Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir við fjögurra hæða fjöl-
býlishús á Barónsstíg 28 í Reykja-
vík fyrir sumarið. Nýja húsið
verður steinsnar frá Sundhöll
Reykjavíkur og á grónum stað.
Húsið verður fjórar hæðir og
með risi. Á teikningunni hér fyrir
ofan má sjá að húsið verður byggt
upp að Njálsgötu 64.
Í kjallara verða geymslur og
hjóla- og vagnageymsla. Þá verður
þar sameiginlegt þvottahús. Hvorki
verða bílastæði á lóð né bílakjallari.
Að sögn verktaka verður húsið
byggt úr forsteyptum einingum og
er framkvæmdatími áætlaður að-
eins sex mánuðir. Húsið verður með
8 íbúðum og er 406 fermetrar.
Átta smáíbúðir í húsinu
Þar af eru íbúðirnar tæpir 300
fermetrar. Þær verða því litlar og
herma heimildir blaðsins að meðal-
stærðin verði 35-40 fermetrar. Mið-
að við fermetraverð nýrra fjölbýlis-
húsa í 101 Reykjavík má áætla að
söluverðið verði yfir vel á annað
hundrað milljónir króna.
Í fundargerð byggingarfulltrúa í
Reykjavík 17. mars segir að flutn-
ingur húss númer 28 á Barónsstíg
hafi verið samþykktur. Verður hús-
ið, sem er frá 1905 og friðað, flutt á
óbyggða lóð á horni Þrastargötu og
Suðurgötu í Reykjavík (sjá mynd).
Á nýja staðnum verður steyptur
nýr kjallari undir gamla húsið.
Byggingarfulltrúi heimilar að
byggð verði steinsteypt viðbygging
á vesturgafli hússins.
Tölvuteikning/ARK Þing
Í 101 Reykjavík Svona mun nýr Barónsstígur 28 koma til með að líta út.
Morgunblaðið/Golli
Verður flutt Barónsstígur 28 í dag.
Á horni Lóð fyrir Þrastargötu 1.
Reisa fjölbýlishús á
Barónsstíg í Reykjavík
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Raunverð íbúða í fjölbýli á höfuð-
borgarsvæðinu er nú svipað og í
mars 2005. Það er hins vegar 28%
lægra en þegar það náði sögulegu
hámarki í október 2007.
Þetta má lesa úr greiningu Lands-
bankans á þróun raunverðs sem
gerð var að beiðni Morgunblaðsins.
Hagfræðideild Landsbankans
spáir 9,5% hækkun í ár, 6,5% hækk-
un 2016 og 6,2% hækkun 2017. Tekið
skal fram að þetta eru hækkanir á
nafnverði, án tillits til verðbólgu.
Raunverð fasteigna á árinu 2006
varð hæst í mars það ár og var það
þá tæplega 17% hærra en nú.
Gangi spá Landsbankans eftir
styttist í að raunverðið verði orðið
jafn hátt og 2006. Telja sérfræðingar
bankans að meiri eftirspurn en
framboð muni ýta undir hækkanir.
Flest bendir til að áfram verði
framboðsspenna á markaðnum og að
óbreyttu sé langt í að uppsafnaðri
þörf fyrir húsnæði hafi verið eytt,
áfram muni skorta húsnæði.
Ekki gengið á uppsafnaða þörf
Samkvæmt nýrri áætlun Samtaka
iðnaðarins (SI) verður þannig lokið
við 1.600 íbúðir á höfuðborgarsvæð-
inu í ár, 1.464 á næsta ári, 1.826 árið
2017 og 2.362 íbúðir árið 2018.
Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SI, segir þetta
byggt á fréttum og gögnum frá
sveitarfélögum. Reynt sé að áætla
hvað raunhæft sé að lokið verði við
margar íbúðir á tímabilinu. „Þessi ár
verður um það bil byggt fyrir þörf
þessara ára. Það þarf hins vegar að
hafa í huga að það er uppsöfnuð
þörf. Það verður því ekki gengið á
hana með þessari uppbyggingu.“
Þróun íbúafjöldans mun hafa mik-
il áhrif á eftirspurnina og er höfuð-
borgarsvæðið þar leiðandi á Íslandi.
Á töflunni hér til hliðar hefur hlut-
fall höfuðborgarsvæðisins af íbúa-
fjölguninni 2015 verið yfirfært á spá
Hagstofunnar til 2020. Þetta hlutfall
er valið til að leggja fram varfærið
mat en það er hið lægsta árin 2011 til
2015. Sviptingar urðu þá í íbúaþró-
un, m.a. vegna brottflutnings.
Að sögn Guðjóns Haukssonar,
sérfræðings á mannfjöldadeild Hag-
stofu Íslands, telst það varfærin
nálgun út frá sögunni að miða við að
73,7% íbúafjölgunarinnar verði á
höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
Þriðji liðurinn sem mun auka
eftirspurn eftir húsnæði er spáð
fjölgun ferðamanna. Hún mun að
óbreyttu auka eftirspurn eftir leigu-
húsnæði. Þá fer hluti uppbyggingar
fram á þéttingarreitum sem felur í
sér niðurrif húsa. Nýjar íbúðir eru
því ekki alltaf hrein viðbót.
Íbúðalán heimilanna lækka
Í janúar voru ný óverðtryggð
íbúðalán heimila með breytilegum
vöxtum, að frádregnum upp-
greiðslum, aðeins um 5 milljónir
króna. Til samanburðar voru ný
óverðtryggð íbúðalán með föstum
vöxtum, að frádregnum upp-
greiðslum, -315 milljónir. Í verð-
tryggðum lánum voru þessar tölur
1.666 milljónir og -2.485 milljónir.
Ný óverðtryggð íbúðalán, að frá-
dregnum uppgreiðslum, voru því
-310 milljónir í janúar og ný verð-
tryggð íbúðalán, mínus upp-
greiðslur, -819 millj. Uppgreiðslur
voru því hærri en ný útlán og eru
íbúðalán heimila því að lækka.
Er hér horft til innlánsstofnana og
koma verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs
og lífeyrissjóða til viðbótar.
Íbúðaverð rýkur upp
Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu nú svipað og 2005
Margir þættir leggjast á eitt um að ýta undir eftirspurn
Þróun mannfjöldans 2010-2020
Landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið*
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
Áætluð fjölgun
2015-20
Landið allt
317.520
318.470
319.560
321.890
325.620
329.040
333.480
337.281
341.282
345.605
349.817
Fjölgun
milli ára
950
1.090
2.330
3.730
3.420
4.440
3.801
4.001
4.323
4.212
24.197
Höfuðb.
svæðið
200.800
202.370
203.570
205.740
208.710
211.230
214.502
217.302
220.250
223.436
226.539
Fjölgun
milli ára
1.570
1.200
2.170
2.970
2.520
3.272
2.801
2.948
3.185
3.104
17.829
Hlutfall
af fjölgun
165,3%
110,1%
93,1%
79,6%
73,7%
73,7%
73,7%
73,7%
73,7%
73,7%
*Heimildir: Mannfjöldi eftir sveitarfélögum, kyni, ríkisfangi og ársfjórðungum 2010-2014.
Mannfjöldaþróun á Íslandi 1841-2061, miðspá.
Hlutfall höfuðborgarsvæðisins af mannfjölguninni 2015 er yfirfært á árin 2016-2020.
Raunverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu
1994-2015
okt. ‘07: 243,0
feb. ‘15: 189,2
300
250
200
150
100
50
0
ja
n.
‘9
4
se
p.
‘0
4
m
aí
‘9
9
ja
n.
‘1
0
se
p.
‘9
4
m
aí
.‘
05
ja
n.
‘0
0
se
p.
‘1
0
m
aí
‘9
5
ja
n.
‘0
6
se
p.
‘0
0
m
aí
.‘
11
ja
n.
‘9
6
se
p.
‘0
6
m
aí
.‘
01
ja
n.
‘1
2
se
p.
‘9
6
m
aí
.‘
07
ja
n.
‘0
2
se
p.
‘1
2
m
aí
‘9
7
ja
n.
‘0
8
se
p.
‘0
2
m
aí
.‘
13
ja
n.
‘9
8
se
p.
‘0
8
m
aí
.‘
03
ja
n.
‘1
4
se
p.
‘9
8
m
aí
.‘
09
ja
n.
‘0
4
se
p.
‘1
4
Heimild: Landsbankinn
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Vesti
6.900 kr. Str. M–XXXL
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Flottir vor- og sumarkjólar komnir
KRINGLUKAST
20% afsláttur
af öllum vörum
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum eiga greiðslur
inn á lán vegna viðbótarlífeyris-
sparnaðar þátt í að ný íbúðalán
halda ekki í við uppgreiðslur í
fyrsta mánuði ársins.
Hjá Seðlabankanum fengust
líka þær upplýsingar að upp-
greiðslurnar torvelduðu saman-
burð á nýjum verðtryggðum og
óverðtryggðum lánum.
Unnið er að öflun viðbótar-
gagna til að leiðrétta fyrir við-
bótargreiðslunum.
Þá fengust þær upplýsingar
að þessi skilgreining á nýjum
íbúðalánum væri ágæt við-
miðun um eftirspurnina. Ástæð-
an er sú að hér er miðað við út-
lánin þegar búið er að endur-
fjármagna kaup á fasteign. Til
dæmis þegar óverðtryggt lán er
tekið til að kaupa fasteign sem
verðtryggt lán hvílir á. Það sem
eftir stendur af óverðtryggða
láninu er hið hreina nýja útlán.
Minni en
uppgreiðslur
NÝ ÚTLÁN