Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný stjórn og trúnaðarráð, undir for-
ystu Borgþórs Hjörvarssonar, tekur
við stjórnartaumum í Félagi íslenskra
rafvirkja (FÍR) á aðalfundi 21. apríl.
Nýja forystan bauð sig fram gegn sitj-
andi stjórn og trúnaðarráði og fór
fram stjórnarkjör. Þá hafði ekki verið
kosið til stjórnar félagsins frá árinu
1972 eða í 43 ár.
„Okkur fannst vera orðin stöðn-
un í félaginu og vildum sjá breyt-
ingar,“ sagði Borgþór, verðandi for-
maður FÍR. Hann sagði hópinn að
baki nýja framboðinu vilja sjá breyt-
ingar í kjaramálum og lífeyrismálum
rafvirkja. Einnig væru menntamál
þeim ofarlega í huga. Menn þyrftu að
leggja á sig langt nám til að öðlast
starfsréttindi. „Menn lifa ekkert á 300
þúsundum á mánuði. Það eiga ekki að
sjást taxtar undir 400 þúsund á mán-
uði fyrir átta tíma vinnu. Það er mikil
ólga í mörgum. Okkur reyndist ekki
erfitt að safna fólki á framboðs- og
stuðningsmannalista okkar,“ sagði
Borgþór.
Framboðið
þurfti að skila lista
með sjö frambjóð-
endum til stjórn-
ar, 18 frambjóð-
endum til
trúnaðarráðs auk
lista með nöfnum
a.m.k. 184 með-
mælenda sem
ekki voru í fram-
boði til stjórnar og
trúnaðarráðs. Borgþór sagði að yfir
200 samþykktir meðmælendur hefðu
verið á listanum sem þeir skiluðu.
Hann gagnrýndi fyrirkomulag
stjórnarkjörs í FÍR, og raunar fleiri
verkalýðsfélögum, að bjóða þyrfti
fram lista. „Þú þarft að hafa 25 manna
hóp og 184 stuðningsmenn til að geta
boðið fram,“ sagði Borgþór. Hann
sagði að nýi meirihlutinn væri hlynnt-
ur því að breyta kosningafyrir-
komulagi FÍR þannig að ein-
staklingar gætu boðið sig fram í
einstakar stöður. „Fyrstu fjóra dag-
ana fengum við ekki aðgang að lista
yfir tölvupóstföng félagsmanna sem
starfandi stjórn var með. Við hefðum
unnið með mun meiri mun ef við hefð-
um strax komist í þessa lista til að
upplýsa félagsmenn um okkar stefnu-
mál. Það bjargaði okkur að við not-
uðum mikið samskiptamiðlana,“ sagði
Borgþór. Þá kvaðst hann telja að
póstkosning væri úrelt fyrirkomulag.
Á næsta aðalfundi FÍR verður lögð
fram tillaga um rafræna kosningu.
Það sé nútíminn og henti vel rafvirkj-
um sem almennt séu mjög tækni-
væddir.
Nýi meirihlutinn í FÍR hyggst
einnig bjóða fram krafta sína á þingi
Rafiðnaðarsambandsins sem haldið
verður í næsta mánuði.
Hallarbylting gerð í
Félagi íslenskra rafvirkja
Stjórnarkjör fór ekki fram í 43 ár Stjórnarkjör rafvirkja
» Atkvæði í póstkosningu
FÍR voru talin 8. apríl sl.
» Á kjörskrá voru 1.470 fé-
lagsmenn, 577 kusu (39,3%
kosningaþátttaka).
» A-listi núverandi stjórnar
fékk 232 atkvæði (40,2%) en
B-listi mótframboðsins fékk
340 atkvæði (59%).Borgþór
Hjörvarsson
Brynja Dögg Guðmundsdóttir
brynjadogg@mbl.is
Það er algengur misskilningur að rétt-
arstaða sambýlisfólks og hjóna sé hin
sama en svo er ekki. Ína Bzowska
Grétarsdóttir skrifaði nýlega BA-
ritgerð um þróun óvígðrar sambúðar á
Íslandi. Ína segir að algengt sé að fólk
í sambúð misskilji stöðu sína, sér-
staklega ef um langa sambúð sé að
ræða, aðilar deili lögheimili eða eigi
barn saman. Mesti munurinn á rétt-
aráhrifum óvígðrar sambúðar og hjú-
skapar sjáist þegar borin séu saman
fjárskipti við slit sambúðar og erfða-
réttur eftirlifandi maka.
Í meistara- og BA-ritgerðum laga-
nema síðustu ár má gjarnan sjá því
velt upp hvort þörf sé á að breyta nú-
gildandi erfðalögum frá 1962 og heim-
ila lögerfðatengsl milli sambúðarfólks
og setu í óskiptu búi að vissum skil-
yrðum uppfylltum. Slíkt hefur verið
gert í Noregi en Norðmenn hafa
ásamt Svíum og Finnum sett sérstök
lög um óvígða sambúð. Danir búa ekki
yfir slíkum lögum en réttarstöðu sam-
býlisfólks þar í landi svipar til þeirrar
íslensku. Ína segir þó umræðu um
nauðsyn slíkra lagasetningar hafa
lengi verið uppi hérlendis. Ljóst er að
um ræðir stóran hóp en Guðjón
Hauksson hjá Hagstofunni segir að
tæplega 14.000 pör hafi verið skráð í
óvígða sambúð 1. janúar síðastliðinn.
Á sama tíma voru hjón tæplega
53.000.
Slit hjúskapar eða samvistar
Þegar um slit á hjúskap er að ræða
er litið svo á að allar eignir hjóna séu
hjúskapareignir en um þær gildir svo-
kölluð helmingaskiptaregla, þ.e. að
eignum skuli skipta jafnt milli hjóna.
Undantekning frá helmingaskipta-
reglunni gildir þegar um ræðir sér-
eign annars aðila en séreignum er
haldið utan skipta. Þegar um ræðir slit
á sambúð sambýlisfólks gildir fram-
angreind helmingaskiptaregla ekki.
Þá tekur hvor aðili það sem tilheyrir
honum, hvort sem um ræðir eignir
sem keyptar voru fyrir eða eftir upp-
haf sambúðar. Þannig á hvorugur að-
ila tilkall til hluta af eignum hins.
Andlát maka
Þegar um ræðir andlát sambúð-
armaka á eftirlifandi maki ekki tilkall
til neinna eigna hins látna. Sambúð-
armaki er hvorki skylduerfingi né
lögerfingi hins látna. Eftirlifandi
maki sem giftur var hinum látna er
hins vegar skylduerfingi og tekur þá
allan arf nema öðrum skylduerf-
ingjum eða erfingjum samkvæmt
erfðaskrá sé til að dreifa, þá skerðist
arfurinn. Einstaklingur getur ein-
ungis ráðstafað þriðjungi af eignum
sínum í erfðaskrá sé skylduerfingjum
til að dreifa.
„Ef þú átt ekki skylduerfingja þá
er ekkert sem kemur í veg fyrir að þú
arfleiðir makann að öllu,“ segir Ína.
„Tölurnar sýna að það eru mjög fáir
sem hugsa út í þetta og gera erfða-
skrá, sérstaklega á unga aldri, en svo
kemur kannski eitthvað upp og sam-
búðarmakinn fellur frá. Þá er allt í
lausu lofti.“
Ína telur nauðsynlegt að breyta
erfðalögunum, að minnsta kosti bæta
réttarstöðu sambýlisfólks.
Ólík réttarstaða
sambýlisfólks
og hjóna
Algengt að sambýlisfólk skilji ekki
réttarstöðu sína Fáir gera erfðaskrá
Morgunblaðið/Kristinn.
Óvígð sambúð Um 14.000 pör voru
skráð í óvígða sambúð 1. janúar sl.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Enn ber mikið á milli í kjaravið-
ræðum bandalags háskólamanna
(BHM) við ríkið. Samningafundi
sem hófst í gær var slitið tveimur
tímum síðar.
Páll Halldórsson, formaður BHM,
segir ekkert þokast í viðræðunum
og á meðan samninganefnd ríkisins
bjóði ekki annað en 3,5 prósenta
hækkun launa gerist ekki neitt.
Hann segir ekki endilega hægt að
leysa deiluna í einum kjarasamningi
og útilokar ekki gerð skammtíma-
samnings. Skammtímasamningur
verði hinsvegar ekki gerður upp á
3,5% hækkun.
„Það sem þarf að gerast er að það
þarf eitthvað að koma frá yfirvald-
inu, eitthvað pólitískt – þá fer þetta
að hreyfast. Meðan það er ekki þá
gerist lítið. Ég vona að flokksþingi
Framsóknar ljúki á ljúflegum nótum
og fjármálaráðherra skili sér heim
til Íslands þannig að menn verði vel
upplagðir,“ segir Páll og glottir.
Skoða launaþróun um helgina
Næsti samningafundur er á
mánudaginn og segir Páll að helgin
verði nýtt til vinnufunda.
„Þá er minni hópur að fara yfir
hluti og koma sér niður á stærð-
argráður og hvaða staðreyndir er
um að ræða – þannig að menn séu
ekki að deila um það líka. Það sem
við gerum í dag [gær] er að skoða
hvernig launaþróun hefur verið á
ýmsum stöðum því hún hefur ekki
verið jöfn alls staðar.“
Hann segir skrifstofu BHM vera
miðstöð þeirra sem séu í verkfalli og
heilmikið sé í gangi þar á bæ.
„Það fer hinsvegar mestmegnis
framhjá mér því ég er á kafi í þess-
um samningum,“ segir Páll.
Morgunblaðið/Ómar
Viðræður Páll Halldórsson á fundi með samninganefnd BHM í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.
„Eitthvað þarf að
koma frá yfirvaldinu“
BHM segir stjórnvöld verði að koma inn í viðræður
„Það var klukkutíma fundur í
morgun [gær], hálfgert spjall,
og ákveðið að hittast að nýju
eftir viku,“ segir Björn Snæ-
björnsson, formaður Starfs-
greinasambandsins, SGS. „Það
eru 10 þúsund manns á kjörskrá
til að greiða atkvæði um verk-
fall sem byrjar á mánudaginn og
lýkur mánudaginn á eftir, þann
21. Það þarf að boða verkfall
með sjö sólarhringa fyrirvara og
við erum að horfa á 30. apríl, að
vera í verkfalli í hálfan dag.“
Verkfall þann
30. apríl
STUTT SPJALL SGS