Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Galleríið Kunstschlager, sem var til húsa á Rauðarárstíg 1, hefur flutt starfsemi sína í Listasafn Reykjavík- ur í Hafnarhúsi og á laugardaginn kl. 16 verður þar opnuð Kunstschlager- stofa. Stofan verður á annarri hæð hússins og í henni sýnd hljóð- og víd- eóverk, tvívíð- og þrívíð verk auk sér- hannaðra Kunstschlager-húsgagna sem gestir geta látið fara vel um sig í. Í stofunni verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í ýmsum miðlum sem tekur örum breytingum, skv. til- kynningu. Listasafnið hefur ekki áð- ur ráðist í samstarf af þessu tagi og mun Kunstschlager-hópurinn, átta myndlistarmenn og einn listfræð- ingur, starfa í húsinu til loka sept- ember á þessu ári. Á fimmtudögum verða margs konar viðburðir og hægt verður að fylgjast með Kunstschla- ger-stofu í beinni útsendingu á heimasíðu Kunstschlager sem opnuð verður á næstunni. Í sumar verða sýningar í D-salnum á vegum hóps- ins og nýjungar á boðstólum í Safn- búð listasafnsins. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, einn myndlistarmannanna átta, segir Kunstschlager hafa misst húsnæðið við Rauðarárstíg í desember í fyrra og að Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, hafi í kjöl- farið boðið hópnum að flytja starf- semina í safnið. Kunstschlager flytur í Hafnarhúsið Morgunblaðið/Kristinn Flutningar Kristín Karólína Helgadóttir og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, tveir liðsmanna Kunstschlager-hópsins, við galleríið á Rauðarárstíg sem nú hefur verið lokað og starfsemin flutt í Listasafn Reykjavíkur. Bandaríski rit- höfundurinn Lo- uise Erdrich, höfundur skáld- sagna á borð við Love Medicine og The Round House, hlýtur í ár hin þekktu bókmenntaverð- laun sem kennd eru við bókasafn bandaríska þings- ins, Library of Congress Prize for American Fiction. Skáldverk Erdrich hafa ekki ver- ið þýdd á íslensku en höfundurinn er engu að síður vinsæll og virtur hér eins og víða um lönd. Verðlaun- in eru, samkvæmt The New York Times, veitt höfundum sem þykja búa yfir einstakri rödd og „fjalla um hina bandarísku upplifun“. Meðal fyrri verðlaunahafa eru John Grisham, Toni Morrison og E.L. Doctorow. Erdrich var fædd í Minnesota ár- ið 1954, dóttir þýsk-bandarísks föð- ur og móður sem er hálfu af ætt Ojibwe-indjána. Hún hefur sent frá sér fjórtán skáldsögur, auk ljóða, smásagna, greina og barnabóka. Í yfirlýsingu bókavarðar bandaríska þingsins segir að Erdrich hafi fjallað á einstakan hátt um líf frum- byggja Bandaríkjanna í samtím- anum, í texta sem er í senn „ljóð- rænn og hrjúfur, töfrandi og laus við tilfinningasemi, og tengir draumaheim goðsagna Ojibwe fólksins við oft grimman veruleika samtímans.“ Erdrich segist skrifa frásagnir sem hrífi sig og beita tungumáli sem ómi innra með sér. Erdrich hlýtur bókmenntaverðlaun Louise Erdrich Fyrsta tölublað bókmennta- tímaritsins Skíðblaðnis er komið út og er það raftímarit helgað smásögum. Fyrsta heftið inni- heldur fimm áður óbirtar smá- sögur eftir jafnmarga íslenska rithöfunda og hægt að lesa það á slóðinni www.skidbladnir.is. Einnig er hægt að hlaða niður rafbókaskrá sem lesa má á spjaldtölvum og lesbrettum. „Á vefsíðu Skíðblaðnis er hægt að skilja eftir athugasemdir, læka og deila á samfélagsmiðlum þeim sögum sem lesendum falla í geð,“ segir um ritið í tilkynningu. Þar segir einnig að Skíðblaðni sé dreift ókeypis til lesenda enda sé hann til í óendanlega mörgum eintökum. Ný hefti Skíðblaðnis munu líta dagsins ljós fjórum sinnum á ári og þá jafnan undir fullu tungli. Sögur í fyrsta hefti eiga Einar Lövdahl, Guðrún Inga Ragnars- dóttir, Magnús Sigurðsson, Ragn- ar Helgi Ólafsson og Sólveig Johnsen. Ritstjóri Skíðblaðnis er Sverrir Norland og í ritstjórn sitja, auk hans, Ragnar Helgi Ólafsson og Dagur Hjartarson. Útgefandi Skíðblaðnis er Tunglið forlag. Raftímarit helgað smásögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ritstjórinn Sverrir Norland. Sýning á grafíkverkum Jóns Eng- ilberts stendur nú yfir í menning- arhúsinu Bergi á Dalvík. Jón fædd- ist árið 1908 og er einn af frumkvöðlum íslenskrar graf- íklistar. Á sýningunni í Bergi má sjá á annan tug grafíkverka, tréristur sem flestar eru frá árunum 1930- 40. Þá eru einnig til sýnis áhöld sem Jón notaði við tréristur og skorna tréstokka sem myndirnar voru þrykktar af. Einnig má sjá merki félags íslensra grafíklista- manna sem Jón hannaði. Að sýningunni standa Gréta Engilberts, barnabarn listamanns- ins, og eiginmaður hennar Hjörtur Sólrúnarson. Sýningin stendur til 9. apríl og er opin á virkum dögum kl. 10-17 og laugardögum kl. 12-17. Einn frumkvöðla íslenskrar grafíklistar Trérista Gestur virðir fyrir sér einn af nokkrum skápum á sýning- unni með verkfærum, myndmóti og grafíkmynd eftir Jón Engilberts. Norsk-enska tónlistarkonan Sasha Siem gaf út sína fyrstu plötu, Most Of The Boys, 2. mars sl. en hana framleiddi, hljóð- blandaði og -jafnaði Valgeir Sig- urðsson í hljóðverinu Gróðurhús- inu. Siem bjó um tíma hér á landi og er sérstök áhugakona um ís- lenskar bókmenntir, eins og segir í tilkynningu vegna útgáfunnar. Þau Valgeir hafa unnið saman áður því Siem söng eitt aðal- hlutverk verksins Wide Slumber sem Valgeir samdi tónlistina við og var sýnt á Listahátíð í Reykja- vík í fyrra. Siem og Valgeir munu koma fram saman á tón- leikum 25. mars nk. í Lexington í Lundúnum. Sasha Siem hefur hlotið mikið lof í enskum tónlist- artímaritum og -vefjum fyrir tón- list sína, m.a. í NME, Clash, Q og The Line Of Best Fit. Ný plata frá Íslandsvini Lofsungin Tónlistarkonan Sasha Siem. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - ÍSLENSKUR TEXTI Besta leikkona í aðalhlutverki NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 5:25 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.