Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ✝ Helgi Helga-son fæddist 30. október 1924 í Bjarnabæ, Suð- urgötu 38 í Hafn- arfirði. Hann lést 6. mars 2015 á Sól- vangi í Hafn- arfirði. Foreldrar hans voru Bjarnasína Margrét Odds- dóttir og Helgi Einarsson. Helgi var yngstur af sínum systkinum. Systkin Helga voru Þóra, Matthías, Einar, Margrét, Sigurður og Bjarni. Eftir barnaskóla fór Helgi í Flensborg og síðan í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði netagerð. Helgi kvæntist Kristínu Kjartan, f. 18.7. 1981 í Reykjavík, er búsettur í Hafn- arfirði. Eftir nám var hann á bátum í eigu Jóns Gíslasonar. Síðar fór hann að vinna á Netagerð- arverkstæðinu hjá Jóni og var verkstjóri þar til fjölda ára. Síðasta starfið hans var á bensínstöðinni hjá Skeljungi við Reykjavíkurveg. Helgi og Stína áttu sinn sælureit við Hlíðarvatn í Selvogi og voru þau þar á sumrin eins og hægt var. Árið 1980 tók Helgi katólska trú og var það mikið gæfuspor í hans lífi. Söng hann í kórnum í St. Jós- efskirkju og var virkur í sinni kirkju. Árið 1983 flutti Helgi á Móabarð 16 í Hafnarfirði og undi hag sínum vel með frá- bært útsýni yfir bæinn sinn. Útför hans fer fram frá St. Jósefskirkju í dag, 18. mars 2015, kl. 15. Þórarinsdóttir, f. 26.4. 1920, d. 21.9. 1977 frá Bjarnastöðum í Selvogi 18. nóv- ember 1950. Þau hófu búskap sinn í Hafnarfirði og síðar byggðu þau hús sitt í Bröttuk- inn 20. Dóttir þeirra er Kol- brún, f. 18.11. 1949, gift Sveini Kjartanssyni, f. 7.7. 1952. Synir þeirra eru Kristinn Helgi og Kjartan. Kristinn Helgi, f. 14.1. 1978 í Reykjavík, er í sambúð með Drífu Ósk Sumarliðadóttir, f. 6.12. 1978. Dætur þeirra eru Kristín Helga, f. 2003, Eyrún, f. 2009, og María, f. 2013. Elsku besti pabbi, tengda- pabbi, afi og langafi. Það er með trega að við skrifum þessi orð. Nú ertu kominn til Stínu þinnar sem þú saknaðir svo sárt. Þú varst ávallt léttur í lund og með þinn smitandi hlátur. Við eigum margar og góðar minningar um okkar samverustundir sem við munum ávallt geyma. Þú og Stína áttuð góðar stundir í sumarbú- staðnum við Hlíðarvatn í Selvogi. Þar var oft glatt á hjalla og mikill gestagangur þar sem bakkelsið kláraðist fljótt. Söknuður þinn var mikill þegar Stína þín lést og fannst þú frið og ró þegar þú tókst kaþólska trú. Margar voru sendiferðirnar sem þú fórst fyrir nunnurnar í Klaustrinu í Hafn- arfirði og voru þær afar þakklát- ar fyrir hjálpsemi þína. Gerðir þú þetta með glöðu geði og varst ávallt tilbúinn til aðstoðar. Við er- um einnig þakklát fyrir góðsemi þeirra í þinn garð. Í gegnum tengsl ættingja nunnanna heim- sóttir þú Pólland alls 13 sinnum þar sem þú kynntist mörgu og góðu fólki og naust þú ferðanna til fullnustu. Gaman var að hlusta á ferðasögurnar þínar við heim- komu. Þú þekktir margt fólk enda áttir þú auðvelt með að kynnast nýju fólki sem heillaðist af hlýleika þínum og brosi. Með tilkomu barnabarna og langafa- barna þinna gladdist þú mjög og naust þú þín í návist þeirra. Síð- ustu tæpu fjögur árin dvaldir þú á Sólvangi í Hafnarfirði þar sem þú naust umhyggju og hlýju starfsfólksins þar. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar í lífi okkar. Með þínum sögum og léttlyndi bættir þú dag allra sem urðu á vegi þínum. Kolbrún, Sveinn, Kristinn Helgi, Kjartan, Drífa Ósk, Kristín Helga, Eyrún og María. Þegar hringt var í mig og sagt að Helgi föðurbróðir minn væri látinn fann ég fyrir sorg en jafn- framt létti, Helgi var örugglega feginn að fá hvíldina. Helgi var yngstur af sjö systk- inum sem bjuggu og kennd voru við Bjarnabæ hér í firðinum. Árið eftir að Helgi fæddist dó faðir hans, Helgi Einarsson sjómaður, aðeins 49 ára að aldri frá þessum stóra barnahópi. Það hefur verið þungbært og mikil sorg en ekki var gefist upp. Nýbúið var að gera Bjarnabæ upp sem kostaði mikla peninga á þessum árum og sat mikil skuld eftir. Voru heim- ilin oft leyst upp og börnum kom- ið fyrir hér og þar. Móður og systkinum var tilkynnt að Bjarnabær færi á uppboð og yrði seldur. En þá eins og stundum var björgin ekki langt undan. Uppboðið byrjaði, margir mættir og það var byrjað að bjóða en þá stendur maður upp aftarlega, lít- ur rólega yfir salinn og býður töl- una sem hvíldi á húsinu því þá vissi fólk að ekki þýddi að bjóða meir. Þessi bjargvættur móður og systkinanna var Einar Þorgils- son, útgerðarmaður, fiskverk- andi og verslunareigandi hér í firðinum. Daginn eftir lét Einar Þorgilsson kalla á móður og þrjú elstu systkinin á sinn fund og sagði að þau fengju húsið en yrðu að vinna og greiða skuldina. Ein- ar vissi að þau stæðu við sitt eins og þau gerðu alla sína ævi. Ég varð að segja frá þessu, til að sýna hvað það munaði litlu að fjölskyldunni yrði tvístrað. Svona byrjaði ævin hjá Helga frænda mínum. Þrjú elstu systk- inin ólu yngri systkinin upp. Helgi ólst upp í góðu yfirlæti. Hann byrjar fyrstu vinnu sína í sveit í Þingnesi í Borgarfirði hjá Sveinbirni Björnssyni. Síðan fer hann að vinna ýmis störf og fer á síld á Fagrakletti með Jóni Sæ- mundssyni, miklum aflamanni. Helgi fer í Iðnskólann í Hafnar- firði og útskrifast sem netagerðarmaður en klárar meistaranámið í Höfðavík í Reykjavík. Fljótlega er hann ráð- inn til sjá um netverkstæðið hjá Jóni Gíslasyni og starfaði þar í tugi ára. Helgi kynntist yndislegri konu, Kristínu Þórarinsdóttir. Þau eignuðust dóttur hinn 18. nóvember 1949 og fékk hún nafn- ið Kolbrún. Mikil gleði og ham- ingja var þegar hún kom í heim- inn. Helgi og Stína giftu sig 18. nóvember 1950. Þau byggðu sér hús í Bröttukinn 20 Hafnarfirði. Helgi og Stína áttu einstaklega góð ár, þau voru sérlega samhent enda var Helgi óspar á að dásama Stínu sína. Hann var oft að segja hvað hann væri mikill gæfumað- ur að eignast hana fyrir konu. Helgi byggði sumarbústað við Hlíðarvatn í Selvogi en þaðan var Stína ættuð. Þar áttu þau margar ánægjulegar stundir. Árið 1973 greindist Stína með krabbamein og eftir mikla baráttu dó hún 1977 og var það gífurlegt áfall fyrir Helga og Kolbrúnu. Kringum 1980 steig Helgi mik- ið gæfuspor, tók kaþólska trú og fann frið og ró. Hann sinnti ýms- um verkefnum í Klaustrinu og fyrir regluna. Helgi fór í 13 skipti til Póllands og kynntist mörgu þar. Allt sem Helgi frændi minn kom nálægt var unnið með ein- stakri samviskusemi því allt átti að vera fullkomið. Elsku Kolbrún og fjölskylda, innilegasta samúð okkar. Helgi, Sólveig og fjölskyldur. Helgi Helgason Amma fæddist í janúarmánuði frostaveturinn mikla 1918. Það sætir því ekki furðu að foreldrar hennar hafi valið svo sumarlegt og glaðlegt nafn á nýfætt barn sitt. Og amma bar nafn með rentu, hún var forfallið sumar- barn sem hún nýtti jafnan til úti- vistar og það var alltaf stutt í dill- andi hláturinn. Ég fluttist ung frá Dalvík en fékk þó ófá tækifæri til að snúa aftur á sumrin og naut því þeirra forréttinda að fá að búa ýmist heima hjá henni eða hjá Dúddu frænku. Minningarnar frá þess- um tíma eru margar og allar jafnyljandi. Ein sterkasta minn- ingin er þó kannski margar sem renna sama í eina, þar sem amma tekur á móti okkur í byrjun sum- ars með borðið fullt af ömmu- kexi, rjómaosti og hlaðinn bakka af pönnukökum fylltum með rjóma og sultu. Áður en langt um leið seildist hún í skúffuna undir ofninum og þá vissi maður að hún var líka nýbúin að steikja kleinur handa okkur. Amma var stórskemmtileg kona – gáfuð, kát og fyndin í til- svörum. Hún var tónelsk og hafði Lilja Rögnvaldsdóttir ✝ Lilja Rögn-valdsdóttir fæddist í Dæli í Skíðadal 20. janúar 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ 23. janúar 2015. Útför hennar fór fram frá Dalvík- urkirkju 28. febr- úar 2015. gaman af söng. Hún var orkumikil og kvik í hreyfingum, einu skiptin sem ég man eftir því að amma gæti setið kyrr var þegar hún sinnti handavinnu sinni. Hún var alltaf vel tilhöfð, prýdd skartgripum og fín- um fötum. Þegar ég sá hana í síðasta sinn gekk hún eftir ganginum á Dalbæ, svo falleg og fín í eld- rauðri peysu og síðu pilsi á leið á bænastund. Það er sárt að kveðja ömmu Lilju en þó huggaði mig mikið á hinstu kveðjustundinni hvað við erum ótrúlega rík að hún skuli skilja eftir sig svo stóra og kær- leiksríka fjölskyldu. Nanna. Eitt það besta er að eiga góða langömmu, það átti ég svo sann- arlega – betri vinkonu er ekki hægt að eiga. Samband okkar var sérstakt og ómetanlegt. Við eigum ótal margar fallegar minn- ingar saman. Það sem okkur fannst best var að fara saman fram í Dælisreit á sumrin liggja þar í sólbaði, fá kaffi hjá ömmu Dúddu og njóta þess að heyra friðinn sem ríkir í Skíðadalnum fagra. Það sem gerði samband okkar sérstakt var að við náðum svo vel saman, við gátum platað hvor aðra vel, og ekki má gleyma að minnast á þrjóskuna, þar sem við höfðum nóg af henni. Meiri hörku og dugnað veit ég ekki um í þessum litla kroppi. Viljinn var ótrúlegur að halda sér í formi alla tíð, að fara í morgunleikfimi tvisvar á dag og það var ekki nóg með það heldur fannst þér ekk- ert betra en að fara út að labba og anda að þér fersku lofti. Fal- legra hjarta er ekki til en hjá þér, elsku amma. Mér þykir óendan- lega vænt um að hafa fengið að vera svona mikið með þér, að hafa gefið mér tíma til þess að koma og hjálpa þér í veikindum þínum, að fá að hátta þig á kvöld- in, nudda á þér tærnar, og vera hjá þér þangað til þú sofnaðir á kvöldin – minningarnar gerast ekki dásamlegri. Í dag veit ég að þú ert komin á betri stað, staðinn sem þú varst búin að bíða eftir lengi. Það var alltaf stutt í hlát- urinn og gleðina hjá þér, elsku amma mín. Mér fannst ekkert dásamlegra en að fara með þér hringinn í sveitinni, þú kunnir öll bæjarnöfnin og fannst mér það alltaf jafnyndislegt að heyra þig telja þau upp. Meðan ég vann á Dalbæ passaði ég alltaf upp á að þú værir í fínum fötum, hárið væri vel greitt, og ekki mátti nú gleyma ilmvatninu, ég heyri hlát- urinn í þér yfir þessu öllu saman. Að kyssa þig góða nótt eftir kvöldvakt – og góðan dag eftir næturvakt, þú varst oftast nær komin á fætur, búin að búa um rúmið þitt og opna gluggann. Komin í föt og sast í sófanum þín- um með útvarpið í gangi. Skammaðist svo í mér og sagðir mér að ég ynni alltaf of mikið, að ég ætti nú að fara heim að sofa. Skildir ekkert í þessari vinnu hjá mér, sífellt með áhyggjur af því. En það sem mér finnst dýrmæt- ast er að við vorum svo ótrúlega nánar. Þótt öll þessi ár væru á milli okkar var samt ótrúlegt hvað við náðum vel saman. Þér fannst alltaf svo gaman að fylgj- ast með mér og finnst mér það ómetanlegt. Það var alltaf jafn- gaman að hringja í þig meðan ég var í Hússtjórnarskólanum, þú varst svo áhugasöm um það sem ég var að gera, sérstaklega fannst þér spennandi þegar að ég var að vefa og hekla, þitt uppá- hald enda mikil handavinnukona. Nú verður skrítið að geta ekki farið með þér hringinn í sveitinni um helgar, skroppið í göngutúr með þér, séð þig hlaupa eftir ganginum, fengið sér rommkúlu með þér … Elsku amma, takk fyrir allt, þú varst mesta hörku- tól og dugnaðarkona sem ég veit um með fullt hjarta af ást og kærleika. Söknuðurinn er sár. Minningarnar dýrmætar og munu lifa í hjarta mínu alla ævi. Amma, þú verður alltaf uppá- halds. Þín langömmustelpa, Súsanna Svansdóttir. Elsku langamma mín, það sem ég er heppin og þakklát fyrir að hafa átt með þér margar yndis- legar stundir. Ég man ekki öðru- vísi eftir þér en með bros á vör. Þessari litlu, fíngerðu konu sem var alltaf hress og kát, arkandi út um allt. Ég hafði einstaklega gaman af því hvað þú áttir til að vera stríðin. Þú gast alltaf komið manni til að hlæja, hvort sem það var með því að sprauta á mig vatni eða taka út úr þér tenn- urnar. Við áttum ófáar stundir saman í Dælisreit, þar sem við gátum spjallað um gamla tíma. Það eru mér dýrmætar minning- ar. Ég mun sakna þess að geta ekki dekrað við þig lengur og fengið mér rommkúlur hjá þér eða setið með þér í sófanum og átt með þér góðar stundir. Sakna þín sárt elsku langamma mín, minning um þig lifir í hjarta mínu að eilífu. Þín langömmustelpa, Jenný Svansdóttir. Hljóðfæri                     Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Rafmagnsreiðhjól, eldri árgerð seld með allt að 50% afslætti, verð nú frá 75.000, takmarkað magn. www.el-bike.is Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfirði, opið virka daga 8–16, sími 864 9264. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Smáauglýsingar Það var fagur dagur við Skjálf- andann þann 15. júní 1961, Skjálf- andinn bjartur og fagur og ég að fara að heim- sækja fólkið í Vetrarbraut, þá var Helga þar stödd og tók mér fagnandi. Þetta voru fyrstu kynni mín af Helgu og voru þau kynni mér góð, Helga leiðbeindi mér um lífsins braut. Helga sá til þess að ég færi á Húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1962 til 1963. Þegar Helga síðar fluttist suður, kom ég oft til hennar og þangað var alltaf gott að koma. Helga var mjög ráðagóð og leiðbeindi mér um margt sem kom sér vel. Það var alltaf gott að koma í Karfavoginn, mér alltaf tekið opnum örmum og ávallt gefið eitthvað í gogginn enda ekki í kot vísað hjá Helgu og Halla. Það var mikið rúm í huga og hjarta þeirra hjóna. Helga Þorgrímsdóttir ✝ Helga Þor-grímsdóttir fæddist 11. apríl 1930. Hún andaðist 26. febrúar 2015. Útför Helgu var gerð 10. mars 2015. Ég kveð Helgu með þakklæti og virðingu fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir mig. Guð gefi þér, Halli minn, þrek og styrk. Hvíl í friði, elsku Helga mín. Anna Karlsdóttir. Margar minningar koma upp nú á kveðjustund. Frá Há- vegi í Kópavogi og úr Karfa- vogi. Jólaboðin á annan í jólum þóttu sjálfsögð, að mæta var bara lögmál. Fyrst þegar mað- ur var bara krakki og svo þeg- ar maður fékk árin yfir sig og eignaðist eigin fjölskyldu var mætt með börnin þar er þau uxu úr grasi. Svo komu barna- börnin og auðvitað var sjálf- sagt að mæta líka með þau. Oftast voru ærsl í öllum, allt þótti sjálfsagt. Borðin svign- uðu undan kræsingunum, allir voru velkomnir til ykkar Halla. Samúðarkveðjur til Halla og ykkar afkomenda. Hafðu þökk fyrir allt. Kveðja, Valdís. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.