Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 16
allan sólarhringinn svo vikum skipti.
Mjög erfitt tíðarfar einkenndi ver-
tíðina og sérkennileg hegðun loðn-
unnar sem m.a. veiddist fyrir vest-
anverðu Norðurlandi í janúar sem
ekki hefur gerst áður. Heimaey VE
er aflahæsta Eyjaskipið með rúm
25.000 tonn.
Systurnar Anna Dóra og Jó-
hanna Jóhannsdætur stofnuðu
Hressó-líkamsræktarstöð fyrir 20
árum og eru enn við stjórnvölinn á
skútunni. Hægt en örugglega hefur
þeim tekist að bæta við framboð í
þjálfun og í dag eru tímar í spinning,
crossfit, jóga í sérsal, almennri leik-
fimi auk einkaþjálfunar. Það eiga
margir framtaki þeirra mikið að
þakka en þær eru líka þakklátar fyr-
ir þann stuðning sem þær hafa feng-
ið og alla viðskiptavinina sem haldið
hafa tryggð við þær í gegnum árin.
Þær minntust afmælisins með
myndarlegri árshátíð.
Núna sýnir Leikfélag Vest-
mannaeyja hinn geysivinsæla söng-
leik Litlu Hryllingsbúðina sem Stef-
án Benedikt Vilhelmsson leikstýrir.
Viðtökur hafa verið mjög góðar en
aðalleikendur eru Ævar Örn Krist-
insson, Sindri Freyr Ragnarsson,
Ágústa Halldórsdóttir og Ólafur
Freyr Ólafsson.
Í vetur náðu nemendur Fram-
haldsskólans í Vestmannaeyjum
öðru sæti í Boxinu, keppni sem Sam-
tök iðnaðarins, Háskólinn í Reykja-
vík og Samband íslenskra fram-
haldsskólanema stóðu að. Markmið
keppninnar er að kynna og vekja
áhuga á tækni, verk- og tækninámi
og störfum í iðnaði. Annar hópur frá
skólanum varð svo í öðru sæti í Pet-
roChallenge-olíuborunarverkefninu
sem er alþjóðlegt og fór fram í
London. Þar sigraði Noregur en í
Boxinu var það MR.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Handbolti Konurnar í meistaraflokki í handbolta eru komnar í undanúrslit og allir yngri flokkar ÍBV einnig.
Loðna og handbolti eru
stóru málin í Eyjum
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Loðna og handbolti eru stóru
málin í Eyjum.
Þegar þetta er skrifað er ekki
komið í ljós hvort Íslands- og bik-
armeistarar ÍBV eiga möguleika á
að komast í undanúrslit Íslands-
meistaramótsins í handbolta. Töp-
uðu fyrsta leiknum gegn Aftureld-
ingu á útivelli og hafi Eyjamenn ekki
náð að svara fyrir sig í gærkvöldi
eru þeir komnir í sumarfrí. En lífið
hefur að stórum hluta verið hand-
bolti í vetur hjá Eyjamönnum. Kon-
urnar í meistaraflokki komnar í und-
anúrslit og allir yngri flokkar ÍBV í
úrslitum.
Nú er lokið einni af betri loðnu-
vertíðum seinni ára og losar heildar-
afli Eyjaskipa 100.000 tonn. Mikil
vinna var í landi og unnið á vöktum
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Evrópusambandið mun ekki sækjast
eftir því að rifta samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið og breyt-
ingar á honum eru ekki á dagskrá.
Finnist mönnum samningurinn ekki
lengur virka sem skyldi eða aðilar
standi ekki við
heit sín gæti hann
þó aftur komist til
umræðu. Þetta
segir Andreas
Schwab, Evrópu-
þingmaður sem
unnið hefur að
skýrslu um EES-
samninginn og
samskipti ESB
og Sviss fyrir
þingið.
Schwab hélt erindi á opnum fundi
um ástand og áskoranir EES á egum
Alþjóðamálstofnunar Háskóla Ís-
lands í gær.
„EES-samningurinn er mjög sér-
stakur samningur sem ESB myndi
líklega aldrei gera aftur. Hann var
hins vegar gerður og við höldum
okkur við það sem við höfum lofað.
Við eigum von á því að aðildarríkin
að honum, þar á meðal Ísland, haldi
áfram að styðja meginlínur hans,“
segir Schwab.
Kostirnir minnki
Í skýrslu sinni fjallar Schwab um
vandamál sem hljótast af því að að-
ilar að samningnum innleiði reglur
ESB ekki nógu hratt.
„EES og ESB byggjast á þeim
grunni að við trúum því að sameig-
inlegar reglur geri okkur sterkari
saman. Þess vegna þurfa báðir aðilar
að halda sig við skuldbindingar sem
þeir hafa tekið á sig. Á þessu stigi
eru viss vandamál með innleiðingu
reglnanna innan EES-ríkjanna og
það er eitthvað sem verður metið á
gagnrýninn hátt í skýrslu minni.“
Þetta segir hann þó ekki vera
vandamál sem sé eingöngu bundið
við EES-ríkin heldur hafi aðildar-
lönd Evrópusambandsins sjálfs ver-
ið of lengi að leiða reglur þess í
landslög.
„Þetta er almennt vandamál en við
verðum að leysa það því ef við gerum
það ekki þá verða kostir sameigin-
lega markaðarins mun minni. Þá
gætu borgararnir spurt sig til hvers
var af stað farið. Það er raunveruleg
nauðsyn til að gera flýta innleiðingu
innan ESB en einnig inn EES-
ríkjanna,“ segir Evrópuþingmaður-
inn. kjartan@mbl.is
Stendur ekki til
að breyta EES
Aðilar EES og aðildarríki ESB þurfa
að innleiða sameiginlegar reglur hraðar
Morgunblaðið/Golli
ESB Ríki þurfa að innleiða reglur
ESB hraðar, að sögn Schwab.
Hindranir í innleiðingu
» Schwab er þýskur og hefur
setið á Evrópuþinginu fyrir hóp
kristilegra demókrata frá árinu
2004.
» Hann vinnur nú að skýrslu
til þingsins um hindranir í inn-
leiðingu reglna ESB í tengslum
við EES-samninginn.
Andreas
Schwab
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hafrannsóknastofnun telur að hægt
sé að leyfa allt að 20 þúsund tonna
eldi í sjókvíum í Arnarfirði og 10 þús-
und tonn í Dýrafirði. Er þetta fyrsta
mat á burðarþoli sem gert er eftir
breytingar á lögum um fiskeldi sem
samþykktar voru í fyrra.
Í lögunum er kveðið á um að burð-
arþolsmat Hafrannsóknarstofnunar
þurfi að fylgja umsóknum fiskeldis-
fyrirtækja um rekstrarleyfi fyrir sjó-
kvíaeldi. Metið er þol svæða til að
taka við auknu lífrænu álagi, án þess
að það hafi óæskilegt áhrif á lífríkið.
Styrkur til Berufjarðar
Fiskeldisfyrirtækjum er gert að
greiða gjald í Umhverfissjóð sjókvía-
eldis og er honum ætlað að standa
undir rannsóknum vegna mats á
burðarþoli. Sjóðurinn hefur úthlutað
fyrstu styrkjum og fékk Hafrann-
sóknastofnun styrk til að rannsaka
burðaþol Berufjarðar. Það verður
unnið á næstu mánuðum.
Til að flýta þessu starfi fékkst á síð-
asta ári styrkur úr AVS-rannsóknar-
sjóði sjávarútvegs og Þróunarsjóði
fiskeldis til að meta burðarþol Arn-
arfjarðar þar sem eitt fyrirtæki er
með fiskeldi og áformar stækkun og
tvö önnur eru með áform um stórfellt
sjókvíaeldi. Bráðabirgðaniðurstöður
benda til þess að fjörðurinn þoli 20
þúsund tonna eldi. Jafnframt er farið
fram á að áfram verði fylgst með súr-
efnismagni í firðinum og fleiri þátt-
um. Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðs-
stjóri sjó- og vistfræðisviðs
Hafrannsóknastofnunar, tekur fram
að enn sé unnið að endanlegum rann-
sóknarskýrslum.
Í Dýrafirði er einkum stundað eldi
á regnbogasilungi. Telur Hafró unnt
að leyfa allt að 10 þúsund tonna eldi á
ári.
Í báðum tilvikum er tekið fram að
endanleg burðaþolsmörk fyrir
ákveðna firði eða svæði verði seint
gefin út. Vakta þurfi eldið til að fá
raunveruleg áhrif starfseminnar
fram og það skapi grunn til endur-
skoðunar matsins.
Unnið í fleiri fjörðum
Hafrannsóknastofnun vinnur einn-
ig að mati á burðarþoli Patreksfjarð-
ar og Tálknafjarðar en þar er þegar
töluvert sjókvíaeldi. Það er unnið
samkvæmt gögnum sem safnað var í
rannsókn sem unnin var í samvinnu
við heimamenn.
Hafrannsóknastofnun er ætlað að
gera slíkar rannsóknir á þeim svæð-
um sem sjókvíaeldi er heimilað. Sól-
veig telur að það taki nokkur ár að
ljúka verkinu.
Arnarfjörður ber 20
þúsund tonna eldi
Fyrsta burðarþolið metið samkvæmt nýjum lögum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Burðarþol svæða um allt
land verður metið á næstu árum.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
Verð í tveggja manna herbergi
kr.98.900,-
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat,
íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.
Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.
Upplýsingar í síma 588 8900
Úrval veitingahúsa, verslana (m.a.H&M)
og kaffihúsa.
Næturlíf eins og það gerist best.
Riga
Lettlandi
Stórfengleg borg
Beint flug frá Keflavík og Akureyri
14.-17. maí