Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 1
Listin
að deyja
6GÓÐ RÁÐÞEGARHITA ÁTE
Hitaði upp fyrirDavid BowieLÍFSHLAUP BILL
HÖNNUNARNEMARSÝNDU Í HÖRPU
BRUNALIÐIÐ SNÝR AFTUR
MANNLÍFIÐÍ RÓMABORG
C
TÍSKA 43
PÁLMI GUNNARS 2
MYNDAÞÁTTUR 46
24
Á HEIMSMÆLI-KVARÐA
12. APRÍL 2015
SUNNUDAGUR
BORG OG SVEITEKKI Í STRÍÐIUR HALLDÓRSDÓTTIR HEFUR VERIÐ VEÐURTEPPT Í ÖLLUM LANDS-
M VEGNA STARFS SÍNS SEM ÞÁTTASTJÓRNANDI Í LANDANUM 14
SIGRÍÐ
HLUTU
*
L A U G A R D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 5
Stofnað 1913 84. tölublað 103. árgangur
LEIKSKÓLI OG
ELDRI BORGAR-
AR Í EINA SÆNG
SKRÍPALEIKUR UM
VALDNÍÐ, GRÆÐGI
OG FORDÓMA
UBBI KÓNGUR 46ANNA ARKITEKT 10
Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is
Ef þú sækir, 8.–13. apríl.
2.999KR.
STÓR PIZZA
af matseðli,
2L gos og að eigin vali.
SWANSEA–EVERTON
Lau. 11. apríl kl. 11:35 Sun. 12. apríl kl. 14:45
MAN. UNITED–MAN. CITY
Mán. 13. apríl kl. 18:50
LIVERPOOL–NEWCASTLE
Ingileif Friðriksdóttir
Malín Brand
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra sagði í ræðu á flokksþingi framsóknar-
manna í gær að ekkert væri því til fyrirstöðu að
hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta áður
en þingið lyki störfum. Í áætlunum ríkisstjórn-
arinnar eru m.a. áform um að setja sérstakan
stöðugleikaskatt á kröfuhafa föllnu bankanna. Er
ætlunin að hann skili hundruðum milljarða króna
og geri, ásamt öðrum aðgerðum, stjórnvöldum
kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum
stöðugleika verði ógnað. Sigmundur sagði að á
meðan undirbúningur fyrir losun hafta hefði
staðið yfir hefðu stjórnvöld beðið þess að sjá
hvort slitabúin legðu fram raunhæfa áætlun um
nauðasamninga. Áætlun þar sem tekið yrði tillit
til hagsmuna íslensks almennings og sýnt fram á
að efnahagslegum stöðugleika yrði ekki ógnað.
Kröfur upp á 2.500 milljarða króna
Þá sagði Sigmundur kröfur í slitabú föllnu
bankanna svo háar að erfitt væri að gera sér það
í hugarlund. Þær næmu yfir 20 milljörðum
Bandaríkjadala eða sem nemur yfir 2.500 millj-
örðum króna. Sagði hann að ef sú upphæð væri
ávöxtuð væri hægt að halda ólympíuleika fyrir
vextina eina á fjögurra ára fresti út í hið óend-
anlega. Þá sagði hann vogunarsjóði í New York
og London þekkta fyrir að fylgja sínum hags-
munum eftir. Umsvifin væru nánast óhugnanleg
og ómögulegt væri að segja til um hversu
langt þau næðu. Nýlegar fregnir hermdu að
kröfuhafar hefðu keypt hagsmunagæsluþjón-
ustu hér á landi fyrir 18 milljarða króna á
undanförnum árum.
Sigmundur sagði það vitað að fulltrúar
kröfuhafanna hefðu tekið saman persónuleg-
ar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaða-
menn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál
eða teljast líklegir til að hafa áhrif á gang
mála. „Og í sumum tilfellum hafa verið gerðar
sálgreiningar á fólki til að átta sig á því
hvernig best sé að eiga við það,“ sagði Sig-
mundur.
Höftin losuð fyrir þinglok
Sigmundur Davíð segir stöðugleikaskatt á kröfuhafa skila hundruðum milljarða
króna Losað verði um höftin án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika
MLandsvirkjun skili milljörðum »4
Þótt nær öld sé
liðin frá „hvíta
stríðinu“ eða
„drengsmálinu“
svokallaða í
Reykjavík í nóv-
ember 1921 eru
enn að koma
fram skjöl sem
varpa frekara
ljósi á atburðina.
Í viðtali við
Morgunblaðið í dag greinir Skafti
Ingimarsson sagnfræðingur frá
skjölum um málið er hann fann ný-
lega í ríkisskjalasafninu í Kaup-
mannahöfn. Þau varða afskipti
danskra stjórnvalda af málinu.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði
leitað eftir aðstoð hermanna á
dönsku varðskipi í Reykjavíkur-
höfn eftir að bæjarlögreglan hafði
verið yfirbuguð.
Skipherrann fékk samþykki yf-
irboðara sinna fyrir aðstoð ef um
byltingartilraun væri að ræða.
Sendiherra Dana var algjörlega
andvígur slíkri íhlutun og taldi
hana stefna samskiptum þjóðanna í
voða. Um væri að ræða ungæðislegt
upphlaup sem lögreglan gæti kveð-
ið niður með því að sýna myndug-
leika. »20-21
Ný skjöl fundin
um „hvíta stríðið“
Af vettvangi hvíta
stríðsins árið 1921.
Vegagerðin og lögreglan hafa
gert tilraunir með norskt kerfi
hraðamyndavéla, sjálfvirkt meðal-
hraðaeftirlit. Með því að vera með
myndavélar á báðum endum val-
inna slysakafla er hægt að reikna
út meðalhraða ökutækjanna og
sekta þá sem aka of hratt.
Kosturinn við kerfið er að þannig
er hægt að draga úr hraða á lengri
köflum en með núverandi kerfi.
Reynslan frá Noregi sýnir að bana-
slysum og öðrum alvarlegum slys-
um hefur fækkað um nálægt 50%
frá því kerfið var sett upp. »26
Morgunblaðið/Júlíus
Umferðin Lögreglumenn við eftirlit.
Slysum getur
fækkað um 50%
Ólafsfirðingurinn Gísli Már Helgason
gekk að eiga unnustu sína, Annie
Sara Maria Johansson, í fyrradag á
efsta hluta Ólafsfjarðarmúla, Múla-
kollu. Annie er sænsk og eru þau bú-
sett í Svíþjóð. Mun þetta vera fyrsta
hjónavígslan á Múlakollu.
„Konan mín gaf mér tvo miða til
Íslands í jólagjöf, en hingað hef ég
ekki komið síðan 2009, og því var
þetta kærkomin gjöf,“ segir Gísli um
aðdraganda brúðkaupsins. „Um leið
og til stóð að ég færi loks heim til Ís-
lands með konunni sem ég elska kom
ekki annað til greina en að biðja hana
að giftast mér,“ segir Gísli. „Ég hugs-
aði svo strax að það yrði aldeilis fínt
ef ég gæti gifst henni uppi á Múla-
kollu, hátindi veraldar,“ segir Gísli,
léttur í bragði. Hjónavígslan fór fram
í blíðskaparveðri en upphaflega stóð
til að hún færi fram í dag. „Eftir að
hafa skoðað veðurspána ákváðum við
að gera þetta bara strax,“ sagði hann
en þau komu til landsins daginn fyrir
hjónavígsluna.
Brúðurin var svo keyrð upp snævi
þaktar hlíðar fjallsins á vélsleða og
presturinn og aðrir gestir ferjaðir
upp á snjótroðara. Eiginmaðurinn
skíðaði svo niður hlíðarnar að athöfn
lokinni. Dagurinn varð fullkominn
þegar brúðurin hvíldist ásamt eigin-
manni sínum í nuddpotti í Ólafsfirði
um kvöldið og fylgdist með norður-
ljósunum dansa um himininn. Þau
hafði hún aldrei séð áður.
laufey@mbl.is
Brúðhjón komu alla leið frá Svíþjóð til að ganga í það heilaga í Ólafsfirði
Fyrsti hjónakossinn á Múlakollu
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gifting Gísli Már og Annie Sara kysstust á toppi Múlakollu og í bakgrunni sést vel inn Eyjafjörðinn af toppnum.