Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Innréttingar & gólf
Gólfþjónusta Íslands • SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Sími 897 2225 • info@golfthjonustan.is • golfthjonustan.is
Sérsmíðum innréttingar fyrir þig
Viðurkenning
Öldrunarráðs Íslands 2015
Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til
viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit
að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með
26. apríl 2015 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs
Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á
netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu
til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja
hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tugir þúsunda fugla sóttu í æti á
sunnanverðum Breiðafirði með síld-
argöngum sem hófust veturinn
2005-6. Fjöldi fugla náði hámarki í
kringum síldardauðann í Kolgrafa-
firði veturinn 2012-13, nokkrum ár-
um eftir að síldin náði hámarki á
svæðinu. En hvaðan komu allir þessir
fuglar og hvar fengu þeir upplýsingar
um að þarna væri nóg að éta?
Róbert Arnar Stefánsson,
forstöðumaður Náttúrustofu Vestur-
lands, segir að margir þættir geti
haft áhrif í þessu sambandi, en ef
hann leyfi sér að taka skikkju vís-
indamannsins af öxlunum, segist
hann ekki efast um að að hluta til hafi
fuglarnir greint hverjir öðrum frá
veislunni.
Róbert flutti erindi á Náttúru-
stofuþingi á Höfn á miðvikudag og
var yfirskrift þess Flýgur fiskisagan.
Hann hefur meðal annars skoðað nið-
urstöður í vetrarfuglatalningum síð-
ustu ára, en Náttúrufræðistofnun Ís-
lands heldur utan um þær.
Gætu spjallað sín á milli
„Það er athyglisvert að þegar þessi
mikla fjölgun varð á fuglum hér við
sunnanverðan Breiðafjörð þá fækk-
aði fuglum sömu tegundar um helm-
ing í öðrum landshlutum,“ segir Ró-
bert. „Það vekur líka athygli að
fækkunin varð ekki endilega mest á
nærliggjandi svæðum eins og Vest-
fjörðum og Suðvesturlandi.
Uppistaðan í fjölguninni voru tvær
tegundir máfa, svartbakur og hvít-
máfur. Einhvern veginn bárust upp-
lýsingar á milli fuglanna og þá taka
vangaveltur við því ekki er vitað ná-
kvæmlega hvernig þetta gerist hjá
máfunum. Fréttin um mikið æti hef-
ur borist víða og e.t.v. allt í kringum
landið. Þessir fuglar eru mikið á ferð-
inni og geta rekist á æti fyrir tilviljun
því þeir fljúga hátt og eru stöðugt að
vakta hvar æti er að finna.
Þetta sést vel ef vart verður við
sílisger að sumarlagi því þá eru máf-
arnir fljótir að finna það. Eins ef fugl-
ar sjást taka á rás í tiltekna átt getur
það hleypt af stað keðjuverkun; frétt-
in berst frá bjargi til bjargs, frá fugli
til fugls.
Svo setjast þeir oft niður í hópum
og gætu spjallað sín á milli. Ég efast
ekki um að þeir skiptast á upplýs-
ingum eins og hrafnar og starar gera
á næturstað, en það hefur verið rann-
sakað og sýnt fram á að mikil upplýs-
ingaskipti eiga sér stað á slíkum stöð-
um. Ég er ekki í vafa um að slík sam-
skipti eiga þátt í þessu, en get ekki
sýnt fram á það með vísindalegum
hætti. Sjálfsagt er þetta blanda af
nokkrum þáttum,“ segir Róbert.
Að færast í eðlilegra horf
Hann segir að samsöfnun hafi orð-
ið á litlu svæði vetur eftir vetur í og
við Kolgrafafjörð. Þetta hafi byrjað
þegar síld byrjaði að ganga þar inn
og fjöldinn hafi aukist mjög hratt árin
2010 til 2012, en fyrri síldardauðinn
varð í desember 2012. Það hafi því
ekki eingöngu verið síldardauðinn
sem leiddi til fjölgunar fugla, heldur
sköpuðu síldargöngurnar aukið
fæðuframboð fyrir fuglana. Talið er
að um 55 þúsund tonn af síld hafi
drepist í umhverfisslysunum tveim-
ur.
Róbert segir að í vetur hafi fugla-
lífið verið að færast í eðlilegra horf,
en samt meira verið af fugli í Kol-
grafafirði heldur en áður en síldin
byrjaði að ganga þar inn. Magn síldar
í firðinum hefur minnkað mjög mikið
og sáralítið var veitt þar í vetur. Enn
sjást þar reglulega háhyrningar, þótt
þeir séu mun færri en í hámarkinu.
Sögðu fuglarnir frá veislunni?
Mikil fjölgun fugla í Kolgrafafirði í kjölfar síldargangna og síldardauða Máfum fækkaði mjög á
sama tíma annars staðar á landinu Flýgur fiskisagan, segir forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands
Ljósmynd/Róbert A. Stefánsson
Súlukast Það er ferð á súlunni fremst, en stöllur hennar eru rólegri. Súlu fjölgaði mjög óvænt í Kolgrafafirði yfir háveturinn þegar mest var þar af síldinni.
Ljósmynd/Jón Örn Guðbjartsson
Á vaktinni Róbert A. Stefánsson fylgist með stöðunni við Kolgrafafjörð.
„Fleiri tegundir voru áber-
andi þarna og var almennt
mjög mikið af fuglum, sér í
lagi fiskætum,“ segir Róbert
A. Stefánsson. „Súla var áð-
ur fremur fátíð við innan-
verðan Breiðafjörð, en henni
fjölgaði gífurlega og það yfir
háveturinn, þegar hún er yf-
irleitt fjarri landinu. Mest
voru taldar um þrjú þúsund
súlur í vetrarfuglatalningu
og fjöldinn var enn meiri
einhverja daga í janúar 2013
sem er vægast sagt mjög
óvenjulegt.
Mest töldum við alls um
25 þúsund fugla á talningarsvæðinu í Kolgrafafirði og Hraunsfirði í fyrri
hluta janúar 2013. Í sérstökum leiðangri okkar, Náttúrufræðistofnunar
Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og fuglaáhuga-
manna á sjó og landi 22. janúar 2013 mátum við að 90 þúsund fuglar
hefðu verið á svæðinu frá Stykkishólmi og út fyrir Búlandshöfða vestan
Grundarfjarðar. Þetta var rúmri viku fyrir seinna umhverfisslysið og þann
dag hafa sjálfsagt verið um 100 þúsund fuglar við sunnanverðan Breiða-
fjörð. Þarna var ótrúlega mikið líf og auk fugla sáust hátt í 100 háhyrn-
ingar og fjöldi sela,“ segir Róbert.
Alls um 100 þúsund fuglar
ÓVENJULEG HEGÐUN SÚLUNNAR
Ákveðið hefur verið að hinn nýi ís-
fisktogari sem Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum er að láta smíða í
Kína, fái nafnið Breki og einkenn-
isstafir þess verða VE 61. Skipið er
rúmlega 50 metra langt og á að
koma til landsins seinni hluta næsta
árs.
Fram kemur á vef Eyjafrétta að
skipsnafnið Breki eigi sér langa og
farsæla sögu í Vestmannaeyjum.
Það tengist líka sögu Vinnslustöðv-
arinnar sterkum böndum en tog-
arinn Breki sem lengi var í eigu
Vinnslustöðvarinnar hafi verið
landsþekkt aflaskip, segir á vefn-
um.
Nýr Breki til Eyja
í lok næsta árs
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/