjartsýnn,
tilbúinn að takast á við næstu
verkefni. Máttarvöldin þurftu að
taka á öllu sínu og loks varð
hann að játa sig sigraðan. Unnar
hafði sterka valkyrju sér við hlið
sem studdi hann og hvatti áfram
sem hefur án efa gert honum líf-
ið léttara í þessari erfiðu bar-
áttu.
Við þökkum Unnari samfylgd-
ina og sendum Geirþrúði, Jóni
Halldóri, Silju, Margréti, Davíð,
barnabörnum, foreldrum Unn-
ars og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Minningin um góðan dreng og
þá mannkosti er hann prýddu
mun lifa.
Ragnhildur Helgadóttir og
Jónas Már Gunnarsson.
Unnar Björn
Jónsson
Elsku besta
amma mín. Það er
svo margt sem kem-
ur upp í hugann.
Allar stundirnar, allar minning-
arnar sem við áttum saman. Það
má með sanni segja að þær séu
„með guarantee“ eins og þú kall-
aðir það sem var alveg einstakt
og ekta. Það eru sönn forréttindi
að hafa fengið að alast upp að
miklu leyti á Austurveginum hjá
ykkur afa. Alltaf opið hús, alltaf
opinn faðmur.
Og matur. Þú varst listakokk-
ur og lagðir hjarta í allt sem þú
gerðir, heimalagað og frá grunni.
Gerðir bestu vöfflur í heimi og
ýmsar uppskriftir og góð ráð
voru send með bros á vör yfir
Atlantshafið, gerðist þess þörf
þegar fjarlægðin á milli okkar
var aðeins meiri en hér á milli
húsa.
Minningarnar hlýja manni þó
á svona erfiðum stundum. Eitt af
því sem ég minnist sérstaklega
er hvað við hlógum oft saman. Þú
varst þannig gerð að þú gast haft
áhyggjur af hinu og þessu, enda
rúmaðist ansi margt og margir í
hjarta þér. Einhvern tímann
spurði ég þig: „Amma mín, ertu
nú ekki orðin of gömul til að hafa
óþarfa áhyggjur af þessu?“ Tald-
ir þú svo alls ekki vera, þú þyrftir
að fá vissu fyrir því að allt færi
vel. Og svo hlógum við.
Ég minnist þín fyrir sönginn
en þú varst söngelsk og lagviss
með eindæmum og kenndir mér
flest þau söng- og dægurlög sem
ég kann. Í Escortinum var
sjaldnast kveikt á útvarpinu,
heldur sungið af hjartans innlif-
un. Í öllum ferðunum upp í Skóg,
upp í sveit og bíltúrunum um
Suðurland var einfaldlega sungið
og spjallað, fræðst um umhverfið
og náttúruna. Og hlegið.
Þú hafðir miklar mætur á
námi og hvers kyns þekkingu.
Sagðist vera fróðleiksfús, en ekki
forvitin. Þú þráðir og sogaðir í
þig þekkingu og hafðir oft á orði
að þig hefði alltaf langað til að
mennta þig meira. Því hvattir þú
alla til þess og drakkst í þig það
sem skrifað var um þessi og hin
málefnin og miðlaðir því áfram til
þeirra sem vildu heyra. Stundum
afþakkaði ég frekari fróðleik þar
sem mér þótti það misáhugavert.
Og þá hlógum við dátt.
Þú varst svo stolt af stóra
hópnum þínum, spurðir títt
frétta og færðir fréttir okkar á
milli. Gullkorn frá yngstu fjöl-
skyldumeðlimunum fengu líka
nýtt líf þegar þú sagðir frá þeim
og ófáar sögurnar og gullkornin
eru til í fjölskyldunni. Við skulum
gera okkar besta við að halda
þeim á lofti.
Okkur fannst báðum gaman að
rifja upp söguna þegar við fórum
eitt sinn saman að spóka okkur í
Kringlunni þegar ég var ungling-
ur. Þú hvarfst á milli rekka og
kallaðir svo á mig. Þá stóðst þú í
miðri búð að máta sundhettur.
Það var aðeins of mikið fyrir ung-
linginn, sem fannst það allt ann-
að en fyndið. En mikið sem við
hlógum saman að þessu seinna.
Elsku amma mín. Þó svo sökn-
uðurinn sé mikill er ég svo lán-
söm að börnin mín fengu tæki-
færi á að kynnast þér vel og
erum við sérstaklega þakklát
fyrir síðustu ár þar sem við átt-
um saman margar ómetanlegar
stundir. Þær minningar munu
ylja okkur öllum um ókomin ár –
og líklega fá okkur oft til að
hlæja. Ég veit þú munt hlæja
Guðrún Hulda
Brynjólfsdóttir
✝ Guðrún HuldaBrynjólfsdóttir
fæddist 25. sept-
ember 1931. Hún
lést 1. mars 2015.
Útför Guðrúnar
Huldu fór fram 11.
mars 2015.
með okkur þar sem
þú ert.
Þín
Dagný Hulda.
Látin er hjart-
kær vinkona, Guð-
rún Hulda Brynj-
ólfsdóttir. Hún er
sú fimmta sem
kveður úr sauma-
klúbbnum okkar.
Aldís, Halla, Guðrún og Ágústa
allar horfnar, blessuð sé minning
þeirra allra.
Gunna, eins og hún var ávallt
kölluð, var góð og lífleg mann-
eskja, mjög félagslynd, létt í lund
og sóttist fólk eftir að vera í ná-
vist hennar.
Eiginmaður hennar er Árni
Sigursteinsson, öðlingsmaður, og
voru þau hjón samtaka að ala upp
sinn barnahóp, sex börn alls,
þrjár stúlkur og þrjá drengi og
eru þau öll vitni þess að vel hefur
til tekist með uppeldið.
Gunna og Árni byggðu sér
stórt og fallegt hús á Austurvegi
29 við aðalgötu Selfoss. Þangað
var gott að koma, gestrisni mikil
og veitingar rausnarlegar.
Árni rak flutningafyrirtæki og
vann langan og strangan vinnu-
dag en Gunna var heimavinnandi
húsmóðir og sinnti öllum börn-
unum með sóma.
Gunna ólst upp í Tryggva-
skála, því þekkta húsi, en for-
eldrar hennar þau Kristín Árna-
dóttir og Brynjólfur Gíslason
keyptu húsið og veitingarekstur-
inn af dætrum Guðríðar Eyjólfs-
dóttur og Guðlaugs Þórðarsonar.
Fluttu þau þangað með börnin
sín þrjú Þórunni, Guðrúnu Huldu
og Árna. Á þessum árum eign-
uðust Kristín og Brynjólfur
fjórða barnið sitt Bryndísi sem
er eina eftirlifandi systkinið.
Börnin byrjuðu fljótt að þjóna til
borðs og var Gunna alla tíð mjög
nákvæm með borðlagningu og
alla snyrtimennsku á því sviði.
Gunna gekk í Iðnskólann á
Selfossi og einn vetur í hús-
mæðraskóla Árnýjar Filippus-
dóttur í Hveragerði. Þar kynnt-
ist hún stúlknahópi sem varð
mjög samhentur og hittist allaf
af og til.
Gunna og Árni höfðu ánægju
af að ferðast og fóru þau í margar
ógleymanlegar heimsferðir með
Ferðaskrifstofu Ingólfs Guð-
brandssonar og einnig skruppu
þau í nokkur ár til Kanaríeyja á
þorranum og nutu þess í ríkum
mæli.
Eftir mörg góð ár á Austur-
vegi seldu þau húsið sitt og
keyptu fallegt hús á Grenigrund
25 hér í bæ og þar fór vel um þau
síðustu árin.
Árni hefur dvalið á Fossheim-
um hjúkrunarheimil fyrir aldr-
aða undanfarin ár þar sem hugs-
að er vel um hann.
Gunna var mjög tónelsk hún
hafði fallega söngrödd og söng í
samkór Selfoss í mörg ár. Hún
naut þess að fara á tónleika og
alls konar konserta, einnig í leik-
hús og listsýningar. Hún starfaði
í Kvenfélagi Selfoss um árabil.
Gunna gekk í Skátafélagið
Fossbúa á unglingsárum þar
naut hún sín vel.
Einnig gerðist hún félagi í ITC
alþjóðlegum félagsskap um
ræðumennsku og framkomu sem
hún hreifst af.
Hún lifði lífinu lifandi allt til
hinsta dags. En allt tekur enda
og elsku Gunna er loksins laus
við þjáningar og verki. Við í
saumaklúbbnum Unnur, Svava,
Magga og Obba vottum öllum að-
standendum innilega samúð.
Minningin lifir um mæta konu.
Guð blessi Gunnu okkar og
gefi henni glaða daga í birtu
ljóssins.
Þorbjörg Sigurðardóttir.
Elsku besti pabbi minn. Mikið
rosalega er erfitt að rita þessi orð
niður. Tárin streyma niður kinn-
arnar. Sársaukinn er svo mikill
og ég spyr mig af hverju núna?
Af hverju þú?
Þinn tími var ekki kominn, það
var svo margt sem við áttum eftir
að gera saman og upplifa saman.
En það er svo margt sem kem-
ur upp í hugann á svona stundu
og eru það allar þær yndislegu
stundir sem við áttum saman.
Fyrsta minningin sem kemur
upp í hugann er sú þegar við sát-
um saman á stofugólfinu í Rey-
kásnum og vorum í lego. Þú varst
alltaf svo tilbúinn að leika og fífl-
Friðrik Ragnar
Eggertsson
✝ Friðrik RagnarEggertsson
vélfræðingur fædd-
ist í Reykjavík 1.
apríl 1961. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 25.
febrúar 2015.
Útför Friðriks
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 10. mars 2015.
ast sem gerði þig að
besta og skemmti-
legasta pabba í
heimi.
Eins man ég eftir
öllum ferðunum
okkar í bústaðinn
hjá fjölskyldunni.
Ég veit ekki hversu
oft við höfum spilað
Uno í bústaðnum.
Og þegar þú
bauðst mér og
Sunnu, systur minni, til Ameríku
með skipinu Skógarfossi, að fara
til Ameríku á skipi í fyrsta skipti
var þvílík upplifun og hefur sú
ferð alltaf lifað svo fersk í minn-
ingunni að það er eins og það hafi
gerst í gær. Svo þegar við vorum
saman í seinna skiptið í Ameríku
var enn meiri upplifun fyrir
stelpu sem þá var ekki enn komin
á unglingsaldurinn. Þú smitaðir
mig þá algjörlega af söngleikja-
bakteríunni sem þú varst með
með því að fara með mig á Phan-
tom of the Opera.
Þín aðaláhugamál voru bílar
fyrst og fremst og þá amerískir
bílar, en einnig voru það skip og
flugvélar. Oft vorum við eitthvað
að brasa í bílum, þvo bílinn eða þú
að gera við bíla. Oftar en ekki
þegar ég var hjá þér þá varstu
allt í einu farinn að þrífa bílinn og
fannst mér alltaf jafn gaman að
sjá hvað þú hafðir mikið yndi af
því að halda bílnum þínum hrein-
um.
Þú studdir mig einnig í öllu
sem ég vildi gera. Þó að þú hafir
ekki alltaf verið sammála þá
studdir þú mig samt og leyfðir
mér að gera það sem ég vildi.
Þú varst duglegur að mæta á
allar þær sýningar sem ég tók
þátt í þegar þú varst heima í fríi
frá sjónum, hvort sem það var á
skautum, hestum eða hvað það
var sem ég tók mér fyrir hendur.
En lífið var ekki dans á rósum
fyrir þig, elsku pabbi minn. Það
voru tímar þar sem ekkert virtist
ganga upp, en það kom heldur
betur ljós í lífið þitt þegar afa-
strákurinn þinn fæddist. Og það
sem þér fannst gaman að fá afa-
strákinn til þín og dekra við hann.
Þú keyptir alls konar bílabrautir
fyrir ykkur til að leika saman. Og
það sem honum fannst alltaf
gaman að koma til þín. Sam-
bandið ykkar á milli var alveg
einstakt og mjög fallegt.
Það sem einkenndi þig líka var
góðmennskan í garð annarra. Þú
settir aðra fram fyrir sjálfan þig
og vildir hjálpa öllum eftir bestu
getu.
Og þannig munum við alltaf
muna þig, elsku pabbi minn.
Engin orð fá lýst söknuðinum
sem ég finn fyrir núna, en ég veit
að þú ert núna á betri stað og hef-
ur loksins fengið þinn frið.
Þú munt alltaf eiga stóran hlut
í mínu hjarta og mínu lífi. Þó svo
að þú sért ekki hérna með okkur
veit ég að þú vakir yfir okkur og
fylgist með.
Þín dóttir,
Ragna Hrund.
Elsku besti og skemmtilegi afi
minn.
Mikið rosalega getur lífið verið
skrýtið. Ef þú hefðir mátt lifa
lengur hefði tíminn okkar saman
getað verið lengri, en því miður
fórstu alltof snemma frá okkur.
Ég man eftir góðu tímunum
okkar saman. Hvað ég hlakkaði
alltaf til að koma til þín. Við eydd-
um tímanum okkar vel saman,
fórum í sund, fórum í göngutúra
og lékum okkur í bílabrautunum.
Þú varst alltaf svo tilbúinn að
leika með mér og passa mig.
En núna er söknuðurinn mik-
ill. Ég á erfitt með að þú sért dá-
inn og að ég fái ekki að hitta þig
aftur.
Þú munt alltaf lifa í mínu
hjarta. Ég vona að þú sért kom-
inn á þinn draumastað. Kveðja,
stóri afastrákurinn þinn,
Máni.