Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landssamband kúabænda (LK) vill að horfið verði frá kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu og að greitt verði sama verð fyrir alla innlagða mjólk. Þá verði opinberri verðlagningu til bænda hætt en áfram verði opinber verðlagning á vinnslu- eða heildsölustigi. Þessi stefnumörkun kemur fram í áherslum og samningsmarkmiðum LK vegna búvörusamninga sem framundan eru á milli ríkis og bænda. Sigurður Loftsson, formaður Lands- sambands kúabænda, bendir á að mismunandi verð hafi verið greitt fyr- ir mjólk, eftir því hvort hún er fram- leidd innan eða utan kvóta. Það er vegna þess að minni verðmæti hafa fengist fyrir umframmjólk sem notuð hefur verið í framleiðslu sem flytja hefur þurft úr landi. Að auki hefur meginhluti stuðnings ríkisins verið greiddur út á kvótamjólkina í formi beingreiðslna. Þetta hefur verið að breytast. Auk- in eftirspurn á innanlandsmarkaði hefur orðið til þess að afurðastöðvarn- ar sækjast eftir meiri mjólk og greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk nú um stundir. Þá hefur verðmæti út- fluttra afurða aukist, sérstaklega með aukinni eftirspurn eftir skyri. Kvótinn hefur kostað mikið Sigurður segir að kvótakerfið hafi sætt gagnrýni. Það hafi einnig kostað greinina verulega fjármuni með kvóta- framsali. „Kvótakerfið var fyrst og fremst sett upp til að halda aftur af framleiðslu, til að halda utan um verð- lagningu til bænda. Ef það verður lagt af er ekki hægt að festa verðið. Þetta fylgist að,“ segir Sigurður um breyt- inguna. „Hugsunin er sú að fara frá þessu fyrirkomulagi yfir í það að mark- aðsaðstæður stýri verðlaginu meira. Við eigum eftir að útfæra það frekar í viðræðum hvernig það kemur út gagn- vart bændum. Það þarf að vera til stað- ar ákveðið öryggisnet fyrir bændur, þannig að þeir lendi ekki í verðhruni.“ Hann segir að það net fengist með því að halda opinberri verðlagningu á vinnslu- eða heildsölustigi. Segir Sigurður að núverandi fyr- irkomulag sé hugsað til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. Mik- ilvægt sé að gera það áfram, þótt fyr- irkomulagi verði breytt. Sigurður segir að miklar breyting- ar í eftirspurn eftir mjólkurvörum kalli á meira svigrúm greinarinnar til að bregðast við. Það hafi sýnt sig í þeim sviptingum sem orðið hafa síð- ustu tvö árin. Þá falli út mikill kostn- aður vegna greiðslumarksviðskipta. Loks nefnir hann að ef öll mjólk verði greidd sama verði aukist hvati vinnslunnar til að auka verðmæti út- flutnings. Mismunandi áhrif á bændur Gert er ráð fyrir að næsti búvöru- samningur gildi til lengri tíma en áð- ur, eða að minnsta kosti til tíu ára. Samþykkt kúabænda felur í sér að horfið verði frá kvótakerfinu á þeim tíma. Kvótakerfið hefur verið notað í vel á fjórða áratug. Afnám kvótakerfisins mun hafa mismunandi áhrif á bændur, eftir því hvar þeir eru staddir í lífinu. Margir bændur hafa fjárfest í greiðslumarki til að geta aukið framleiðslu. Aðrir hafa litið á kvótann sem afkomu- tryggingu fyrir efri árin. „Fyrst og fremst þarf að greiða úr málum í umbreytingunni gagnvart bændum sem hafa ekki hugsað sér að bæta við heldur frekar að fara úr greininni. Það breytir miklu fyrir þá að greiðslumarkið er ekki lengur söluvara. Í tilfelli þeirra sem hafa verið að byggja upp, nýliðanna í greininni, verður þetta frekar til að styrkja þá. Það er okkar sannfæring að ef vel tekst til við að útfæra breyt- ingarnar verði þær til að auka framþróun í greininni til lengri tíma,“ segir Sigurður Loftsson. Horfið verði frá kvótakerfi og dregið úr verðstýringu  Eykur framþróun til lengri tíma, segir formaður Landssambands kúabænda Morgunblaðið/Eggert Kúabóndi Björgvin Guðmundsson, bóndi á Vorsabæ í Austur-Landeyjum, hugar að kúnum. Miklar breytingar gætu orðið á rekstrarumhverfinu. „Ég hefði kosið að menn færu gætilegar. Ég er búinn að vera í þessum búskap í bráðum 36 ár og ég og aðrir starfandi kúa- bændur höfum varið miklum fjármunum í að kaupa þessi réttindi. Svo er kannski ekki fengur í að hleypa allt of mörg- um af stað, við lendum þá í bull- andi offramleiðslu og útflutn- ingi,“ segir Eiríkur Egilsson á Seljavöllum. Egill lagði til á fundi kúa- bænda að orðalag um að hverfa frá kvótakerfinu yrði mildað og að ekki yrði hætt við opinbera verðlagningu á mjólk til bænda. Tillögur hans voru felldar. Hann segir það einkennilega stöðu að bændur séu að verða fyrir heil- mikilli tekjurýrnun í bullandi eft- irspurn eftir mjólk. Því ætti frekar að virkja betur það kostn- aðarlíkan sem verðlagningin byggist á. „Annaðhvort eigum við að vera með opinbera verð- lagningu til bænda og á iðnaðar- stiginu eða gefa verðlagningu frjálsa og láta eftirspurnina ráða,“ segir Eiríkur. Vildi fara gætilegar í breytingu BREYTINGARTILLÖGUR FELLDAR Félagsfræðingafélag Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir málþingi um op- inbera umræðu um innflytjendur á Íslandi í dag, miðvikudaginn 18. mars, kl. 16:45-18:15 í Odda 101, Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins er: Hvernig ræðum við um útlend- inga á Íslandi? Hvað má og hvað má ekki í umfjöllun um innflytj- endur? Erindi flytja: Elfa Ýr Gylfadótt- ir, framkvæmdastjóri fjölmiðla- nefndar, Claude Ashonie Wilson, lögfræðingur og Henry Alexand- er Henrysson, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður þar sem Terry Gunnel, prófessor í þjóðfræðum, situr fyrir svörum auk fyrirles- ara. Fundarstjóri verður Helga Ólafs, doktorsnemi og stunda- kennari við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Ræða opinbera um- ræðu um innflytj- endur á Íslandi Samþykkt var í borgarráði í fyrra tillaga um að hafnar yrðu viðræður við innanríkisráðuneytið um flutning Héraðsdóms frá Lækjartorgi á Hlemm. Dagur B. Eggertsson, nú- verandi borgarstjóri en á þeim tíma formaður borgarráðs, áleit að vegna þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að koma ætti á nýju millidómstigi skap- aðist færi á að stokka upp í húsnæð- ismálum dómskerfisins. Hann taldi að Héraðsdómur „sogaði til sín alla orku“ við Lækjartorg og gæfi ekkert jákvætt frá sér. Byggja mætti yfir héraðsdóm, millidómstig og embætti ríkislög- reglustjóra á lögreglustöðvar- reitnum við Hverfisgötu. Ef dóm- urinn færi af Lækjartorgi myndi vera hægt að laða að torginu versl- anir. Rætt var við Dag í gær og sagði hann að málið væri nú til meðferðar í sameiginlegum starfshópi innanrík- isráðuneytisins og Reykjavík- urborgar. „Ég vonast til þess að hann fari að skila niðurstöðum sín- um og held að það sé stutt í þær,“ sagði Dagur. „Þetta er mjög spenn- andi mál sem er enn í vinnslu. Ég sé fyrir mér að það séu mörg tækifæri sem gætu fylgt þessu, fyrir Hlemm en líka fyrir Lækjartorg.“ kjon@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Til öryggis Snjónum sópað frá dyrum Héraðsdóms við Lækjartorg. Starfshópur ræðir flutning Héraðsdóms Miðvikudaginn 18. mars kl. 12:00-13:30 verð- ur haldinn opinn fundur á vegum Alþjóðamála- stofnunar Há- skóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu. Heiti fundarins er: Staða og horfur EES-samningsins. Aðalerindið flytur Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt- isins og fyrrverandi sendiherra. Hann var stjórnarmaður í Eftirlits- stofnun EFTA í Brussel 2010-13. Eftir erindi Sverris Hauks verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor. Fundurinn er haldinn í Hátíð- arsal Háskóla Íslands og er hann öllum opinn. Ræða stöðu og horf- ur EES-samningsins Sverrir Haukur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.