Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Í haust lögðu þrettán
baráttujaxlar á þingi
fram frumvarp um að
ÁTVR verði TVR og
hætti að selja áfengi.
Þeir sem vilja óhefta
sölu áfengis, trúbræð-
ur aðstandenda frum-
varpsins, hafa lengi
reynt að koma inn hjá
okkur þeirri skoðun að
við þjáumst mikið með-
an núverandi kerfi er við lýði og að
við þráum aukna þjónustu. Þetta var
orðað þannig í greinargerð með
fyrra frumvarpi um sama efni: „Við-
skiptavinirnir gera sífellt aukna
kröfu um þjónustu.“ Sumum við-
skiptavinunum finnst þetta nokkuð
orðum aukið, meðal annars þeim
sem bögglar saman þessum texta.
Gæti ekki átt sér stað að einhverjum
mislíkaði hækkun verslunarálagn-
ingar, vöntun vöruþekkingar, fátæk-
legt úrval víðast hvar, að ekki sé tal-
að um vaxandi unglingadrykkju sem
bent hefur verið á með góðum rök-
um að verði staðreynd ef frumvarpið
verður samþykkt? Er ekki líka hugs-
anlegt að viðskiptavinirnir verði
ekkert sérstaklega hrifnir af því að
álitlegur hluti arðsins
af vínsölunni renni í
vasa auðmanna sem lítt
skattlagðar fjármagns-
tekjur?
Eitt af því sem sting-
ur í augun þegar grein-
argerðin með frum-
varpinu er lesin er
eftirfarandi yfirlýsing:
„Ekki er ólíklegt að
aukið aðgengi að
áfengi hafi aukin
áfengiskaup í för með
sér, a.m.k. til byrja
með. Líklegt verður þó að telja að
jafnvægi náist og neyslan dragist
saman eða jafnist út að nýju.“ Höf-
undarnir sætta sig ágætlega við að
neyslan aukist og að það sé „líklegt“
(þ.e. ekki öruggt) að hún dragist að
einhverju leyti saman aftur. Ekki er
ljóst hvaðan þeir hafa þá speki sem
felst í setningunni: „Ekki hefur verið
sýnt fram á það að varanlegt orsaka-
samhengi sé milli aukins aðgengis
og aukinnar neyslu“. Við þurfum
ekki að leita lengi á netinu til að
finna dæmi um eðli þess samhengis.
Hér er eitt: Í ritinu Alcohol and
Temperance in Modern History: An
International Encyclopedia, Vol. I-
II, standa þessi orð á bls. 482 í fyrra
bindinu: „A high tide of alcohol cons-
umption followed …“ sem þýða
mætti einhvern veginn svona: „Flóð-
bylgja áfengis æddi yfir landið …“
Þarna er fjallað um afnám hafta og
einkavæðingu vínsölu í Póllandi eftir
að járntaldið var tekið niður. Um
þetta má lesa nánar til dæmis á
http://www.aaaprevent.eu, undir Re-
ports > National Profiles. Þar kem-
ur fram, meðal annars, að sölu-
aðferðirnar miðast ekki hvað síst við
unga fólkið.
Samkvæmt upplýsingum SÁÁ er
meira en helmingur allrar drykkju
ofan hófdrykkjumarka, og eykst
áfengisvandinn í hlutfalli við vaxandi
heildarneyslu. Við getum því hvorki
verið alveg viss um að Pólverjarnir
séu búnir að jafna sig eftir veisluna,
né að veislan sé yfirleitt búin, enda
er ekki einu sinni aldarfjórðungur
frá því hún hófst.
Í DV 3. mars birtist stutt og hnit-
miðuð grein um þessi mál eftir Guð-
bjart Hannesson, „Hagsmunagæsla
á kostnað almennings?“ Guðbjartur
segir meðal annars: „Bent er á að
fjöldi sölustaða gæti tífaldast og að
eðli einkarekinna verslana sé að
reyna að selja sem mest.“ Að fjöld-
inn margfaldist, jafnvel tífaldist, er
alls ekki óhugsandi fyrst gert er ráð
fyrir að áfengi megi selja miklu víðar
en í matvörubúðum. Það að einka-
reknar verslanir reyna að selja sem
mest er einmitt það sem gerir frum-
varpið svo hættulegt.
Sú kenning að ekkert sé að því að
neyslan aukist því hún hjaðni bara
aftur virðist dálítið vafasöm svo ekki
sé meira sagt. Enginn efast um að
hún aukist, en það verður örugglega
bið á að hún hjaðni (hinn tífaldi að-
gangur verður þrándur í götu). Á
þeim tíma fara feiknamörg mannslíf
í súginn og kostnaður samfélagsins
verður gífurlegur. Flytjendur frum-
varpsins kunna ráð við þessu öllu
saman: Við eflum bara forvarnirnar!
Þá vaknar sú spurning hve miklar
þær varnir þurfa að vera til að koma
algerlega í veg fyrir að neyslan auk-
ist. Það er ekki hægt að sætta sig við
neitt minna en það, eða hvað? Jú,
þeir eru til sem finnst það bara fínt,
þingmennirnir þrettán eru alveg
sáttir eins og þegar hefur komið
fram. Hvað ef forvarnirnar verða
skornar niður við trog þegar næst
syrtir í álinn í efnahagsmálunum?
Og hvað ef margfalt meira fé fer í
auglýsingar en forvarnir? Hver seg-
ir að lagasetning um auglýsingar
verði ekki rýmkuð á næsta löggjaf-
arþingi til hagræðis fyrir sprúttsal-
ana?
Hver einasti maður hlýtur að sjá
að þetta er allt saman gjörsamlega
út í loftið. Hvernig mætti það vera
að salan ykist ekki nema lítið eitt og
einungis rétt um stundarsakir við
margföldun aðgengisins og með
ísmeygilegri sölumennsku í einka-
reknum verslunum?
Með því að gúggla saman UK
alcohol deregulation koma upp ótelj-
andi tenglar þar sem lýst er þeim
ógöngum sem Bretar hafa komið sér
í með löggjöf sem er ennþá slakari
en sú sem boðuð er í frumvarpinu
sem hér er fjallað um. Ástandið er
hrikalegt og engin merki sjást um
„að jafnvægi náist og neyslan drag-
ist saman eða jafnist út að nýju“, en
hins vegar er margt sem bendir til
„að varanlegt orsakasamhengi sé
milli aukins aðgengis og aukinnar
neyslu“. Samkvæmt tenglunum
virðist eitt allra helsta úrræðið sem
til greina kemur vera það að draga
úr aðgenginu. Nú er eðlilegt að
spurt sé hvort hinir þrettán kjörnu
fulltrúar hafi haft hugmynd um
hvernig komið er fyrir Bretum, eða
hvort þeir létu það alveg vera að
kynna sér hvernig tekið er á hlut-
unum í grannlöndunum áður en þeir
settu saman kenninguna um sam-
drátt í neyslu án undangengins sam-
dráttar í aðgengi.
Mergurinn málsins er sá að frum-
varpinu var klambrað saman í
þjónkunarskyni við fjármagnseig-
endur, án minnsta tillits til velferðar
fólksins í landinu. Það er hugsað
sem drjúgur áfangi í einkavæðing-
arferlinu.
Meira: mbl.is/adsendar
Illvirki í takt við tímann
Eftir Jón Snorra
Ásgeirsson » Að fjöldinn marg-
faldist, jafnvel tí-
faldist, er alls ekki
óhugsandi fyrst gert er
ráð fyrir að áfengi megi
selja miklu víðar en í
matvörubúðum.
Jón Snorri Ásgeirsson
Höfundur er löggiltur skjalaþýðandi.
Mikið hefur verið rætt um ýmsa galla sem komið hafa upp í ferðaþjónustu
fatlaðra en vonandi eru þau mál nú komin í lag. Ég held að ýmislegt megi
bæta í málefnum fatlaðra og aldraðra hér á landi. Þar má nefna ýmsar að-
gangshindranir sem fatlaðir mæta og gera þeim erfitt fyrir með að komast
leiðar sinnar í hjólastólum, í þessu þarf að gera átak. Mitt álit er að ná-
grannaþjóðir okkar á Norðurlöndum séu mun lengra á veg komnar í ýmsum
málefnum fatlaðra en við Íslendingar. Varðandi málefni aldraðra er eitt sem
strax kemur upp í hugann. Það er hreint mannréttindamál fyrir aldraða að
geta verið í einbýli á hjúkrunarheimilum, að þurfa að deila herbergi með ein-
um eða tveimur gengur engan veginn. Það er því ljóst að ýmislegt þarf að
bæta í þessum málum.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Aldraðir
Aldraðir Mannréttindamál fyrir aldraða að geta verið í einbýli á hjúkrunarheimilum.
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
20% afsláttur af öllum gleraugum.
Gildir út mars.
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
www.danco.is
Heildsöludreifing
Eingöngu selt til fyrirtækja
Ljúffengt...
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
...hagkvæmt og fljótlegt
Veisluþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum