Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mallorca meðöllu inniföldu Verð frá *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi í eina viku 4. júní á hótel Playa Dorada. Verð fyrir 2 fullorðna í stúdíóíbúð 129.900 kr. 99.900 kr.* Vikulegt flug Börnin á Leikskólanum Baugi tóku glöð þátt í bláum apríl í gær í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Gerðu þau bláa litinn hluta af út- búnaði sínum fyrir leikskólann, hvert með sínum hætti. Þá sýndu þau afrakstur þemadaga um ein- hverfu. Styrktarsöfnunin hófst formlega 1. apríl og stendur út apríl. Safnað er fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og fé- lagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu. Lífið er blátt á mismunandi hátt Morgunblaðið/Ómar Börnin á Baugi klæddust bláu á alþjóðlegum degi einhverfunnar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Samband er á milli fjölgunar dauðs- falla á höfuðborgarsvæðinu og hækkunar á styrk brennisteinsvetn- is frá jarðhitavirkjunum í nágrenni þess, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar. Ragnhildur Finn- björnsdóttir, höfundur hennar, seg- ir niðurstöðurnar vísbendingu sem gefi ástæðu til að kanna málið betur. Í rannsókninni, sem Ragnhildur vann sem hluta af doktorsnámi sínu við miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, voru tengsl fjölda dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2003 til 2009 og aukningar í styrk brennisteinsvetnis í lofti frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun- um könnuð. Í ljós kom að dauðs- föllum fjölgaði marktækt yfir sum- artímann einum til tveimur dögum eftir að meira mældist af brenni- steinsvetni í lofti, einnig hjá fólki yf- ir áttræðu, óháð árstíð, sama dag eða daginn eftir aukninguna. Ragnhildur segir að eldri rann- sóknir hafi gefið vísbendingar um að samband væri á milli þessara þátta en ekki hafi fengist nein afgerandi niðurstaða. Á Íslandi sé til góður gagnagrunnur yfir mælingar frá Umhverfisstofnun og því hafi hún ákveðið að ráðast í rannsóknina. „Þá kom í ljós að það var sam- band á milli þessara þátta. Það er ekki hægt að alhæfa eitthvað út frá einni rannsókn. Þessi rannsókn gef- ur vísbendingu um að það sé eitt- hvað að gerast og það þurfi að skoða þetta betur,“ segir Ragnhildur. 5% fjölgun dauðsfalla Sjálf vinnur hún nú að annarri rannsókn á því hvort samband sé á milli aukningar í styrk brennisteins- vetnis, komu fólks á bráðamóttöku og innlagna á sjúkrahús. Þá rann- sókn vonast hún til að birta fyrir lok þessa árs. Almennt eru gildi brennisteins- vetnis afar lág á höfuðborgarsvæð- inu, að sögn Ragnhildar. Þau fari einstaka sinnum yfir 150 míkró- grömm á rúmmetra en fólk byrji að finna lyktina af menguninni við um 7 míkrógrömm. Það þurfti hins vegar aðeins litla aukningu í styrk brenni- steinsvetnisins í lofti til þess að það sæist í fjölgun dauðsfalla. Aukn- ingin í dauðsföllum nemur um 5% yfir sumartímann en rétt um 2% hjá eldra fólki. Ragnhildur segir erfitt að segja til um hvað geti valdið þessu sambandi. „Erfitt er að al- hæfa hvort um raunverulegt or- sakasamband sé að ræða en rann- sóknir benda til að brennisteinsvetni geti haft áhrif á æðakerfið og öndunarfærasjúk- dóma,“ segir Ragnhildur. Nánari umfjöllun má lesa á mbl.is Dauðsföll tengd mengun?  Ný rannsókn sýnir samband á milli dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu og aukins styrks brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum  Marktæk fjölgun á sumrin „Þessi rannsókn gefur vísbendingu um að það sé eitt- hvað að gerast.“ Ragnhildur Finnbjörnsd. Fjórir heppnir söngvarar hlutu styrki úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar í gær, fyrir skóla- árið 2015-2016. Markmið sjóðsins er að styrkja árlega til náms söngvara, sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Er þetta fjórða úthlutunin úr sjóðnum frá því hann var stofnaður árið 2008 og í ár voru það Sólveig Óskarsdóttir og Steinunn Þorvalds- dóttir, nemendur við framhaldsdeild Söngskólans í Reykjavík, sem fengu styrki til háskólanáms við Söngskól- ann næsta vetur. Einnig hlaut Sara Blandon, nemandi við framhalds- deild Tónlistarskóla FÍH, styrk til náms til burtfarar og kennaranáms við Tónlistarskóla FÍH næsta vetur. Að endingu hlaut Guðmundur Dav- íðsson, nemandi við Söngskóla Sig- urðar Demetz, styrk til áframhald- andi náms við Söngskóla Sigurðar Demetz næsta vetur. laufey@mbl.is Framúrskarandi söngvarar Morgunblaðið/Golli Styrkur Þóra Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms, og Magnús Kjartansson veittu Sólveigu, Steinunni og Guðmundi styrkina. Sara var fjarverandi. Enn ganga vetr- arlægðir yfir landið, nú þegar 12 dagar eru þar til sumardag- urinn fyrsti renn- ur upp. Veð- urstofan spáir 18-23 m/sek norðvestantil á landinu í dag með talsverðri snjókomu og síðan norðaustanlands í kvöld. Heldur verður hægara syðra og stöku él, og kólnar í veðri. Búast má við samgöngutruflunum norðanlands í dag, líkt og Austfirð- ingar fengu að kenna á í gær, sem og ökumenn sem áttu leið um Hellisheiði og Þrengsli í gærkvöldi. Skyggni var um tíma ekkert og skaflar höfðu myndast á vegum. Varð að loka sumum fjallvegum eystra þegar versta veðrið gekk yf- ir, og einnig í Öræfum. Óveður var á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöll- um. Á morgun verður veðrið skap- legra en þó enn kalt, allt að 8 gráðu frost fyrir norðan og austan. Held- ur hlýrra verður sunnan lands og vestan en snýst í sunnanátt síðdegis á morgun með snjókomu, slyddu og síðar rigningu. Eftir því sem líður á vikuna mun hlýna með suðlægum áttum og vætu en léttara verður yf- ir norðanlands. Truflanir á sam- göngum Enn lætur veturinn á sér kræla.  Ökumenn í vand- ræðum á fjallvegum Karlmaður á þrítugsaldri lést í um- ferðarslysi á Biskupstungnabraut í fyrrakvöld þegar fólksbifreið fór nokkrar veltur utan vegar. Sá er lést var Rúmeni en búsettur hér á landi. Hann var farþegi í bifreiðinni en ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á henni í mikilli hálku. Alls voru sex manns í bifreiðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi var bifreiðin að- eins gerð fyrir fimm manns. Auka- farþegi var því í bílnum. „Sá sem kastaðist út hefur verið þessi auka- farþegi sem ekki var í belti,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, en maðurinn lenti undir bílnum og lést. Annar beltislaus far- þegi kastaðist einnig út úr bílnum og er nokkuð slasaður. Aukafarþegi var í bílnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.