Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Stuðningsmenn aðildar að Evr-ópusambandinu leggja iðulega
áherslu á að upptaka evru yrði
allrameinabót og virðast hafa verið
með bundið fyrir augun frá því að
hremmingar hinnar sameiginlegu
myntar evrusvæðisins hófust fyrir
sjö árum.
Sigmundur DavíðGunnlaugsson
forsætisráðherra
dró upp mynd af því
hvert evran hefði
leitt Ísland, í ræðu
sinni á flokksþingi
Framsóknarflokks-
ins í gær, þegar
hann fjallaði um losun hafta og
hvernig kröfuhafarnir í þrotabú
föllnu bankanna höfðu þá stefnu
framan af að bíða þess að Ísland
gengi í ESB og færi sömu leið og
þær „ólánsömu Evrópuþjóðir sem
fjármögnuðu tap banka sinna og af-
leiðingar evrukrísunnar með lánum
frá Evrópska seðlabankanum.
Markmiðið var upptaka evrumeð fyrirgreiðslu frá Evr-
ópska seðlabankanum til að borga
kröfuhafa út
Slíkt hefði verið efnahagslegt
glapræði enda gefur Evrópski
seðlabankinn ekki aðildarlönd-
unum ókeypis peninga.
Hingað hefðu sjálfsagt borist all-ar þær evrur sem þörf hefði
verið á til að borga út alla kröfu-
hafa og alla snjóhengjuna ekki að-
eins á fullu verði heldur á því yf-
irverði sem felst í því að
pappírshagnaður kröfuhafa væri
fjármagnaður af íslenskum almenn-
ingi með lántöku.
Íslendingar hefðu svo fengið aðsitja eftir með skuldirnar og
engin miskunn sýnd. Slíkt kom
aldrei til greina af hálfu þessarar
ríkisstjórnar … en lengi var unnið
að því að fara þessa leið.“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.
Hefðum setið eftir
með skuldirnar
STAKSTEINAR
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna
sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember
2015. Umsóknarfrestur er til 15. maí kl.17:00.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs-
og kynningardeild.
Næsti umsóknarfrestur verður 15. nóvember 2015.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is
Nánari upplýsingar veitir
Ragnhildur Zoëga, sími 515 5838,
ragnhildur.zoega@rannis.is
Styrkir úr
Tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur til 15. maí
Veður víða um heim 10.4., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Bolungarvík 2 léttskýjað
Akureyri 0 snjókoma
Nuuk -6 skafrenningur
Þórshöfn 9 léttskýjað
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 17 upplýsingar bárust ekki
London 20 heiðskírt
París 20 heiðskírt
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 17 heiðskírt
Moskva 10 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 5 heiðskírt
Montreal 6 skúrir
New York 7 þoka
Chicago 10 heiðskírt
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:11 20:48
ÍSAFJÖRÐUR 6:08 21:00
SIGLUFJÖRÐUR 5:51 20:44
DJÚPIVOGUR 5:38 20:19
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
nýta sér ekki tilboð ítalska húsgagna-
framleiðandans Cassina um að kaupa
nýja Le Corbusier-stóla og -sófa í
stað þeirra sem reyndust vera eft-
irlíkingar og voru notaðir í Ráðhúsi
Reykjavíkur frá árinu 1992 þar til
undir lok síðasta árs. Þess í stað ætl-
ar borgin að standa fyrir opnu útboði
áður en nýir stólar verða keyptir.
Kristbjörg Stephensen, borg-
arlögmaður, sendi Cassina bréf í
febrúar þar sem þetta er tilkynnt.
Jafnframt er ítrekuð sú skoðun að
borgin hafi engar skuldbindingar
gagnvart Cassina vegna upphaflegu
stólakaupanna en fyrirtækinu er þó
boðið að senda fulltrúa sinn til að
fylgjast með því þegar umdeildu
stólunum verði fargað.
Í svarbréfi Cassina til Reykjavík-
urborgar, sem dagsett er 20. mars,
er fallist á þessa niðurstöðu. Segist
fyrirtækið vilja veita borginni mán-
aðarfrest til að farga stólunum í
votta viðurvist.
Í svarbréfinu segir að Mr. Skulli
verði viðstaddur fyrir hönd fyrir-
tækisins en þar er trúlega átt við
Skúla Rósantsson, eiganda hús-
gagnaverslunarinnar Casa sem er
hefur umboð fyrir Cassina á Íslandi.
Húsgögnin, sem deilt var um,
tóku 150 manns í sæti, bæði í stólum
og sófum. Áætlað hefur verið, að
kostnaður við að kaupa frumhönnun
gæti farið yfir 100 milljónir.
Unnið öll mál
Fram hefur komið að ítalska fyr-
irtækið hefur áður staðið fyrir mála-
ferlum vegna sambærilegra mála og
verið dæmdar skaðabætur í öllum
tilvikum. Húsgagnaframleiðandinn
áskilur sér rétt til að láta fjölmiðla
um allan heim vita af förgun stól-
anna.
Umrædd húsgögn voru á sínum
tíma keypt af íslensku versluninni
Sess í þeirri trú að um væri að ræða
samþykkt eintök af Le Courbusier-
húsgögnum. Verslunin Sess var tek-
in til gjaldþrotaskipta um ári eftir
að Reykjavíkurborg keypti hús-
gögnin.
Morgunblaðið/Þórður
Hönnun Le Corbusier-stólarnir voru víða um ráðhúsið frá því að það var
opnað, 1992. Stólunum skal fargað á næstu níu dögum í votta viðurvist.
Stóla á að borgin
fargi stólunum
Borgin segist ekki skaðabótaskyld
vegna stóla Útboð væntanlegt