Morgunblaðið - 20.03.2015, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
✝ Davið Heimis-son fæddist á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 29. júlí 1981.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Borg-
arspítalans 10.
mars 2015.
Móðir hans er
Elín Einarsdóttir,
f. 1962, gift Birni
Brynjari Jóhanns-
syni, f. 1964, og
faðir Friðmundur Heimir Hel-
gasson, f. 1961, sambýliskona
hans er Olga Alexandersdóttir,
f. 1961. Sammæðra systkini
Davíðs eru Einar Páll Mímis-
son, f. 1978, Petra Dagmar
Björnsdóttir, f. 1991, og Brynj-
ar Elí Björnsson, f. 1992. Sam-
feðra systkini hans eru Eva
Hrund Heimisdóttir, f. 1981,
Alexander Friðmundarson, f.
1992, og Maríanna Rún Frið-
mundardóttir, f. 1997.
Davíð ólst upp í Hvergerði
frá fæðingu og bjó
þar alla sína tíð.
Hann stundaði fót-
bolta frá barn-
æsku og körfu-
bolta enda mikill
áhugamaður um
íþróttir. Einnig
áttu hestarnir hug
hans allan.
Davíð kynntist
ungur að aldri
Söndru Sigurðar-
dóttir, f. 6.2. 1983, og giftust
þau 7.10. 2010. Þau eiga þrjú
börn: Birtu Marín, f. 13.6.
2001, Bjarna Marel, f. 24.9.
2009, og Manúellu Berglindi, f.
12.9. 2013.
Davíð vann mestmegnis við
smíðar og einnig við hesta sem
voru honum mjög kærir. Síðast
vann hann hjá Feng í Hvera-
gerði.
Útför hans fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 20.
mars 2015, kl. 14.
Líf okkar á sér upphaf og
endi. Allir eru sáttir, glaðir og
sælir yfir upphafi lífs hverrar
persónu. Endir lífs okkar er
misjafn og á stundum alltof
ótímabær. Skelfilega ótímabær.
Óréttlátur.
Kær tengdasonur minn, Dav-
íð, er nú fallinn frá … of
snemma … allt of. Ár lífsins
framundan og sköpun margra
nýrra drauma. Framtíð…
Við, fjölskylda mín, kynnt-
umst Davíð fyrir tæpum 20 ár-
um, þá er við í Hveragerði flutt-
um. Davíð var að fara í níunda
bekk og sat uppi með mig sem
kennara. Hann gerðist fljótt
mjög mikill vinur sonar míns,
hans Bjarka og urðu þeir óað-
skiljanlegir. Davíð varð fljótt
hálfgerður „heimalningur“ og
gisti afar oft hjá Bjarka og okk-
ur. Þegar Bjarki í lok 10. bekkj-
ar flutti til Danmerkur þá flutti
Davíð bara yfir ganginn og í
herbergi hennar Söndru minn-
ar, og síðan þá hafa þau verið
óaðskiljanlegur hluti hvort í
annars lífi, elskuleg, ástúðleg,
yndisleg og ástfangin.
Davíð skildi eftir sig góð spor
í jarðlífi hér. Spor sem mörk-
uðu. Hann gaf af sér þrjú
mannvænleg börn inn í fjöl-
skylduna með Söndru minni,
þau Birtu Marín, Bjarna Marel
og Manúellu Berglindi.
Yndisleg börn og ekki er hægt
að hugsa sér betri arfleifð.
Hann sinnti fjölskyldu sinni af
mikilli nærgætni og nærfærni
og lét sér afskaplega annt um
hana.
Þá var Davíð örverpunum
mínum, tvíburunum, meira sem
bróðir, en mágur.
Hann var elskulegur eigin-
maður hennar Söndru minnar
og hugljúfur og ástríkur faðir
barnanna sinna.
Ég veit að hún Berglind mín
heitin hefur tekið Davíð tengda-
son sinn og mikinn vin undir
verndarvæng sinn og leiðir
hann um vegferð þá sem fram-
undan er.
Davíð var hestamaður mikill,
sem unni hrossum sínum og fór
um þau nærfærnum höndum af
mikilli umhyggjusemi. Nú þeys-
ir hann líklega á hestum á víð-
áttumiklum reiðvöllum eilífðar-
innar.
Elsku Sandra mín…
Í lífi ljóssins lifir von, í ljósi
lífsins er sannarlega von. Kerta-
ljós þinnar lífsdásemdar, Dav-
íðs, mun ætíð loga með þér…
Bros lífsins, er bros hjart-
ans…
Faðmlag lífsins er faðmlag
hjartans…
Brostu og faðmaðu Davíð í
draumum þínum…
Megi fagrir og fallegir
draumar næturhúmsins umvefja
þig örmum sínum fram í dags-
birtu dagsins….á morgun…og
dagsbirtu daga allrar framtíðar.
Horfið til lífsins bjartrar
framtíðar, elsku Sandra mín og
yndislegu barnabörnin þrjú.
Davíð minn. Guð veri með
þér, varðveiti og verndi um alla
tíð.
Blessi þig, elsku drengurinn
minn.
Elsku Sandra mín, Birta
Marín, Bjarni Marel og Manú-
ella Berglind mín. Ykkar sorg
er mikil sem og missir. Megi
Guð breiða blessun sína yfir
ykkur öll um ókomna framtíð
og ætíð… elskurnar mínar…
Sigurður Blöndal.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja mág minn, sem var mér
meira eins og bróðir og góðan
vin svona ungan, ungan mann
sem átti lífið framundan. Það er
bara ekki hægt að hugsa sér líf-
ið án þín, en á ég þó margar
góðar minningar til að minnast
þín og mun ég tala mikið um
þig við börnin þín svo þau fái að
kynnast hvernig þú varst. Þú
varst algjör gleðigjafi og var
alltaf gaman í kringum þig. Þú
varst traustur og alltaf var
hægt að treysta á þig með allt.
Þú varst mjög stríðinn og
fékk ég mest að kenna á því.
Mest á ég þó eftir sakna
minnstu og sjálfsögðustu hlut-
anna, hvort sem það var að
koma upp í vinnu til þín í einn
asna, taka rúnt eða þegar þú
sendir Bjödda bónusfrænku í
búðina. Ég verð þér ævinlega
þakklát fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og allt sem við
höfum gert saman.
Elsku Davíð, þín verður alltaf
minnst með söknuði og gleði, en
gott er að ylja sér við góðar
minningar um góðan mann og
munum við ávallt sjá þig í börn-
unum þínum, sem eru lifandi
eftirmynd föður síns.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Bjarndís Helga.
Elsku, elsku Davíð … ég er
orðlaus.
Það er komið að því að
kveðja þig, kveðja þig í seinasta
skipti.
Ég hef verið að bíða eftir því
að vakna upp frá þessum
draumi … þessari skelfilegu
martröð!
Hver á núna að sjá um það
að rústa okkur í körfubolta og
dúndra okkur niður í skotbolta í
árlega páskasprellinu hjá okkur
fjölskyldunni?
Og okkar árlega óvissuferð,
allir hittingarnir, matarboðin,
spilakvöldin, jólin og áramót-
in … allt á þetta eftir að vera
svo skrítið án þín.
Þið Sandra voruð svo náin,
búin að vera saman frá því þið
voruð nánast börn. Saman tókst
ykkur líka alltaf að vinna bik-
arinn í parakeppninni í frænku-
fjörinu og oftar en ekki rúst-
uðuð þið okkur Dodda líka í
spilum ef skipt var í paralið.
Ég finn svo til með elsku
Söndru og sólargeislunum ykk-
ar. Þið voruð svo fullkomin
saman. Þetta er svo ósann-
gjarnt, svo óréttlátt og svo
óraunverulegt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, elsku
Davíð, og þakklát fyrir þær
minningar sem eftir sitja.
Ég man þegar ég fékk að
vera með ykkur Söndru á rúnt-
inum á flotta svarta bílnum þín-
um, ég þá bara rétt að verða
unglingur. Þá fannst mér tón-
listin sem þú hlustaðir á svo
flott og kúl og lánaðir þú mér
oft skrifaða diska frá þér.
Þegar ég kynntist Dodda
mínum var dásamlegt hversu
vel þið náðuð saman en þið töl-
uðuð nú ekkert lítið um fótbolta
þegar við hittumst enda Pool-
arar báðir. Við töluðum einmitt
svo oft um það að fara saman út
á leik … nú sé ég svo eftir því
að hafa ekki framkvæmt það.
Ég man það líka hversu glöð
og stolt ég var þegar þið
Sandra báðuð mig um að vera
skírnarvott og guðmóður Manú-
ellu Berglindar. Takk fyrir það
og takk fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Minning þín mun lifa, elsku
Davíð, minning um góðan mann,
frábæran föður og skemmtileg-
an vin.
Ég ætla að trúa því að Begga
frænka muni taka á móti þér
þarna uppi.
Við munum öll sakna þín.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir.)
Auður Elísabet
Guðjónsdóttir.
Elsku Davíð okkar, mikið
svakalega er sárt að þurfa að
kveðja þig. Eftir sitjum við dof-
in og skiljum ekkert í þessu af
hverju þú varst hrifsaður í
burtu í blóma lífsins! En við
minnumst allra dýrmætu
samverustundanna á liðnum ár-
um sem við fengum að njóta
mér þér og elsku Söndru.
Brúðkaupið ykkar Söndru í
október 2011, mikið sem það
var gaman, þið voruð svo falleg,
heilsteypt og svo fullkomin fyrir
hvort annað. Ekki óraði okkur
þá fyrir að við ættum eftir að
setjast niður fjórum árum
seinna og skrifa minningargrein
um þig!
Blómstrandi dagar í ágúst sl.
þar sem við borðuðum öll sam-
an heima hjá ykkur með öll
börnin og áttum svo saman ynd-
islega kvöldstund sem innihélt
brekkusöng, brennu og flug-
eldasýningu.
Við erum endalaust þakklát
fyrir að hafa farið með ykkur
hjónum ásamt fleirum á tón-
leika í Hörpu með Nýdönskum í
september sl. Þetta var ynd-
islegt kvöld, svo gaman hjá okk-
ur, fórum snemma í Reykjavík,
gistum á hóteli og skemmtum
okkur svo vel. Vorum svo alltaf
á leiðinni að endurtaka þetta
kvöld og fyrirhugað var að fara
á Tinu Turner í Hörpu 2. maí
nk. og vorum við einmitt að
ræða það um daginn hvort við
ættum að hafa makaferð eða
skvísuferð.
Öll matarboðin sem við héld-
um ásamt Katrínu og Janusi
eru svo dýrmæt, þar sem við
snæddum góðan mat og spjöll-
uðum fram á rauða nótt. Ásamt
öllum hinum dýrmætu stund-
unum sem við áttum með ykkur
Söndru.
En við kveðjum þig að sinni
með tár í augum og sorg í
hjarta, elsku Davíð, guð geymi
þig og varðveiti þig. Við munum
styrkja elsku Söndru þína í
þessari miklu sorg og gullmol-
ana þína þrjá, yndislegu Birtu
Marín, yndislega Bjarna Marel
& yndislegu Manúellu Berg-
lindi. Við erum óendanlega þak-
kát fyrir allar þær stundir sem
við fengum að eyða með ykkur
hjónum á síðastliðnum árum!
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason.)
Kveðja,
Tinna Rut og Stefán.
Það var nýbakaður faðir, sem
ég hitti í fyrsta skipti í júní
2001 þegar Davíð og Sandra
komu við í Drápuhlíðinni hjá
ömmu og afa Söndru með frum-
burðinn, Birtu Marin. Sennilega
ekki auðvelt fyrir Davíð að hitta
okkur nokkur úr föðurfjöl-
skyldu Söndru í fyrsta skipti, en
það leyndi sér ekki, að þar var
stoltur ungur faðir á ferð.
Eftir því sem árin liðu og
fjölskylda Davíðs og Söndru
stækkaði, urðu samskiptin okk-
ar á milli meiri og því betur
sem ég kynntist Davíð sá ég
hversu mikill gullmoli það var
sem hún Sandra mín hafði nælt
sér í.
Við áttum frábæra ferð sam-
an, stórfjölskyldan, í Flórída
fyrir nokkrum árum og ósjaldan
höfum Davíð spurt hvort annað
hvort við séum ekki bara að
skella okkur aftur, átti auðvitað
að vera árlegt fyrst, en kannski
ekki alveg raunhæft. Þar voru
þeir flottir strákarnir allir sam-
an á sportbílnum, Davíð, Bjarni
Marel, afi Siggi og frændur
tveir, á leið í minigolf eða körfu.
Var reyndar í göngufæri en
flottara að fara á opnum sport-
bílnum þessa fáu metra, og svo
öruggara því þar lentu þeir í að
þurfa taka tillit til krókódíls
sem truflaði einbeitingu leiks
þeirra og Bjarni hafði frá miklu
að segja.
Frá því að við fluttum til
Hveragerðis hefur ósjaldan ver-
ið leitað til Davíðs með eitt og
annað og ég var stundum ekki
búin að leggja frá mér símann
þegar hann var mættur og
reddaði málum. Hann var haf-
sjór af fróðleik um svæðið og
hvernig væri best að bera sig að
við eitt og annað, enda búið hér
alla tíð. Þegar fyrir lá flutn-
ingur í Valsheiði, var minn mað-
ur fljótur að láta mig vita að
þetta væri besta staðsetningin
fyrir gamlárskvöld því brennan
væri hér í bakgarðinum, ég er
þakklát fyrir það gamlárskvöld
sem við áttum hér saman í góð-
um hópi og nutum magnaðrar
flugeldasýningar björgunar-
sveitarmanna sem bergmálaði
svo undirtók í Hamrinum, Dav-
íð fékk sitt stúkusæti það árið.
Davíð átti alveg sér stall hjá
Sigurði Frey sem leit mjög upp
til hans og var fljótur að hlaupa
til þegar boð var í hesthúsið.
Heyrði ég þá frændur Sigurð
og Bjarna Marel einu sinni
ræða þetta, að þeir gætu leyft
hvor öðrum að koma með pöbb-
um sínum, hesthúsið og risaj-
eppinn góður díll. Reyndar
sagði Bjarni þegar Davíð lá á
spítalanum að ef hann yrði lengi
þar, þá yrði hann að fara í hest-
húsið því mamma kynni sko
ekkert á hesthúsið, hver veit
nema að hann feti í fótspor
pabba og fari í hestamennsk-
una, enda hefur hann verið þar
með annan fótinn frá blautu
barnsbeini.
Það er erfitt að meðtaka
þann raunveruleika að Davíð sé
ekki með okkur lengur, missir
eiginkonu, barna og móður er
mikill, það er ekki gefið jafnt í
þessu lífi, erfiðleikaskammtarn-
ir virðast hrannast meira á
suma en aðra.
Sendi hugheilar samúðar-
kveðjur til allra ættingja og
vina.
Sigrún Sigurðardóttir.
Davíð Heimisson
Við sendum bestu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hluttekningu við
andlát og útför okkar ástkæra,
SVEINS B. HÁLFDANARSONAR
vélstjóra frá Viðey,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
mánudaginn 8. mars.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimaþjónustu Háaleitis
og Bústaða, Hlíðarbæjar, deildar A7 á LSH í Fossvogi og á
Hrafnistu í Reykjavík.
.
Hjalti Jón Sveinsson, Soffía Lárusdóttir,
Óttar Sveinsson, Alda Gunnlaugsdóttir,
Álfheiður Hanna Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg dóttir mín,
KOLBRÚN HERMANNSDÓTTIR,
Iðufelli 6,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum
sunnudaginn 8. mars, verður jarðsungin frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á sjóð Barnaspítala Hringsins,
reikn. 101-26-54506. Kt. 640169-4949.
.
Aðalbjörg Jónsdóttir og fjölskylda.
Bróðir okkar,
ÞÓRHALLUR KRISTJÁNSSON,
Snorrabraut 48,
Reykjavík,
lést mánudaginn 16. mars.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. mars kl. 15.
Fyrir hönd systkina og aðstandenda,
.
Skúli Kristjánsson,
Sigríður Anna Kristjánsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Logafold 61,
Reykjavík,
lést á Landakoti mánudaginn
16. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.
.
Bjarni Sigurðsson, Helga Arnþórsdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Anne Uimonen,
Ian Graham,
Jóna Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær stjúpfaðir, bróðir, móðurbróðir
og afi,
ÁRNI GUÐJÓNSSON
blikksmiður,
Álfhólsvegi 129,
Kópavogi,
lést aðfaranótt 16. mars á dvalarheimili Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hann verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi
mánudaginn 23. mars kl. 13.
.
Kristján Jóhann Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir,
Snorri Hergill Kristjánsson,
Árni Kristjánsson,
Jóna Bríet Guðjónsdóttir,
Guðjón Guðvarðarson,
Guðbjörg Guðvarðardóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR,
Skúlagötu 20,
frá Torfastöðum í Núpsdal,
V-Húnavatnssýslu,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. mars.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 11.
.
Aðstandendur.