Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 11
Horft á leik barnanna Heldri borgari horfir yfir á leiksvæði barnanna og hefur líklega gaman af.
hugurinn leitaði aftur til æskunnar
og þau forréttindi sem hún bjó við í
Eyjum en hún umgekkst ömmu sína
og afa í ríkum mæli. Þegar hún hófst
handa við verkefnið rakst hún á að
ekki voru til margar sambærilegar
byggingar með leikskóla og íbúðum
fyrir eldri borgara, þó að þær væru
vissulega til.
„Ég velti því fyrir mér að í dag
þá eru ekki allir jafn heppnir og ég
var. Fólk flytur af heimaslóðum,
eignast börn og er oft búsett langt
frá ömmum og öfum, því ákvað ég að
sameina þessar tvær kynslóðir í
hönnuninni.“
Allar kynslóðir njóti sín jafnt
Hún lagði upp með í hönnuninni
að báðar kynslóðir nytu sín til fulln-
ustu og tekið væri jafnt mið af þörf-
um allra. Hún segir kosti þess að
auka samgang þessara tveggja kyn-
slóða marga. „Börnin færa þeim
eldri orku og þá geta þau eldri miðl-
að visku sinni og kunnáttu til
barnanna eins og t.d. lesið fyrir þau,
spilað o.fl. Þetta dregur líka úr
æskudýrkun og það er mikilvægt að
börn sjá að það er í lagi að verða
gamall og gott að eldast. Maður á að
vera hamingjusamur og þakklátur
fyrir hvert ár,“ segir hún glöð í
bragði. Hún bendir einnig á mik-
ilvægi þess að varðveita og viðhalda
tungumálinu og brýnt að yngsta
kynslóðin bæti málþroska sinn með
því að tala við þau eldri.
Í þessu samhengi nefnir hún
rannsóknir sem hún skoðaði í
tengslum við verkefnið sem voru á
þá leið að eldra fólk þurfti að taka
inn mun minna af lyfjum ef það var í
samskiptum við börn. Þá voru þau
börn sem umgengust eldra fólk bet-
ur undirbúin fyrir skólagöngu.
„Ég er alltaf Eyjamær
og Eyjar er heima“
„Ég fékk snemma áhuga á alls
kyns byggingum og skoðaði húsin í
Eyjum gaumgæfilega,“ segir Anna
Kristín spurð um námsvalið. Eftir að
hún lauk stúdentsprófi frá Fram-
haldsskólanum í Vestmannaeyjum lá
leiðin til Reykjavíkur að læra tækni-
teiknun. „Mér fannst stórt skref að
fara beint til Danmerkur að læra
arkitektúr. Eftir að ég lauk námi í
tækniteiknun 2009 þá varð ég
ákveðnari í námsvalinu og ég sé ekki
eftir því í dag en tækniteiknunin
nýttist mér mjög vel.“
Þegar hún kom fyrst til Dan-
merkur þá talaði hún mest ensku en
ákvað eftir smátíma að það gengi
ekki til lengdar og tók sig til og lærði
dönsku. Í dag hefur hún nælt sér í
danskan kærasta, er ánægð með
vinnuna og þá reynslu sem hún er að
viða að sér. „Ég er alltaf Eyjamær
og Eyjar er heima. Það verður bara
að koma í ljós hvort og hvenær ég
flyt aftur heim en núna einbeiti ég
mér að því að lifa í núinu og njóta
lífsins,“ segir Anna Kristín sem læt-
ur vel af lífinu og vorinu í Nørrebro í
Kaupmannahöfn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Sigling umMiðjarðarhaf
18. - 28. september
Verð frá359.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
*Verð án Vildarpunkta 369.900 kr.
Á mann m.v. tvo í klefa með glugga. Innifalið er flug, sigling í 7
nætur með fullu fæði, gisting í Feneyjum í 1 nótt og í Verona í 2
nætur, skoðunarferðir í Feneyjum, Verona og Mílanó.
Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson
FENEYJAR-SVARTFJALLALAND-KORFU-AÞENA- MYKONOS
þrír eru fulltrúar þess góða og fallega.
Þeir eru oft ákveðnir og alvarlegir á
svip. Það undirstrikar sterkan karakt-
er barna, en speglar um leið brothætt
sakleysi og varnarleysi þeirra og
barna almennt. Varnarleysi sem oft er
misnotað í harðneskjulegum og
ómennskum heimi: Barnahermaður,
barnaþrælkun, barnaníð, barna-
brúður … Hvenær fær barn að vera
bara barn? Þessum spurningum veltir
listamaðurinn meðal annars upp sem
andstæðu eigin „örugga“ heims.
Listakonan Katrín Matthíasdóttir er
fædd árið 1967 og hefur getið sér gott
orð sem portrettmálari. Hún hlaut
verðlaun í samnorrænu samkeppninni
„Portræt Nu“ árið 2011 og hafði frum-
kvæði að myndlistarsýningunni Ís-
lensk samtíðarportrett í Listasafninu
á Akureyri 2014.
Alvarlegur á svip Það undirstrikar sterkan karakter, en speglar um leið brothætt sakleysi og varnarleysi.
Jórunn Einarsdóttir lagði fram
bókun í febrúar síðastliðnum
á fundi í Fjölskyldu- og tóm-
stundaráði Vestmannaeyja.
Í bókuninni kemur m.a.
fram: „Hægt væri með þessu
að slá tvær flugur í einu
höggi og fara af stað með
metnaðarfullt verkefni fyrir
yngstu og elstu íbúa sveitar-
félagsins. Það væri vel við
hæfi að fá Önnu Kristínu til
að kynna verkefnið fyrir bæj-
arstjórn líkt og hönnuður Eld-
heima gerði á sínum tíma en
sú kynning leiddi til byggingar
Eldheima.“
Metnaðar-
fullt verkefni
BÓKUN Í FJÖLSKYLDU- OG
TÓMSTUNDARÁÐI
Í leikskólanum Starfið er fjölbreytt og þarf rýmið að endurspegla ólíkar þarfir barnanna. Byggingin í Eyjum Tölvugerð mynd af sambyggðum leikskóla og íbúðum fyrir eldri borgara.