Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nemendur við Háskólann í Reykja- vík eru að þróa veflausn sem mun gera hjálparsamtökum kleift að nálg- ast matvæli sem að öðrum kosti væri hent, m.a. vörur sem nálgast síð- asta neysludag. Festi og Kaupás munu taka þátt í þróun hugbúnað- arins, sem nefnd- ur er Matarbank- inn, en með honum verður hægt að sækja upplýsingar um slík matvæli í gagnagrunn fyrirtækja. Með því verður hægt að tengja saman gefendur og þiggjendur. Guðmundur Daníelsson, tækni- rekstrarstjóri hjá Orkufjarskiptum, er einn fimm nemenda sem leggja stund á meistaranám í verkefna- stjórn frá HR, svonefnt MPM-nám. Með honum í hópnum eru Freyr Finnbogason, Steinar Sigmarsson, Rafael Cao Romero Millan og Þórdís Gylfadóttir. „Einn áfanginn í náminu snýst um að undirbúa og framkvæma verkefni sem hefur samfélagslega skírskotun. Þessir fimm nemendur sem lentu saman í hóp undir leiðsögn dr. Helga Þórs Ingasonar, ákváðu að ráðast í verkefni sem væri ekki ein- göngu skólaverkefni heldur ætti framtíðina fyrir sér.“ Verði skráð í gagnagrunn „Niðurstaðan var sú að setja upp veflausn sem miðar að því að gera heildsölum, fyrirtækjum, verslunum, framleiðendum og birgjum kleift að skrá óopnaðar umbúðir í gagna- grunn, í stað þess að henda þeim. Þannig geta hjálparsamtök nálgast vörurnar og komið þeim til þeirra sem þurfa,“ segir Guðmundur sem fagnar umræðu um matarsóun í Morgunblaðinu í vikunni. Kom þar m.a. fram að árlega væri sóað mat- vælum fyrir minnst hundruð millj- óna. „Umræðan í vikunni styður svona verkefni. Þar sáum við enda í fyrsta sinn tölur um matarsóun. Það virðist sem tugum, ef ekki hundruðum tonna, af mat í óopnuðum umbúðum sé hent á hverju ári. Þá ýmist vegna þess að þær eru skemmdar, umbúðir laskaðar eða farnar að nálgast síð- asta söludag. Við fengum til sam- starfs fyrirtækið Festi sem rekur Kaupás og Krónuverslanirnar auk þess sem Fjölskylduhjálp Íslands og Samhjálp koma að verkefninu. Þau voru til í samstarf og ætla að prófa lausnina með okkur og hanna hana og þróa. Verkefnið snýst um að koma þessu á koppinn og í virkni. Við stefnum á að í lok apríl verði verkefnið komið úr prófunarfasa og í fulla virkni. Þá afhendum við verk- efnið til samtakanna Vakandi sem Rakel Garðarsdóttir er í forsvari fyr- ir. Samtökin ætla að eiga veflausnina og halda þróuninni áfram. Þetta eru frjáls samtök sem stuðla að vitunda- vakningu um matarsóun. Þau eru ekki rekin í hagnaðarskyni og þótti okkur þau því tilvalin til samstarfs. Við vildum tryggja að veflausnin yrði ekki að féþúfu í framtíðinni, heldur byggðist hún á þessum samfélags- lega grunni. Það er enda lögð mikil áhersla í þessum áfanga á að verk- efnin hafi samfélagslega skírskotun,“ segir Guðmundur. Hugbúnaður dragi úr matarsóun  Nemendur við HR þróa veflausn sem gerir hjálparsamtökum kleift að sækja mat sem er að renna út  Hjálparsamtök verða tengd við fyrirtæki  Verkefnið er hluti af áherslu HR á samfélagslega ábyrgð Morgunblaðið/Kristinn Úr verslun Krónunnar Árlega er miklu hent af ferskum matvælum. Guðmundur Daníelsson Gylfaflöt 16-18 |112 Reykjavik | Sími 553 5200 | solo.is ARÍA Eldhúsborð Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslun. ARÍA skrifborð Stærð 70x120cm fáanlegt í fleiri litum Tilboðsverð 135.000,- Tilvalin fermingargjöf Íslensk hönnun og framleiðsla Aría borðlínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Hönnuður: Sturla Már Jónsson SESTA stólar Fást einnig í svörtu, hvítu og glæru. www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur gefið Reykjalundi göngubretti af full- komnustu gerð. Tilefnið er 40 ára af- mæli klúbbsins. Kiwnanisklúbburinn Jörfi var stofnaður 28. maí 1975. Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Reykjalundur rekur heilsurækt og endurhæfingu fyrir þá sem orðið hafa fyrir skammtímaáföllum og einnig þá, sem eiga við langvarandi eða ólæknandi sjúkdóma að stríða. Gönguþjálfun er mikilvægur þáttur í endurhæfingu sjúklinga, segir í til- kynningu. Hún er sérstaklega mik- ilvæg fyrir þá, sem verða fyrir sjúk- dómum, sem hafa áhrif á hreyfifærni og jafnvægi, t.d. parkinsonsveiki. Árlega sækir mikill fjöldi parkin- sonssjúklinga endurhæfingar- námskeið á Reykjalundi. Hafa þau reynst mjög vel og komast færi að en vilja. „Jörfi vill legga sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda fleir- um að efla sig og styrkja með því að bæta einu göngubretti við í safn lík- amsræktartækja Reykjalundar.“ Ljósmynd/Guðmundur H. Guðjónsson Gjöf Jörfafélagar og starfsfólk Reykjalundar sem veitti gjöfinni viðtöku. Göngubretti gefið  Kiwanisklúbburinn Jörfi gefur Reykjalundi gjöf á 40 ára afmæli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.