Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 18

Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Síðasta sýningarhelgi Sýning á veflistaverkum Listmuna uppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Ásgerður Búadóttir Veftur Jóhann Ólafsson joo12@hi.is „Af hverju beitir alþjóðasamfélagið ekki refsiaðgerðum gegn Ísrael? Það hefur margoft verið gert, fordæmin eru til staðar,“ segir Mads Gilbert, prófessor og yfirlæknir í Tromsö í Noregi. „Þegar ég var á Gaza heyrði ég að refsiaðgerðum hefði verið beitt gegn Rússum vegna ástandsins í Úkraínu. Ég skil ekki af hverju slíkum aðgerð- um er ekki beitt gegn Ísraelum.“ Gilbert hélt í vikunni fyrirlestur um ástandið á Gaza á vegum Alþjóða- málastofnunar HÍ. Hann segir að ef trúað sé á hið góða í heiminum og að heimurinn sé góður staður, sé erfitt að skilja voðaverkin sem Ísraelsmenn fremji. „Hvernig getur ríki sem kallar sig eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlönd- um framið slík ódæði? Ef maður vogar sér að gagnrýna Ísrael er maður kall- aður gyðingahatari. Ég væri ekki kall- aður and-Bandaríkjamaður þótt ég gagnrýndi stefnu þeirra í Afganistan.“ Erfiðar aðstæður Gilbert segir að heilbrigðisstarfs- menn á Gaza vinni við ótrúlega erfiðar aðstæður en kvarti aldrei. „Ég er eng- in hetja, hetjurnar eru palestínsku heilbrigðisstarfsmennirnir. Samstað- an og mannúðin sem þeir sýna fyllti mig von og stolti. Þeir hafa ekki öll tól og tæki en þeir reyna að gera það besta úr aðstæðunum. Þeir setjast aldrei niður og gráta, heldur leita lausna. Vegna þeirra kem ég alltaf rík- ari og vitrari heim frá Gaza af því ég hef lært svo margt um manngæsku og samstöðu.“ Þegar Gilbert var að störfum á Gaza snemma árs 2009 sendi hann smáskilaboð til Noregs sem varð heimsfrægt. „Það stóð í skilaboðunum að börn og fólk væru slösuð og deyj- andi. Ég gerði svipaðan hlut síðasta haust. Þá sendi ég Barack Obama (Bandaríkjaforseta) bréf og sagði að hann gæti breytt heimssögunni. Ef hann hefði þegið boð mitt og dvalið hjá okkur eina nótt hefði hann breytt heimssögunni, því enginn með hjarta getur komið til Gaza án þess að það hafi áhrif á viðkomandi.“ Trúir á réttlæti En telur Gilbert að Ísraelar og Pal- estínumenn gætu lifað í sátt og sam- lyndi í framtíðinni? „Ég trúi á réttlæti. Grunnurinn hér verður að vera sanngjörn niðurstaða fyrir báða aðila. Sár fortíðarinnar verða að geta gróið, það er eina leiðin fram á við. Fyrst þurfa Ísraelsmenn að koma fram og segja að þeir vilji ekki fara með nágranna sína eins og þræla, heldur jafningja sína,“ segir Mads Gilbert. Aðgerð Gilbert segir erfiðast að horfa á upp öll börnin sem slasist og láti lífið algjörlega að óþörfu. Voðaverkunum á Gaza verður að linna  Norskur læknir vill að alþjóðasamfélagið grípi í taumana Lambalát af völdum kampýlóbakter- bakteríu hefur greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð og margar ær látið, samkvæmt frétt frá Matvælastofn- un. „Sýkist ærnar af þessari bakt- eríu eru miklar líkur á lambaláti, sem þá kemur fram síðustu tvo mán- uði meðgöngu, en einnig er algengt að ærnar hafi tal, en beri þá dauðum eða mjög veikburða lömbum. Ekki hefur enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. Smitleiðir geta verið margvíslegar s.s. eins og að fuglar mengi fóður eða smit berist á milli gripa á húsi,“ segir í fréttinni en lambalát af þessum völdum er fátítt hér á landi. Matvælastofnun segir að menn þurfi að gæta þess að fara ekki í óhreinum húsafötum eða stígvélum inn í hús hjá öðrum, en best fari á því að bændur hafi tiltækan eigin vinnu- og skófatnað fyrir sína þjónustuað- ila. „Lyf ná ekki að stöðva þetta og því mikilvægt að viðhafa gott hrein- læti s.s. góðan handþvott og verja og ganga vel um fóður,“ segir ennfrem- ur í tilkynningu Matvælastofnunar. Lambalát á bæ í Dalvíkurbyggð Mads Gilbert er staddur hér á landi og hélt í vikunni fyrir- lestur um ástandið á Gaza- svæðinu í Háskóla Íslands á vegum Alþjóðamálastofnunar. Hann hefur starfað sem sjálf- boðaliði á stærsta sjúkrahús- inu á Gazasvæðinu í Palestínu síðan 2006 og hélt fyrst til starfa þangað árið 1981 því hann langaði að aðstoða hina þjáðu. Hann segist vilja standa með fólkinu sem er farið illa með. Vitnar hann í orð Des- monds Tutu, biskups í Suður- Afríku: „Ég vil taka afstöðu því ef þú tekur ekki afstöðu og segist vera hlutlaus ertu í raun að styðja níðinginn.“ Gilbert hefur verið bannað að koma aftur til Ísrael á þeirri forsendu að hann ógni öryggi landsins. Ástæðuna fyrir því segir hann vera hræðslu Ísr- aela við það að heimurinn sjái staðreyndir málsins. „Ég vil taka afstöðu“ MADS GILBERT Störfum mun fjölga um 8.600 á næstu þremur árum, en það er rúm- lega 4,8% aukning frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni minnka á tímabilinu og fara niður í 3,1% árið 2017, eða að at- vinnulausum fækki úr 9.300 niður í 6.000. Flestir háskólamenntaðir Í skýrslunni kemur einnig fram að konur séu í dag orðnar fleiri á vinnu- markaði en þær voru fyrir hrun. Í fyrra var fjöldi kvenna á vinnumark- aði rúmlega 85 þúsund en fjöldi þeirra var um 82 þúsund fyrir hrun. Karl Sigurðsson, einn höfunda skýrslunnar, sagði að búist væri við að þær greinar sem stæðu undir fjölgun starfa yrðu byggingariðnað- ur, ferðaþjónusta, upplýsingatækni og fjarskipti, en fyrirséð er fækkun starfa í fjármálaþjónustu. Háskólamenntaðir eru í dag orðn- ir stærsti hópur vinnumarkaðarins með yfir 75 þúsund manns, en Karl segir að þetta sé sá hópur sem hæg- ast gangi á þegar kemur að því að fækka á atvinnuleysisskrá. Segir hann fyrirséð að fleiri muni útskrif- ast úr háskólanámi næstu ár en at- vinnulífið kalli eftir. 8.600 störf á næstu þremur árum  Atvinnuleysi minnkar og verður 3,1% Reykjavíkurborg ætlar að auglýsa eftir samstarfi við sjálfseignarstofn- anir, húsnæðissamvinnufélög og leigufélög, sem rekin eru án hagn- aðarsjónarmiða og vinna að bygg- ingu íbúða fyrir félagsmenn sína, við uppbyggingu á lóðum við Vestur- bugt og á lóðum borgarinnar við Kirkjusandsreit. Fulltrúar minni- hlutans í borgarráði hafa ýmislegt við þetta að athuga. Tillaga Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að borgarráð láti auglýsa eftir ofangreindum sam- starfsaðilum, var samþykkt í borg- arráði á fimmtudag með fjórum at- kvæðum fulltrúa meirihlutans. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann lagði fram bókun og og taldi órökrétt að byrja á að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu þegar lóðum hefði hvorki verið úthlutað né heldur lægi fyrir hvaða leiðir ætti að fara í upp- byggingu svonefndra Reykjavík- urhúsa til að sem hagkvæmast leigu- verð fengist fyrir leigutaka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í bókun þeirra sagði að þeir styddu allar góð- ar hugmyndir sem leystu úr alvar- legum aðstæðum á húsnæðismark- aði í Reykjavík. Þeir bentu á að í nýrri skýrslu um svonefnd Reykja- víkurhús væri komið til móts við sjónarmið sjálfstæðismanna með því að meir væri hallast að aðkomu einkaaðila en í fyrri hugmyndum. „Því furða borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig á því að til- laga meirihlutans um auglýsingu eftir samstarfsaðilum skuli ekki gera ráð fyrir að leitað sé leiða á al- mennum markaði til að fá hagstæð- asta verð fyrir leigjendur og kaup- endur. Einungis á að leita til þeirra félaga sem rekin eru án hagnaðar- sjónarmiða en öðrum ekki gefinn kostur á að gera tilboð. Þar með er ákveðinn hluti markaðarins útilok- aður,“ segir m.a. í bókuninni. Skilyrt hverjir fá að byggja húsin Teikning/ASK arkitektar Vesturbugt Ný byggð samkvæmt nýju deiliskipulagi. A.m.k. 80 íbúðir í hverfi við gömlu höfnina eiga að falla undir svonefnd Reykjavíkurhús.  Ólík afstaða til Reykjavíkurhúsa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.