Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Jóhann Ólafsson
joo12@hi.is
„Gerviliðir í hálshrygg er tækni sem
hefur fleygt fram undanfarin 20 ár.
Ég tók þátt í að þróa ákveðinn hluta
af því þegar ég var í Svíþjóð við nám
og vinnu,“ segir Björn Zoëga bækl-
unarskurðlæknir. Flytur hann er-
indi um þróun gerviliða í hálshrygg
síðustu 20 ár á vísindaþingi Skurð-
læknafélags Íslands sem haldið er í
Hörpu um helgina.
„Við höfum stundað þessar að-
gerðir hér á landi í sjö ár og á þeim
tíma er búið að setja gerviliði í háls
175 sjúklinga. Fyrst fylgdist ég með
hvernig þetta gekk hjá félögum mín-
um erlendis áður en við hófumst
handa hér. Með þessu höfum við
sýnt að við getum verið í fremstu
röð. Sjúklingunum hefur verið fylgt
eftir og lífsgæði þeirra könnuð.
Þetta er eins og best gerist erlend-
is.“
Yngra fólk í aðgerðirnar
Björn segir að þróunin í þessum
aðgerðum hafi ekki verið mikil síð-
ustu tíu ár. Það sem hafi þróast sé
tæknin við framkvæmd aðgerðanna
og hvaða hópi fólks þessar aðgerðir
henti. „Yngra fólki, undir fimmtugu.
Þetta er þá fólk sem fær brjósklos í
hálshryggjarliðina og því fylgja auð-
vitað óþægindi. Þetta er ekki eins og
með gerviliði í mjöðmum eða hné,
sem henta frekar eldra fólki.“ Bend-
ir Björn á að gamla leiðin vegna
meiðsla í hálshrygg hafi verið ágæt
en langtímaáhrifin hafi ekki verið
jafn góð. Núna geti fólk fengið eðli-
lega hreyfingu í hálsinn, sem ekki
hafi verið hægt áður.
Helena Brisby, prófessor á Sa-
hlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg, flutti einnig erindi á þinginu.
„Ég vann með henni úti. Við byrj-
uðum á sama tíma í Gautaborg,
stunduðum rannsóknir saman og
höfum haldið því rannsóknarsam-
starfi áfram. Ferill hennar er glæsi-
legur. Hún er fyrsta konan til að
verða prófessor í bæklunar-
skurðlækningum í Svíþjóð, á virt-
asta bæklunarspítala Norðurlanda.“
Kjörið svið fyrir unglækna
Á vísindaþinginu eru nýjungar í
skurðlækningum kynntar ásamt því
að erlendir og íslenskir aðilar kynna
það sem er að gerast. „Svo er þetta
auðvitað ákveðið tækifæri fyrir unga
lækna til að kynna sínar rannsóknir.
Það er mjög gott fyrir þau að sjá og
heyra hvað er í gangi en mikið er að
gerast bæði í rannsóknum og gæða-
eftirliti.“
Á laugardeginum er keppni um
besta vísindaerindi ungs læknis en
þeir fá þar gott tækifæri til að
spreyta sig og flytja vísindaerindi
fyrir framan fagfólk. „Ég hélt mín
fyrstu vísindaerindi á skurðlækna-
þingi hér á landi árið 1991. Vonandi
finna unglæknarnir fyrir stressi,
þannig fá þau drifkraft til að gera
vel. Stressið lætur þau vanda sig í
starfi,“ segir Björn Zoëga.
175 fengið gervilið í háls á 7 árum
Vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands kjörin leið fyrir unglækna til að kynna rannsóknir sínar
Hreyfigeta í hálsi eðlileg að lokinni aðgerð Á pari við aðgerðir framkvæmdar erlendis
Morgunblaðið/Eggert
Skurðlæknaþing Björn Zoëga flytur ræðu um þróun gerviliða í hálshrygg undanfarin 20 ár í Hörpu um helgina.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, sagði m.a. í ræðu
sinni á flokksþingi Framsóknar-
flokksins í gær að öllum mætti vera
ljóst „að grípa þarf til varna fyrir
Reykjavíkurflugvöll og koma í veg
fyrir að borgaryfirvöld grafi stöðugt
undan flugvellinum og beiti brögðum
til að losna við hann.“
Líkt og fram hefur komið í frétt-
um, er ætlunin að hefja framkvæmdir
á Hlíðarenda á mánudag, en Reykja-
víkurborg, Knattspyrnufélagið Valur
og Valsmenn hf. skrifuðu undir
samning við verktaka á miðvikudag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá-
verandi innanríkisráðherra, sendi
Isavia bréf, hinn 30. desember 2013,
þar sem Isavia var falið að hefja und-
irbúning að lokun svonefndrar neyð-
arbrautar, brautar 06/24 á Reykja-
víkurflugvelli.
„Rétt er að ítreka að flugbrautinni
skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarð-
anir teknar sem leiða til þess að flug-
braut 06/24 verði tekin úr notkun á
meðan verkefnastjórn, sem nú starf-
ar undir forystu Rögnu Árnadóttur
skv. samkomulagi ríkisins, Reykja-
víkurborgar og Icelandair Group, er
enn að störfum og ákvörðun á grund-
velli tillagna hennar liggur ekki fyr-
ir,“ segir í bréfi innanríkisráðuneytis,
fyrir hönd ráðherra, til Isavia.
Friðrik Pálsson, annar formaður
stuðningssamtaka Reykjavíkurflug-
vallar, Hjartans í Vatnsmýrinni,
sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld
að með því að hefja framkvæmdir á
Hlíðarenda væri verið að brjóta allar
brýr sáttaferlis, sem meðal annars
væri verið að vinna að innan svokall-
aðrar Rögnunefndar.
Hjartað í Vatnsmýrinni skoraði á
Alþingi og innanríkisráðherra í fyrra-
dag að stöðva framkvæmdir Reykja-
víkurborgar og Valsmanna hf. á Hlíð-
arenda.
Friðrik hafnaði því að Valsmenn
gætu vísað fjárhagslegri ábyrgð á
aðra og sagði að Valsmenn hefðu fyr-
ir löngu verið komnir í milljarða-
skuldir.
Brynjar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Valsmanna, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær um orð Friðriks
Pálssonar um skuldastöðu Vals-
manna: „Ég harma það að menn skuli
leggjast svo lágt að segja vísvitandi
ósatt. Friðriki Pálssyni er fullkunn-
ugt um það að hver einasta króna af
skuldum Valsmanna er eingöngu til-
komin vegna lóðarkaupa á Hlíðar-
endareit.“
Valsmenn hafi tekið hálfan milljarð
að láni fyrir 10 árum til að greiða
bygginganefnd Reykjavíkurborgar
og Vals. Þær skuldir séu nú í kring-
um tveir milljarðar króna.
Brynjar telur að bréf fyrrverandi
innanríkisráðherra hafi ekki gildi til
þess að framkvæmdir verði stöðvað-
ar. Valsmenn hafi háð sína baráttu í
gegnum lögformlegar leiðir og loka-
skrefið á þeirri vegferð hafi verið
formlegt samþykki Skipulagsstofn-
unar ríkisins á gildistöku deiliskipu-
lagsins.
Tölvuteikning/Alark
Hlíðarendi Hjartað í Vatnsmýrinni skorar á Alþingi og innanríkisráðherra
að stöðva framkvæmdir sem eiga að hefjast á mánudaginn kemur.
Segir að grípa
þurfi til varna
Enn tekist á um 06/24 flugbrautina
Friðþór Ey-
dal, upplýs-
ingafulltrúi
Isavia, sagði
í samtali við
Morgun-
blaðið í gær,
að þáttur
Isavia í und-
irbúningi að
lokun braut-
arinnar 06/
24 hefði verið sá að láta gera
áhættumat, sem nú lægi inni
hjá Samgöngustofu til sam-
þykktar. „Það er fyrsta skrefið
í undirbúningnum og meira
höfum við ekki gert. Áhættu-
matið snýst um það hvaða
mótvægisaðgerða er þörf, til
þess að hægt sé að loka braut-
inni,“ sagði Friðþór.
Hann sagði að það væri ekki
á valdsviði Isavia að taka
ákvörðun um lokun, heldur
væri það á valdsviði innanrík-
isráðherra.
Ekki á vald-
sviði Isavia
FRIÐÞÓR EYDAL
Friðþór Eydal
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Heilsu Qigong
5helstu ástæður þess að iðka qigong
Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi
í heilsurækt þarsem saman fer qi, semmerkir “lífskraftur”, og gong,
semmerkir “nákvæmar æfingar”.
1. Aukin vellíðan og lífsþróttur
Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi,
jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról.
2. Dregur úr þrálátum sársauka
Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur
þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt.
3. Betra blóðstreymi
Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið
súrefnisflæði í líkamanum.
4. Dregur úr spennu
Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi.
Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi
og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð.
5. Byggir upp sjálfsvirðingu
Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega.
Skráning
í síma
5538282
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
MIKIÐ ÚRVAL AF
SÆNGUM OG KODDUM
24.995 kr.
Sæng. 135 x200cm. 85% fjaðrir og15%dúnn. Sængin er saumuð í 4 x6 ferninga til
að hiti dreifist jafnt umsængina. 24.995kr.
Dream-sæng
Snorri Óskars-
son, oft kenndur
við söfnuðinn
Betel, var í gær
sýknaður í hér-
aðsdómi af kröf-
um Akureyr-
arbæjar þar sem
bærinn krafðist
þess að úrskurð-
ur innanrík-
isráðuneytisins frá 4. apríl 2014
yrði felldur úr gildi. Innanrík-
isráðuneytið úrskurðaði að upp-
sögn Snorra frá störfum við
Brekkuskóla þann 12. júlí 2012 væri
ólögmæt. „Í fyrsta lagi var ekki um
brot í starfi að ræða. Í öðru lagi þá
er það ekki lögbrot að halda kristn-
um sjónarmiðum fram, hvort sem
það er í grunnskóla eða í blogg-
færslu. Ég á samkvæmt lögum að
starfa eftir kristnum gildum og þá
voru orð mín og rökræða rétt miðað
við það,“ sagði Snorri við mbl.is.
Snorri í Betel
var sýknaður
Snorri Óskarsson