Morgunblaðið - 20.03.2015, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Eldiviðaröxi - Verð 20.850 kr.
Lykilverslun við
Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking
og reynsla
Útivistaröxi
Verð 14.490 kr.
Lítil öxi
Verð 13.995 kr.
FYRIR KRÖFUHARÐA
Breiðbíla
Verð 34.125 kr.
Útivistaröxi Les Stroud
Verð 22.860 kr.
!"
!#
#$
$$%
#
#$
%#"
#!##
%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$"
!
!#
#$%
$!$%
#
#
%
#
%$ #
#
!"!
!#
#
$ %
#
#%
%"
#!%
%$$
!" $
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hafin er rafræn kosning fyrir for-
mannskjör Samtaka atvinnulífsins (SA)
fyrir starfsárið 2015-2016. Björgólfur Jó-
hannsson, formaður Samtaka atvinnu-
lífsins og forstjóri Icelandair Group, gef-
ur áfram kost á sér til formanns en hann
tók við formennsku árið 2013.
Félagsmenn samtakanna hafa fengið
send lykilorð í pósti til að taka þátt í for-
mannskjörinu. Þeir geta kosið til kl. 9.30
fimmtudaginn 16. apríl en aðalfundur
samtakanna verður sama dag kl. 11.30 í
Húsi atvinnulífsins. Kjörgengir til emb-
ættis formanns eru stjórnendur og
stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðild-
arfélaga samtakanna.
Björgólfur vill áfram
vera formaður SA
● Fimm gefa kost á sér í stjórn N1 á
aðalfundi félagsins sem fram fer á
mánudaginn kemur. Samkvæmt sam-
þykktum er stjórnin skipuð fimm og er
hún því sjálfkjörin. Þau sem bjóða sig
fram eru Helgi Magnússon, Kristín Guð-
mundsdóttir, Jón Sigurðsson og Mar-
grét Guðmundsdóttir, sem öll eru fyrir í
stjórninni, auk Þórarins V. Þórarins-
sonar sem kemur nýr inn. Guðmundur
Arnar Óskarsson gefur ekki kost á sér
til áframhaldandi stjórnarsetu og víkur
því úr stjórninni eftir aðalfundinn.
Þórarinn V. í stjórn N1 í
stað Guðmundar Arnars
STUTTAR FRÉTTIR ...
bankastarfsemi getur það leitt af sér
aukna kerfisáhættu í fjármálakerf-
inu. Ein af niðurstöðum skýrslunnar
er sú að mikilvægt sé að hafa góða yf-
irsýn yfir tengslin milli kerfanna þar
sem þau eru til staðar. Meðal þess
sem þurfi sérstaklega að líta til séu
gagnkvæmar fjáreignir bankakerfis-
ins og þeirra sem stunda skugga-
bankastarfsemi.
Þrátt fyrir smæð skuggabanka-
kerfisins hér á landi eru þessi tengsl
ríkari hér en í flestum öðrum ríkjum
því í lok árs 2013 voru fjáreignir
bankakerfisins í skuggabönkum 8%
af fjáreignum bankakerfisins og fjár-
eignir hinna síðarnefndu í bankakerf-
inu rúmlega 9%. Það er langt yfir því
sem almennt gengur og gerist en
samkvæmt alheimsúrtaki Alþjóðlega
fjármálastöðugleikaráðsins voru
eignatengslin að jafnaði á bilinu 1% til
5%. Ísland er þó ekki eitt um að skera
sig úr hvað þetta varðar því í Bret-
landi nam fyrrnefnt hlutfall um 15% í
báðum kerfum.
Hluti af heilbrigðu fjármálalífi
Nefnd fjármálaráðherra ítrekar í
skýrslu sinni að skuggabankastarf-
semi sé eðlilegur hluti fjármálakerf-
isins og „sé mikilvæg staðkvæmd við
hefðbundna bankastarfsemi“ eins og
það er orðað. Hún er sögð geta aukið
fjölbreytni og áhættudreifingu á
mörkuðum og kunni einnig að stuðla
að auknu gjalddagajafnvægi og auka
seljanleika. Þá sé vöxtur skugga-
bankakerfa einnig oft til marks um
dýpkun fjármálamarkaða.
Skuggabankastarfsemi er mjög
tengd bankastarfsemi hérlendis
Morgunblaðið/Golli
Bankastarfsemi Þörf er talin á því að kortleggja með mun nákvæmari hætti skuggabankastarfsemi hérlendis.
Skuggabankakerfi
» Miðlun lánsfjármagns fyrir
tilstilli aðila eða starfsemi ut-
an hins hefðbundna banka-
kerfis.
» Felur í sér fjármögnun og
fjárfestingar sem ekki eru
hluti af hefðbundinni banka-
starfsemi.
» Mikið framboð af lausu fé
stuðlar að vexti kerfisins.
» Sjóðsöfnun lífeyrissjóða og
gjaldeyrishöft örva eftirspurn
eftir kerfi af þessu tagi.
Nefnd fjármálaráðherra segir starfsemina eðlilegan hluta fjármálakerfisins
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Skuggabankakerfið á Íslandi er frem-
ur smátt í alþjóðlegum samanburði en
tengsl við hefðbundið bankakerfi eru
þó ríkari en víðast hvar annars staðar,
sem leitt getur til kerfisáhættu.
Skuggabankastarfsemi er þó eðlilegur
hluti fjármálakerfisins. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyr-
ir fjármála- og efnahagsráðherra og
birt var í gær.
Samkvæmt úttekt Seðlabanka Ís-
lands, sem meðal annars er notast við í
skýrslunni, nemur stærð skugga-
bankakerfisins 8% af heildarfjáreign-
um aðila á fjármálamarkaði eða um
40% af vergri landsframleiðslu. Til
samanburðar er skuggabankastarf-
semi um 25% af heildarfjáreignum á
fjármálamarkaði í heimsúrtaki Al-
þjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins
(Financial Stability Board) og 120% af
vergri landsframleiðslu.
Nefndin sem vann skýrsluna bendir
á að þó kerfið sé fremur lítið hérlendis
þurfi að taka tillit til þess, þegar kerf-
islæg áhætta fjármálakerfisins er
metin, að „starfsemi Íbúðalánasjóðs
og lífeyrissjóða bera með sér marga
eiginleika skuggabankastarfsemi“ en
að starfsemi þeirra stofnana sé ekki
tekin með í reikninginn samkvæmt
þeim skilgreiningum sem notast er við
þegar skuggabankakerfi eru kortlögð.
„Væri hins vegar litið til þessarar
starfsemi myndi skuggabankakerfið
stækka til muna, enda námu útlán
Íbúðalánasjóðs 754 ma.kr. um mitt ár
2014.“
Mikil tengsl hérlendis
Þegar mikil tengsl eru milli hefð-
bundinnar bankastarfsemi og skugga-
„Dómur er samkvæmt lögum orðinn
hluti af innheimtuferli en fjármögn-
unarfyrirtæki þurfa að fara í inn-
setningarmál til þess að tryggja
leigumuni. Það skýrir töluverðan
hluta af málunum.“ Þetta segir Þór
Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsing-
ar, í samtali við mbl.is í framhaldi af
frétt í ViðskipaMogganum í gær um
mikinn málafjölda sem höfðaður hef-
ur verið vegna starfsemi Lýsingar
sem er 874 mál frá árinu 2010. Þór
segir ennfremur að Lýsing sé í ann-
arri stöðu en nýju fjármálafyrirtæk-
in sem fengu nýja kennitölu í
hruninu. „Við höfum hvorki notið
ríkisstyrkja né fengið lánasafn með
afslætti. Við höfum þurft að halda
fast um budduna og eðlilegt hefur
þótt að leita leiðsagnar dómstóla um
skyldur okkar. Samanburður við
önnur fjármálafyrirtæki er með öðr-
um orðum skakkur,“ segir hann.
Upplýsingarnar um málafjöldann
koma fram í skýrslu sem Samtök
iðnaðarins létu gera en Þór tekur
fram að hann hafi ekki séð skýrsluna
og setur því alla hugsanlega fyrir-
vara við hana. Hann segir jafnframt
að ef tölurnar séu réttar sé mála-
fjöldinn innan við 2% af heildarlána-
safni fyrirtækisins eins og það var
fyrir hrun. Hann nefnir einnig sem
skýringu á þessum mikla málafjölda
fyrirtæki sem gera út á gengis-
lánamál og stefna inn þess konar
málum til þess að geta komist í heim-
ilistryggingu viðskiptavina. „Á síð-
ustu misserum hafa sprottið upp
kröfugerðafyrirtæki sem gera út á
að fá málskostnaðartryggingu úr
heimilistryggingum viðskiptavina.
Til þess að komast í hana verða þau
að fá málin þingfest,“ segir Þór.
Dómsmál Fjöldi mála hefur verið
höfðaður vegna starfsemi Lýsingar.
Segir dóm hluta
af innheimtuferli
Lýsing telur
eðlilegt að leita leið-
sagnar dómstóla