Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 39

Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta landslag sem birtist í verk- unum á allt rætur á Vestfjörðum,“ segir Guðbjörg Lind myndlistar- kona þegar hún sýnir blaðamanni málverkin á sýningunni sem hún opnar í Tveimur hröfnum listhúsi, Baldursgötu 12, í dag, föstudag, klukkan 17. Það er þokuloft í marg- laga málverkunum, horft er út djúpa firði, fram á tanga og á eyjar, síðan tekur móskan eða dularfullt mistur við og byrgir sýn að sjóndeild. Eitt verkið sker sig úr, hvað myndefnið varðar; það sýnir vegg í gamalli stofu og á honum lítil mynd af skipi á hafi. Þrátt fyrir annað myndefni tal- ar það á áhugaverðan hátt við lands- lagið í kring. „Hér er einfaldlega útsiglingin úr Skutulsfirði, frá Ísafirði, eins og ég upplifi hana,“ segir Guðbjörg Lind og bendir á eitt málverkið. „. Ég vinn mikið með minnið og þegar verkin fara að taka á sig mynd þá vilja hlutföll breytast og mótast; hvert verk kallar á sína nálgun.“ Hún er fædd og uppalin á Ísafirði þannig að þetta er myndheimur sem hún ber með sér, í blóðinu og hug- anum. „Síðustu tíu árin hef ég aftur verið mikið fyrir vestan. Ég hef sest að á Þingeyri að hluta. Það var gam- all rómantískur draumur að eignast pínulítið hús á Ísafirði, af því varð ekki en svo gerðist það að við mað- urinn minn gistum eitt sumarið í gömlu húsi á Þingeyri. Um haustið var það auglýst til sölu og þá fannst mér sem tækifærið væri komið, enda er Dýrafjörðurinn einstaklega fal- legur og yndislegt að dvelja þar. Við sátum í súpunni þegar tilboðinu var tekið,“ segir hún og hlær. Í tengslum við myndefnið Guðbjörg Lind vinnur því bæði að verkum sínum á Þingeyri og í Reykjavík og segir vissulega nokk- urn mun á vinnuumhverfinu. „Hér í Reykjavík tekur mig oft nokkurn tíma að ná tengingu við verkin, áreitið er meira, en fyrir vestan er ég á staðnum og í beinum tengslum við myndefnið,“ segir hún. Í upphafi ferilsins skapaði Guð- björg Lind iðulega verk sem byggð- ust á ótölulegum tilbrigðum við fossa í landslagi. Síðar tóku við myndir þar sem eyjar í hafi voru áberandi en það er greinilegt hvaða áhrif landslag Vestfjarða hefur nú á skynjun hennar og sköpun. „Já, ég er í miklum tengslum við myndefnið og þær hugmyndir sem leita á mig,“ segir hún. „Ég hef oft gengið upp á Sanda- fellið sem er ofan við húsið á Þing- eyri og horfi þar út. Birtan er svo sí- breytileg og áhugaverð, það heillar mig og glíman við málverkin snýst líka á sinn hátt um að ná þessu ljósi. „Það er lítið mál að vera einn með náttúrunni á Vestfjörðum.“ Þessi þoka, mystískt andrúms- loftið í verkunum; er það þoka minn- inga eða „Vestfjarðaþokan“? „Það er eins og einhver gamall tími birtist í myndunum,“ segir hún og horfir hugsi á stórt málverk and- spænis okkur, mósku- og draum- kennt. „Þetta mistur var fyrir hendi í fossaverkunum mínum en mér finnst það nú þjóna öðru hlutverki, það er eins og spurning um tíma. Þetta gerist í vinnslunni og með hverri umferð af málningu er sem ég hlaði ákveðnum tíma – eða tímaleysi – á verkið. Stundum er eins og við séum að horfa á landslag en á stundum er eins og einskonar fortíð sé mynd- efnið.“ Hún segir vinnubrögðin við mál- verkin gamaldags, pensildrættirnir eru litlir, hún vinnur fast og hvert lag er þunnt. Nuddar litnum á. „Það fer ekki mikið af lit í verkin en ég eyði upp mörgum penslum,“ segir hún og hlær. Heillar glíman við málverkið alltaf jafn mikið? „Jafn mikið?“ spyr hún á móti. „Hún heillar mig sífellt meira og meira. Ég geri fleira í listinni en málverkið er garðurinn minn sem ég er að rækta. Maður er aldrei búinn með verkið og það er mikil og spenn- andi áskorun.“ Landslagsverk með rætur á Vestfjörðum  Guðbjörg Lind sýnir í Tveimur hröfnum listhúsi Morgunblaðið/Einar Falur Birtuglíma „Ég vinn mikið með minnið og þegar verkin fara að taka á sig mynd þá vilja hlutföll breytast og mótast; hvert verk kallar á sína nálgun,“ segir Guðbjörg Lind. Hún er hér í sýningarsalnum við Baldursgötu. Fyrstu tvær hljómsveitirnar af þeim sem leika munu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár hafa verið kynntar til sögunnar, FM Belfast og AmabA- damA. Þjóðhátíð verður haldin 31. júlí til 2. ágúst. Hljómsveitirnar tvær þarf vart að kynna enda með þeim vinsælli á landinu, FM Belfast er ein fjörugasta tónleikasveit Ís- lands og AmabAdamA hefur sent frá sér vinsæla reggísmelli, „Hossa Hossa“, „Gaia“ og „Hermenn“. For- sala miða hefst 9. apríl. AmabAdamA og FM Belfast í Eyjum Kraftur FM Belfast á Iceland Airwaves. Sýningin Largo – presto með verkum eftir Tuma Magnússon stendur nú yfir í Hafnarborg og lýkur um helgina. Í dag kl. 12.30 verður boðið upp á hádegis- leiðsögn um sýninguna. Á sýningunni eru ný verk eftir Tuma og er titill hennar sóttur í stóra innsetningu sem einkennist af reglubundnum hljóðum og hreyfingu. „Ólíkir taktar, hægir og hraðir, sameinast og verða að mótsagnakenndri upplifun af sí- bylju og kyrrð. Hamarshögg, bank í borð og fótatak eru á með- al þeirra hljóða sem hljóma um sali Hafnarborgar og mynda sí- breytilegan takt sem svo ferðast um rýmið og tengist átta að- skildum mynd- flötum,“ segir í tilkynningu. Tumi hefur allan sinn lista- mannsferil unnið með hversdagslega hluti eða at- hafnir sem hann sýnir þó ekki á hversdags- legan hátt. En viðfangsefni sín nálgast hann iðulega með ein- stakri næmni og oft á tíðum hár- fínum húmor, eins og því er lýst í tilkynningu. Hádegisleiðsögn um Largo – presto Tumi Magnússon Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Þri 24/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 Lokas. Síðustu sýningar Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 19:30 Frums. Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 1/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Segulsvið (Kassinn) Sun 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 26/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 Lokas. Aukasýningar á Stóra sviðinu. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 22/3 kl. 13:30 Sun 29/3 kl. 13:30 Sun 22/3 kl. 15:00 Sun 29/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 21/3 kl. 16:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Sun 22/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Vatnið (Aðalsalur) Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00 Dirt! The Movie (Aðalsalur) Þri 24/3 kl. 17:00 Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Eldberg - Útgáfutónleikar (Aðalsalur) Fös 20/3 kl. 20:00 Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós) Fim 9/4 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 Lau 11/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.