Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 11

Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Reynsla Kjartan Pálmason er ráðgjafi hjá Lausninni. Hann þekkir meðvirkni af eigin raun og notast m.a. við per- sónulega reynslu sína til að hjálpa öðrum að vinna úr þeim áföllum sem þeir hafa orðið fyrir í lífinu. eftir þónokkra árekstra bæði við yfirmenn og aðra, fór hún að átta sig á að þetta gengi ekki upp,“ segir Kjartan. Með þessu áframhaldi hefði Mellody misst vinnuna og gerði hún sér grein fyrir því. „Þannig að hún fór að horfa í eigin barm og fór að þreifa sig áfram með því að nota ákveðna aðferðafræði og fór að sjá árangur. Þegar þetta fór að virka hjá henni sjálfri fór hún að prófa þetta á skjólstæðingum og svo koll af kolli.“ Eigin reynsla nauðsynleg Mellody var afar meðvirk sjálf og hefur að sögn Kjartans, greint frá því að hún hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi þegar hún var fjögurra ára gömul. „Og alla tíð hataði pabbi hennar hana og fyrirleit. Þetta er grófa myndin af Mellody en hún þurfti náttúrulega að vinna sig út úr þessu og bjó þessa aðferðafræði til. Það sem gerir aðferðafræðina dálítið sérstaka er að sá sem er að þjálfa eða kenna hana verður að fara í gegnum þetta sjálfur fyrst. Mellody leggur mikla áherslu á að sá sem er að hjálpa fólki í gegnum áföll hafi unnið í sjálfum sér vegna eigin for- tíðar og þetta mótar hún af persónu- legri reynslu og reynslu í starfi,“ segir Kjartan. Bókin byggist á módeli sem höf- undur bjó til og er talað um kjarna- einkenni í bókinni og má sjá hver þau eru í ramma hér til hliðar. Kjart- an kallar þau grunneinkenni við sína vinnu og segir að um fimm fasta fleti sé að ræða sem öll börn hafi. „Börn eru í eðli sínu viðkvæm og í eðli sínu verðmæt. Þau eru ófullkomin, háð, hvatvís og opin. Þetta eru þessir föstu fletir og Mellody horfir svo á hvernig uppeldið hefur haft áhrif á hvern og einn þessara þátta.“ Kjart- an tekur verðmæti barns sem dæmi og segir að sé barn vanvirt, niður- lægt eða ekki viðurkennt sem verð- mætur einstaklingur geti það haft þau áhrif að barnið fari að upplifa sig minna virði en aðrir eða meira virði. „Það hefur áhrif á sjálfsmyndina því þarna er komin skekkja á verðmæti okkar og þá erum við orðin meðvirk. Það fer að hafa áhrif á allt okkar líf sem til dæmis birtist í samanburði okkar við annað fólk. Það getur birst í valdabaráttu inni á heimilum eða valda- baráttu út á við,“ segir Kjartan. Mikilvægi mótunaráranna Af framangreindu má ráða að sé sjálfsvirðing fólks ekki byggð upp með réttum hætti á við- kvæmu mótunarárunum getur það birst í meðvirkni síðar á lífsleiðinni. Kjartan talar um að fyrstu átta til tíu ár ævinnar séu mikilvægustu mótunarár einstaklinga. „Finna má vísindalegar rannsóknir sem segja að fyrstu átta árin hafi börn sérstaka hæfileika til að nema. Þegar við horfum á það að börn eru líka varn- arlaus á þessum tíma, þá hlýtur að skipta öllu máli hvernig umhverfið er. Það er það sem við erum að skoða varðandi meðvirknina og það sem Mellody hefur gert svo vel,“ segir hann. Kjartan ítrekar að vissulega geti margt gerst seinna á ævinni sem kyndi undir meðvirkni en segir samt að vandann megi oftast rekja til einhvers sem hefur gerst á fyrstu átta til tíu árum ævinnar. „Við vinnum gjarnan út frá því að fara verði í upprunann, fara þang- að sem breytingin varð eða stöðnun- in á þroskanum varð til og það er svolítið eins og maður þurfi að hreyfa við því aftur til þess að koma vextinum af stað. Það er stundum talað um þetta sem enduruppeldi og að það þurfi þá að endurala fólk upp,“ segir guðfræðingurinn og ráð- gjafinn Kjartan Pálmason sem hefur góða reynslu af því að vinna á þeirri skekkju sem hann segir að með- virkni sé og það er að sama skapi inntak bókarinnar Meðvirkni eftir Piu Mellody. Nánar má lesa um Mellody, verk hennar og aðferðir á vefsíðunni www.piamellody.com auk þess sem fræðsluefni á íslensku um meðvirkni er að finna á vef fjölskyldumiðstöðv- arinnar Lausnarinnar, www.lausn- in.is undir „fræðsla“. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Pia Mellody, höfundur bókarinnar Meðvirkni, notar fimm kjarnaein- kenni sem unnið er út frá: » Erfiðleikar við að upp- lifa viðeigandi sjálfsvirð- ingu. » Erfiðleikar við að setja mörk sem virka. » Erfiðleikar við að gang- ast við eigin veruleika. » Erfiðleikar við að viðurkenna og uppfylla eigin þarfir og lang- anir og vera háð/ur öðrum inn- byrðis. » Erfiðleikar við að upplifa og tjá veruleika okkar af hófsemi. Kjarnaein- kennin fimm MERKI MEÐVIRKNI Ferðaþjónustusamtökin Norðurhjari á Norðaustur- landi eru með ýmsa við- burði dagana 16.-22. mars. Í kvöld klukkan 19.30 sýna nemendur í Öxarfjarðarskóla í Skúla- garði í Kelduhverfi söng- leikinn Bugsy Malone. Að- gangseyrir er 2.000 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir grunn- skólanemendur. Ókeypis er fyrir þau sem ekki eru byrjuð í skóla. Boðið er upp á kræsingar af kaffi- hlaðborði í hléi og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar um viðburði og umhverfið á Norður- hjara má finna á vefsíð- unni www.edgeofthearc- tic.is/nordurhjari. Endilega … … fylgist með Norðurhjara Morgunblaðið/Sverrir Fjör Söngleikurinn um Bugsy Malone er sívinsæll. Álöngum og hörðum vetri þarsem hver lægðin á fæturannarri hefur ruðst yfirlandið með miklum gaura- gangi hef ég aðeins tvisvar fellt tár og óskað þess afar heitt að vera komin alla leið til Tenerife, Suður-Afríku eða jafnvel til Færeyja. Það verður að teljast gott, við vitum öll hvað vetur- inn hefur boðið upp á. Þetta var einn af þessum dögum í vetur þegar færð á höfuðborgarsvæð- inu var óðum að spillast vegna mik- illar snjókomu, varað hafði verið við stormi í hundraðfimmtugasta og fimmta skiptið í vetur og snjógalli, þrennir vettlingar og lambhúshetta var staðalbúnaður. Líkt og sönnum Íslendingi sæmir lét ég veðrið að sjálfsögðu ekki stoppa mig og ók hægt en örugglega að næsta stað sem selur flatbökur. Glöð í bragði steig ég út úr bílnum og átti ekki nema tæp- lega fimmtíu metra ófarna að húsinu heima þegar vindurinn reif harkalega í heitan pítsukassann, náði honum úr höndum mínum og slengdi hon- um í næsta snjóskafl. Í öngum mínum skóflaði ég matnum og dágóðum skammti af snjó aftur ofan í kassann og gekk síðan með tárin í augunum inn í húsið. Það er skemmst frá því að segja að snjóblautar og örlít- ið saltar sneiðarnar hurfu allar á augabragði ofan í svangar og bugaðar sálir. Í liðinni viku hafði ég glöð tekið að mér að baka pítsur fyrir fund sem átti að halda á heimil- inu. Allt var til reiðu, búið var að kaupa hráefnið og ég hafði meira að segja lagt á borðið kvöldið áður. Þegar leið á dag- inn fóru aftur á móti að renna á mig tvær grímur. Gat verið að nú myndi sjálfur vetur konungur hafa vinning- inn? Ég varð að standa alveg við gluggann og píra augun til að sjá prentsmiðjunni bregða fyrir úti í snjóbylnum. Fregnir bárust af fimm- tán fólksbílum sem sátu fastir í hring- torginu við Hádegismóa og fljótlega var ljóst að báðar akstursleiðirnar að skrifstofum Árvakurs voru ófærar. Samstarfsfólk mitt komst sumt með herkjum á kvöldvaktina og enn á ný var búið að loka flestum leiðum til og frá höfuðborgar- svæðinu. Þegar í ljós kom að fresta þurfti fund- inum vegna veðurs runnu heit og sölt tár niður kinnar á blaða- manni sem var veður- tepptur í öræfum. Blaðamanni sem þráði að komast heim í hlýjuna og baka pítsu, blaðamanni sem var ekki lengur sann- færður um að Ísland væri staðurinn til að búa á. Nú er komið nóg. Ég geri orð Ronju ræningjadóttur að mínum og segi af öllu hjarta: Hvítu vinir, það er komið vor. »Í öngum mínum skófl-aði ég matnum og dá- góðum skammti af snjó aft- ur ofan í kassann... Heimur Láru Höllu Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5 – 0 5 9 0 PÁSKAÞRENNAP P ÚR DÖLUNUM Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.