Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 ✝ Ingunn Hans-dóttir Hoff- mann fæddist í Reykjavík 29. mars 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 4. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Hoffmann húsfrú, f. 17.10. 1883, d. 11.7. 1975 í Reykjavík, og Hans Ingi Hoffmann, bókari, f. 22.8. 1879, d. 23.3. 1961 í Reykjavík. Bróðir Ingunnar er Kristján Hansson Hoffmann loft- skeytamaður, f. 29.4. 1907, d. 17.7. 1955 í Reykjavík. Hinn 9.10. 1937 giftist Ingunn Indriða Níelssyni bygginga- meistara, f. á Valshamri í Álfta- neshreppi, Mýrasýslu 30.8. 1913, d. 4.11. 1999. Foreldrar Indriða voru Soffía Hallgrímsdóttir, f. 21.3. 1887 á Grímsstöðum í Álftaneshreppi Mýrasýslu, d. 3.7. 1977 í Reykjavík, og Níels 1949, kvæntur Hildi Þorvalds- dóttur, 28.11. 1949. Börn þeirra eru Jóhanna, f. 1971, Rut, f. 1975, og Óttar, f. 1974, d. 1975. 5. Ragnheiður sálfræðingur, f. 5.11. 1951, gift Kristni Karlssyni, f. 1.6. 1950. Börn þeirra eru Ing- unn Rán, f. 1972, Anna Þóra, f. 1976, og Karl, f. 1984. 6. Hall- grímur, f. 4.11. 1957, d. af slys- förum 19.12. 1975 Lang- ömmubörnin eru 32. Ingunn og Indriði bjuggu á Flókagötu 43 í Reykjavík mestan hluta ævinnar eða frá 1945 til 1999 þegar Indriði féll frá. Eftir það bjó Ingunn þar ein allt til ársins 2007 er hún flutti á hjúkr- unarheimilið Sóltúni. Ævistarf Ingunnar var helgað heimili og fjölskyldu. Hún spilaði á píanó og hafði yndi af tónlist, einkum klassískri. Hún var slyngur bridsspilari og var um tíma for- maður Bridsfélags kvenna. Þá starfaði Ingunn einnig að líknar- málum, m.a. á vettvangi Kven- félags Hringsins og Rauða kross- ins. Útför Ingunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Guðnason, f. 8.3. 1888 á Valshamri í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, d. 27.6. 1975 í Borgarnesi. Börn og barnabörn Ingunnar og Indr- iða eru: 1. Hans fv. forstöðumaður, f. 2.1. 1943, kvæntur Erlu Einarsdóttur, f. 9.2. 1943. Börn þeirra eru Ingunn, f. 1964, Guðný, f. 1967, og Gunn- ar Ingi, f. 1968. 2. Níels verk- fræðingur, f. 18.11. 1944, kvænt- ur Guðlaugu Ástmundsdóttur, f. 6.10. 1941. Börn þeirra eru Birna, f. 1962, Indriði, f. 1973, Snjólaug, f. 1974, og Ástmundur, f. 1977. 3. Indriði, tæknifræð- ingur, f. 27.11. 1947, kvæntur Önnu Luise Toft, f. 20.7. 1946. Börn þeirra eru Kristín Anna, f. 1963, Arnar, f. 1964, Hallgrímur Daði, f. 1973, Indriði Freyr, f. 1974, og Guðrún, f. 1979. 4. Gunnar tæknifræðingur, f. 8.10. Þá hefur elskuleg tengda- mamma mín kvatt okkur. Loksins fékk hún hvíldina sem hún var lengi búin að þrá enda nærri orðin 99 ára. Ingunn var einstök kona, ljúf og góð. Aldrei sá ég hana skipta skapi. Ingunn var lífsreynd kona, ekkert mann- legt var henni framandi. Hún var dugleg að halda stórfjölskyldunni saman meðan kraftarnir leyfðu. Hún var sterkgreind og stál- minnug og var það undir það síð- asta. Hún bar mikla umhyggju fyrir barnabörnum og langömmubörn- um sínum. Ingunn var fjölhæf, hafði tök á nokkrum tungumálum, spilaði brids og samdi krossgátur fyrir blöð á yngri árum.Einnig var hún góður píanóleikari og spilaði í fjölskylduboðum á gleðistundum. Alla tíð var gaman að heimsækja hana og eftir að hún flutti á Sól- tún voru stundirnar hjá henni uppfræðandi og notalegar. Hún vissi bókstaflega allt. Ingunn var glæsileg kona, há og tíguleg, með fallegt hvítt hár sem var alltaf vel til haft. Minningin um góða og hjartahlýja konu lifir með mér. Þegar dags er þrotið stjá, þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá, syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Hvíl í friði, elsku tengda- mamma, og þökk fyrir samfylgd- ina. Anna Toft. Tengdamóðir mín, Ingunn Hansdóttir Hofmann, er látin í hárri elli eða tæplega 99 ára. Það er löng ævi og spannar mikla sögu. Hún fæddist í danska kon- ungsríkinu, ólst upp og komst á fullorðinsár í sambandsríki Ís- lands og Danmerkur og var kom- in hátt á þrítugsaldur við lýðveld- isstofnun. Hún var hafsjór af fróðleik um menn og málefni þessara tæpu eitt hundrað ára fram í andlátið þótt gengið væri á líkamlega heilsu síðustu árin. Ingunn var fædd og ólst upp í Reykjavík þar sem hún bjó alla ævi. Hún gekk í Ingimarsskóla og á sínum sokkabandsárum dvaldi hún rúmt ár í Þýskalandi. Hún var mikil málamanneskja, hafði yndi af tónlist og var liðtæk- ur píanóleikari. En ævistarf hennar var að halda heimili og ala upp sex börn sín og Indriða Níelssonar, en þau gengu í hjóna- band árið 1937. Öll börnin lifa móður sína nema yngsti sonur hennar Hallgrímur, sem lést af slysförum 18 ára gamall fyrir tæpum 40 árum. Við fráfall hans var mikill harmur kveðinn bæði að foreldrum hans og systkinum, sem og öðrum sem til hans þekktu. Á þessari kveðjustund eru árin að verða 45 síðan ég kom fyrst á hlýlegt og fallegt heimili þeirra Ingunnar og Indriða á Flóka- götu, þar sem mér var vel tekið. Ekki spillti fyrir skyldleiki, sem við unga fólkið ég og Ragnheiður þekktum ekki til þá, en Ingunn og Karl faðir minn eru þremenn- ingar, afkomendur Ingunnar Jónsdóttur og Hans Péturs Hoff- mann frá Búðum á Snæfellsnesi. Kynni okkar Ingunnar urðu enn nánari þegar okkur Ragnheiði fæddist í ársbyrjun 1972 dóttir, sem ber nafn ömmu sinnar. Ragnheiður bjó þá á Flókagöt- unni og var að ljúka námi í Hamrahlíð en ég var að byrja nám í háskólanum og lausari við og gat því sinnt þeirri litlu á morgnanna. Ég sá þá m.a. um morgunbað hennar undir dyggri handleiðslu Ingunnar. Ekki nutu er fram liðu stundir yngri börnin okkar Anna Þóra og Karl síður ömmu sinnar og afa meðan hans naut við. Afkomendur Ingunnar eru nú komnir á sjötta tuginn. Þessi stóri hópur heldur enn góðu sam- bandi ekki síst vegna þess að Ing- unn hefur miðlað fréttum á milli fjölskyldna enda var gestkvæmt hjá henni í Sóltúni síðustu árin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast og þakka kynni við góða konu. Kristinn Karlsson. Elsku amma okkar er nú fallin frá á 99. aldursári. Amma hefur alltaf verið fastur punktur í til- verunni og skrýtið að hún sé far- in. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði en jafnframt með þakk- læti fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum með henni. Við minnumst jóla sem við átt- um með ömmu, þá var oft mikil spenna í kringum það hver fengi möndluna. Í hvert skipti sem amma fékk möndluna var henni laumað í litla lófa. Við munum eftir því þegar við vorum lítil og við gistum yfir nótt á Flókagöt- unni hjá ömmu og afa, þá var oft til kókópuffs og annað góðgæti sem amma vissi að okkur þætti gott. Amma bjó til góðan mat. Hún gerði heimsins besta steikta fisk og kæfu. Okkur krökkunum þótti gaman að fylgjast með ömmu stýra sláturgerðinni niðri í þvottahúsinu á Flókagötunni af miklum myndarskap. Amma var góð tungumála- manneskja og minnumst við stunda þar sem hún aðstoðaði okkur við þýskunám í mennta- skóla. Þær voru einnig ófáar stundirnar sem við sátum saman í Sóltúninu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Alltaf var amma með puttann á púlsinum og fylgdist vel með því sem gerð- ist í stórfjölskyldunni. Við erum þakklát fyrir þær góðu minningar sem við eigum og að hafa átt hana sem ömmu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ingunn, Anna Þóra og Karl. Nú hefur hún amma fengið hvíldina sína. Það var gott til þess að vita að hún fékk fallega og friðsæla kveðjustund, umvafin þeim sem henni næst stóðu. Eftir að við fréttum að heils- unni hefði hrakað hjá ömmu leit- aði hugurinn heim og til hennar. Eitthvað réð því að ég sat með börnunum mínum kvöldið áður en amma kvaddi og ræddi við þau um hvað við gætum verið þakklát fyrir allan þann tíma sem við höf- um fengið með ömmu Ingu. Amma átti viðburðaríka ævi og strax á unglingsárum dvaldi hún erlendis og hlaut menntun sem fáir hennar jafnaldrar áttu kost á. Það var alltaf gaman og fróð- legt að heyra hana segja sögur frá þessu tímabili sem var sveip- að ævintýralegum ljóma. Hún hafði minni sem sló út alla sem ég þekki til, hvort sem það voru nöfn, staðir eða atburðir. En um- fram allt var amma yndislegur viðmælandi og hlustaði á mann með virðingu og áhuga sama hvert umræðuefnið var. Við fjölskyldan vorum svo lán- söm að fá tækifæri til að búa á Flókagötunni í mörg dýrmæt ár, fluttum þangað skömmu áður en afi Indriði féll frá. Sagan sem fylgdi húsinu og að hafa ömmu svo nærri sér lítum við á sem ómetanlega gjöf sem lífið veitti okkur. Fyrir okkur var það ánægjulegt og gefandi að geta lagt hönd á plóg með viðhald á húsinu eða hjálpa til í garðinum. Amma var alltaf jafn þakklát og það var auka viðurkenning þegar hún lagði blessun sína yfir verkið. Að sitja á svölunum í sumarblíð- unni og dást að garðinum var eitt af því sem fékk ömmu til að líða vel. Á þessum tíma eignuðumst við hjónin bæði börnin okkar og tókumst á við okkar fyrstu stóru verkefni í lífinu. Þá var alltaf gott að geta skotist upp í kaffi til ömmu og ná jarðtengingu þegar maður missti sjónar á því sem máli skiptir í lífinu. Ég man þeg- ar við endurnýjuðum bílinn eitt skipti en fannst miður að það væri enginn sætishitari í bílnum. Þá sagði amma af æðruleysi að henni hefði þótt mikill munur eft- ir að það fóru að koma bílar með miðstöðvum með fersku lofti. Líka þegar við veltum fyrir okk- ur þvottavélakaupum þá rifjaði hún upp fyrir manni þvílíkur munur það var þegar fyrstu sjálf- virku þvottavélarnar komu. Svona hafði amma lag á því að benda á hvað við höfum það í raun gott í dag. Við munum alltaf minnast Flókagötuáranna með mikilli hlýju og væntumþykju, tímabil sem skipar stóran sess í okkar fjölskyldusögu og þar hafði sam- veran með ömmu mikla þýðingu. Elsku amma, innst inni veit ég að Halli og afi hafa tekið vel á móti þér, rétt eins og þú nefndir stundum og vonaðist sjálf eftir. Takk fyrir skemmtilega og gef- andi samveru. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Hallgrímur og Dagbjört. Amma Inga var glæsileg kona, hávaxin og virðuleg í fasi en jafn- framt hlý og góðleg. Hún var skörp með eindæmum og það al- veg fram á síðasta dag. Hún var hjarta fjölskyldunnar. Hún hafði góða yfirsýn yfir afkomendur sína og vissi ávallt hvað hver og einn, stór sem smár, hafði fyrir stafni. Það var augljóst hvað henni þótti vænt um fólkið sitt. Við eigum mjög góðar minn- ingar um ömmu. Flestar frá Flókagötunni, úr húsinu góða sem afi byggði og þau amma ólu upp börnin sín. Öll skemmtilegu jólaboðin með fjölskyldunni. Öll kósíheitin í litla eldhúsinu. Allar ævintýrasögurnar af systkinun- um, sérstaklega prakkarasög- urnar sem börnin okkar hlökkuðu ávallt til að heyra, sem og sögurnar af reisum hennar og afa um landið okkar og Evrópu. Við sjáum ömmu ljóslifandi fyrir okkur í vinnusloppnum sín- um. Elsku fallega og góða amma okkar hefur nú kvatt, henni fannst það orðið tímabært. Eftir sitja fallegar minningar, hlýja og þakklæti. Hanna og Rut. Elsku amma. Þú hefur nú fengið friðinn og hvíldina. Komin í faðm afa og Halla, mikið hlýtur þér að þykja það gott. Þegar ég kvaddi þig í Sóltúni síðast vissi ég að það væri minn síðasti kveðjukoss á enni þitt. Á kveðjustund er gott að rifja upp og það hef ég gert und- anfarna daga og vikur. Það er eitt orð sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um þig, það orð hef ég not- að gagnvart mínum dætrum. Þetta orð finnst mér vera alveg spari flott, hlýtt og sýna mikla væntumþykju. Mér þykir vænt um þetta orð af því að ég hugsa alltaf til þín þegar ég segi það. Þú heilsaðir og kvaddir okkur barna- börnin með þessu orði. Þetta orð er hjartagull. Ingunn Hoffmann Afmælisdagurinn hans Konna, 20. mars, og minning- arnar streyma fram. Við kynnt- umst 21 árs gömul, en okkur fannst við vera býsna fullorðin og tilbúin að takast á við lífið. Ævintýrið hófst. Við vorum óhrædd við að leita á ný mið, skipta um umhverfi, höfðum alltaf hvort annað. Sagan okkar var samofin í nær 40 ár. Skyndilega urðu sögulok. Konni lést eftir óvænt og skammvinn veikindi. Vágesturinn miskunn- arlausi, krabbamein sem engu hlífði. Gegn því dugði skammt að hafa stundað heilsusamlegt líf- erni. Við hófum sambúðina í Kjós- inni, þar kenndum við bæði við Ásgarðsskóla. Elsta barnið, Fíf- an okkar, fæddist þann vetur. Konni stoltur og umhyggjusam- ur faðir, þrátt fyrir ungan aldur og jafnréttissinni. Konráð Þórisson ✝ Konráð Þóris-son fæddist 20. mars 1952. Hann lést 4. desember 2014. Útför Kon- ráðs fór fram 16. desember 2014. Keyptum fyrstu íbúðina á Lindar- götunni, lukum bæði námi í líffræði við HÍ. Ný tækifæri sköpuðust, við flutt- um til Húsavíkur, þar sem Konni var útibússtjóri Haf- rannsóknar. Hann lék með leikfélaginu á staðnum m.a. hlutverk Fjalla-Ey- vindar. Við keyptum okkur litla trétrillu. Veiddum í soðið, feng- um ættingjana í heimsókn, eld- uðum nýveiddan fisk og aðalblá- ber í eftirrétt. Á Húsavík fæddist barn nr. tvö Hrönnin okkar og lífið brosti við okkur. En áfram var haldið til náms í Bergen í Noregi, þar fórum við bæði í nám. Þar var líka ferðast og leikið sér á skíðum. Konni lauk námi í fiskifræði sem átti hug hans enda Siglfirðingur að uppruna og nátengdur grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Eftir heimkomuna var hreið- urgerðin fullkomnuð. Litla, gamla húsið okkar í Blesugróf- inni var rifið og nýtt reist á sama stað sem rúmaði fjölskylduna. Einkasonurinn, Svavar, hafði bæst við. Ræktuðum garðinn okkar. Vísindamaðurinn Konni vann á Hafró, fór á sjóinn, stundaði rannsóknir, skrifaði vísinda- greinar. Sinnti félagsstörfum, var í stjórn Hafró um árabil. Fór með gamanmál á samkomum með óvæntum uppákomum sem vöktu gleði og kátínu. Enn á ný var haldið á vit æv- intýranna. Sá hluti fjölskyldunn- ar sem átti heimangengt var með í för til Namibíu þar sem hann stundaði ráðgjafarstörf fyrir Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands. Þar naut sín vel víðsýni hans og skilningur á ólíkum að- stæðum mismunandi menningar- heima. Næsta ævintýri átti að vera hjólhýsið okkar, þar sem gefa átti barnabörnum hlutdeild í ást okkar á landinu okkar fallega, en það ævintýri varð stutt. Áformin um að eldast saman og njóta í sameiningu afraksturs þess lífs sem við höfðum byggt upp voru óvænt harkalega stöðvuð. Sökn- uðurinn er sár. Elsku Konni, þú gafst mér hluta af lífi þínu og ég þér. Við vorum samstiga, en nú er þeirri vegferð því miður lokið. Eftir sit ég hnípin í hreiðrinu okkar, dag- arnir hafa lit sínum glatað, ver- öldin verður aldrei söm. Djúp sorgin er skuggi gleðinn- ar. Það sem áður var er ekki lengur, aðeins minningarnar eft- ir. Þær birtast í huganum, mynd- unum sem voru teknar og hægt er að ylja sér við um stund. Kærleikur þinn og gefandi lífsviðhorf, sem fylgir mér til æviloka endurspeglast í okkar sameiginlegu arfleifð, börnunum okkar og barnabörnum og verða þeim dýrmætt veganesti inn í framtíðina. Meira: mbl.is/minningar Margrét Auðunsdóttir (Maggan þín). Blekið rennur svo út af tárum að ég sé varla hvað ég hef skrifað um þig, pabbi minn. Ég lærði að sjá undur heimsins með augun- um þínum en nú er allt í móðu. Í dag er afmælið þitt og við stæð- um úti og horfðum saman á sól- myrkvann. Ég veit ekki hvað við sögðum síðast hvor við annan. En ég gaf þér vatn að drekka og þú kvartaðir ekki yfir neinu. Við ætluðum að komast í gegnum veikindin. Margar af okkar innihaldsrík- ustu samræðum voru eftir góða kvikmynd. Hann leyfði kvik- myndunum að hafa áhrif á sig og það geri ég líka. Pabbi hafði svo sterka sammannlega tilfinningu og þreyttist aldrei á að hugsa um leiðir til að bæta aðstæður fólks. Djúpar samræður við pabba voru og verða óviðjafnanlegar. Hann lagði sífellt til óvæntar hugmyndir og sögur af sjálfum sér. Hann hafði góðan smekk og þegar ég gat glatt hann með sniðugri hugsun eða orðaleik þá vissi ég að það væri gott stöff. Innsæi hans var sterkt og hann fékk mig til að sjá blæbrigði þar sem ég hafði ákveðið að væri bara svart og hvítt. Fengi ég eina stund enn með honum vildi ég að við feðgarnir sætum að spjalli við eldhúsborðið. Pabbi var alltaf að drífa okkur út í ferðalög, bæði hér á Íslandi og í Namibíu. Þótt ýmislegt kæmi upp á þá reddaði hann hlutunum í rólegheitunum og gerði úr þeim ævintýri. Í hvert einasta skipti sem við keyrðum inn í bæinn Karibib (sem við kölluðum hárþurrkuna vegna vindstrengs sem var aldrei undir 30°C) þá sagði pabbi „Nú erum við að koma inn í Kari-“ og síðan ýtti hann á flautuna. Við fengum kjánahroll og pabbi hló. Og aldr- ei datt okkur í hug að það væru viðbrögðin sem hann naut, ekki brandarinn. Nokkrar tilvitnanir, eftir minni: „Svona á þetta að vera! Við erum sett inn í búrið og ljónin eru frjáls.“ „Ég fann það sem angraði mig í bakinu í nótt. Það var stór engispretta undir mér í rúminu, orðin ansi illa far- in. Komdu og sjáðu!“ „Fljótur að loka skottinu svo að bavíanarnir stökkvi ekki inn og steli matn- um.“ „Búskmennirnir sungu fyr- ir okkur, eigum við ekki að syngja fyrir þá?“ Ég er svo stoltur af honum og ég held að hann hafi vitað það, þótt ég væri ekki jafnduglegur að segja honum það og hann mér. Hann var alltaf svo stoltur af okkur systkinunum. Við og barnabörnin vorum alltaf í for- gangi, það fór aldrei á milli mála. Og hann íhugaði verkefnin sem lágu fyrir okkur og las sér til og hjálpaði okkur eins og hann mögulega gat. Hann var alltaf að hjálpa okk- ur og kenna okkur og fagna með okkur. Til eru áratugir af 8 mm kvikmyndum og myndböndum sem pabbi tók af fjölskyldunni sinni. Sumt klippti hann saman í stuttmyndir okkur til ánægju og spurði mig ráða um klippivinn- una. Pabbi lék við barnabörnin við hvert tækifæri; hann tók sér stöðu og bjó til litlu róluna með handleggjunum og skyndilega breyttist hún í stóru róluna! Fyr- ir slysni urðu langir fótleggir mínir að rennibraut og eru enn. Hann sagði fyrir stuttu að það væri algjört ævintýri að vera afi. Verði ég hálfur maður á við föður minn þá get ég unað sáttur við mitt. Hann var bestur. Og hann var pabbi minn! Svavar Konráðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.