Morgunblaðið - 20.03.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.03.2015, Qupperneq 35
fengið tækifæri í meira en 30 ár til að taka þátt í mótun margra við- fangsefna með góðu fólki, sem skipta sköpum fyrir þróun sveitarfélagsins. Ég hef einnig átt í gjöfulu samstarfi við Blönduós og Húnvetninga um mjög langt skeið. Í vinnu minni hef ég ávallt leitast eftir að mótun um- hverfis taki mið af menningararfi, sögu, náttúru og þörfum manneskj- unnar, og að þessir þættir fléttist saman svo til verði áhugavert, upp- byggilegt og mannvænt umhverfi.“ Samhliða rekstri teiknistofu hefur Guðrún sinnt fjölmörgum öðrum áhugaverðum verkefnum, sumum nátengdum starfi hennar. Sem dæmi sat Guðrún í stjórn Arkitekafélags- ins Íslands 1969-1973, þar af formað- ur 1970-1972, formaður Torfu- samtakanna 1972-1979, í Skipulags- stjórn ríksins 1985-1990, í Náttúru- verndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og síðar Reykjavíkurlista 1994-2002, í Skipu- lagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998. „Þegar ég lít til baka finnst mér sem ég sé fædd undir heillastjörnu, sem hefur gefið mér ótal tækifæri sem ég er þakklát fyrir.“ Fjölskylda Maki: Páll Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992), borgarlögmaður og ráðuneytisstjóri. Foreldrar hans: Þórhildur Pálsdóttir Líndal, f. 7.12. 1896, d. 12.3. 1991, húsfreyja og Theodór Björnsson Líndal, f. 5.12. 1898, d. 2.2. 1975), hrl. og prófessor við HÍ. Fyrri makar: Knútur Jeppe- sen, f. 10.12. 1930, d. 15.6. 2011, arki- tekt, og Ómar Árnason, f. 9.4. 1936, d. 11.6. 2011, tryggingastærðfræð- ingur. Börn Guðrúnar: Hulda S. Jeppe- sen, f. 2.4. 1958, sjúkraþjálfi, bús. í Hafnarfirði. Maki: Guðmundur Jón Stefánsson, húsgagnasmíðameistari; Anna Salka Knútsdóttir, f. 8.2. 1961, framkvæmdastjóri, bús. í Reykjavík. Maki: Þórir B. Ríkharðsson for- stjóri; Stefán J. K. Jeppesen, 4.10. 1967, framkvæmdastjóri, bús. á Ak- ureyri. Maki: Bára Magnúsdóttir danskennari; Páll Jakob Líndal, f. 14.12. 1973, doktor í umhverfis- sálfræði og ráðgjafi, bús. í Reykja- vík. Maki: Sigurlaug Gunnarsdóttir augnhjúkrunarfræðingur. Barna- börn Guðrúnar eru átta. Fósturbróðir: Þórir Jónsson, f. 18.4. 1922, d. 14.7. 2012, bifvélavirki Foreldrar Guðrúnar: Hulda Á. Stefánsdóttir, f. 1.1. 1897, d. 25.3. 1989, skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur og Kvennaskólans á Blönduósi og Jón S. Pálmason, f. 29.7. 1886, d. 19.11. 1976, bóndi á Þingeyrum, A-Hún. Úr frændgarði Guðrúnar Jónsdóttur Hulda Stefánsdóttir skólastj. Kvennaskólans á Blönduósi Jón Sigurður Pálmason b. á Þingeyrum Þorbjörg Pálmadóttir húsfreyja á Sauðárkróki Alda Möller leikkona Þóranna Pálmadóttir húsfreyja á Akureyri og Siglufirði Anna Pétursdóttir bókari í Reykjavík Jónas Kristjánsson fyrrv. ritstjóri Stefán Jónsson faktor á Sauðárkróki Sigurður Jónsson bóndi á Reynistað í Skagafirði Jón Stefánsson listmálari Jón Sigurðsson bóndi á Reynis- stað og alþm. Anna Guðbrandsd. húsfreyja Valgerður Sveinsdóttir húsfreyja á Vöglum í Blönduhlíð Jórunn Magnúsdóttir húsfreyja Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja Þóroddur Magnússon bóndi í Kothúsum og Skeggjastöðum í Garði Frímann Ólafsson bóndi á Helgavatni í Vatnsdal, A-Hún. Stefán Stefánsson bóndi á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði Friðrika Hallfríður Pálmad. húsfr. á Blönduósi Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði Valtýr Stefánsson ritstj. Morgunblaðsins Helga Valtýsdóttir leikkona Hulda Valtýsdóttir fyrrv. blaðamaður Stefán J. Stefánsson skólameistari á Akureyri Sigurður Stefánsson pr. og alþm. í Vigur Bjarni Sigurðsson hreppstj. í VigurSigurlaug Bjarnadóttir fyrrv. alþm. Sigurður Bjarnason alþm., ritstj. Morgun- blaðsins og sendiherra Þorbjörg Stefánsdóttir húsfr. á VeðramótiHaraldur Björnsson leikari Jón Björnsson skólastj. og heiðurs- borgari Sauðárkróks Ólína Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Óskar Magnússon fv. útgefandi Morgunblaðsins Guðrún Jónsdóttir Pálmi Þóroddsson pr. á Hofsósi Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. á Hofsósi Steinunn Frímannsdóttir húsfr. á Akureyri Leifur Þórarinsson tónskáld Kristín Anna Þórarinsd. leikkona Jón Hallsson prófastur í Glaumbæ í Skagafirði ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Bjarni Pétursson fæddist 20.mars 1915 að Halldórs-stöðum í Reykjadal, S-Þing. Foreldrar hans voru Pétur Sigfússon bóndi þar, síðar gjaldkeri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og síðast kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hrút- firðinga á Borðeyri, og k.h. Birna Bjarnadóttir, húsfreyja, síðast í Kópavogi, dóttir Bjarna Bjarnar- sonar, verslunarstjóra á Húsavík. Pétur var sonur Sigfúsar Jónssonar bónda á Halldórsstöðum í Reykjadal. Bjarni nam við Héraðsskólann að Laugarvatni 1933-34 og Samvinnu- skólann 1934-35. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga 1935-41, við verslunarstörf hjá KEA, 1941-43, við Hótel Borgarnes 1943-49 og hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1949-55. Þá söðluðu Bjarni og síðari kona hans um og fluttu til Colorado í Bandaríkj- unum. Þar voru þau bændur í sam- býli við Sigfús bróður hans í Péturs- dal eða Peterdale Ranch 1955-60. Eftir heimkomuna keyptu þau jörð- ina Fosshól í Ljósavatnshr., S-Þing. og bjuggu þar til 1989, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Samhliða bændastörfum var Bjarni símstöðvarstjóri og á Fosshóli var einnig pósthús sveitarinnar auk þess sem útibú kaupfélagsins var handan þjóðvegarins. Var Fosshóll því eins konar miðstöð sveitarinnar enda var mikill gestagangur þar. Bjarni gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og sat í hreppsnefnd 1962-78, þar af sem oddviti í tólf ár. Hann var einn stofn- enda íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík og var heiðursfélagi þess en Bjarni stundaði mikið íþróttir á yngri árum. Fyrri eiginkona Bjarna var Júlí- ana Steinunn Sigurjónsdóttir, f. 10.11. 1916, d. 4.9. 1997. Synir þeirra eru Sigfús og Arnaldur Már. Seinni eiginkona Bjarna er Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 1.8. 1926, dóttir Magnúsar Pálmasonar bankaritara í Reykjavík og k.h. Guðbjargar Er- lendsdóttur, húsfreyju. Áður en Bjarni kvæntist átti hann dótturina Sigríði Birnu með Ástu Jónsdóttur. Bjarni Pétursson lést 24.3. 1995. Merkir Íslendingar Bjarni Pétursson 95 ára Adolf Einarsson Hildigunnur Hjálmarsdóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Laufey Guðmundsdóttir 85 ára Anna M. Þorvaldsdóttir Þráinn Hjartarson 80 ára Finnur Guðni Þorláksson Guðrún Ólafía Jónsdóttir Jóhann Vilbergsson Þorbjörg Pálsdóttir 75 ára Bragi Ásgeirsson Kristinn V. Magnússon Ólafur Sigursveinsson 70 ára Bjarnþór Aðalsteinsson Jóna Sigjónsdóttir Reynir L. Olsen Steinunn Bjarnadóttir Svanur Tryggvason Svavar Ólafsson 60 ára Eggert Jónsson Emil Özcan Georg Theodórsson Gerður Gísladóttir Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir Nacer Eddine Berimi Valur Benedikt Jónatansson Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir 50 ára Anita Kolbeins Árnadóttir Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir Elín Guðjónsdóttir Fjóla Eðvarðsdóttir Geir Atli Zoéga Guðbjörg Erlendsdóttir Guðmundur R. Sigurðsson Kemp Haukur Njálsson Hulda Marín Njálsdóttir Jens Hilmarsson Jóna Fanney Kristjánsdóttir Kristján Hreinsson Kristófer Ástvaldsson Marteinn Lúther Gíslason Óttar Gunnlaugsson Rhoda Robert Mlindwa Stefánsson Sigurður Haukur Jónsson Sigurður Jónsson Snorri J. Benediktsson Viðar Helgason Vigdís Hauksdóttir 40 ára Adolf Gunnar Vilhelmsson Ari Freyr Sveinbjörnsson Choosri Thongkhao Hulda Magnadóttir Ingólfur Þór Ágústsson Lilja-Maria Olafsson Rafael Cecchini 30 ára Aðalbjörg Sigurðardóttir Audrius Dauksa Emilia Mieczkowska Inga Vigdís Guðmundsdóttir James Robert Junker Kristjana Vilborg Árnadóttir Óskar Finnur Gunnarsson Paulina Szyszkowiak Sigþór Magnússon Til hamingju með daginn 40 ára Kristján er frá Ólafsvík en býr í Kópavogi og er tölvunarfræðingur hjá Stefnu hugbúnaðar- húsi. Maki: Anna Katrín Pét- ursdóttir, f. 1974, sér- kennslustjóri á leikskól- anum Aðalþingi. Börn: Pétur Brim, f. 1997, og Ævar, f. 2004. Foreldrar: Ævar Guð- mundsson, f. 1953 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 1955. Kristján Ævarsson 30 ára Elín er Garðbæ- ingur og er loftfimleika- mær og nemi í líftækni í Háskólanum á Akureyri. Maki: Svanur Daníelsson, f. 1981, rekstrarverkfræð- ingur hjá LNS saga. Börn: Daney Emma, f. 2010, og Stormur Elí, f. 2013. Foreldrar: Björn Gísla- son, f. 1963, d. 2000, og Vilborg Hannesdóttir, f. 1962. Fósturf. er Gunnar Þór Grétarsson, f. 1969. Elín Björg Björnsdóttir 40 ára Stella er frá Hrísa- koti á Vatnsnesi í Húna- þingi vestra en er kúa- bóndi á Jörfa í Víðidal og sjúkraliði á Hvamms- tanga. Maki: Ægir Jóhannesson, f. 1967, kúabóndi á Jörfa. Börn: Ragnar Bragi, f. 1996, Agnar Ási, f. 1999, og Jenný Dögg, f. 2002. Foreldrar: Agnar J. Levy, f. 1940, og Hlíf Sigurðar- dóttir, f. 1946, bændur í Hrísakoti. Stella Jórunn A. Levy mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 AVIGNON - 203X258 CM KR. 316.200 STRADA HILLA KR. 29.500 YUMI SÓFABORĐ KR. 55.300BORĐ 2 SAMAN KR. 36.400 SÓFI - FRÁBÆRT ÚRVAL AF ÁKLÆĐUM 3JA SÆTA FRÁ KR. 184.900 SMILE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.