Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 41

Morgunblaðið - 20.03.2015, Síða 41
» Alþjóðleg barnakvik-myndahátíð í Reykjavík var sett í gær í Bíó Paradís með sýn- ingu á Antboy: Rauða refsinornin, sem segir af barnungri ofurhetju. Voru bíógestir hvattir til að mæta í ofurhetju- búningum af því tilefni og var glatt á hjalla í kvikmyndahúsinu. hófst í gær í Bíó Paradís Morgunblaðið/Eggert Kórónuskart Sigríður Eyrún Frið- riksdóttir og Lára Björk Hall. Gaman Sóley Tómasdóttir mætti í Línubúningi. Hér með Tómasi Schalk. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 The Gunman Sean Penn leikur Martin Terrier, þaulreyndan leigumorðingja sem hefur lagt byssuna á hilluna. Hann sleppur lifandi frá morðtilræði, leggur á flótta og leitar uppi þá sem vilja hann feigan. Með önnur helstu hlutverk fara Idris Elba, Ray Win- stone og Javier Bardem. Leikstjóri er Pierre Morel. Metacritic: 38/100 Insurgent Spennu- og ævintýramynd sem verður heimsfrumsýnd í dag á Ís- landi. Insurgent er nýjasta myndin í Divergent-syrpunni sem byggð er á samnefndri unglingabókasyrpu. Sögusviðið er Chicago í framtíðinni þar sem þjóðfélaginu hefur verið skipt í fimm fylki sem hvert hefur sína sérstöðu. Þegar börn ná 16 ára aldri verða þau að velja sér fylki til að búa í og taka sérstakt próf sem gefur vísbendingu um í hvaða fylki þau eigi að vera. Hetja sögunnar, Tris, er sk. „afbrigði“ sem tilheyrir mörgum fylkjum. Afbrigðin eru eit- ur í beinum leiðtoga hinna fjölvísu sem hefur ákveðið að útrýma þeim. Tris flýr með félögum sínum á svæði hinna friðsömu þar sem þau þurfa að ákveða næsta leik. Með að- alhlutverk fara Shailene Woodley, Ansel Elgort, Theo James, Miles Teller, Naomi Watts og Kate Wins- let. Leikstjóri er Robert Schwentke. Metacritic: 43/100 Bíófrumsýningar Leigumorðingi í hefndar- hug og afbrigði á flótta Byssumaður Penn í The Gunman. Skipuleggjendur Iceland Airwaves- tónlistarhátíðarinnar tilkynntu í gær fleiri listamenn sem koma fram á há- tíðinni í ár og ber þar hæst Björk Guðmundsdóttur sem heldur tvenna tónleika í Eldborg í Hörpu, 3. og 7. nóvember. Miðum á tónleika Bjark- ar 7. nóvember verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án end- urgjalds föstudaginn 6. nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni, eins og segir í tilkynningu og þá einn miði fyrir hvert hátíðararmband. Tónleikarnir 3. nóvember eru viðbótartónleikar og hefst almenn miðasala á þá föstu- daginn 27. mars kl. 12 en miða- eigendur Iceland Airwaves geta keypt sér miða í sérstakri forsölu 26. mars kl. 12. Aðrir sem kynntir voru til leiks í gær eru John Grant sem heldur tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Father John Misty, La Priest, Låpsley, The Pop Group, Verité, Sóley, Bubbi og Dimma, Agent Fresco, Mammút, Hundred Waters, Sea Change, Vök, Emmsjé Gauti, Ho99o9, Ylja, AmabAdama, Muck og Hekla. Miðum á tónleika John Grant og SÍ, 5. nóvember kl. 20, verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds 5. nóv- ember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Á Airwaves Björk á kynningar- mynd fyrir breiðskífuna Vulnicura. Björk á Airwaves Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 30% afsláttur af Standex ljósaspeglum Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Páskatilboð glæsilegt Baðherbergi fyrir páskana Við setjum spegilinn upp fyrir þig! Besta leikkona í aðalhlutverki ÍSLENSKUR TEXTI NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 5 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN ÓDÝRT kl: 5 800 kr barnaverð fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.