Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ✝ Kristjana Jóns-dóttir fæddist í Hörgsdal á Síðu 3. apríl 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 25. febrúar 2015. Kristjana var dóttir hjónanna Jóns Bjarnasonar, f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977, og Önnu Kristófers- dóttur, f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967. Hún var fjórtánda í röð fimmtán systkina; varð elst þeirra allra og síðust til að falla frá. Börn Jóns og Önnu auk Kristjönu voru: Ragnar Friðrik, f. 3.5. 1908, d. 5.4. 1988, Helga, f. 26.4. 1909, d. 12.3. 1992, Krist- jana, f. 23.9. 1910, d. 19.4. 1925, Bjarni, f. 16.11. 1911, d. 2.1. 1999, Sigrún, f. 23.12. 1912, d. 30.4. 1973, Kristófer, f. 31.7. 1914, d. 23.7. 1997, Anna Krist- ín, f. 6.2. 1916, d. 5.3. 2003, Jak- ob, f. 6.3. 1917, d. 11.11. 1999, Ólafur, f. 6.3. 1919, d. 31.12. 2006, Hermann Guðjón, f. 25.5. 1921, d. 14.9. 1997, Páll, f. 26.10. 1922, d. 13.5. 2000, Rannveig, f. 20.12. 1924, d. 30.1 2007, Hall- dór, f. 9.3. 1926, d. 24.10. 2011, og Ólafía Sigríður, f. 21.5. 1929, d. 1.6. 1984. Kristjana var fjögurra vikna þegar fjölskyldan fluttist frá Hörgsdal að Keldunúpi í sömu 1982. 3) Anna Rósa, f. 3.4. 1957. M. Jens Ágúst Jóhannesson, f. 9.7. 1959. Börn þeirra: Jóhann Garðar, f. 11.9. 1992, og Ásta Rósa, f. 8.2. 1996. 4) Helga, f. 15.5. 1959. Barnsfaðir: Krist- mann Árnason, f. 18.8. 1957. Sonur þeirra Sigurjón Árni, f. 1.12. 1976. M. Steinar Sigurðs- son, f. 13.9. 1958. Börn þeirra: Þorbjörg Anna, f. 3.9. 1991, og Kristjana Björk, f. 9.5. 1995. 5) Heiðar, f. 9.12. 1963. M. Sólveig Guðfinna Jörgensdóttir, f. 10.2. 1968. Börn þeirra: Hörður Ern- ir, f. 11.6. 1994, Úlfar Birnir, f. 27.3. 1997, og Iðunn Hekla, f. 14.5. 1999. Fyrir átti Sigurjón Svein, f. 6.2. 1952. Barnsmóðir Stefanía Ingólfsdóttir, f. 2.12. 1930. M. Erla Skaftadóttir, f. 12.2. 1954. Börn þeirra eru: Þor- varður, f. 28.11 1977, Klara, f. 25.10. 1982, og Skafti, f. 30.12. 1984. Alls eru afkomendur Kristjönu og Sigurjóns 30 tals- ins. Kristjana og Sigurjón fluttu í Kópavog 1954. Fyrst í lítið þrí- býlis-raðhús við Hlíðarveg 17, nú nr. 27, og síðar í nr. 29a á horni Hlíðarvegar og Grænut- ungu. Í Bræðratungu bjuggu þau svo frá 1960 þar sem Bygg- ingasamvinnufélag verkamanna byggði raðhús. Í Kópavogi starf- aði Kristjana meðal annars við ræstingar í Gagnfræðaskóla Kópavogs og til starfsloka við barnagæslu á róló, fyrst á Hlíðarvelli við Hlíðarhvamm, þá á Brekkuvelli í Þverbrekku og síðast á Snælandsvelli. Útför Kristjönu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 18. mars 2015, kl. 13. sveit. Þar ólst hún upp til 15 ára ald- urs er fjölskyldan flutti 1942 að Mos- um í landi Geir- lands á Síðu. Þar þurfti að byggja yf- ir fólk og búsmala því ekki hafði verið búskapur á Mosum frá því laust eftir aldamótin 1900. Til Reykjavíkur fór Kristjana 17 ára og vann þar við húshjálp í fyrstu en fór þó fyrstu árin til starfa á Síðunni yfir sumartímann. 1952 kynnist Kristjana Sig- urjóni Hrólfssyni, f. 27.2. 1931, ættuðum frá Ísafirði, og gengu þau í hjónaband 31.12. 1955. Foreldrar Sigurjóns voru Hrólf- ur Sigurjónsson, f. 30.9. 1911, d. 6.5. 1991, og Heiðveig Björg Árnadóttir, f. 15.10. 1912, d. 2.5. 2000. Börn Kristjönu og Sig- urjóns eru: 1) Jón Hrólfur, f. 30.7. 1953. M. Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, f. 4.11. 1955. Börn þeirra: Daði, f. 25.2. 1983, og Rósa, f. 6.8. 1989, d. 22.9. 1999. 2) Hörður, f. 28.12. 1954. M. (skildu) Steinunn Rósa Hilm- arsdóttir, f. 5.10. 1955. Börn þeirra: Auður Tinna, f. 7.3. 1974, og Agnes Thelma, f. 10.6. 1983. Barnsmóðir: Oddný Hrafnsdóttir, f. 1.7. 1962. Dóttir þeirra Kristjana Helga, f. 26.5. Í dag kveðjum við yndislega mömmu sem við erum þakk- látar fyrir að hafa átt svo lengi að. Mamma flutti ung að árum til Reykjavíkur, var í vist fyrstu árin og vann síðan við þjónustustörf. Í Reykjavík voru margir dansstaðir á þessum ár- um og það var einmitt á einum slíkum, Mjólkurbarnum, sem pabbi sá mömmu fyrst, þessa fallegu stúlku sem dansaði svo vel og kunni að tefla. Mamma og pabbi fluttu í Kópavog og þar fæddumst við systkinin eitt af öðru. Við ól- umst upp í Bræðratungunni þar sem var líf og fjör og gott að eiga frændur, frænkur og góða nágranna. Mamma fór snemma að vinna utan heimilis ásamt því að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfti á stóru heimili. Hennar aðalstarf var að annast börn á gæsluvöllum eða róló og vann mamma síðast á Snælandsróló. Mamma vann einnig við ræstingar í Gagn- fræðaskóla Kópavogs og þar eigum við systur minningar þegar við reyndum að leggja henni lið. Ekki þótti okkur það alltaf skemmtilegt, sérstaklega þegar við vorum sjálfar komnar í Gaggó en við fórum nú samt, svona oftast. Mamma var hæglát kona og róleg í fasi en hún vissi hvað hún vildi og gerði það sem hún ætlaði sér. Hún hafði sterka réttlætiskennd og stóð með þeim sem henni þótti órétti beittir. Hún var alltaf boðin og búin til að aðstoða okkur, var alltaf til staðar og kom og gerði án þess að vera beðin um það. Börnin okkar eiga fallegar minningar um ömmu sína þar sem þau spiluðu, horfðu á Disn- ey myndir, lituðu eða fóru út að ganga með ömmu. Það var allt- af tími fyrir þau. Mamma veiktist af heilabilun fyrir um tíu árum. Það hlýtur að vera þungur kross að bera að tapa minni, færni og getu til daglegra athafna. Það er ekki síður erfitt fyrir aðstandendur að fylgja sínum nánasta inn í heim minnisleysis. Sjúkdómur- inn er til staðar með sín ein- kenni en ekki má gleyma að einstaklingurinn er þar líka og því er það aldrei mikilvægara en í þessum aðstæðum að muna þá sem gleyma. Mamma dvaldi síðustu fjögur ár á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ. Það voru mikil viðbrigði fyrir hana að flytja að heiman og reyndum við fjölskyldan að gera mömmu þessar breytingar sem auðveldastar. Að öðrum ólöstuðum fær Guðlaug vinkona mömmu hjartans þakkir fyrir þá ræktarsemi sem hún hefur sýnt mömmu alla tíð. Við systkinin og pabbi höfum borið gæfu til að geta sinnt mömmu fram á síðasta dag. Við höfum ávallt barist fyrir því að henni væri mætt og sinnt svo sómi væri að. Sú barátta hefur ekki verið átakalaus. Pabbi hef- ur staðið eins og klettur við bakið á mömmu og sinnt henni á aðdáunarverðan hátt. Missir okkar allra er mikill en pabba þó mestur sem sér á eftir lífs- förunaut sínum til meira en 60 ára. Með þessum orðum kveðjum við kærleiksríka mömmu með þakklæti og söknuði. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín ham- ingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Anna Rósa og Helga. Ég kynntist Kristjönu tengdamóður minni fyrir nærri fjörutíu árum. Þau kynni eru meðal forréttinda sem lífið hef- ur fært mér. Nanna var einstök manneskja, hæglát, hógvær og óendanlega dugleg. Eftirminnilegar eru heim- sóknir hennar til okkur í Am- eríku, þar sem hún hjálpaði til með börnin og aðstoðaði okkur þegar við fluttum heim til Ís- lands. Ásta og Óli bróðir henn- ar komu með í eina ferðina þegar ekið var niður alla vest- urströndina; það var ógleym- anlegt. Nanna kemur úr risavöxnum systkinahópi ef miðað er við fjölskyldustærð í dag. Þar hef- ur svo sannarlega orðið að taka tillit og vinna verkin. Ég kynnt- ist nokkrum systkina hennar og þótti mér eftirtektarvert hve samstaðan var þar mikil, um- hyggja og væntumþykja áber- andi. Ósérhlífni og samkennd einkenndi Nönnu og birtist það mjög greinileg þegar hún studdi mig í miklum erfiðleik- um. Mér þótti því afar vænt um að geta lagt lið þegar hún í ell- inni þurfti aðstoðar við. Nú þakka ég þá fyrirmynd sem hún var og allan þann kærleika og umhyggju sem hún ávallt sýndi öllu sínu fólki. Guðrún Erla. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar sem lést á áttugasta og áttunda aldursári hinn 25. febrúar sl. Nönnu kynntumst við báðir fyrir um 30 árum. Margs er að minnast frá þessum tíma og mörgum góðum stundum höfum við var- ið með henni og fjölskyldunni, ekki síst á æskuslóðum hennar austur á Mosum á Síðu. Það var ekki fyrirferðin og lætin í henni Nönnu. Hún var einstaklega góð og nærgætin, hjartahlý í alla staði og hvers manns hugljúfi. Efst í huga okkar er virðing fyrir réttlæt- iskennd hennar og umhyggju- semi. Okkur reyndist hún hin besta tengdamóðir og börnum okkar yndisleg amma. Nanna var skólabókardæmi um hina sterku, íslensku konu sem ólst upp við erfið skilyrði og tókst á við lífið með æðruleysi og dugnaði og skilaði fallegu lífs- verki. Hún má vera stolt af því og Sigurjón tengdapabbi og börnin þeirra ekki síður. Við kveðjum okkar ástkæru Nönnu með söknuði og þakk- læti fyrir að hafa kynnst henni. Það eru einstök forréttindi að fá að hafa verið henni sam- ferða. Blessuð sé minning Krist- jönu Jónsdóttur. Jens Ágúst og Steinar. Amma var blíð og góð. Hún var hlédræg en lét verða af því sem hún ætlaði sér. Þegar hún skrapp niður í Kron eða Nóa- tún þurfti alltaf fyrst að vara- lita sig því ekki var hægt að láta sjá sig á götum Kópavogs með ómálaðar varir. Heima hjá ömmu voru barnabörnin oft næturgestir, þar á meðal ég. Í sjö ár bjó ég heima hjá ömmu og afa og mik- ið er ég þakklát fyrir þann tíma. Var ég oft með þegar yngri frændsystkinin mín fengu að gista. Þá var mikið sprellað meðan verið var að borða kjúlla og franskar í kringum kringl- ótta borðið í eldhúsinu. Amma vildi allt fyrir alla gera. Við Sigurjón Árni erum elst af barnabörnunum og vor- um við oft að metast um það hvort hefði fengið meira. Hvort okkar fékk meira nammi eða stærri ís. Man ég sérstaklega þegar amma taldi snakkskrúf- urnar úr pokanum í tvær skálar til að koma í veg fyrir ósætti. Aldrei man ég eftir ömmu aðgerðalausri. Alltaf var hún á einn eða annan hátt að sinna húsverkunum. Eða að setja í sig rúllur. Eða smyrja hend- urnar sínar með Atrix-handá- burði. Þau fáu skipti sem hún settist niður gat það verið til að horfa á Leiðarljós sem hún tók alltaf upp á vídeó en svo fannst henni atburðarrásin oft svo hæg að hún hraðspólaði meira eða minna yfir allan þáttinn. Alltaf brosti amma út í ann- að yfir fíflaganginum í mér og sagði að ég væri bullustertur. Man ég einu sinni þegar hún veiktist og sagðist alls ekki treysta sér til að elda. Til þess væri hitinn allt of hár. Amma lagðist aldrei í rúmið út af flensu en gerði það núna og bað mig um að sækja hitamælinn. Amma mældi sig og var með 36,5°hita. Þetta fannst okkur mjög fyndið. En amma gat líka fíflast í mér og man ég þegar ég kom mjög montin heim úr unglingavinnunni 13 ára gömul með fyrsta launaseðilinn minn á ævinni. Þá gantaðist amma við mig og sagðist aðeins ætla að skreppa í bæinn fyrst peningur var kominn í hús. Hún ætlaði aðeins að kíkja í búðir. Ég trúði því ekki að hún ætlaði að rífa af mér peninginn og var smástund að átta mig á því að hún var að stríða mér. Amma vann með móður- ömmu minni, Nönnu Sigurpáls- dóttur, í Sjálfstæðishúsinu í tvö ár og fannst mér það alltaf merkilegt að þær hefðu hist áð- ur en ég varð til. Þá hefur amma verið 22 ára. Amma vann líka með systur langömmu minnar, Margréti Auðunsdótt- ur, á hótelinu á Kirkjubæjar- klaustri og sagði hún mér margar sögur af því. Ömmu leið vel fyrir austan og sótti í Mosana alla tíð og var dugleg að skella sér í vinnuferðirnar. Hún sagði mér oft frá því hversu mikið var sprellað og sungið á meðan var verið að gera við og þrífa. Ömmu þótti sérstaklega vænt um lagið um rósina. Það minnti hana á Rósina okkar og hlustuðum við amma oft á það þegar fór að dimma á kvöldin og við sátum inni í eldhúsi og spjölluðum um alla heima og geima og gjarnan um gömlu tímana. Alltaf leið mér best hjá ömmu í Bræðró. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, erf- iðu stundirnar og allt sem ég hef fengið að upplifa með þér. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allar sögurnar sem þú sagðir mér. Blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Auður Tinna Harðardóttir. Elsku amma okkar, Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Það var alltaf frábært að koma í pössun og popp til þín. Ekki má gleyma spilum og ömmu- kjötinu en svo kölluðum við lærissneiðar í raspi. Við mun- um ávallt elska þig og sakna þín en vitum af þér á góðum stað í faðmi góðrar fjölskyldu og vina. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlu- glit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín barnabörn Sigurjón Árni, Þorbjörg Anna og Kristjana Björk. Systkini föður míns voru 15 og komust 14 til fullorðinsára. Þau voru flest fædd í Hörgsdal á Síðu og hafa alla tíð lagt mikla rækt við uppruna sinn, með ættarmótum, útgáfu bók- ar, niðjatals Jóns Bjarnasonar og Önnu Kristófersdóttur og ekki síst með því að stofna sameignarfélag um Mosana þar sem foreldrar þeirra bjuggu áð- ur en þau hættu búskap og fluttu í Kópavoginn. Í æsku barðist ég við að muna nöfnin á öllum systkinum pabba þegar aðrir töldu kindur til að geta sofnað. Nú þegar Kristjana Jóns- dóttir kveður þetta jarðlíf hafa þau öll gengið til feðra sinna og ég upplifi ákveðin þáttaskil. Við afkomendur þessara samheldnu systkina höfum þá skyldu að halda minningum þeirra á lofti. Fyrsta minning mín um Nönnu er þegar hún var með frum- burðinn á handleggnum, fyrsta barnið af fimm. Þau bjuggu þá eins og síðan alla tíð í næsta nágrenni við fjölskyldu mína. Þarna voru þau í litlu raðhúsi, líklega þá nr. 17 við Hlíðarveg, við vorum númer 19, þau fluttu síðar í húsið nr. 19, þegar við fluttum okkur um set í næsta hús, seinna áttu foreldrar þeirra eftir að eyða síðustu ár- um sínum í þessu litla fallega húsi. Nanna hefur verið 26 ára þegar þetta var, ung og falleg kona, eins og þær voru allar systurnar. Nanna og hennar fjölskylda var síðan alla tíð hluti af okkar lífi, hún var frænkan og nágranninn, sem kom og bankaði létt á eldhús- dyrnar, rétt til að kíkja, oftar en ekki eitthvað að hjálpa móð- ur minni. Þessi ljúfa hægláta kona var oft seint á ferðinni því, hennar frítímar voru þegar börnin sváfu. Mér er minnis- stætt hvað ég var hissa þegar hún sagðist hafa svo gaman af því að baka að hún gat verið að því langt fram á nótt. Mín fjöl- skylda naut oft góðs af þessu áhugamáli Nönnu og það var alltaf eitthvað gott og notalegt sem fylgdi samvistum við hana. Það er ljúft að rifja upp margar gleðistundir sem stórfjölskyld- an naut saman, afmælisveislur, Mosafundir og ættarmót, þegar allir nutu sín fjarri amstri dagsins. Ég minnist Kristjönu Jóns- dóttur með þakklæti í huga og sendi Sigurjóni, börnum hennar og nánustu fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Anna Ólafsdóttir. Kristjana Jónsdóttir, Nanna, kveður nú síðust af barnahópn- um stóra frá Hörgsdal, Keld- unúpi og loks Mosum á Síðu. Hún var fjórtánda í röð 15 systkina og hafði við andlát náð hæstum aldri þeirra allra. Segja má að hún sé af fyrstu kynslóð Íslendinga þar sem vænta mátti þess að flestöll börn kæmust upp enda náðu þau öll fullorðinsárum nema nafna hennar dó unglingur úr berklum skömmu áður en Nanna fæddist. Foreldrar Nönnu bjuggu aldrei á eigin jörð, voru leigu- liðar á jörðum og jarðapörtum. Því er augljóst að hjónin voru fátæk en þau voru ekki ein um það á Íslandi í aldarbyrjun. En fólki sem veltir fyrir sér hvern- ig hægt var að koma upp 15 börnum án þess að þiggja op- inbera aðstoð finnst dæmið óleysanlegt og einkum sé borið saman við nútímakröfur. Engan var hægt að styðja til mennta en sum komust til náms af eig- in rammleik eða með stuðningi eldri systkina síðar á ævinni. Ýmislegt varð þó fjölskyld- unni til bjargar og má þá helst telja óendanlega sjálfsbjargar- viðleitni og jafnlyndi. Börnin tóku ung þátt í búskapnum heima og flest fóru í vistir og vinnumennsku þegar þau kom- ust af barnsaldri. Mikil sam- heldni einkenndi systkinin alla tíð og það var auðfundið að þeim leiddist ekki að hittast. Hneigð til gamansemi var kom- in frá húsfreyjunni sem svaraði þegar hún var spurð hvort ekki hefði verið erfitt að ala upp öll þessi börn: „Það bjargaði mér að ég gat alltaf hlegið að vit- leysunni í krökkunum.“ Nanna hefði hæglega getað tekið þannig til orða, enda þykir þeim sem þetta ritar sem þeim mæðgum hafi mjög svipað sam- an. Þrjú yngstu systkinin, Hall- dór, Nanna og Ólafía, hleyptu heimdraga af Síðunni um líkt leyti. Atvikin höguðu því svo að þau komu oft til foreldra minna í Kópavogi, bróður síns Ólafs og Ástu. Fyrst voru þau kær- komnir, kátir gestir, síðar ílent- ust þau öll með fjölskyldum sínum í næsta nágrenni. Þegar afi og amma og Helga, elsta systirin, hættu að búa á Mosum 1960 fluttu þau í lítið hús sem fjölskyldunni var vel kunnugt á Hlíðarvegi 29a en þar höfðu Nanna og Sigurjón búið með börnum sínum í nokkur ár en fóru nú í eigið raðhús í Bræðra- tungu 8. Náin vinátta var með mág- konunum Nönnu og Ástu, móð- ur minni. Eftir að Nanna stofn- aði heimili áttu þær alltaf heima í sömu brekkunni og hittust oft í viku. Þær voru báð- ar sveitastúlkur og Skaftfell- ingar og þurftu ekki langan formála að kynnum sínum. Í erli daganna var þeim kær hvíld yfir „tíu dropum“, töluðu á lægri nótunum og stutt í einu. Báðar voru hláturmildar en hlógu ekki með sköllum. Þetta voru þeim góðar stundir sem við systkinin minnumst með gleði. Barnaskarinn í sveitinni fældi Nönnu ekki frá því að eignast fimm börn sjálf og vinna síðar á gæsluvöllum Kópavogs með smáfólkinu. Hún hafði sterka réttlætiskennd og var ráðholl og hjálpsöm, reynd- ist þeim best sem mest þurftu á henni að halda. Ég og fjöl- skylda mín þökkum henni langa samfylgd og vináttu og sendum Sigurjóni og fjölskyldu samúð- arkveðjur. Bjarni Ólafsson. Kristjana Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.