Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
AÐALFUNDUR
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum
skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnurmál.
Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn
10. apríl 2015 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101
Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á
dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál
tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu
til félagsstjórnar á netfangið
adalfundur2015@hbgrandi.ismeð það
löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið
á dagskrá fundarins, 10 dögum fyrir
fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja
fyrir eigi síðar en kl. 17:00 þriðjudaginn
31. mars 2015.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði
hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja
fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð.
b) greitt atkvæði skriflega.
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér
annan hvorn þessara kosta er bent á að
kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig
þeir skuli bera sig að. Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu, form skjala og
hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr.
hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um
framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um
framkomin framboð tveimur dögum fyrir
aðalfundinn.
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir
aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins
og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á
heimasíðu félagsins og á skrifstofu
félagsins á venjulegum skrifstofutíma.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar
viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er
að finna á vefsíðu félagsins,
www.hbgrandi.is
Stjórn HBGranda hf.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
G
R
A
73
52
8
03
/1
5
Hnúfubakurinn sem hvalasérfræð-
ingar fylgdust með synda frá norð-
urströnd Íslands suður Atlantshaf
og til Dóminíska lýðveldisins og Pú-
ertó Ríkó virðist hafa lokið ætlunar-
verki sínu þar. Hann er lagður af
stað norður aftur, væntanlega heim
til Íslands, og fer nokkuð hratt yfir.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, segir
að ef þetta er raunin hafi hnúfubak-
urinn aðeins stoppað í tvær vikur í
Karabíska hafinu. Það stangast á við
fyrri þekkingu, að hvalirnir séu
þarna suðurfrá hálft árið. Það er svo
sem fleira óvenjulegt við hnúfubak-
inn sem hægt er að fylgjast með á
vef Hafró. Hann fór miklu seinna af
stað suður á bóginn en aðrir hnúfu-
bakar. Meginhluta tímans var hann
á Silfurbanka sem er þekkt æxlunar-
svæði hvala en ekki er vitað hvort
hann hafði erindi sem erfiði. Raunar
er enn ekki vitað hvort hvalurinn er
tarfur eða kýr. Rannsókn sýnis sker
úr um það.
helgi@mbl.is
Hnúfubakurinn á leið heim
Lagður af stað heim?
Grænland Ísland
Kanada
Bermúda
Karíbahaf
Ísland
Karíbahaf
10. nóvember 2014
við Hrísey
129 dögum síðar
Heimild: hafro.is
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við
lagadeild Háskólans á Akureyri,
hafði yfirumsjón með úttekt á aðild-
arferlinu í skýrslu Hagfræðistofnun-
ar, sem kynnt var opinberlega fyrir
rúmu ári. Meginniðurstaða hans var
sú að ljóst væri að það yrði ekki um
neinar sérlausnir
eða undanþágur
að ræða fyrir Ís-
land, nema þá
tímabundnar og
klárlega engar
sem yrðu hluti af
löggjöf Evrópu-
sambandsins.
„Það liggur
fyrir að það var
Evrópusamband-
ið sem stoppaði
viðræðurnar, og í þeim efnum skiptir
ekki máli hvort rætt er um aðlög-
unarferli eða samningaviðræður.
Þeir sem vilja að þjóðaratkvæða-
greiðsla fari fram og samningum
verði lokið, verða að gera grein fyrir
því hvernig þeir ætla að ljúka samn-
ingum við ESB, sem vill ekki semja
við Ísland,“ sagði Ágúst Þór í samtali
við Morgunblaðið í gær.
ESB stoppaði viðræðurnar
Ágúst Þór rifjar upp að það hafi
verið ESB sem stoppaði viðræðurn-
ar, með því að skila ekki rýniskýrslu,
eftir seinni rýnifundinn um sjávarút-
vegskaflann, sem haldinn var í mars
2011. „Slík rýniskýrsla er nauðsyn-
leg til þess að Ísland geti komið fram
með sín samningsmarkmið. Ef við
getum það ekki þá er málið stopp,
eins og raunin hefur verið síðan í
mars 2011.“
Ágúst Þór var spurður, í þessu
samhengi, hvort það hefði eitthvað
upp á sig að setja ákvörðun um það
hvort viðræðum við ESB væri haldið
áfram, í hendur þjóðarinnar með
þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ég tel að ef
efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu
þyrfti að spyrja þjóðina hvernig hún
ætlaði að komast í viðræður, við ein-
hvern sem er ekki að svara í ferlinu.
Það var sett upp ákveðið ferli og
samkvæmt því á að skila rýniskýrslu
eftir seinni rýnifundinn umsóknar-
lands og Evrópusambandsins. Hvað
gerir umsóknarlandið, ef þessari
skýrslu er ekki skilað? Þeirri spurn-
ingu verður að svara,“ sagði Ágúst
Þór.
Hann bendir á að það hafi liðið
góðir 18 mánuðir frá því að seinni
rýnifundurinn um sjávarútvegskafl-
ann var haldinn í mars 2011, þangað
til að Össur Skarphéðinsson, þáver-
andi utanríkisráðherra hafi ákveðið
að setja málið á ís, en það hafi hvort
eð er verið á ís hjá Evrópusamband-
inu í eitt og hálft ár.
Ágúst Þór segir að þegar hann var
að vinna úttekt sína fyrir skýrslu
Hagfræðistofnunar, hafi hann farið
til Brussel og hitt samningamenn
ESB og ýmsa forsvarsmenn Evr-
ópusambandsins. „Niðurstaða lykil-
manna sem ég ræddi við var sú að
það væri ekki hægt að koma fram
með rýnisskýrsluna um sjávarút-
vegskaflann vegna þess að í henni
hefði verið krafa um tímasetta að-
gerðaráætlun um það hvernig Ísland
ætlaði að taka upp Evrópulöggjöfina
í sjávarútvegi. Þeir vissu sem var að
viðbrögðin við slíkri kröfu gætu ekki
orðið önnur en lok samningavið-
ræðna. Þannig að við þær aðstæður
sem fyrir hendi voru var klárlega
ekki hægt að ljúka viðræðunum.“
Hann segir að í sínum huga sé það
alveg ljóst að afstaða Evrópusam-
bandsins sé sú að málið liggi bara
dautt, þar til fyrir liggur að meiri-
hluti þjóðarinnar hefur tekið af skar-
ið um að hann vilji ganga í Evrópu-
sambandið. „Það yrði þá á
forsendum Evrópusambandsins, en
ekki okkar. Í prinsippinu verðum við
innan lagaramma Evrópusambands-
ins í öllum flokkum,“ sagði Ágúst
Þór Árnason.
ESB vill ekki
semja við Ísland
Ágúst Þór
Árnason
ESB Ágúst Þór segir að Ísland yrði að taka upp alla Evrópulöggjöfina við
inngöngu í Evrópusambandið, einnig löggjöfina um sjávarútveg.
Tillaga til þingsályktunar um að-
ildarumsókn að Evrópusamband-
inu, sem lögð var fyrir Alþingi á
137. löggjafarþingi sumarið 2009
er svohljóðandi: „Alþingi ályktar
að fela ríkisstjórninni að leggja inn
umsókn um aðild að Evrópusam-
bandinu og að loknum viðræðum
við sambandið verði haldin þjóð-
aratkvæðagreiðsla um væntan-
legan aðildarsamning.“
Í athugasemdum með þings-
ályktunartillögunni segir m.a.:
„Málsaðilar áskilja sér rétt til að
mæla með eða leggjast gegn
samningnum þegar hann liggur
fyrir enda eru settir margvíslegir
fyrirvarar við hugsanlegan stuðn-
ing við málið.
Meðal grundvallarhagsmuna Ís-
lands er:
Að tryggja forræði þjóðar-
innar yfir vatns- og orkuauðlindum
og ráðstöfun þeirra.
Að tryggja forræði þjóðar-
innar yfir fiskveiðiauðlindinni,
sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar
og hlutdeild í deilistofnum og eins
víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í
sjávarútvegi í alþjóðasamningum
og hægt er.
Að tryggja öflugan íslenskan
landbúnað á grundvelli fæðu-
öryggis og matvælaöryggis.“
Grundvallarhagsmunir
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGAN UM ESB-UMSÓKN FRÁ 2009
Alþingi Stjórnarandstaðan vill þjóð-
aratkvæðagreiðslu um ESB-viðræður.